Morgunblaðið - 30.03.1973, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1973
23
sigla og færa björg í bú, sjórixin
hefur baft sterk ítök i hugum
þeirra er hanti stunda. Þeir hafa
og alltaf verið reiðubúnir tii að
freista igæfunnar, þrátt fyrir erf-
iðar aðstæður. Því hin brimharðíi
klettótta strönd Islands og hvlt-
fextar ölduir úthafsins sem uim-
lykja eylandið, geyma margar
minningar um hættur og mann-
raunir á sjó. Ægilegar svaðilfar-
ir og skipsströnd þar sem marg-
ur fullhuginn hefur húð sina síð-
ustu baráttu fyrir lífinu. Áratug-
um, jafnvel öldum saman hafa
sjómenn margra þjóða sótt hinig-
að góðan feng, en einnig hlotið
mörg vonbrigði. En fátt er svo
með öDu illt að ekki fylgi eitt-
hvað gott. í kjölfar hinna miklu
mannskaða og slysa, hefur sprott
ið upp hreyfing í þá átt að firra
írekari vandræðum. Slysin hafa
vakið fóirnfýsi og löngun náung-
áns til að koma i veg fyrir þau.
Upp úr neyð aðstandendanna hef
ur slysavarnastarfsemin sprottið,
þar sem ótal margar hendur hafa
unnið fórnfúst starf við björgun
og leit að mönnum. Núna eins
og svo oft áður hafði Slysavarna
félag fslands forgöngu um leit
að m.b. íslendingi strax og hans
var saknað og vil ég hér með
þakka þeim þeirra fórnfúsa
starf,
Mér stendur starf slysavarna-
félaganna ef til vill nær en mörg-
um öðruim og hef kannski
gleggri skilning á þessu máli,
þar sem áhrifa móður minnar
Eirikssimu Ásgrímsdóttur frá
Siglufirði og ömmu Óla, -gætir i
viðhorfi mínu. En hún var ein af
þeim mörgu sem unnið hafa að
slysavarnarmálum. Og starfaði
af líf og sál meðan henni entist
lílf og heilsa.
Ég bið að gjafari allra góðra
hluta megi vera í verki með þeim
sem vinna að slysavamarmálum,
hvort sem það er í lofti á sjó eða
landi.
Svava Björnsdóttir.
„AFTUR kemur vor í dal,“ seg-
ir skáldið. Því er fagnað að vet-
ur konungur gengur úr garði og
sumar heilsar. Eftir að stormar
hafa geisað, læglr og birtir til.
En hér á norðurbjarta heims
verður biðin eftir komu vorsins
æði löng. Veturinn með sína, að
því er virðist, miskunnaralausu
hörku er þó staðreynd í lifi okk-
ar. Við verðum að berjast gegn
hörku hans, hvað sem á dynur.
Sú stétt manna sem án efa hefuir
gert sér gleggsta grein fyrir þess
ari staðreynd er stétt sjómanna.
Það er ekki heima setið, þótt
dynji á stormur og by’ur. Óhik-
að „leggja þeir á djúpið“,
með það i huga að færa þjóð
sinni björg í bú.
Oft verður þó maðurinn undir
í þessari lífsbaráttu, baráttu við
náftúruöfin. Sjómaðurinn sem
hefur lagt á djúpið, fagnar ekki
heimkomu.
Þú, kæri vinur, varst einn
þeirra sem ekki snerir heim.
Hér er eðlilegt að spyrja af
hverju? Erfitt er því að svara.
Ein huggun sem hægt er að
styðjast við eru orð frelsara okk-
ar: „Ég lifi og þér miunuð lifa.“
Kæri vinuir: Ég vil að lokum
þakka þér fyrir allar samveru-
stundirnar, sem urðu svo fáar.
Víst er, kæri vinur, að þú hverf
ur ekki úr huga okkar, sem eftir
lifum.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfr et sama,
en orðstirr
deyr aldregi
hveim sér góðan getr.
Aðeins þetta að lokum: Guð
gefi eftirlifandi eiginkonu og
börnum styrk í þeirri baráttu
sem framundan er.
Sigríður Nikulás-
dóttir — Minning
F. 16/G 1918. D. 24/3 1973.
1 DAG er til moildar borin Sig-
ríður Nikulásdóttir. Hún lézt á
Borgarspítalanum aðfaramótt
24. þ. m.
Ég ætíia ekki í þesisum fáu
orSum mímum að rekjia æviferil
hemmar, aðeins að þakka hennd
atl't gott, sem hún hefur fyrir
mig gert þann stutta ttma, sem
við áttum samleið. Ég kynmtisit
Siggu, eins og ég kallaði hana,
um mitt ár 1970. Hún var frá-
bær dugnaðarkoma í alla staði,
hvort sem heiimdiliið átti í hlut
eða vinman uitan þess og var
vinnan oft svo mikil að MtíD
tími gafst til svefns og hvílckar.
Siigga hafði þann mikla kost að
rétta öðruim hjálparhönd, hve-
nær sem á þurftó að ha-lda. Hún
var glaðlynd og kát í vinahópi
og var hrókur alls fagniaðar.
Á miðjiu sl. suimri kenndí hún
sér meiinis og var lögð inn á
Borgansipíitalamn mikið veik, en
þegar leið að jódum jóksit henni
kraftur og þrek og:hún fékk að
fara heim, en það var því mið-
ur Skammgóður vermir.
