Morgunblaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 4
4
'MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRlL 1972-
Stríðsfangar
ráðvilltir eftir
heimkomu
— ný viðhorf eiginkvenna
koma á óvart og ýmsir
eiga erf itt með að sætta
sig við byltinguna í
kynferðismálum
Reymond A. Vohden, sjó-
liðsforingi, haifði veirið stríðs
fangi í meira en sex ár, þeg-
air hann skrifaði eiiginkonu
sinni, Bonnye, og hvatti hana
til „að hefja nýtt líf“. Á síð-
asta ári óskaði frú Vohden
eftir skilnaði og sagði til skýr
inga: „Hvorki ég né bömin
höfum lifað mannsæmandi
lífi; við höfum líka á vissan
hátt verið í fangelsi líka.“
Ýrnsar aðrar eiginkonur
bandarískira striðsfanga í Ví-
etnam urðu að taka svipaða
ákvörðun. Margar ibiðu og
deildu „einangrun" bónda
sins; en sumar völdu þann
kostinn „að hefja nýtt líf“.
Qg nú eru eiginmenn iþeirra
að koma heim, og margar þess
ara kvenna verða að horfast
í augu við mjög erfitt val
mMli þessa nýja lífs og hins
gamla.
„Ég er viss um, að það
verða margir skilnaðir,"
sagði eiginkona eins foringja,
sem er nýkominn heim. „Sum
ar kvennanna eru ekki lenig-
ur ástfangar af eiginmönnum
síwum, þær eru hrifnari af
mönnum, sem þaar kynntust
síðar."
Skömmu eftir að frú Vohd-
en, sem minnzt var á hér að
ofan, óskaði eftir skilnaði,
hófust samningaviðræður að
nýju. Síðan kom vopnahléið
og þar næst fréttir um, að eig
inmaður hennar yrði meðal
þeirra fyrstu, sem látinn yrði
laus.
Þegar hann kom til Clark-
herstöðvarinnar á Filippseyj-
um, hafði Vohden samband
við eiginkonu sina; hann var
í hinu mesta uppnámi og hún
samþykkti að hætta við skiln
aðinn. „Ég veit ekki hvemig
stefnu þessi mál taka,“ sagði
hún svo á heimili sínu í
MemphLs eftir samtalið við
manninn. „ Við verðum að
vinna að því sameiginilega að
láta þetta blessast. Hann er
svo glaður og hamingjusam-
ur og ég er það iika.“
En i síðastliðinni viku sagði
Vohden blaðamönmun frá því
að hann ætlaði að skreppa í
smáferðalag „sér til skemmt-
unar og upplyftingar." En
hann ætlaði að fara einn,
sagði hann.
Frú Vohden orðaði það
svo:
„Eftir að mesta fögnuðinn
við heimkomuna hafði lægt,
hefur hann fengið þunglynd-
isköst. Því miður var ekki
alilt í sama horfinu og þegar
hann fór fyrir átta árum, og
það getur verið erfitt að
skilja slíkt og sætta sig við
það. Ég held 'það sé igott fyr-
ir hann að vera einn um hríð
og átta sig á hlutunum."
Vohden viðurkenndi að
vissulega hefði margt breytzt
frá því hann fór. „Ég er eng-
in pempía," sagði hann, „en
þessi bylting i kynferðismál-
um hefur eiginlega reynzt
mér hvað erfiðastur biti að
kyngja."
Endurfundirnir geta verið gleðilegir fyrlr marga — að minnsta kosti fyrst í stað, eins og
sést á þessum myndum. En margir bandarisku strtðsfanganna, sem nú snúa heim, eftir langa
vist í fangelsi, eiga erfitt með að laga sig að gerbreyttum viðhorfum og skoðunum eigin-
kvenna sinna.
síns, heimta að fá að vera ein
staklingar og hafa sínar skoð
anir. Margar hafa stundað
vinnu utan heimilis í möng ár.
Galand Kramer kapteinn
frá Tulsa vissi ekki, að hann
var skilinn, fyrr en hann kom
heim fyrir tveimur vikum.
Fyonrverandi eiginkona hans,
Mairy", sagði: „Ég er ekki
lengur elskulega, blíða, og
auðsveipa eiginkonan, sem
hann fór frá fyrir mörgum ár
„Við höfum vaxið hvort frá
öðru,“ sagði frú Kramer, sem
vinnur nú fyrir James Jones,
þingmann í Oklahoma. „Mér
fannst það yrði erfitt fyrir
okkur að vera saman úr
þessu.“
Það hefur verið opinbert
leyndarmál, að eiginkomir
marigra bandarískra striðs-
fanga hafa haft náin sam-
skipti við aðra karlmenn,
meðan eiginmenn þeirra hafa
setið í haldi. Þessar eiginkon
ur benda á, að stundum hafi
liðið ár, án iþess þær vissu
hvort eiginmennimir væru
dauðir eða lifandi. Og eftir
að 1 ljós kom að þeir voru á
lífi, þá var engin trygginig
skipti við aðra kardmenn,
nokkru sinni heim aftur.
Eiginkona bandarísks
stríðsfanga í Norður-Víetnam
orðaði það svo: „Eiginmaður
minn er með hinum lifandi
dauðu, en ég er með hinum lif
andi. Ég kæri mig ekki um að
lifa, eins og ég væri dauð.“
„Einstaka eiginkona var
eiginmanninum trygg og trú,“
sagði önnur „eða þangað til
hún hiitti kannski mann, sem
hún varð hrifin af."
Og önnur isagði: „Ég gerði
það sem var bezt fyrir sjálfa
mig. Og ég hef 'búið með
manni í þó nokkur ár. Ef
vopnahléið hefði ekki verið
samið hefði ég farið fram á
skilnað."
„Ég hafði lagt nægilega
mikið á mig," sagði ung kona,
sem átti mann í vietnömsku
fangelsi í sex ár. „Ég gat
ekki haldið svona áfram."
Fangamir ræddu iðulega
sín á mili möguleikana á því
að konur þeirra væru þeim
ótrúar og færu jafnvel fram
á skilnað, en fæstir munu
hafa trúað þvi í alvöru, að
eiginkonumar litu við öðr-
um karimönnum, þó svo að
þær sæju"ekki menn sína ár-
um saman. Kemur það reynd
ar heim við rótgróna trú eig-
inmanns, að óhugsandi sé
með öllu, að kona geti girnzt
annan en hann. Þó voru ein-
staka, sem reyndu að horfast
í au'gu við staðreyndir.
Raymond Merritt, sex
barna faðir, sagði þegar
hann sneri heim:
„Við vissum, að lífið varð
að ganga sinn gang. I fjöl-
mörgum tilvikum vissi eng-
inn hvort við kæmum aftur.
Alir þurfa á ást og um-
hyggju að halda og sjö eða
átta ár eru hræðilega langur
tirni. Við gerðum okkur sumir
grein fyrir þessum möguleika
en við vissum ekki, hvemig
við myndum bregðast við,
þegar heim kærni."
Mörg hjónabönd banda
rískra stríðsfanga, sem koma
nú heim munu fara út um þúf
ur á næstunni, en kannski
blessast það hjá sumum.
Taka mætti William Shankel
frá Jackson í Kalifomáu
sem dæmi. Hann var hálftrú-
lofaður stúlku, iþegar vél
hans var skotin niður á Þor-
láksmessu 1965. Viku eftir að
hann kom heim, voru þau
gift.