Morgunblaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1973
u
við templarahúsið 1932
Æstur múgur gerir aðsúg að fundi
bæjarstjórnar Reykjavíkur 7. júlí 1932
Lögreglan beitir trékylfum í viöureigninni
Tveir menn meiddust. Nokkrir voru handteknir
Knútur Ziemsen, borgarstjóri.
— vinsæll jafnt hjá samherjum
sem andstæðingum. —
Óiafur Friðriksson, bæjarfull-
trúi. — Fljóthuga byltingar-
maður.
STUNDUM er það haft við orð á þessum biómlegu
vinstri timum, að stjórnmála- og þjóðmálabaráttan sé
óvægin.
Einkum mun þá átt við, að blöð stjórnarandstöðu
þrýsti af litilli varúð á þandar taugar ráðherra, aðstoð-
arráðherra og blaðafulltrúa.
Skoðanaskipti stjórnmálablaða eru reyndar frem-
ur einhliða og öll blöðin hafa gerzt ber að smekkleys-
um — misjafnlega grófum. — Oft virðist útbreiðsluþráin
ráða allmiklu — og stundum geðríki eða geðsveiflur
ritstjóranna.
Flestir munu þó á einu máli um, að stjórnmálabar-
átta flokksgagnanna sé nú hinn meinleysislegasti sand-
kassi í samanburði við nokkur tiltekin timabil þessarar
aldar, þegar persónulegar aurslettur og geðveikisásak-
anir voru daglegt brauð í flestum eða öllum málgögn-
um stjórnmálaflokkanna.
Eitt þessara tímabila er
svokallað „Jónasartímabil",
kennt við Jónas heitinn frá
Hriflu og árin, sem fylgdu
þar eftir.
Á því tímabili voru að vaxa
úr grasi í þjóðfélaginu nýjar
félagslegar hreyfingar, t. a.
m. þjóðernisjafnaðarmenn og
kommúnistar.
Viðnám valdastéttanna i
þjóðfélaginu og jafn-
framt verkalýðshreyfingar-
innar, sem þá laut stjórn Al-
þýðuflokksins, kom fram i
mörgum myndum — oft æði
öfgakenndum.
Enn bólar vissulega á hat-
ursfullum viðhorfum í þjóðfé-
laginu, en vopnaburðurinn er
nú allur mun sportlegri og
framinn meir í lokuðum æf-
ingaherbergjum af þrautþjálf-
uðum atvinnumönnum.
Baráttan fer nú ekki leng-
ur fram á götum úti, við
heimilisdyr ráðherranna eða
á bryggjuhausum, heldur
bjástra „hinir óskeikulu“ í
sínum lokaða heimi atvinnu-
mennskunnar.
ASTANDIÐ 1932
Ástandið í atvinnumálum
Reykvíkinga sumarið 1932 var
vægast sagt óhrjálegt.
Annar stærsti banki landsins
hafði orðið gjaldþrota. Og
fjöldi einka; og félagsfyrir-
tækja fylgdi í kjölfarið.
Verðfall hafði orðið verulegt
á flestum tegundum útflutnings
ins.
1 Reykjavík voru 723 at-
vinnulausir með 2462 á fram-
færi, nær 10% bæjarbúa.
Hinar nýju hreyfingar í þjóð
félaginu notfærðu sér stöðuna
og egndu til óspekta og upp-
þota.
Einn frægasti slagur þessa
tíma stóð við Goodtemplarahús
ið að baki Alþingi.
Bæjarstjórnin hafði efnt til
fundar til að ræða atvinnuleys
ið og hugsanlegar úrbætur.
TILLÖGUR FULLTRÚA
ALÞÝDUFLOKKSINS
Fimmtudaginn 7. júlí var
haldinn fundur í bæjarstjórn
Reykjavíkur. Á dagskrá var
m.a. erindi fulltrúa Alþýðu-
flokksins: Atvinnubætur og
aðrar ráðstafanir vegna at-
vinnuleysis. Tillögur fulltrúa
Alþýðuflokksins voru svohljóð
andi:
Til þess að bæta úr hinu
geysilega atvinnuleysi í bæn-
um ályktar bæjarstjórn Reykja
víkur:
1) að hefja þegar atvinnu-
bótavinnu í stórum stíl í bæn-
um og nota til þess það fé, sem
ætlað er til þess I fjárhags-
áætlun yfirstandandi árs.
