Morgunblaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1973
Hárgreiðsla
og umhleypingar
íslenzkrar veðráttu
Þegar hárið er sítt gefast
margvíslegir möguleikar til
að setja það upp. Hér hefur
hárið verið tekið saman með
teyju hátt uppi í hnakkanum,
þegar búið var að bursta það
þurrt og síðan er hárliðunar-
jámi brugðið í lokkaendana
smástund.
Þessi hárgreiðsla er einkar þægileg viðfangs. Hárið er þurrk-
að með blæstri og bursta og toppurinn burstaður hressilega
til annarrar hliðarinnar
Hér er notuð hliðarskipting og þurrkunin er með sama hætti
og áður, bursti og blástur. Fremsti hárlokkurinn er vafinn
á rúllur eða liðaður með jámi.
Umhleypingar íslenzkrar
veðráttu hita íslenzkum konum
oft í hamsi og af ýmsum ástæð-
um. Fyrst og fremst þó vegna
þess hvað þeir gera þeim lífið
erfiðara og flöknara en það
væri i útreiknanlegra loftslagi.
Aldrei er hægt að vita, hvern-
ig hentugast er að klæða sig
í bæjarferðir eða til vinnu, því
þótt lagt sé af stað að heiman
í sólskini er eins vist, að til
baka sé komið í snjókomu og
nigningu — og öfugt, sé farið
að heiman í hlýjum fatn-
aði sem stenzt snjó og regn má
eins 'búast við að koma aftur
í glampandi sólskini.
Sendi mæður krakkana sána
snyrtilega til fara í skól-
ann i sól og þurrki, er eins
víst að þeir komi heim eins og
af sundi dregnir og stkítugir eft
ir þvi. Sé þeim leyft að fara
út léttkiæddum af þvi veðrið
er svo gott þá stundina, er allt
eins liklegt að þeir ofkælist,
því skyndilega kólnar í veðri
og krakkana auðvitað hvergi
að finna fyrr en þeir skreið-
ast heim krókioppnir á hönd-
um og fótum. Og hvaða móðir
hefir ekki þurft að stríða við
þá tilhneigingu barna sinna að
kasta af sér hlífðarfötum í hita
leikjanna, þegar sólin fer að
skína. Enda hefur þetta orðið
til þess að léttar, loðfóðraðar
kuldaúlpur með vatnsheldu
ytrabyrði eru orðnar einkenn-
isklæðnaður íslenzkra barna á
öllum aldri. Og konur, sem
þurfa að vera á ferðinni, hvem
ig sem viðrar, ha'llast líka mjög
að hinum ýmsu úlputegundum
og regnfrakka.
Og látum það vera, enda nú
orðið talsverð fjölbreytni í
gerð regnfrakka, — verra er
að verja hárið gegn vætunni.
Það er raunar næsta ótrúlegt,
hvað konur í Reykjavik a.m.k.
eru duglegar að sækja hár-
greiðslustofur. 1 því lýsir sér
sennilega sú bjartsýni, sem ger
ir fóiki fært að búa við ís-
lenzka veðráttu. Það er- al-
geng sjón að sjá konur koma
út úr snyrtistofum hiaup-
andi með skýluklút yfir hár-
inu til þess að verja það vindi
og vætu meðan skotizt er inn
í bílinn, þar sem þær geta iát-
ið lakkið þoma vel og þar með
aukið endingu greiðslunnar.
Það er líka algengt að sjá kon-
ur, sem ekki hafa bíl við hönd-
ina, heldur verða að fara um
á tveim jafnfljótum, koma út
með hárið innpabkað í þessar
umbúðir, skýluklútinn dreginn
ofan d nef, með, plasthettur
alls konar, svo þær sjá varla
handa sinna skil. Oft eru þess-
ar varnarráðstafanir harla yon
lausar, og allur lyfting-ur far-
inn úr greiðslunni, þegar heim
er komið. Eða hver hefur ekki
bitið á jaxlinn og bölvað^ í
hljóði við að lita í spegii og
sjá þar sjálfa sig eins og reytta
hænu.
Á hinn bóginn segja
þeir, sem kunna skil á snyrt-
ingu og klæðaburði, að ekkert
sé útliti konunnar eins mikil-
vægt og hárgreiðslan og flest-
ar konur telja sig (þurfa að
sinna henni sæmilega.
Sumar konur eru svo láns-
samar til höfuðsins að hafa
hár, sem ekki þarf að setja í
rúllur eða liða i sifellu og geta
látið sér nægja að þvo hárið
og þurrka og þá fellur
það eins og nýlagt að höfðinu.
Fyrir þær eru hárgreiðslumar
sem sýndar eru á meðfylgjandi
myndum — önnur er fyrir kon
una með sjálfliðað gróft hár,
hin fyrir slétt hár og fíngert.
Báðar eru fyrir heldur ungar
konur með allsítt hár, en það
er með langa hárið eins og það
stutta — að klippingin skiptir
öllu máli til þess að hárgreiðsl
an hvemig sem hún er, takist
sæmilega.
Hér er hárið þurrkað með sama hætti en siðan eru niiðar-
lokkarnir teknir upp með kambi, einnig má taka þá saman
i hnakkanum með kambi eða spennu. Stytzta ennishárið er
vaflð upp sem snöggvast með hárliðunarjámi eða á nokkr-
ar mjóar rúllur.
Náttúruliðað hár er oft óstýri-
látt; hér sést hvernig það þyrl
ast óreglulega um höfuðið, áð-
ur en það hefur verið klippt.
Hér er búið að klippa hárið
til með þeim hætti, að hin
eðlilega hárliðun nýtur sín
betur, þegar það þornar. Hár
ið er nokkuð stutt í vangana
og toppur og hliðarhár renna
saman í eina samfellda linu.
Hver hártoppur er klipptur
þvert fyrir, ekki sargaður og
þynntur út í endana, þá virð-
ist jafn mikii fylling í því alis
staðar.
Hárið er vafið utan um bursta
meðan það er þurrkað með
blæstri. Hárþurrkum fylgir
nú orðið oft bursti, sem ágætt
er að nota í þessum tilgangi
en það er ekki nauðsynlegt.
Þegar hárið er orðið þurrt er
það tekið beint upp frá báð-
um hliðum og fest með kömb
um.
Konur, sem ekki hafa þykkt
hár, þekkja líklega einkennin
á myndinni hér, rytjulega hár
toppa og þunna, en fyrir þá
má komast með réttri klipp-
ingu.
Hér hefur hárið verið klippt í
skálínu frá skiptingu í miðju
en toppurinn er ekki styttri
en svo, að eins má hafa hiið-
arskiptingu. Yzta hárið er
klippt þannig, að það hylur
þynnra hárið undir.