Morgunblaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 10
10
'MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRlL 1973
„Og þá fór for-
görðum brot
af manneskju
en skáld var
varðveitt“
í»ýtt viðtal við dönsku
skáldkonuna Tove Ditlevsen
Tove Ditlevsen.
Þessa dagana er að koma út
bók eftir dönsku skáldkonuna
Tove Ditlevsen í Danmörku,
sem heitir þeim nýstárlega titli
„Min nekrolog og andre
skumle tanker". Með haustinu
er væntanleg ljóðabókin „Par-
entes“ eftir hana. 1 Kristeligt
dagblad átti dönsk blaðakona,
Lis Thorbjömsen viðtal við
Tove og ræddi meðal annars
bók hennar „Gift“ sem kom út
á íslenzku í fyrra, svo og af-
stöðu hennar til listarinnar al-
mennt og tjáningarinnar.
Er Tove var að því spurð,
hvort hún liti svo á að listin
væri flótti frá raunveruleikan
um, sagði hún:
— Raunveruleikinn og listin
eru samtengd. Raunveruleik-
inn er hráefnið, sem listamað-
urinn nær efni úr. Ætli mað-
ur að gera eitthvað sem hefur
listrænt gildi, er ekki fært að
leiða hjá sér raunveruleikann,
við hljótum að nærast af hon-
um, sækja efnivið í hann. Fáir
geta skipulagt sig jafn ræki-
lega og Proust gerði. Framan
af ævi sinni var hann mann-
blendinn og hafði sam-
skipti við allt mögulegt fólk.
Síðari hluta ævinnar dró hann
sig í hlé og skrifaði um þessa
reynslu.
Fyrir flest okkar, sagði
skáldkonan, er þetta stöðug
vixlverkun. Margir rithöfund-
ar hafa rekið sig á eitt: þeir
stynja hástöfum yfir því, að þá
skorti vinnufrið og argast út i
stöðugar truflanir. Svo tekst
þeim að koma sér fyrir á eyði-
stað, þar sem þeir geta verið
einir með sjálfum sér. Og sem
þeir þá horfa á hvíta blaðið í
ritvélinni og eiga að draga eitt
hvað upp úr þessu svokallaða
innra lífi og koma því á papp-
írinn, þá sitja þeir þama og
verða þess vísari, að allur inn
blástur þeirra lá í truflunum
og raskinu.
Tove Ditlevsen var spurð að
því hvort listin hefði forrétt-
indi að geta notað raunveru-
leikann sem hráefni eða efni-
við. Hún sagðist hafa breytt
afstöðu sinni til þess máls ótal
sinnum og aldrei komizt til
botns í því. Aftur á
móti hefðu ýmsir kvenrithöf-
undar hætt við að eiga börn,
vegna þess að viðkomandi
hefðu viljað lifa fyrir list sina.
— Það held ég sé hin mesta
skyssa, sagði hún. Líkama kon
unnar á að nota, hvort sem
hún er listakona eða ekki.
Margt af því sem ég hef skrif-
að hefði ég ekki getað gert, ef
ég hefði ekki átt börn.
Blaðakona benti siðan Tove
á, að hún hefði sjálf lifað á
ýmsan hátt venjubundnu, borg
aralegu fjölskyldulífi lengst
af, og spurði, hvort sá raun-
veruleiki væri einnig nothæf-
ur sem efniviður.
Skáldkonan kvaðst hafa
reynt að lifa sem eðlilegustu
fjölskyldulífi. — 1 hverj-
um listamanni býr einnig
venjuleg manneskja, sem verð
ur ástfangin, giftir sig og eign
ast böm og hefur hvatir, rétt
eins og allir aðrir. JÞað eina,
sem skilur listamenn frá hin-
um, er að þeir fyrmefndu eru
gæddir hæfileikanum til tján-
ingar. Ég hef skrifað til að
lifa af.
Lis Thorbjömsen spurði síð-
an Tove, hvort hugsan-
legt væri, að það hefði getað
farið fram hjá henni, að hún
væri gædd þessum hæfileikum,
m.a. vegna þess að hún væri
alin upp á verkamannaheimili.
Því svaraði skáldkonan m.a.
svo: Til er þýzkur málshátt-
ur, sem segir, að það
sem blundi í föðurnum, vakni
í syninum. Ég hef iðulega hugs
að með mér, að vegna þess
hvernig aðstæður okkar á
bernskuheimili mínu voru, hafi
glatazt í föður mínum listamað
ur. Ekki stórbrotinn kannski.
