Morgunblaðið - 30.03.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1973 ÆfAIAim BILALEIGA CAR REIMTAL V 21190 21188 14444 S 25555 14444 *Ek 25555 SKODA EYÐIR MINNA. SHoaa IStOJUt AUÐBREKKU 44-46. SIMI 42600. Bílaleiga GAR BENTAL 41660 - 42902 VéBapakkningor Dodge '46—’58, b strokka Dodge Dart '60—'70, 6—8 strokka Fiat, allar gerðir Bedforö, 4—6 strokka, disilhreyfill Buick, 6—8 strokka Chevrol. ’48— ’7C, 6—8 str. Corvair Ford Cortina ’63—'71 Ford Trader, 4—6 strokka Ford D800 ’65—’70 Ford K300 ’65—'70 Ford, 6—8 strokka, '52—’70 Singer - Hillma-i - Rambler Renajlt, flestar gerðir Rover, bensín- og dísilhreyflar Skoda, allar gerðir Simca Taunus 12M, 17M ol 20M Volga Moskvich 407—408 Vauxhall, A—6 strokka Willys ’46—’70 Toyota, flestar gerðir Opel. allar gerðír. þ. imm & co Símar: 84515 — 84516. Skeifan 17. STAKSTEINAR Jónas og húsmæðurnar Tilraunir Jónasar Arnason- ar tíl þess að etja saman hús- mæðrum úr Reykjavík og austan úr Árnessýslu vöktu almennan aðhlátur nú á dög- unum. Þetta er að visu ekki í fyrsta skipti, sem Jónas ætl- ar sér að leika aðalhlutverk- ið í sjónleik niðri í Alþingis- húsi — en aldrei hefur hon- um tekizt ver til en nú. Stað- reyndin er nefnilega sú, að húsmæður hvar sem er á land inu, eru allar sammáia um þá dýrtíð, sem nú rikir i land- inu. Það skiptir ekki máli hvort heldur er í sveit eða borg, dýrtíðin skerðir allra kjör. Þjóðviljinn reynir nú með góðri aðstoð undirritstjór- anna á Tímanum að efna tíl hatursherferðar á hendur reykviskum húsmaöðrum og velja þessi tvö blöð þeim öll hin verstu nöfn. Reiði ritstjór anna yfir því að húsmæður skuli mótmæla verðbólgunni á sér engfin takmörk, það sanna fúkyrðin bezt. Nú er það út af fyrir sig táknrænt, að í stað þess að taka mark á þeim aðiljum, sem gerst vita um vöruverð í landinu, — einfaldiega vegna þess, að þeir eru sífellt að kaupa ýmsar nauðsynjar, þá er farið með langa talna- dálka um það, að verðbólgan sé svo og svo miklu minni en í I ruguay og Chile eða jafn- vel Danmörku. En húsmóðir, sem kaupir í matinn, les ekki Þjóðviljann og Timann til þess að athuga, hvað hún eigi mikið eftir af heimilispeningunum. Hún skoðar i veskið sitt, því að það er bezti mælikvarðinn í þessu efni. Af hver ju hækka erlendar vörur? Jónas Árnason verður sjálf- sagt alla tíð vinsæll fyrir leik rit sín og smáskrif ýmiss kon ar um lífið og tilveruna. En tæpast gerir nokkur sér von- ir um, að hann skapi sér nokk urn tínia sess í stjórnmála- sögunni, allra sízt eftir árás- ir hans á reykvískar húsmæð ur. En sá maður nær heldur ekki langt, sem trúir því, sem Lúðvík Jósepsson segir um verðlagsmál. Orðstír þessa ráðherra er nú orðinn slíkur, að kunnur athafnamaður og forsvarsniaður í útgerðarmál- um sagði, að hann tæki hér ekki við einni einustu ávísun frá Lúðvík Jósepssyni, nema hann hefði kannað það áður, að innstæða væri fyrir hendi. Slíkt mark er nú tekið á orð- heldni þessa ráðherra, Lúðvík hefur nú undanfar- ið hatdið langar ræður um að verðlag hafi farið hækkandi á erlendum vörum, og sú hækkun sé aðalúndirrót verð- bólgunnar hér á landi. Síðau segir ráðherrann, að' íslenzka ríkisstjórnin geti ekki borið ábyrgð á hækkun þessara er- lendu vara. Til þess ætlist enginn. En því miður fyrir Lúðvík vill svo til, að ríkisstjórnin ber töluverða ábyrgð á þeirri hækkun erlendra vara, sem orðið hefur. Ríkisstjórnin hef ur á einu bretti hækkað allar erlendar vörur um 10% með gengislækkuninni fyrir jól. Ríkisstjórnin hefur einnig lát ið krónuna fylgja dollar og með því hafa evrópskar vör- ur hækkað meira eingöngu fyrir tilstilli ríkisstjórnarinn- ar. Og þegar þess er gætt, að einn megintilgangur með gengisla-kkun er einmitt að hækka verð á erlendum vör- um í þeim tilgangi að gera viðskiptajöfnuðinn hagstæðari er beinlínis hla>gilegt hjá Lúð vík Jósepssyni að bera fyrir sig verðhækkanir erlendra vara. Verðhækkanir, sem hann sjálfur ber ábyrgð á. spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg unbiaðsins. FORMAÐUK VIDLAGA- S.JÓÐS EKKI Á VEST- MANNAEYJAFUNDI Inga Sigursteinsdóttir, Mel- ási 9, spyr: „Hvers vegna mætti for- maður Viðiagasjóðs ekki á V es t martnat>y ,ja f u ndin um á Selfossi þ. 25. marz?