Morgunblaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRlL 1973
13
Plötusnúður Blow Up va r með þeim líflegustu.
— Skipuleggja þeir aldrei
efni þátta sinna fyrirfram?
spurði ég.
Jú, oftast leggja þeiir nú
fram lista, og stundum sitja
þeir hérna megin, og stjóma
þessu öllu sjálfir. En þar eð
þessi þáttur er tekinn upp á
band, og inn i hann fléttast við
töl, sé ég um þessa h'lið upp-
tökunnar núna. Og það mátti
sjá að Kid kunni vel við sig
þessa stundina, hann hafði
eyrnatólin á höfðinu, og dillaði
sér öllum í takt við músikina,
með sælusvip á andliti.
• — Er hann ailtaf svona líf-
legur, spurði ég.
Jú, vissulega, hans verkefni
er að skemmta fólkinu, og þá
þýðir ekki annað en að vera í
góðu stuði, og smá „fiff“ lífga
alltaf upp á þáttinn.
1 þann mund öskraði Kid
tryllingsleiga, og kynnti lag
Steve Wonders á mjög Mflegan
hátt. Og þannig hélt hann
áfram í meira en klukkustund,
án þess að þreytast hið
minnsta. Inn á milli siæddust
svo auglýsingar, sem leiknar
voru af segúlböndum, og fjöll-
uðu þær flestar um einhver
„frábíer“ eða „ómissandi" fegr
unarlyf.
Þar hvísiaði t.d. væmin kven
mannsrödd! „Hefur ÞU pæófað
X.X igefur þér fegurð. X veitir
þér ást. X veitir þér hina einu
sönnu hamingju. Hmmm, próf-
aðu X hhmmmmmm.
— Er þetta árangursríkt?
spurði ég Emie.
— Já, blessaður, það getur
þú verið viss um. Það var t.d.
varalitur einn, sem við auglýst-
um svona í hálfan mánuð, sem
jókst í sölu um 70% á einni
viku.
Já, þvílikt og annað eins.
Nú igekk Mark WesJey inn í
studioið, en áður en hann hóf
störf hjá Radio Luxembourg,
starfaði hann á ýmsum „sjóræn
ingjaútvarpsstöðvum" þar á
meðal Radio Northsea" sem vel
heyrist til á íslandi.
Þeir Kid og Mark ætluðu að
vinna að viðtali við meðlimi
írsku hijómsveitarinnar Thin
Lizzy, en þar eð þeir höfðu
ekki sýmt sig, var haldið til
kaffistofu staðarins.
Kaffistofan reyndist þétt set
in líflegu fólki, og úr tveimur
hátölurum við enda salarins,
hljómaði firönsk dægurlagamús
ik, sem þessa stundina var ver-
ið að útsenda. Við settumst við
autt borð úti við igluggann, og
röbbuðum saman yfir kaffiboll
unum.
— Mark, hvemig fannst þér
að vinna á „sjóræningjaút-
varpsstöð"? spurði ég.
— Jú, það var svo sem ágætt
á tímabili, en á árunum ‘69—
‘70 fjölgaði stöðvunum skyndi
lega og samkeppnin jókst, með
þeim afleiðingum að margar
góðar stöðvar hreinlega fóru á
hausinn. Ég var t.d. búinn að
vinna á einum þremur stöðvum
áður en ég kom tii Radio
Northsea, en þá var hún stað
sett við Hollandsstrendur, og
útvarpaði aðallega á þýzku. Bn
fljótlega var ákveðið að skipta
yfir á ensku, og var því skip
okfcar „Mebo 2“ dregið að Eng
landsströndum, og þar köstuð-
um við akkerum, og hófum út-
sendingu.
I fyrstu gekk allt vel, mót-
tökurnar voru frábærar, og
fjöldinn allur af enskum stór-
fyrirtæjium vildi auglýsa hjá
okkur, en svona stöðvar rekast
ekki án auglýsinga. Við breytt-
um niafni stöðvarinnar í Radio
Caroline á tímabili, því stöð sú
hafði áður verið mjög vinsæl í
Englandi, og horfðum björtum
augum á framtíðina. En þá fór
allt að snúast okkur í óhag.