ÖMum urðu það mikil von-
brigði, er þér versniaði og varst
fliu'tt af-tur á spítalia og áttir þá
ekki afturkvæmt þaðan. Hverj-
um hefðd dottið það i hug, að
þú á bezta aldri færir frá okk-
ur svo snemma. Og að lokum
vD ég þakka þér a-Dt gotf, elsku
Sigga mín og bið ég Guð um að
blessa þig og fjölskyldu þina og
gefla ástríkum eiginmanni og
bömum styrk í þeirra mi-klu
sorg.
Siggl.
Minning:
Ólína Erlendsdóttir
F. 20/12 1887. Dáin 22/3 1973.
MIG lanigar til að minnast mág-
koniu minnar fáum orðum.
Ólína fæddist á Siglunesi á
Barðaströnd. Hún fluttóst þaðan
með foreldrum síin/um, Stein-
unnd Thorlacius og Erlendi
Kristján-ssyni að Hvallátrum i
Rauðasanidisihreppi. Þar ókst hún
upp í stórum systkinahóp. Hún
minntist afflttaf æskuánanna með
innilegri gleði, ernda var heimili
foreidra henniar þekkt af mik-
iili rausn og myndarskap. Oft
minmtist hún á marga skemmti-
lega viðburði frá æsikuárunum
og var þá gamain að hlýða á
frásögn hennar. Hún var mjög
greind o<g hafði mikla frásiaign-
arhæfileika. En eimnig varð
æskuheimiii hemniar fyrir þumgri
sorg þegar bróðir hermar fórst
af slysföruim. Þá var hún for-
el'drum sínum mMtíi stoð, sem
ofltar. Þegar æskuárum laiuk lá
leiðin tid Reykjavikur til náms.
Hún stundaði nám í Hús-
mæðraskólanium í Reykjavik.
Síðar giekk hún í Kvenniaskól-
ann í Reykjiavilk og lauik þaðan
p-rófi með frábærri frammistöðu.
Áður en tíl Reykjavíkur var far-
ið hafði ÓMnta stund'að nám hjá
séra Þorvaldi Jakobssynd í
Sauðlauksdal. Að hans tilhlutan
gerðist hún kennari i Rauða-
sandishreppi eftir að hún lauk
náimi i Reýkjavík.
Hún þótti mjög góður kenn-
ari, ekki sizt náði hún góðum
árangri með börn, sem þurftu
sérsbaka umönnuin og þolin-
mæði.
Árið 1918 giftist hún sérstök-
um öðiingsmanni, Jóni Ólafssyni,
skipstjóra. Þau hjónin bjuggu
ala sína tóð í Reykjavík. Jón
lézt 1943. Var það mikiU harmur
fyrir hana og bömin.
Þau hjónin eignuðust þrjú
börn, Steingrím lækni í Svíþjóð,
Huldu kaiupkomu hér í borg og
Eriend skipstjóra á Dettáfossi.
Einniig ólst upp á heimiM h-enn-
ar dótturdóttir, Nína, sem var
sólargeisli heimiilisins.
Heimiii Ólínu var með sérstök-
um blæ. Þar gætti hennar list-
femgi og smekkvísii. Hannyrðir
henmar eru óvanialega fagrar.
ÓMna var mjög gestrisiin og naut
gestakomu á heimiiið, ernda var
bar gott að koma.
Þekkimg Ólínu var einstæð í
ættfræði og sögu þjóðarinnar,
enda las hún mikið af góðuna
bókum. Hún gat rakið ættir sín-
ar og annarra hundruð ára aftur
í tímanm.
Óllinia var hreinskilin og ákveð-
in í skoðunum og rökrseddi af
eiinurð og þekkingu.
Eftdr að synimir kvæntust, bjó
Huldia með móður sinni og reynd
ist henni einstaklega umhyggju-
söm dótitir. Ég er þakklátur fyr-
ir að hafa kyninzt Ólinu og
geymi góðar minningar í huga
mér. Ég bið góðan Guð að biessa
hana á hinu nýja tilverustiigd.
Börmum hennair og öðrum ást-
vinium votta ég miínia ininilegustu
sajmúð.
Sig. Kristjánsson.
ISnaðarhúsnœði
300 fm húsnæði til leigu í vesturborginni. Jarðhæð.
Innkeyrsla fyrir bifreiðar. Húsnæðið er bjart og
upphitað.
Upplýsingar í síma 11588. — Kvöldsími 13127.
Fóstruskólinn í Osló
býður íslenzkri fóstru skólavist við framhaldsdeild
skólans.
Allar nánari upplýsingar gefur skólastjóri Fóstru-
skóla Sumargjafar.
KERAMIK og FÖNDUR
fyrir börn 3 — 12 ára. — Nýtt námskeið hefst 3. apríl.
Innritun í síma 35912.
Lára Lárusdóttir.
OPIBIKVOLD DPIS Í KVdLH OPIB í KTOLO
HÖT4L /A<aA
SÚLNASALUR
SUNNU-
KVÚLD
Ferðakynning
og skemmtikvöld
verður að Hótel
Sögu Súlnasal,
sunnudagskvöldið
1. apríl kl. 20.30
1. Sagt frá ferðamöguleikum árið 1973.
2. Stórkostlegt ferðabingó. - Vinningar
tvær utanlandsferðir til Kaupmanna-
hafnar og Mallorka.
3. Litmyndasýning frá Mallorka.
4. Skemmtiatriði.
5. Dansað. Hljómsveit Ragnars Bjarna-
sonar leikur fyrir dansi til kl. 1 af
sínu alkunna fjöri. Meðal annars vin-
sæl lög frá Spáni.
Notið tækifærið og njótið góðrar skemmtunar og
freistið gæfunnar um tvær utanlandsferðir, sem út-
deilt er meðal samkomugesta.
Allir velkomnir, en munið að panta borð tímanlega
hjá yfirþjóni.
Sigurður Kjartunsson.