Morgunblaðið - 28.03.1973, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1973
AGAN
Eliszabet Ferrars:
Safníds i dautfann
eriek og Paul gengu löturhægt
eftir veginum, eins og menn, sem
höfðu um margt að tala á leið-
inni. Jafnvel eftir að þeir voru
komnir inn, héldu þeir áfram að
hvíslast á í forstofunni. En svo
kom Paul einn inn í stofuna.
— Því miður höfum við hvorki
fundið hana né neina bendingu
um, hvað af henni hefur orðið,
sagði hann. — Við höfum leitað
i garðinum og í skúrunum, og við
fórum í hlöðuna og spurðum
Brian, hvort hann hefði séð
nokkuð til hennar. En allt
árangurslaust. Roderick ætl-
ar að fara eitthvað í sima til
þess að fá að vita, hvort hún
hefur komið í íbúðina sína I
I.ondon, eða hvort vinkon-
ur hennar hafa orðið hennar
nokkuð varar. Og ef svo er ekki,
og Roderick verður einskis vís
ari, þá ætlum við að kalla á lög-
regluna.
Hann gekk að aminum og hlýj
aði sér á höndunum.
Frammi í ganginum hringdi
síminn og Roderick svaraði I
hann. Jane hljóp til dyr-
anna, en áttaði sig svo og sett-
ist niður.
— Þér eruð svo góður við okk
ur, sagði hún við Paul. — Mér
þykir fyrir þvi að gera ykkur
svona hræðilega mikið ónæði.
— Blessað barn, mér þykir
bara verst að geta ekki hjálp-
að ykkur eitthvað meira, sagði
Paul. — Ég vil ekkert vera að
leyna þvi fyrir yður — en það
lítur helzt út fyrir, að veslings
konan hafi orðið fyrir árás af
einhverjum — og annað hvort
slasazt mikið og verið flutt burt
eða i bezta falli komizt burt
sjálf, en svo gefizt upp. Því að
Smurbrauðstofan
BJÖRNINN
SMURBRAUÐ - KAFFIBRAUÐ - COCTAIL-
SNITTUR - SAMLOKUR - NESTISPAKKAR.
HEITUR MATUR ALLAN DAGINN.
Smurbrauðsstofan BJÖRNINN,
Njálgsötu 49 — Simi 15105.
hafi hún ekki slasazt alvarlega,
ætti einhver að hafa frétt af
henni. Hún hefði áreiðanlega
komið til okkar, eða til Brians
eða einhvers í þorpinu.
— Kannski hefur hún misst
minnið, sagði Jane. Hún hafði
ekki augun af hurðinni og var
sýnilega að reyna að hlusta eft-
ir því, sem Roderic tautaði í sím
ann, en hlustaði alls ekki á
Paul.
— Þessi indæla kona, tautaði
Paul og starði í eldinn. — Svo
gáfuð og heppin og samt svo
eðlileg og ósplllt. Hún hefði
ekki getað verið betri við ókk-
ur en hún var, þegar hún flutt-
ist hingað. Og síðan alltaf svo
gestrisin og viðkunnanleg að
hitta hana. Við lifum í hræðileg
um heimi, og hann virðist fara
slversnandi. Eða hefur hann
kannski alltaf verið svona slæm
ur? Er ástandið raunverulega
nokkuð verra, eða er þetta bara
af því, hvernig við lítum á það?
Aftur heyrðist í símanum
frammi. Roderick var að reyna
eitt númerið enn.
Hann var búinn að reyna þau
mörg áður en hann kom inn aft-
ur. Andlitið á honum var alveg
sviplaust, eins og á manni, sem
hefur orðið fyrir taugaáfalli.
Þegar Jane stökk upp og hljóp
til hans, tók hann fast utan um
hana.
— Ég hringdi í íbúðina og
fékk ekkert svar. Ég reyndi hjá
Crosby-hjónunum sem búa í
kjallaranum. Þau hafa ekkert
séð til hennar síðan á föstudags
kvöld, þegar þau komu upp til
að fá eitt glas með okkur. En
þau hafa lykil að íbúðinni henn
ar, af því að þau líta eftir henni
fyrir hana, þegar hún er fjar-
verandi, og þau lofuðu að fara
upp og gá, hvort þess sæjust
nokkur merki að hún hefði kom
ið heim. Og meðan þau voru að
því, hringdi ég til föðurbróður
míns. Hann vissi heldur ekki
neitt. Hann sagðist hafa komið
hér í gærkvöldi og ekki séð
merki þess, að neinn væri í hús-
inu, svo að hann hefði gefizt
upp við svo búið og farið heim
aftur. Svo hringdi ég í Tom
Waterfield — ritstjóra World-
wide — ef vefa kynni, að Mar-
got hefði haft samband við
hann, en hann sagðist ekkert
hafa heyrt frá henni, síðan hún
kom aftur frá Genf. Svo hringdi
ég aftur í Crosbyhjónin. . .
