Morgunblaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1973
Um sjóminjasafnid
f MYSTIC
og svieitaþorpið
STURBRIDGE
og andstæðtir stórborgarglaumsins
á dreifbýlissvæðum Nýja Englands
SKYLDU allir íslendingar, sem leggja leið sína
til New York ýmissa erinda, átta sig á því, að
þeir þurfa ekki að aka meira en svo sem
tveggja klukkustunda leið til þess að komast
í allt annað umhverfi, þar sem þeir eiga þess
kost að sjá talsvert frábrugðna mynd af banda-
rísku þjóðlífi þeirri, sem við blasir í stórborg-
inni með skýjakljúfunum og hinni marglitu
manngerð undir mjóum himinræmum. —
Lengra þarf ekki að fara til þess að finna dreif-
býl og gróðursæl svæði, sjá smábæi sitja eins
og berjaklasa í kvosum milli skógivaxinna
hæða og finna fólk sem ekki þarf að flýta sér.
Þegar ekið er iim hraðbrautir
Nýja Englands í fyrsta sinni,
sýnist umhverfi þeirra harla fá-
breytt, svo mjög eru borgimar
svipaðar, þar sem þjóðvegimir
liggja í gegnum þær. Hvarvetna
blasa fyrst við byggingar og
auglýsingaskilti hinna ýmsu fyr
irtækja, sem reka starfsemi sína
um Bandaríkin gervöll. MacDon
alds merkin fær enginn umflúið
né Hardees húsin eða ísbúðir
og gistihús Howard Johnsons
hringsins.. Stórverzlanimar
bera sömu nöfnin í hverri borg-
inni af annarri svo og bensín-
stöðvarnar og hvarvetna eru
það merki viðskiptalífsins og
neyzluþjóðfélagsins, sem fyrst
verða fyrir augum.
Hluti hafnarinnar í Mystic, þar sem gömul skip af ýmsum gerðum liggja við festar.
Hluti sjávarþorpsins litla í Mystic.
Gillette-kastali.
En sé vikið út af þjóðvegun-
um stóru og þræddir hinir
þrengri vegir, sem hlykkjast
milli einstakra smástaða, kemur
í ljós, að bak við allan ysinn
og þysinn, kaupæðið og kapp-
hlaupið á þessum slóðum, eru
aðrir staðir svo undur kyrrlát-
ir, fáfamir og friðsælir. Þama
eru smábæir og þorp með fjöl-
breytilegum og litríkum íbúðar-
húsum, þar sem umhverfis eru
fallegir skrúðgarðar, næg íþrótta-
og leiksvæði fyrir börn og ungl-
inga og dulitlar búðarholur, þar
sem starfsfólk hefur nógan tíma
til þess að spjalla við aðkomu-
menn, þar sem grænmetið og
ávextirnir eru tíndir upp úr
kössunum úti fyrir litlum bjálka
kofum.
Á þessum slóðum er algengt
að finna litlar fomminjaverzl-
anir og skransölur, þar sem
skrýtnar konur aldraðar grúska
í dót.ti látinna nágranna sinna og
glúmir karlar hreykja sér af
þvi að hafa komizt yfir merkis-
muni úr þekktu stórbúi og selja
kannski aðgang að búðinni sinni
eins og safni meðan þessir mun
ir eru óseldir. Þar er lika tals
vert um lítil minjasöfn, þar sem
manni er tekið tveim höndum,
því kannski hefur enginn gestur
komið þann daginn, kannski
ekki í marga daga og vörður-
inn, sem oftast er eldri karl eða
kona ségir sögu hvers hlutar af
svo mikilli innlifun og áhuga, að
það eitt verður aðkomumanni-
minnisstætt, löngu eftir að hann
hefur gleymt sjálfum hlutunum
og sögu þeirra.
Sértu á ferðinni á laugardegi
er eins víst þú sjáir ung brúð-
hjón koma út úr kirkju í hópi
aðstandenda og vina, sem strá
hrísgrjónum yfir brúðhjónin og
marglitum pappírsstrimlum og
svo aka þau burt í bíl, sem pott-
ar, pönnur og gömul skóræksni
hafa verið hengd aftán í, — rétt
eins og í gamalli Hollywood-
kvikmynd. Það er heldur ekki
ósennilegt, að þú rekist á dálitla
iistsýningu; málari, myndhög.gv-
ari eða leirkerasmiður hefur
sett upp nokkur verk sín í
vinnuskúrnum eða úti fyrir hon
um, ef vel viðrar, í þeirri von
að einhver slæðist þar með
þunga buddu og áhuga a.m.k.
sýndaráhuga á kúnst og stuðli
að því, að viðkomandi geti hald
ið áfram að dunda sér í skúrn-
um.
Við næstu beygju er eins lík-
legt að sjá innan girðingar
skrautlegan flokk fugla, sem
einhver skrítinn fugl hefur safn
að að sér — eða bara kýr á
beit, kannski líka nokkra asna.
Það er líka vel líklegt, að þú
rekist á klett, þar sem finna má
fallegan stein eða vatn, þar sem
hægt er að fá leigðan árabát
og róa milli stranda. Að vísu má
búast við að ekki sé hægt að
fara í land nema á stöku stað
því að sumarbústaðir efnafólks-
ins úr stórborginni standa oft á
vatnsbökkunum og bátar þess,
einn eða fleiri, eru bundnir við
einkabryggjur. Stundum fara
ungir piltar og stúlkur framhjá
á hvítum seglbátum, áhyggju-
laus ungmenni sem sigla
kannski með lokuð augun gegn
um lífið í skjóli allsnægtanna og
leiða lítt hugann að skuggahlið-
um lífsins handan skógarins.
Vafalaust er þarna trjágarður
i nánd með tréborðum og bekkj
um, þar sem gott að að setjast
með nestiskörfuna og baka sig í
sólinni svolitla stund.
En það getur tekið dálítinn
tíma að finna þessa staði, sé
maður ókunnugur. Það getur
líka tekið taisverðan tima að
komast að raun um hvað samfé-
lagið á þessum slóðum hefur
upp á að bjóða umfram við
skipti, hvert á að leita forvitni-
legra safna og sögustaða, hvar
finna má leiksýningar, hljóm-
leika og aðra menningarstarf-
semi. En þeir, sem nenna að
leggja á sig þá leit verða margs
vísari, meðal annars þess, að
bandaríska list og menningu
þarf ekki endilega að sækja til
stóriborgarma svo og að til þess
að njóta þeirra þarf maður
ekki endilega að vera svo
vel stæður sem aðgangseyrir að
New York borg bendir til.
Þess er vitaskuld ekki að
vænta, að þeir, sem koma á þess
ar slóðir til stuttrar dvalar hafi
tima til, eða áhuga á að leita
uppi menningarstarfsemi í
bandarísku dreifbýli. Hins veg-
ar mæli ég eindregið með því,
að þeir New York farar, sem
eiga þess nokkum kost, bregði
sér í smáferðir um ríki Nýja
Englands, annaðhvort austur
með ströndinni eða norður eftir