En þar glötuðust einhvers kon
a r hæfileikar.
Ég hef alltaf vitað, að ég
ætlaði mér að skrifa. Þau
studdu mig ekki heima. Faðir
minn var þeirrar skoðunar, að
annað hvort giftist ég traust-
um og duglegum manni, sem
gæti unnið fyrir mér, ellegar
ég leitaði mér að stöðu, sem
tryggði mér eftirlaun sið-
ar meir.
Lis Thorbjörnsson minnti
Tove á að hún hefði einu sinni
skrifað bók, sem hét „Flóttinn
frá uppþvottinum". Ef skáld-
konan hefði nú verið ögn
minna á móti uppþvotti, ef hún
hefði getað saumað föt og bak
að . . . þá hefði hún kannski
fallið inn í góða munstrið með
trausta manninn. Og deilt ör-
lögum föðurins.
Tove svaraði því til að
fjöldamargar listakonur væru
hinar myndarlegustu húsfreyj
ur. Á hinn bóginn væri á það
að lita að sköpunarþörf-
in hefði verið miklu sterkari
í sér en til dæmis í föður sín-
um. Þessi þörf hefði verið svo
sterk, að hún hefði brotið nið-
ur allar tálmanir.
Blaðamaður spurði þvi næst,
hvort listin hefði ekki i upp-
hafi verið flótti frá þeim raun-
veruleika, sem hún bjó við þá.
Tove sagðist hafa skrifað frá
því hún var barn að aldri. Það
hefði í rauninni verið hennar
eina von til að lifa af. — Ég
skrifaði í laumi, sagði hún. —
Því að ég var ekki frábrugð-
in öðrum, ég vildi vera eins
og allir aðrir. Ég get ekki kast
að tölu á alla þá tíma, sem ég
eyddi til að leika mér með
brúður og leyna mínum tak-
markalausu leiðindum yfir því,
en láta eins og ég hefði skemmt
un af. Það var hæðzt að mér í
skólanum, vegna þess að einu
sinni varð mér á að lýsa aðdá-
un minni á Sálmunum. Það
þótti hinum krökkunum
óhemju spaugilegt.
Ætti ég að geta verið ham-
ingjusöm, hlaut ég að skrifa.
Víst átti ég aðra möguieika, en
þeir skyggðu aldrei á þá gleði
sem ég fann yfir því að skrifa
eitthvað, sem var gott.
LEYNIHÓLFIÐ
Blaðakonan innir Tove þvi
næst eftir því, hvort henni sé
þá engin kvöl að skrifa, eins
og margir rithöfundar láti mik
ið af. Tove sagði við því: Fyrir
mig er það ekki þjáning að
skrifa. En fyrir suma. Mér
finnst það vera orðagjálfur að
sköpun útheimti þjáningu. En
kannski mætti orða það svo að
rithöfundur notaði sínar eigin
þjáningar til að geta skrifað.
Það kosti sem sé talsvert að
vera manneskja. Fyrir lista
menn eru náin mannleg sam-
skipti dálítið flókin. Fólk, sem
elskar mann, hefur geysilega
þörf fyrir að eiga mann með
húð og hári. Það á erfitt með
að virða það leynihólf, sem við
höfum innra með okkur — og
enginn fær aðgang að. Við vilj
um ekki láta rjúfa sjálfræði
okkar, ekki heldur af þeim,
sem næstir manni standa. Það
er ekki endilega vegna þess
að við viljum ekki hleypa öðr-
um inn í leynihólfið — það er
okkur heilagt vé. Þar skapar
maður. Þangað fara hugmynd-
irnar og fá að dafna í friði og
ró.
Leynihólfið verður fyrir
truflunum af samskiptum við
annað fólk. Því hefur það orð-
ið svo, að eftir þvi sem tímar
líða fram, hef ég ekki mikið
samneyti við fólk. Listamaður
af minni manngerð hefur eng-
an vinnutíma og engar frí-
stundir, þetta grípur hvort
tveggja inn í annað. Það er
meðal annars ástæðan fyrir
því, að ég tek ekki þátt í sam-
kvæmislífi.