Roderick sleppti takinu af
Jane og kom lengra inn i stof-
una, en svo greip hann allt í
einu í stólbak, settist snöggt
niður og greip höndunum fyrir
andlitið.
Eftir andartak leit hann aft-
ur á Jane.
— Afsakið — en mér datt
ekki í hug, að við ættum að
komast í annað eins í dag, sagði
hann.
Hún settist á stólbríkina hjá
honum og dró höfuðið hans að
sér.
— Liklega hafa Crosbyhjón-
in ekkert fundið í íbúðinní
hennar? sagði Paul.
— Nei, sagði Roderick. —
Frú Crosby sagði, að íbúðin
hefði verið alveg jafn snyrtileg
og ungfrú Dalziel skilur alltaf
við hana — rúmið umbúið og
allt þess háttar. Og þau hafa
enga hugmynd um, hvenær
velvakandi
í þýóingu
Páls Skúlasonar.
hún hefur farið, af því að þau
fara bæði út til vinnu á laugar-
dagsmorgnum, og venjulega áð-
ur en Margot er einu sinni kom-
in á fætur. En þau halda að
hún hafi farið fyrir hádegisverð
artíma, þvi að þau minnast þess
ekki að hafa heyrt neitt til
hennar, eftir að þau komu heim
aftur, en það gera þau venju-
lega, ef hún er heima.
— Svo að þá leitum við til
lögreglunnar, er það ekki?
sagði Paul.
— Jú, við verðum vist að gera
það. — Jane. . . Roderick greip
aðra hönd hennar. — Hvað
finnst þér? En ef ekkert reyn-
ist nú vera að, þá held ég að
Margot sleppi sér algjörlega við
okkur.
Hún iðaði og var eitthvað óró
leg. — Ég er alltaf að segja þér,
elskan mín, að hún verður
aldrei vond — aldrei illkvitt-
in.
— En ef einhver eðlileg skýr-
ing er nú á þessu öllu og hún
sér, að við höfum þyrlað upp
ryki að óþörfu. . . Hann þagn-
Velvakandi svarar í síma
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
• ÞjóðhátfS
„Velvakandi,
Mér finnst rétt að þetta bréf í
riti Gísla Sigurbjörnssonar í
Heimilispóstinum, — heimilis-
blaði fyrir vistfólk og starfs-
fólk á Grund komi fyrir fleiri
augu í þessum umræðum, sem
nú eru um þjóðhátíðina 1974 —
Kona í Vesturbæ.
„Ellefu hundruð ára afmælis
Islandsbyggðar á að verða
minnzt á næsta ári, m.a. með
þjóðhátíð á Þingvöllum. Er
starfandi hátíðarnefnd, sem
þegar hefur unnið mikið starf
og margar og miklar ráðagerð-
ir eru á döfinni. — Alþingis-
hátiðin á Þingvöllum sumarið
1930 fór í alla staði vel fram
og var þjóðinni til sóma, en nú
eru aðrir tímar og eru því
margir haldnir nokkrum kvíða
um, hvemig þjóðhátíð á Þing-
völlum yrði í framkvæmd á
næsta vori. Hafa skólastjórar
þegar vakið athygli þjóðarinn-
ar á þessu og gert samþykktir
þar um. Ráða þeir frá því að
halda slíka fjöldasamkomu á
Þingvöllum. Hjúkrunarfélag Is
lands hefur einnig gert um mál
ið svipaða samþykkt og bent á,
að verja ætti þeim fjármunum,
sem til þjóðhátíðarinnar yrði
varið, en er verulegt fé að sjálf
sögðu, til hjálpar fólkinu í Vest
mannaeyjum.
Þjóðhátíðin 1974 ætti að vera
haldin hátíðleg í borg og bæ
og hverju byggðarlagi í land-
inu, en á Þingvöllum heldur AJ
þingi hátíðarfund og minnist
þessara merku tímamóta i
sögu þjóðarinnar.
Frú Elín Pálmadóttir blaða-
maður hefur komið fram með
gagnmerka tillögu í sambandi
við þjóðhátíðarárið. — Bendir
hún á, að hver og einn ætti að
íhuga, hvað get ég gefið land-
inu mínu í afmælisgjöf, hvað
get ég á mig lagt til þess að
sýna í verki að ég er Islending-
ur. — Grein frú Elinar er efnis
lega á þessa leið og á hún þakk
ir skildar fyrir ágæta hugmynd
— en við skulum vera þess
minnug, að hugmynd verður að
framkvæma — til þess að hún
komi að gagni.