Ferðir frá megin'landinu urðu
stopular, þannig að vaktir okk
ar lengdust óiþægilega mikið,
t.d. man ég eftir einni vakt
minni sem stóð í tíu vikur sam-
fleytt. Auiglýsingatilboð hættu
að berast, og sendirinn tók upp
á þeim óskunda, að bila í tima
og ótíma, sem varð tjl þess að
fólk miissti þolinmæðina, og
stiliti inn á aðrar stöðvar. Þá
var ekki um annað að ræða en
að halda aftur að Hollands-
ströndum, en þegar þangað var
komið, var þar fyrir ný stöð
„Radio Veronica", sem þegar
hafði aflað sér þvílíkra vin-
sælda, að við igátum alveg eins
hætt, sem við og gerðum.
— Hvernig Mkar þér svo
starfið hér?
— Þetta er stórkostlegt, við
eigum miklum vinsældum að
fagna um alla Norður- og Mið-
Evrópu, þó svo að útsending-
in sé aðallega ætluð Englend-
ingum.
Svo er vinnutíminn loksins
orðinn þolanlegur, þannig að
ég get sinnt minum áhugamál-
um betur en áður.
— I hvað notar þú frítím-
ann?
— Ég dunda stundum við að
semja lög, sem ég seinna hef
hugsað mér að igefa út. á plötu.
— En þú býrð í Luxembourg,
saknar þú ekki Englands?
— Það getur þú verið viss
um, en þegar ég sezt fyrir
framan mikrafóninn, og veit að
krakkarnir heima hlusta, þá
finnst mér, ég eiginlega sitja
heima, og ræða við þá. Það eru
stórkostleigar stundir.
— Kid, ég heyrði þvi fleygt
fyrir stuttu, að þið hygðuzt
hefja útsendimgar á dönsku?
— Já, þetta hef ég einnig
heyrt, en þetta er tóm þvæla.
Við útsendum dáMtið af
danskri músik á tímabili, í til-
efni af inmgöngu Dana i efna-
hagsbandalagið, en það var
líka allt og sumt. Auk 'þess tal-
ar enginn okkar dönsku.
— Er Kid Jensen þitt rétta
naf n ?
— Já.
— Ef ykkur bærust plötur
með íslenzkum rockngrúbbum,
mynduð þið spila þær í þátt-
um ykkar?
— Eru þið virkilega með góð
ar grúbbur á Islandi, spurði
Kid umdrandi.
— Jú, vissulega myndum við
kynna þær, ef athyglisverðar
væru. En segðu mér, heyrist til
okkar á íslandi?
— Já, en það getur oft far-
ið eftir veðurskilyrðum, svar-
aði ég.
Og nú bættist þriðji þulur-
inn í hópinn. Lítill og snaggara
legur náungi kom hálf dans-
andi tango, í átt til okkar, og
þar eð ekki var lausan stól að
fá, gerði hann sér Iitið fyrir, og
settist á læri Kid’s og sagði,
„Hæ sæti.“
Þarna var þá kominn aðal
igrínisti og jafnframt vmsælasti
þulur Radio Luxembourg,
Tony Prince.
Þeir félagamir skipust á
kveðjum.
— Hæ Mark, hvemig gengur
þér með íbúðina?
— Jú, ég fer að verða búinn
að mála svefnherbergisloftið.
— Ég get aðstoðað þig eitt-
hvað á morgun, það viM segja,
ef ég fæ frí frá konunni, hmm.
—Tek þig á orðinu, hvernig
hefur Suzie það annars?
— Jú foserilega takk.
Og mér varð það Ijóst, að
miMi þulanna ríkti sterk vin-
átta, og reyndar væru þeir ein
stór f jölskylda.
— Kid, hvað starfa margir
þulir hjá Radio Luxemfoourg,
spurði ég?
— Við okkar deild, þ.e.a.s.
ensku deildina, starfa sex, en
það eru auk okkar þrdggja,
þeir Paul Bernett, Dave
Christian, og góði gamli Bob
Steward, en þeir eru allir í
frii núna.
— Eru þið aMir giftir.
— Nei, aðeins einn okar er
kominn í kerlimgarhlekkina,
svaraði Kld, með háðsglotti um
leið og hann benti á Tony.
— Ef þú notaðir ekki þetta
hryllilega iimvatn, myndi ég
kyssa þig fyrir þessi urmmæli,
svaraði Tony Prince, um leið og
hann kleip Kid duglega i kinn-
ina.
— Hvað með framtíðina, nú
starfið þið öruigglega ekki al'lt
ykkar líf sem þulir?
