Morgunblaðið - 30.03.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1973 Þjóðleikhúsið: Barbara var erfið viðureignar. Svegás gæzlumaður tekur duglega í Maju (Steinunn J óhannesdóttir). Sjö stelpur frum- sýnt Helga Þ. Stephensen í hiutverki Ásu. Við matarborðið. Ljósm. Kr. Ben. hann síðan sögur undir dul- nefninu Erik Thorstensen, sem leikritið Sjö stelpur er síðan gert eftir. Leikritið ger- ist á upptökuheimili upp i sveit. Það fjallar um sjö svo- nefndar vandræðastúlkur, sem eiga við ýmiss konar vandamál að stríða, bæði per- sónuleg og þjóðfélagsleg, svo sem fíknilyf, kynsjúkdóma og andlegan vanþroska. En allar eiga þær eitt sameiginlegt. Þær þrá vini, börn, ást og fag urt mannlíf Að formi til er leikritið raunsæisverk, gerist yfireina helgi, á upptökuheimilinu. Öll helztu atriði leiksins og jafn- vel tilsvör eru sannsöguleg. Lýsing höfundar á hinum óhamingjusömu stúlkum er gerð af mikilli nærfærni og samúð, en þó ófegruð með öllu. Hún bregður ijósi á hið margumrædda unglingavanda mál, eins og það birtist í vel- ferðarþjóðfélagi nútímans. Sjö stelpur var frumflutt á litla leiksviðinu á Dramaten, þjóðleikhúsi Svía, þann 7. sept. 1971. Þar vakti leikur- inn svo mikla hrifningu hjá leikhúsgestum, að hann var fluttur á aðalleiksvið leikhúss ins og gengur þar enn. 1 leiknum eru 10 hlutverk, öll veigamikil. Mest áberandi hlutverkin i leiknum eru stúlk urnar sex, (sú sjöunda sést aldrei), en þau eru í höndum ungra leikkvenna, sem útskrif azt hafa úr leikskólum Þjóð- leikhússins og Leikfélags Reykjavikur á síðari árum. Þær eru: Þórunn Magnúsdótt ir, Steinunn Jóhannesdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Sólveig Hauksdóttir, Helga Jónsdótt- ir og Helga Stephensen. Nýja gæzlumanninn leikur Guð- mundur Magnússon, en ann- að gæzlufólk á staðnum leika þau Ævar Kvaran, Þóra Frið- riksdóttir oé Baldvin Halldórs son. Þau Guðmundur, Sólveig og Helga Stephensen koma öll núna fram í fyrsta skipti fram á sviði Þjóðleikhússins. Þýðing leiksins er gerð af Sig mundi Erni Arngrímssyni og Björn Björnsson gerði leik- myndir og er það fyrsta verk efni hans hjá Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri er Bríet Héðinsdótt ir, sem nú stjórnar i fyrsta sinn leikriti hjá Þjóðleikhús- inu. — ák — REGLURNAR eru fáar, þær lærirðti strax, en eitt verður þú að muna: Þú hef- ur með að gera nokkrar af erfiðustu stúlkunum sem sett ar hafa verið á upptökuheim- ilið. Persónuleild þeirra hef- ur skaðazt, þær eru við- kvæmar, ósjálfstæðar, háv- aðasantar og hafa óþrjótandi þörf fyrir að komast í sam- band við annað fólk. Sættl maðtir sig við þetta og lætur sér þykja vænt um þær, þá virða þær mann sem félaga, sagði yfirmaður upptökuheim ilisins við nýja gæzlttmann- inn. — Láttu þær um að byrja samskiptin, það er bezt þann- ig. Bráðum neyðist þú til að verja hendur þínar. — Hvern ig hagar maður sér þá, spurði nýi gæzlumaðurinn. En við þeirri spurningu fékk hann ekkert svar. Hvorki vandræðastúlkurnar sjö né yfirmaðurinn gátu svarað þeirri spurningu. Til þess voru vandamálin of mörg og erfið viðureignar. Á meðan gæzlumaðurinn dvaldist á upptökuheimilinu kynntist hann náið erfiðleik- um stúlknanna og þörfum. Á heimilinu skrifaði hann dag- bók og eftir henni skrifaði Yfirmaðnr iipptökulieimilis- ins og Barbara (Ævar Kvar- an og Þórunn Magnúsdóttir). Sven, nýi gæzliimaðurinn dansar við Ásu. Leik- ritið N auðungaruppboð sem auglýst var í 74., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1972 á íbúðarhúsinu nr. 10 við Aðalgötu á Sauðárkróki talinni eign Ama Gunnarssonar, fer fram að kröfu Kjartans Reynis Ólafs- sonar hrl. o. fl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. apríl 1973 kl. 15. Bæjarfógetirm á Sauðárkrðki. N auðungaruppboð sem auglýst var í 12., 14. og 18. tbl. Lögbirtingablaðs 1972 á m/b Hrönn SK. 70, töldum eign Þórs Jóhannssonar, fer fram að kröfu Vélbátatryggingar Eyjafjarðar o. fl. við bátinn sjálfan á Sauöárkrókshöfn föstudaginn 6. apríl 1973 kl. 14. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki. O) ▼ z ■QEOVERNDARFÉLAG ISLANDSB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.