Morgunblaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 1
Loðnuveiðar
MORGUNBLAÐSMENN brugðu sér fyrir
nokkru í loðnuleiðangur með Óskari Hall-
dórssyni RE. Það var sótt á miðin út af
Garðskaga þar sem fleiri bátar voru fyrir.
Loðnan var þar á nokkuð stóru svæði, en
bátarnir sigldu þvers og kruss hver innan
um annan. Fyrir leikmenn var það þræl-
spennandi og raunar furðulegt að þeim
skyldi öllum takast að athafna sig þarna á
litlu svæði, án þess að til nokkurra árekstra
kæmi.
Oft voru næturnar lagðar svo þétt að það
voru ekki nema nokkur fet á milli þeirra, en
aldrei lenti þó neitt í flækju, enda voru
þarna ekki neinir viðvaningar á ferð. Þeir
þekkja líka nokk sína báta „kallamir", a.m.k.
Eggert Þorfinnsson, skipstjóri á Óskari en
hann hefur verið stýrimaður og svo skip-
stjóri á bátnum síðan hann kom til landsins
1960.
Loðnan hafði verið stygg um nóttina svo
.þeir bátar sem þá köstuðu á hana fengu
lítið sem ekkert. En með morgninum virtist
hún þétta sig enda komust menn þá í mik-
inn vígahug og meðan verið var að dæla
á að gizka 170 tonna kasti um borð í Óskar,
voru hinir bátarnir líka að fylla sig, á báða
bóga.
Við vorum nú reyndar búnir að segja frá
þessum leiðangri í máli og myndum (föstu-
daginn 16. marz) en þar sem hann Kristinn
okkar Ben., skaut litmyndum jafn ótt og títt
og hann skaut svarthvítum þótti tilvalið að
sýna hvernig loðnuveiðar líta út í litum. Og
hérna hafið þið sem sagt árangurinn. — ót.