2) aS krefjast þess af ríkis-
stjórninni að hún leggi fram
úr ríkissjóði fé til atvinnubóta
að 1/3 á móti bæjarsjóði.
3) að rikisstjórnin útvegi
bænum lán til atvinnubóta
þeirra, sem ákveðnar eru í fjár
hagsáætlun þessa árs, að svo
miklu leyti, sem ekki er til
Hjalti Jónsson, bæjarfulltrúi.
— íhaldsmaður af gamla skól-
anum. —
Jakob Möller, bæjarfulltrúi.
— óvæginn raunsæismaður —
Sigurjón A. Ólafsson, bæjar-
fulltrúi.
Einar Olgeirsson
— einlægur umbótamaður. —
handbært fé til þeirra í bæjar
sjóOi. ____,_________
4) að boðið verði út sérstakt
lán innan bæjar til atvinnu-
bóta.
5) að setja nú þegar fleiri
menn í vinnu við viðhald gatna
og ræsa.
6) að gera nú þegar ráðstaf-
anir til þess að unnið verði
a.m.k. fyrir það fé sem áætlað
er til aukningar vatnsveitunn
ar á yfirstandandi ári.
7) að hefja þegar byggingu á
geymsluhúsi hafnarinnar og
verja til þess að minnsta kosti
jafn miklu fé og áætlað var til
þess árin 1931 og 1932 og láta
vinna svo mikla atvinnubóta-
vinnu við höfnina, sem unnt er.
8) að loka ekki fyrir gas né
rafmagn hjá atvinnulausum
mönnum, þó vanskil verði á
greiðslum af þeirra hálfu.
9) að úthluta koksi til at-
vinnulausra, fátækra manna.
10) að innheimta ekki útsvör
hjá atvinnulausum fátækum
mönnum.
11) að veita þeim atvinnu-
lausum mönnum, er leita þurfa
fátækrastyrks • úr bæjarsjóði
svo ríflegan styrk, að fjölskyld
ur þeirra þurfi ekki að liða
neyð.
12) að ákveða nú þegar að
allur sá fátækrastyrkur, sem
veittur er vegna atvinnuleysis,
sé ekki afturkræfur.
13) að hefja nú þegar undir-
búning til stofnunar almenn-
ingsmötuneyta, a.m.k. á þremur
stöðum í bænum, þar sem at-
vinnulausu, fátæku fólki gefist
kostur á að fá ókeypis eða
mjög ódýrt fæði, bæði í mötu-
neytunum sjálfum og einnig
heimflutt.
14) að hefja nú þegar undir-
búning til útvegunar húsnæðis
handa atvinnulausu fólki enda
ábyrgist bærinn greiðslu húsa-
leigunnar.
15) að bæjarstjórnin beiti
sér fyrir því að hafin verði nú
þegar vinna við byggingu nýs
vegar á milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar og byrjað verði
á fleiri en einum stað.
Til þess með borgarstjóra að
hafa með höndum framkvæmd
þessara ályktana, kjósi bæjar-
stjórnin nú þegar þriggja
manna nefnd og auk þess út-
nefni fulltrúaráð verkalýðsfé-
laganna í Reykjavík tvo menn
í nefndina til viðbótar. Nefnd
þessi ákveði hverjir fái at-
vinnubótavinnu, hjá hverjum
verði ekki krafið inn gjald fyr
ir gas og rafmagn, hverjir fái
afhent koks, hjá hverjum verði
ekki krafin inn útsvör, hafi
með höndum undirbúning og
stjórn almenningsmötuneyt-
anna og annist útvegun hús-
næðis.
Kostnaður við nefnd þessa
skyldi greiðast úr bæjarsjóði.
Framsögumaður tillögunnar,
Stefán Jóhann Stefánsson,
lýsti í eftirmála þeirri miklu
nauðsyn að bæjarstjórnin hæf
ist þegar handa til að bæta úr
neyð þeirri, sem ríkti á fjölda
verkalýðsheimila, vegna at-
vinnuleysis og sífellt færi vax-
andi, þar sem fjölmargar fjöl-
skyldur liðu þegar skort á
Stefán Pétursson
— hættulegur konrunúnisti. —