Morgunblaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1973 -------,---------------------------- landinu. Það er til dœmis ekki nema rúmlega klukkustundar ferð til borgarinnar New Hav- en, þar sem Yale-háskóli býður upp á margs konar lystisemdir hinna ýmsu listgreina. SÞar eru líka gamlar og grónar bygging- ar sem setja á háskólasvæðið evrópskan blæ og aðrar nýjar reistar eftir teikningum hinna ágætustu arkitekta' Bandaríkj- anna. Svolítið lengra út með strönd inni i bænum Mystic rétt aust- an við New London er merki- legt sjóminjasafn sem gaman er að sjá. Þar hefur verið komið fyrir heilu 19. aldar útgerðar- plássi og skipasmíðastöð, litlum þæ með um það bil 60 húsum, þar sem kynnast má margþættri starfsemi, er útgerð fylgdi fyrr á tímum og hinum ýmsu þáttum í daglegu lífi fólksins, húsa- kynnum og heimilishaldi, banka starfsemi og blaðaprentun, skólahaldi og kirkjulífi. Við bryggjurnar liggja bundin glæsileg seglskip stór og smá, sömuleiðis er þar stórt og mikið safn alls konar hluta, sem tengd ir eru sjómennsku fyrri tíma, bæði búnaði skipa og manna. Mystic er gömul og fræg höfn í bandarískri sögu. Þar hófust skipasmíð í Mysitil ensíðankomu fyrstu landnemanna frá Evrópu. Þaðan voru gerð út hvalveiði-| skip allt upp í 18 talsins, þegar mest var um miðbik síðustu ald-l ar, en þá voru íbúar bæjarins1 aðeins fimmtán hundruð. í borg arastyrjöldinni var mikil kaup- skipasmí ð 1 Mystic en siíðarn komu til lystisnekkjur og sportbátari og nokkuð var smíðað þar af strandgæzluskipum og litlum herskipum í heimsstyrjöldinni síðari. Að baki sjóminjasafninu Mystic stendur öflugur félags- skapur er nefnist „The Marine Historical Association“, stofnað- ur árið 1929. Hefur hann unnið þarft verk með því að koma þessu safni á laggirnar og varð veita á einum stað fyrir kom- andi kynslóðir menjar þessa gamla tíma með svo einstaklega lifandi hætti og skemmtilegum, auk þess sem á vegum safnsins er stunduð ýmiss konar fræðslu starfsemi til dæmis hafa á vetr- um verið haldin námskeið i báta smíði, sjómennsku og siglingum. Það er vissulega vel þess virði að yfirgefa stórborgarglauminn dagstund til þess að sjá þetta safn — og sé lagt upp nógu snemma dags er hægt áð velja seinfarnari vegi en hraðbraut- irnar og sjá margt annað skemmtilegt i leiðinni. Annað ámóta merkilegt safn, svipaðs eðlis, er skammt frá hraðbraut- inni' milli New York og Boston, rúmlega þriggja klukkustunda leið frá New York og um eina klukkustund frá Boston. Það er gamla þorpið Sturbridge, eins konar amerískur „Árbær“, elskulegt sveitaþorp í fallegu skóglendi og langt á milli húsa, andstætt við sjávarþorpið i Mystic, þar sem húsin standa þétt umhverfis höfnina. Lifinu í sveitaþorpi 19. aldarinnar er þó lýst með sama hætti og lífinu i Mystic, þar er fólk að störf- úm með tækjabúnaði, er tíðkað- ist á fyrri hluta 19. aldar, klætt að hætti þess tíma; þar eru kon ur við vefnað, matargerð og bakstur og karlar við járn- tré- tin- og tunnusmíðar og naut- gripir draga plóginn í þorpinu því. Dálítil á rennur þar um og gamla myllan er á sinum stað, sömuleiðis lítil skólahús og kirkja. Þar eru leirkerasmiðir að búa til matarilát, konur við kertagerð, klukkusafn og vopna safn. Þorpskráin er á sínum stað og ráðhúsið með turnspíru við „Grænuna" — torg þorps- ins. Gestir geta ekið um i hest- vögnum og hvílt sig í skrúðgörð um eða i skugga trjánna. Upphafsmenn Sturbridge þorpsins voru tveir bræður, Al- bert og Gheney Wells, sem ár- um saman söfnuðu að sér göml- um munum unz safn þeirra var farið að draga að sér ógrynni gesta viðs vegar að. Þeir sáu fram á að ástæða væri til að eftirláta það almenningi en höfðu hins vegar ekki áhuga á að láta hola þvi niður einhvers í staðar inni í miðri stórborg. Þá vaknaði hugmyndin um að kaupa land og safna saman göml um húsum, er fyrir væri komið með þeim hætti sem tíðkaðist í litlu sveitaþorpi í Nýja- Englandi á fyrstu fimmtíu árum landnemanna þar. Félag var stofnað til að sjá um fram- kvæmdir og rekstur safnsins og nú eru í Sturbridge um fjöru- tíu hús og staðurinn í heild hinn yndisilegasti heim að sækja. Eðlilega geta Bandaxikja- menn ekki státað af miðaldaköst- ulum og fornum borgarmúrum eins og lönd Evrópu en víða er kostulegt að sjá hvernig að komufólk hinna ýmsu evrópsku þjóðerna hefur reynt að koma, I Sturbridge. Hluti útihúsa sveitabæja í Sturbridge. Gömul verzlun i Sturbridge. sínu