Á sínum tíma munum við á
okkar stofnunum reyna að fara
eftir þessari hugmynd og er ég
sannfærður um að ef einstakl-
ingar, fyrirtæki, félög, bæjar-
og sveitarfélög — allir lands-
menn — fara að athuga mál-
ið, — hvað getum við gert fyr-
ir þjóðina okkar — hver á af-
mælisgjöfin okkar að vera, —
þá verður margt og mikið gert
iandi og þjóð til heilla þjóðhá-
tíðarárið."
0 Norpað við hornið
Góðkunningi Velvakanda
(hann á sína eins og lögregl-
an) kom að máli við hann og
sagði, að sú saga flygi nú um
bæinn að nú stæðu húsmæður
sums staðar við mjólkurbúðar-
horn og bæðu fólk um að
verzla fyrir sig um leið og þeir
keyptu sjálfir drykkinn dýrð-
lega.
Góðkunninginn sagði gleði-
legt til þess að vita, að nú
væru það ekki bara ótótlegir
viðskiptavinir í Ríkinu, sem
ekki fengju afgreiðslu þar, sem
stunduðu slíka viðskiptahætti.
Það skal tekið fram, að það
er ætlazt til þess að hlegið sé
að því, sem stendur hér að of-
0 Nafngjöf gjallhrúgu
Helgi Ómar Sveinsson skrif-
ar:
„Það hefur farið þannig fyr-
ir mér, eins og mörgum öðrum,
að ég uni því ekki, að hér á
Islandi skuli finnast nafnlaust
landslag, sem þar á ofan er dag
lega í fréttum. Örnefnanefnd
hefur þagað um málið, en orð-
ið hefur verið gefið okkur al-
menningi.
Hér getur mína skoðun.
Þar sem þetta eldgos er ein-
stæður atburður í sögu okkar,
verður að gera töluverðar kröf
ur til nafngiftar f jallsins.
Nafnið ætti að einhverju
leyti að minna á þann óskunda,
sem eldfjallið olli með uppvexti
sínum í útjaðri athafnabæjar.
Æskilegt væri, að nafnið sé
stutt og lipurt í framburði, auk
þess að vera hverjum manni
auðskilið. Óþarfi er að leita á
náðir fornbókmennta í þessari
nafnleit, til þess hefur atburð-
urinn of mikil áhrif á samtíð-
ina. — Að þessum formála lokn
um vil ég leiða fram nafnhetju
mína, Usla. Þetta einstæða orð
USLI, uppfyllir öll framansett
an, ef einhverjum hefur dottið
í hug að móðgast!
skilyrði. Það fer einnig mjög
vel í samsetningum, svo sem
Uslafell, Uslagos, Uslahraun o.
s.frv. Auk þess hefur orðið
usli einnig merkinguna eldur
eða heit aska, sem hér á sömu-
leiðis vel við.
Ég vil að síðustu óska þess,
að Örnefnanefnd gefi sem fyrst
úrskurð í þessu máli, til þess
að Eyjamenn þekki þó bölvald
sinn með nafni.
Helgi Ómar Sveinsson,
Leirubakka 8,
Reykjavik.“
[f§
Aukið viðskiptin — Auglýsið —
ÍP
Bezta auglýsingablaðið
Útboð
Tilboð óskast í hita-, hreinlætis- og neyzluvatns-
lagnir í fjölbýlishúsið Skarðshlíð 22, 24, 26 og 28,
Akureyri. Sömuleiðis óskað eftir tilboðum í ofna
í nefnd hús, einnig óskað eftir tilboðum í tvöfalt
einangrunargler í sama fjölbýlishús.
Tilboðsgögn verða afhent hjá Frey Ofeigssyni,
Birkilundi 5, Akureyri, gegn 2 þús. kr. skilatrygg-
ingu og skal skila tilboðum til hans.
Frestur til að skila tilboðum er til 9. apríi 1973.
Stjórn Verkamannabústaða, Akureyri.
Vélsmíði — Rennismíði Við tökum að okkur hvers konar verkefni í járn- 1 26560
iðnaði, framkvæmd af úrvals fagmönnum búnum full- Höfum kaupe-ndur
komnum vélakosti. að 3—6 lesta opnum bát.
Framleiðum fiskvinnsluvélar og tæki. 9—85 lesta bátar tiil sölu,
Smíðum allskonar stansa og mót. tilibúnir á veiðar.
Planslípum stóra og smáa stansa og vélahluti. n kvttld og helgarslmi 30156
Getum bætt við nokkrum verkefnum.
STÁLVINNSLAN H.F., AÐALSKIPASALAN
Súðarvogi 44—46 — Sími 36750. B AUSTURSTRÆTI 14 4 hæb slmi 26560