Morgunblaðið - 30.03.1973, Page 32
ÁNÆGJAN FYU3IR ÚRVALSFERÐUM
mtttttdþln&ifr
nucivsmcDR
^^»22480
FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1973
Rauði krossinn:
Kaupir hótel
á 10,5 millj.
Sjúklingar utan af landi fá
þar gistiaðstöðu meðan þeir
bíða læknismeðferðar
RAUÐI kross Islands hefur fest
kaup á Hótel Nesi að Skipholti
27 í Reykjavik, og er hugmynd-
in að hafa þar gistiþjónustu
fyrir sjúklinga utan af landi
senn hér eru til læknismeðferð-
ar. Kaupverðið er 10,5 milljón-
ir króna og er þá innifalið í vesð
inu húsgögn, teppi og fleira. Á
Hótel Nesi er gistirými fyrir 26
manns. Gert er ráð fyrir að
Rauði krossinn taki við hótelinu
i júni.
Eggert Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri RKÍ, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
forráðamenn Rauða krossins
hefðu lengi verið að velta þvi fyr
ir sér með hvaða móti væri
hægt að bæta aðstöðu sjúklinga
utan af landi sem eru í Reykja-
vík til læknismeðferðar, bíða
eftir sjúkrarými vegna rann-
sóknar eða eru undir eftirliti eft-
ir aðgerð. Ennfremur ef sjúkling
ar utan af landi þurfa að taka
böm sín með sér gæti RKl
með þessu móti veitt aðstoð.
25%
hækkun
GJÖLD með sérleyfisbifreiðum
og hópferðabifreiðuim hafa hækk
að utm 25% og gekk hækkunin í
gi'ldi 22. marz sl. Samgönigumáia-
ráðuineytið anmast um mál þess-
ara aðila og sér póst- og síma-
málastjómin um eftirlit á sér-
Jieyfisleyfum og útreikninga á
hækkun fargjaJda á ársgrund-
velli. Sl. ár hækkuðu fargj&Jdin
um 12%.
Eggert sagði, að ekki hefði
tekizt að fá hentugt húsnæði
fyrr en nú, að Hótel Nes bauðst
til kaups, og var gengið frá kaup
samningum í sl. viku. Eggert
sagði, að það hefði ýtt mjög und
ir þessi kaup, að ýmsum aðilum
sem vinna að heilbrigðismálum
hefði litizt vel á þessa hugmynd
og eins væri gert ráð fyrir gisti-
heimili af þessu tagi í nýju
frumvarpi um heiibrigðisþjón-
ustu.
Eggert sagði ennfremur, að
fjármagnið sem gerði þessi kaup
kleif væri afrakstur söfnunar-
bauka RKl víðs vegar um land,
og væri vonazt til að þetta söfn
unarfé gæti staðið undir stofn-
kostnaði og rekstrinum til að
byrja með.
Peysufatadagur Verziunarskóla fslands var í gær og það var föngulegnr hópur nngs fólks, sem
setti svip á borgina, allir uppábónir eins og vera bar. Hér sjáum við nokkra úr hinum hressa
og giaða hópi, en i fremstu víglínu á myndinni eru þríburastysturnar Inga, Margrét og Ásta
Björnsdætur. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)
Hraunið á veggjum glæsileg-
ustu frystihúsa landsins
Hundruð milljóna verðmæti
við hraunjaðarinri
Vestmannaeyjum ■ gærkvöldi
frá Elínu Pálmadóttur blaða-
NC ERU það ekki miiljónir,
heldur tngir eða hundruð miilj-
óna, sem hratmið í Eyjum er að
leggja undir sig í mannvirkjum.
Hraunið liggur gióandi á veggj-
um giæsilegustu fiskvinnslu-
Frigg VE stjórnlaus
undan brotsjó
— Sigurður Gísli VE bjarg-
aði áhöfninni
Iwlákshöfn, 29. marz.
VÉLBÁXURINN Sigurður Gísli
kom hingað í dag með 5 manna
áhöfn af Vestmannaeyjabátnum
Frigg VE 316, sem fékk á sig
brotsjó siiður af Grindavík í gær.
Vél bátsins drap fljótlega á sér
þegar sjór komst í olíuna og rak
bátinn stjóralaiist að iandi. Var
bátnrinn aðeins nm 1 mílu frá
landi.
Framhald á bls. 31.
stöðva í lanilinu, Fiskiðjunni og
Isfélaginu, sem er nýbúið að
gera alit upp samkvæmt nýjustu
kröfum bandariska markaðarins.
Nú kl. 10 iiggur hraunkantur-
inn um 20 metra hár á vegg
Fiskiðjunnar og á hinu nýja salt
hiísi fsfélagsins og hefur kveikt
í því.
Hraunstraumurinn gekk 50
metra fram á síðasta sólarhring
í átt til hafnar, malandi undir
sig húsin. Hin stóru og sterku
fiskverkunarhús virðast þó veita
góða mótstöðu sem síðasta
hindrun í höfnina.