gamla umhverfi fyrir í nýja heiminum með því m.a. að líkja eftir byggingarstílnum frá heimalandinu. Sérstaklega er þetta áberandi í kirkjubygging um. Kirkjulíf er ákaflega fjöl- breytt og viðamikið í Bandaríkj unum svo sem kunnugt er og margs konar tómstunda- fræðslu- og menningarstarfsemi rekin á vegum hinna ýmsu safn aða. Sömuleiðis má sjá hinar margvíslegustu gömlu stílteg undir byggingarlistar í stórhýs um auðkýfinganna víðs vegar í Nýja Englandi, allt fram á Þorskhöfða þar sem glæsibygg- ingarnar í Hyannis Port slá sennilega öllu við. Konunglegt dæmi um eftirlík- ingu evrópskrar húsagerðar er kastalinn, sem leikarinn og leik ritahöfundurinn, William Gill ette, lét reisa sér á ákaflega fal- legum stað á austurbakka Conneoticut-fljóts. Skammt sunnan við borgina Middletown eru skógi vaxnar hæðir, sem ganga undir nafn- inu „Systurnar sjö“. Hin syðsta er þeirra hæst og þar stendur Gillettekastali með útsýn yfir ána þar sem hún hlykkjast eins og silfurband milli skógivax- inna bakka. William Gillette var hvað kunnastur fyrir leik sinn í hlut- verki leynilögreglumannsins Sherlocks Holmes á árunum 1899^-1932. Hann lék þetta hlut verk alls um 1300 sinnum víða um lönd og holdgaði fyrir millj- ónir manna þessa frægu pers- ónu Arthurs Conans Doyles. Gillette hafði miklar tekjur af starfi sínu — var talið, að árstekjur hans á árunum 1900— 1910 væru að meðaltali um 200.000 dalir — og auk þess var hann af efnuðum foreldrum kom inn, faðir hans var öldunga- deildarþingmaður og einn af frumherjum RepublikEuiaflokks' ins og móðir hans komin af einni helztu og fyrstu ættum höfuðborgar Connecticut ríkis Hartford. Gillette gat því hæg- lega látið eftir sér að reisa sér svo veglegan bústað, úr þvi hann langaði til þess. Það hefur ekki verið neitt smáátak á sínum tíma að reisa kastala þennan. Hæðin var vax- in þéttum skógi og algerlega óbyggð, þar voru auðvitað eng ir vegir og allt grjótið i kastal- ann þurfti að flytja um langan veg og draga það síðan upp frá fljótinu. Gillette teiknaði sjálf- ur loftbrú til þess að flytja byggingarefnið eftir. Hann teiknaði líka kastalann sjálfan og innréttingar allar. Aðalefni byggingarinnar eru ótilhöggnir granítsteinar og eik, viðast út skorinn og hömruð með sérstök um hætti — einnig húsgögnin, sem eru öll í góðu samræmi við innviði — og víða eru veggir klæddir striga og strámottum. Smáhlutir, svo sem læsingar á hurðum og gluggum, ljósrofar og fleira þess háttar, eru sér- staklega forvitnilegir og fjöl- breytilegir að gerð og allt þetta á Gillette að hafa teiknað sjálf- ur með hinni mestu nostursemi. Margir þessara smáhluta svo sem hurðarhúnar bera vitni þeim feikilega áhuga, sem Gill ette hafði á köttum, en þá átti hann marga um ævina og lét taka af þeim ótal ljósmyndir, sem hanga víðs vegar um kast alann. Kastali Gillettes var reistur á árunum 1914—19 en í mör<v eftir það var hann að breyta og betrumbæta eitt annað. Byggingin var að sjálf- sögðu búin öllum þægindum, sem þessum tíma tilheyrðu og ljóst er, að þarna hefur hverj- um manni átt að geta liðið vel. Áður en Gillette reisti kastal- ann hafði hann löngum haft að alheimili sitt á lystisnekkju er hann kallaði „Pollý frænku", og sigldi viða um höf. Fljótlega eftir að Gillette fluttist í kastalann sinn, lét hann leggja dálitla járnbraut um landareignina. Hann hafði mikla unun af hröðum akstri og tók iðulega gesti sína með sér í ökuferð í járnbrautinni. Segir sagan, að þeim hafi oft þótt nóg um glannaskapinn í gestgjafan- um. Þessi járnbraut var skömmu eftir lát hans keypt i dálítinn skemmtigarð við vatnið Compo- unce, skammt frá smábænum Southington, en þann garð rakst undirrituð á í einni af mörgum ökuferðum utan hraðbrauta á sl. sumri. Þar var járnbrautar- lestin þéttskipuð í stöðugum ferðum umhverfis vatnið og var sérstaklega ánægjulegt að fylgj ast með hrifningu fötluðu barn- anna, sem hafði verið boðið í garðinn þennan sólbjarta sumar dag. Hér að framan hefur aðeins verið drepið á örfáa staði af mörgum, sem forvitnilegir eru og ágætir heim að sækja á þess um smáskika af Bandaríkjunum þar sem evrópskir menn fyrst hösluðu sér völl. Ýmsa staði aðra hefði mátt benda þeim á, sem leggja leið sína til New York ýmissa erinda og þá kannski einkum á sögustaðina á jÞorskhöfða, í Boston og þar um kring, en það væri efni í aðra svo að nú skal set^a mbj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.