— Nei, það vitum við, en
það borgar sig ekkert að vera
að spekúlera út í það núna,
við látum hverjum degi nægja
sín þjáning, svaraði Kid.
Og Tony bætti við góðu
ensku spakmæli, „Pick the foest
apples while you still are on
the top of the tree.“
Skömmu siðar héldum við á
ný upp í studioið, þar sem með
limir irsku hljórmsveitiarinnar
Thin Lizzy biðu.
Kid heilsaði þeim, — Hæ
strákar, hvemig er lífið?
— Oh maður, hreint groovy,
svöruðu þeir, en virtust stadd-
ir í öðrum heimi, til þess benti
alla vega lykt sú er fyllti studio
ið.
Þama var einnig staddur
fulltrúi frá enska útgáfufyrir-
tækinu Decca, en það fyrir-
tæki var einmitt nýfoúið að
gefa út nýja plötu þeirra fé-
laga.
Ég ræddi stuttlaga við Eric
Bell igitarleikara hljómsveitar-
innar, og sagði hann mér m.a.
að þeir félagamir væru allir
fæddir og» uppaldir á Irlandi,
en byggju núna í London.
— Hvenær byrjuðuð þið að
leika saman?
— Það var svona fyrir tveim
ur árum, að ég var að svipast
um eftir tveimur hljóðfæraleik
urum til að stofna trio, að ég
hitti Philip og Brian iþar sem
þeir spiluðu i irskri Mjómsveit
„Orphanage“.
— Skapast nægileg fylling i
tónlist ykkar, sem trios?
— Já, það er ekki svo slæmt,
Brian á trommur, Philip á
bassa, og ég á gítar, auk þess
leggjum við aðaláherzluna á að
leika igömul irsk þjóðlög, sem
við uppfærum í rockstíl.
Eftir að viðtali þeirra félaga
var lokið, var ákveðið að allur
hópurinn hittist á diskóteki
einu þar í borg um kvöldið, til
að halda upp á útgáfu plöt-
unnar, og hélt því hver í sína
átt.
Mark bauðst til að aka mér
að hótelinu, og þáði ég það
með þökkum.
— Þegar þú ekki ert við
vinnu, hvurs lags musik kýst
þú þá helzt að Musta á? spurði
ég á leiðinni.
— Þá vil ég einna helzt
hlusta á þægilega og „renn-
andi“ músik, t.d. með Neil
Young eða Van Morrison. Og
það gildir eiginlega fyrir okk-
ur alla hér á stöðinni, músik
smekkur okkar er mjög álíka,
þó svo að þættir okkar í út-
varpinu séu gerólíkir.
— En er ekki einhver tón-
listarmaður, sem þú gjaman
vildir kynna foetur í þætti þín-
um en þú getur?
— Jú, vissulega, en maður
verður bara að taka tilMt til
hlustandans. Það er t.d. fólk
sem eingöngu viU heyra
„tyggjómúsik“ sem er leikin af
hljómsveitum eins og Sweet og
Rasberries.
Nú og annað fólk vUl eitt-
hvað þyngra, eins og t.d.
Grand Funk, Pink Floyd, eða
RoUing Stones, og sumir vilja
eingöngu iþað aUra þyngsta,
eins og Alice Cooper, Montain,
eða þvíumlikt. Það verður bara
að miðla þessu jafnt á aUa, og
reyna að skapa sem mesta fjöl-
breytni í músikinni. Persónu-
lega hef ég mest gaman af
Status Qui, og söngvaranum
Colin Blunstone.
— Þú semur lög sjálfur?
— Jú, ég byrjaði að semja áð
ur en ég fór að starfa sem þul-
ur. Ég var ásamt kunningja
mínum búinn að koma mér
uppi studioi fyrir plötuupptök-
ur, sem ég eingöngu hugðist
leigja út. En þegar enginn virt
ist hafa áhuga á að leigja það,
byrjaði ég sjálfur að dútla við
þetta, og það endaði með, að
ég gaf út mína eigin plötu, því
mér fannst ég sko vera svaka
klár.
— Hvemig seldist sú plata?