“ Helgi Bergs, formaður stjómar Viðlagasjóðs, svar- ar: „Vegtrua þess að ég var ekki boðaður á fundimn. Hvorki f u nd arboðendu r né neinn fyr- ir þeirra hönd hafði gert mér nein orð um að nærveru minnar væri óskað.” VIÐLAGASJÓDUR Sigriður Jóhannesdóttir, Tjamarbraut 19, Hafnarfirði, spyr: „1. Hve mikið fé er koimið í Viðlaigasjóð? 2. Hvenær kemur oþinber skýrslá í dagblöðunum um hve mikið hefur verið greitt úr sjóðmum og í hvað hefur það fé farið? 3. Er hafnargerð í Grinda- vík greidd úr Viðlagasjóði, og ef svo er, hve mikið?” Helgi Bergs, formiaður stjórnar Viðlagasjóðs, svarar: „1. í dag, 29. marz, var bú- ið að greiða inn i sjóðinn 119 millj. króniur. 2. Ekkert liefur verið ákveðið um það hvenær slík skýrsla verður birt. Seðla- bankinn armast bókhald Við- lagasjóðs og gerir hálfsmán- aðarlega skýrslu til ríkisend- urskoðunarinamr um greiðsí- ur í og úr sjóðnium. Auðvi'tað mætti birta slíka skýrslu, en hún myndd þó segja næsta iítið, því að margar vikur geta liðið áður ein reikningar yfir kostnað, sem búið er að stofna til, koma til greiðslu og bókfærslu. 3. í samræmi við 4. töluíið 3. gr. laganna og 30. gr. reglugerðar um Viðlagasjóð, hefur verið ákveðið að bjóða fram úr Viðlagasjóði rúm- lega 40 millj. kr. lán til að flýba hafnargerð i Grmdaivik í þvi skynii að Vestmanmiaeyja- bátar geti fengið þar þetri að- stöðu. Ger-t er ráð fyrir að iánið verði endiurgreitt á næstu þrem árum og renini þetta fé þá til amnarra út- gjalda Viðla.g>asjóðs.“ STOFNUN HLUTAFÉLAGA Ómar Sigurðsson, Bíldudal, spyr: „Hvaða skilyrði eru sett fyr ir stofnun hlutaféiags? Eru einhver- iágmarkseignarhlut- föll? Er hluthöfum í sjálfs- vald sett, hvar þeir skrá hluta félagið, eða fer það eftir lög- heimili hluthafa?” Ásberg Sigurðsson, borgar- fógeti, svararr „1. T 1 að stofna hlutafélag, þurfa ekki færri en fimm ein- staklingar, sem eru lögráða og fjár síns ráðandi, að gera með sér samning um stofnun hlutafélags, sem stofnsamn- ingur heitir. Skal i honum greina: Heiti félagsms, heirn- ilisfang, tilgang og hlutafjár- upphæð og þau atriði önnur, sem um getur í 3. gr. laga um hlutafélög nr. 77/1921. — Á grundvelli þessa stofnsamn- ings skal setja . félaginu sam- þykkt r og kjósa stjórn þess. 2. Hlutafé hlutaféilagisins greinist í hluti — hlutabréf, — sem atkvæðisréttur fylgir. Enginn getur átt minni hlut í hlutafélagi en sem svarar einu atkvæði. 3. Hlutafélag er sjáilfstæð persóna að lögum. Það er hlut höfum í sjálfsvald sett í hvaða lögsagnarumdæmi landsins hlutafélagið skuii starfa og þar með hvar það skuli skráð. Það fer því ekki eftir lögheim ilium hluthafa félagsins.” Jim Carpenter, borgar- stjórnarmaður i Wolverhamp ton í Englandi, hefur sent borgarstjóranum, Arthur Storer, bréf, þar sem lagt er «1, að borgin heiðri hljóm- sveitina SLADE, seni aðal- lega er skipuð piltum frá Wolverhampton. I bréf- inu segir ui.a.: „Eins og yð- ur er sennilega kunnugt hef- ur popphljómsveitin, sem að- aliega er skipuð piltum héð- an, náð alþjóðlegum vinsæld um. Þeir hafa verið sendiherrar Wolverhamp- ton i jafnfjarlægum löndum og Ástralíu og Ameríku og mér finnst, að hin framúr- skarandi afrek þeirra séu verð einhverrar viðurkenn- ingar af borgarinnar hálfu.“ Og Carpenter borgarstjórn armaður segir í viðtali við Melody Maker, að þeir Slade-félagar færi ríkinu mikinn erlendan gjald- eyri. Bítlarnir hafi á sínum tíma verið sæmdir orðu frá drottningunni og Slade séu næstum því eins vinsælir. Og hann klykkir út með þess- ari setningu: „Ég veit, að ef Úlfarnir vinna bikarkeppn- ina (í knattspyrnu), þá munu þeir verða heiðraðir af borgaryfirvöldum, og hvers vegna ekki að heiðra þessa pilta?" Dave Hill, einn liðsmanna Slade. skrautinu! Takið eftir höfuð- t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.