Varðandi þær þjáningar, sem
það útheimtir að skrifa, sagði
Tove, að margir listamenn
þjáðust ekki meira en venju-
legt mannlíf byði hverjum og
einum upp á. — Mínar þján-
ingar eru sálræns eðlis, sagði
hún. — Móðir mín var veil, hún
var óstyrk á taugum og átti
vanda til að fá þung-
lyndisköst, sem eru ekkert sér
kenni fyrir listamenn. Ég hef
einnig tekið að erfðum þungt
skap föður míns. En ef ég
hefði ekki verið listamað-
ur hefði ég ekki afborið þess-
ar þjáningar — að vera mann-
eskja. En þær eru líka að
sumu leyti mín- gæfa. Ef litið
er á; að ég get þó altént tjáð
mig. Ég tjái líka meira en þján
ingu, því að ég hef líka kímni
gáfu.
Blaðamaðurinn og Tove
ræddu síðan um hvort réttlæt
anlegt væri að nota lifandi per
sónur í sögur sínar og Tove
benti á, að það væri ekkert
nýtt. En menn sætti sig frekar
við það nú. Hún kvaðst ekki
nota persónur sem hún þekkti
vísvitandi. En stundum myndi
hún setningu, sem einhver
sagði fyrir tíu árum og skyndi
lega kemur að því, að hægt er
áð nota þessa setningu í því
samhengi, sem fyrir væri.
Blaðamaðurinn sagði þá að
þegar Ibsen hefði skrifað
Brúðuheimilið, innblásinn af
lifandi mannveru, hefði hann
átt þátt í að eyðileggja lif
hennar. Vandamálið yrði
kannski aðeins raunveru-
legt, þegar notaðar væru per-
sónur sem allir þekktu.
Tove sagði, að enginn hefði
gert athugasemdir né held
ur rekið upp ramakvein, þeg-
ar fyrsta endurminningabók
hennar kom út. Þar hefðu með
al annars komið við sögu, látn
ir foreldrar hennar, Rósalía
frænka, bróðir hennar og fleiri
og hún hefði látið alla fá sinn
skammt. En eftir að „Gift“ kom
út hefði verið ráðizt á hana.
Muninn kvaðst hún ekki sjá.
— Slíkt hlýtur að vera óhjá-
kvæmilegt — þ.e. að hver fái
sitt, svo fremi maður skrifi
minningar sínar. Hætti maður
sér út í það, verður líklega
ekki hjá því komizt að móðga
ótal manns, sem gæla við meira
og minna brenglaðar minning-
ar um sína látnu ættingja. Mér
finnst ég hafa rétt til þess.
Fyrir mig er það af knýjandi
innri nauðsyn að ég skrifa
þessar bækur. Og þar fyrir ut-
an er ókyrrðin aðeins á yfir-
borðinu. Eftir nokkur ár er
hún hjöðnuð, en bókin stend-
ur vonandi eftir. Þegar ég
skrifaði x þessa bók var ég í
sæluvímu í tvo mánuði. Eins og
ég er alltaf, þegar ég skrifa.
Og ég gerði mér ekki grein
fyrir afleiðingunum, né heldur
sá ég þær fyrir. Auk
þess ljóstraði ég engu upp, af
hjúpaði ekki neitt. Ekki nema
eina ákveðna hlið af einni
mannveru, þá hlið sem hefur
snúið að manni sjálfum. öðru
vísi getur maður ekki skrifað
endurminningar svo fremi mað
ur gerir það áður en maður
nær áttræðisaldri. Enginn mót
mælti skrifum Agnesar gömlu
Henningsen. Hún lét allar stað
reyndir lönd og leið. En allir,
sem hún skrifaði um voru ræki
lega dauðir og afkomendurnir
sennilega líka, því að hún varð
svo afskaplega gömul.
Að lokum spurði blaðamað-
ur um, hvort rithöfundur væri
þar með tilneyddur að leiða
hjá sér það siðfræðilega vanda
mál, sem kvaldi til dæmis Ib-
sen.
Tove Ditlevsen sagði: Ég
myndi aldrei vísvitandi eiga
þátt í að eyðileggja aðra mann
veru.......Og fór þar forgörð-
um brot af skáldi, en mannssál
var varðveitt." Stöku sinnum
langar mig til að snúa þessari
setningu við, þegar ég vil setja
eitthvað á oddinn: „Og fór þar
forgörðum brot af manneskju,
en skáld var varðveitt." Þó að
þetta séu hörð orð set ég þau
samt á oddinn.
17.750
eintök á <
,22.1
eintök á mánudögum beint á mesta
maikaðssvæði landsins- auk bess magns,
sem við dreifum í aðra landsnluta.
Eignist markadinn TTTC1 B
auglýsió i VÍSI V XOXXv