— Hún seldist barasta ekki,
en nú er nafn mitt orðið öUu
frægara, þannig að þetta geng-
ur kannski betur næst, svar-
aði Mark, um leið og hann
renndi bUnum að hóteldyrun-
um. Ég var fljótur að skipta
um föt, því að við Mark höfð-
um ákveðið að fá okkur matar-
bita á nærliggjandi veitinga-
stað, áður en haldið væri á
diskotekið. Þar fengum við okk
ur Ijúffengan kjúkling, sem við
svo skoluðum niður með „ekki
eins ljúffengu" rauðvini, og
héldum síðan áleiðis í diskótek
ið Blow Up.
Blow Up reyndist vera fyrr-
verandi bílaviðgerðarverkstæði
sem innréttað hafði verið á
mjög skemmtUegan hátt. Borð-
plássinu var deUt niður á fjöl-
marga bása með einum veggn-
um, en heljarlangt barfoorð var
við vegginn á móti, og á milli
var dansgólfið, sem var örlítið
hækkað upp, og undir glengólfi
þess blikkuðu allra lita ljós, í
takt við hina ýmsu tóna hátal
aranna. Slangur var af fólki
þarna, enda ekki nema nýbúið
að opna húsið. Við fengum okk
ur sæti við barinn, þar eð pilt-
amir ekki voru komnir, og ég
virti fyrir mér umhverfið.
„Þetta er einmitt staðurinn
sem vantar heima í Reykjavík"
hugsaði ég, stór salarkynni ein
göngu ætluð ungu fólki, sem
gæti klæðzt þeim fötum er það
bezt kann við sig í (sem sé
engar bindis-kröfur).
Hér gat maður gengið um, án
þess að eiga það á hættu að
eyðileggja föt sin af völdum
sigaretta, eða skvettna úr vin-
'glösum (Islendingar eiga það
nefnilega til, að taka hvort
tveggja með sér á dansgólfið).
Plötusnúður staðarins var
með þeim skemmtUegri sem ég
hef séð, hvert lag var rækilega
kynnt, og hann vissi nákvæm-
lega hvaða lög sköpuðu stemn-
ingu meðal fólksins. Sjálfur sté
hann óspart danssporin í klefa
sínum, með tilheyrandi öskrum
og ólátum, og það virtist bera
árangur, því skyndUega var
dansgólfið troðið dansandi
glöðu fólki.
Seinna þá um kvöldið, spurði
ég plötusnúðinn „GoUy“ hvort
hann væri undir áhrifum áfeng
is eða öðru, en hann svaraði
því hálf móðgaður.
— Ef svo væri gæti ég alveg
eins hætt á stundinni. Plötu-
snúður þarf að vera líflegur að
eðlisfari, hann á ekki að þurfa
áfengis við, það myndi ein-
göngu hafa léleg áhrif á fólk-
ið.
Það mátti sjá að Kid Jensen
naut mikillar kvenhylli, því
þegar hann gekk í salinn, flykkt
ist að honum kvenfólk á öUum
aldri, og flestar vildu þær ólm
ar fá ei'ginhandaráritim hans.
Ekki mátti hann þó rita nafn
sitt á blað, heldur vildu þær
aliar fá það ritað á líkama sinn
og þá allt frá enni, og niður á
tá. (Það er ægilega vinsælt að
fá það á lærið núna, ó, já já,
lærið!).
Auk Kid‘s voru þarna komn
ir strákarnir úr Thin Lizzy,
Tony Prince, Ernie, og enn
einn þulurinn frá stöðinni Bob
Steward. Bob var mjög ólíkur
starfsfélögum sínum, því með
sitt stuttklippta hár, og tveim-
ur númerum of stórar buxur,
hefði hann allt eins getað verið
ósköp venjulegur verkamaður
frá Liverpool. En sjaldan hef
ég þó heyrt nokkurn tala eins
fallega ensku og hann, og hef-
ur það sennilega verið ástæð-
an fyrir því, að hann fékk
þetta mjög eftirsótta starf hjá
Radio Luxemboung. Ekki aitla
ég að rita frekar um þetta
kvöld, en sjaldan hef ég
skemmt mér með eins glað-
lyndu fólki og þessu, og ekki
virtust piltarnir láta það stíga
sér til höfuðs, að vera vinsæl-
ustu útvarpsþulir unga fólks-
ins í Evrópu.
Það mætti taka það fram,
svona undir lokin, að einhvem
miðvikudaginn á næstunni, meg
um við eiga von á, að heyra is-
lenzka hljómlist á bylgjum
Radio Luxembourg.