En það eru ekki bara stóru
vinnslustöðvarnar, lífæð fólks-
ins á þesáufn stað, sem hraunið
leggst á, heldur gleypir það líka
lífsstarf fjölda einstaklinga. Á
síðasta sólarhring hefur eldur-
inn étið upp og molað 7 hús,
Sjónarhól, Kuða, Framtíðina,
Mjölgeymslu FES, Byggðarholt,
Stíghús og Söluturninn.
Um borð i Sæunni, sem leit-
aði í var í óveðrinu, hitti ég
Fékk 5 þús. kr. sekt
fyrir „keðjubréfin
I SAKADÓMI Reykjavíkur var
fyrir nokkru kveðinn npp dóm-
nr i öðru þeirra tveggja „keðju-
bréfa“-mála, sem fyrir dómstól-
nm hafa verið. 27 ára gamall
Reykvikingur, sem hafði staðið
fyrfr slíkri bréfakeðju og
haft opna skrifstofu til að stjórna
þeirri starfsemi, var dæmdur í
5.000 kr. sekt fyrir brot á lög-
nm frá 1926 nm happdrætti,
hlntaveitur og önnur happspil.
Samkvæmt útreikningum trygg-
ingafræðings virðist maður þessi
hafa verið búinn að hafa tæpl.
300 þús. kr. tekjur á einni viku
af því að reka þessa starfsemi.
Það var 17. sept. 1970, sem
maðurinn stofnaði til og hóf
dreifingu svonefndra keðjupen-
ingabréfa í Reykjavik og nefnd-
ust bréfin O.K.-keðjubréf. Lét
hann prenta 3000 keðjubréf,
hvert í fjórriti, og fékk síðan 11
kunningja sina til aðstoðar við
að koma keðjunni af stað. Hver
þeirra manna, sem byrjuðu þátt
töku í keðjuveltunni, keyptu
bréf, sem á voru skrifuð fjögur
nöfn og greiddi seljandanum
500 kr. fyrir, svo og þeim þrem-
ur aðilum öðrum, sem skráðir
voru á bréfið. Kaupandinn af-
henti síðan seljandanum, þ. e.
forstöðumanni O.K.-keðjunnar,
bréfið og greiddi 200 kr. í rekst-
urskostnað. Skrifstofa O.K. sá
síðan um að rita nýtt keðjubréf
Framhald á bls. 31.
Vigni Sigurðsson, sem ko’m i land
rétt til að sjá hraunið skella á
vegg nýbyggingar sinnar og
ógna heimilinu, 60 ára gömlu
fallegu tveggja hæða timbur-
húsi, sem heitir London og við
hliðina á því er Hóll, álíka fall-
egt og gamalt timburhús Frið-
riks Jenssonar forstöðumanns
Náttúrugripasafnsins og frú
Magneu, sem hér eru og sögðust
aldrei hafa haldið að hraunið
kæmist svona nærri þeim. Alls
eru um 250 hús komin undir
hraun í Eyjum.
Isféiagið hefur þarna hús-
rými, sem er 8.000 fermetrar eða
32.000 rúmmetrar. Brunabóta-
matið á húsunum er 85 milljón-
ir króna og vélar voru metnar
á 72 milljónir, en þær hafa þó
flestar verið fluttar burt. Fisk-
iðjan er í enn stærra húsrými,
Framhald á bls. 31.
Súrálskipi
hlekktist á
Heldur sjó vlð Skaftárós með
fullfermi til Straumsvíkur
SLYSAVARNAFÉLAGI íslands
barst s'keyti laust eftir kl. 13 í
gær frá flutninigasíkipiinu Rugia
frá Kýpur, þar setm slkipið var
gtatt um 25 sgómíiur suður af
Dyrhólaey. Brotsjór hafði komið
á skipið, komst þá sjór í fram-
lestima er lúgur brotmuðu og loft-
vetntíliair. Skipið er 3600 tonn að
stærð með 3500 tonn af súráli
tM Straumsvíkur. Að sögn Hann-
esar Hafstein hjá Siysavamafé-
iagi Isilands voru Landhelgis-
gæzlan og vaimarliðið beðin utm
að vera viðbúin með skip og fltig
vélar, ef á þyrfti að halda, en um
kl. 19 í gærfkvöldi kom aftur
skeyti frá slkipinu þar sem það
kvaðst statt 6 mílur austur af
Skaftárósviía og var ætlunin að
haida sjó í Meðaliandsbugtinini.
21 maður er á skipiinu, en varð-
skip fylgist með skipinu.
Togari tafðist
— deilt var við vélstjóra
ÞEGAR togarinn Karlsefni átti
að fara á miðin sl. þriðjudags-
kvöld varð að fresta förinni
vegna þess að vélstjórinn neit-
aði að gangsetja vélarnar.
Ástæðan var sú að Vélstjórafé-
lag Islands neitaði að láta mann
inn fara á sjó nema að samið
væri við hann sérlega. Það sem
bar á milli voru atriði vegna
þess að i nýju samningunum eru
sérsamningar fyrir skuttogara og
sér fyrir þá gömlu. Vildi Vél-
stjórafélagið að nýju samning-
amir virkuðu aftur fyrir sig.
Sjópróf voru í málinu í gær, en
ágreiningurinn leystist í gær-
kvöldi og átti Karlsefni að halda
á miðin í nótt ieið.