Morgunblaðið - 03.04.1973, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1973
Björn Pálsson, flugmaður
Þegar sú fregn barst, að flug-
vélarinnar TF VOR, sem Bjöm
Pálsson var með á leið frá Ak-
ureyri til Reykjavíkur, væri
saknað, gátu menn bókstaflega
ekki trúað því, að vélin hefði
farizt, og vonuðu í lengstu lög,
að hún hefði nauðlent á hálend-
inu. Flestir trúðu því, að Bjöm
Pálsson færist ekki í flugslysi,
svo marga tvísýna ferðina hafði
hann farið á sínum langa flug-
mannsferli, oft í vetrarveðrum og
náttmyrkri, yfir auðnir og öræfi
íslands, til að sækja sjúka og
slasaða, og alltaf lent heilu og
höldnu.
En enginn má sköpum renna.
Björn Pálsson er horfinn sjón-
um okkar að loknu löngu og
óvenju farsælu ævistarfi.
Björn var fæddur 10. janúar
1908 á Ánastöðum í Hjaltastaða-
þinghá, N-Múlasýslu, og
voru foreldrar hans Páll Jóns-
son bóndi þar og siðar á Am-
hólsstöðum í Skriðdal og kona
hans Sólrún Guðmundsdóttir.
Björn stundaði nám í Eiðaskóla
árin 1924 til 1926 og í Samvinnu
skólanum 1927 til 1928. Hann
fékk snemma áhuga fyrir flugi
og lærði að fljúga. Árið 1939
fékk hann réttindi til einkaflugs
og var handhafi „solo skírtein-
is“ nr. 1. Árin 1930 til 1942 var
hann bifreiðastjóri hjá ríkis-
spítölunum og vann síðan við
húsbyggingár til 1951, en stund-
aði jafnframt flug árin 1949 til
1951, en í desember 1949
fór hann í fyrsta sjúkraflugið.
Árið 1951 gerði hann flugið að
aðalstarfi sinu, en það ár hófst
samvinna hans og Slysavarnafé
lags íslands um sjúkraflugið, er
stóð óslitið síðan.
Björn brauzt í því einn
og óstuddur árið 1949 að festa
kaup á lítilli eins hreyfils flug-
vél og hóf að stunda sjúkraflug
með henni, en sjúkraflugið var
hvorki þá né síðar ábatasamur
atvinnurekstur. Árið 1951 eign-
aðist Slysavamafélagið hlut í
flugvélinni með Birni og síðar,
eða 1954, eignuðust B.jörn og fé-
lagið aðra eins hreyfils flugvél
saman, TF HIS, og siðast, eða
1960, TF VOR, sem var tveggja
hreyfla flugvél. Með þessum
flugvélakosti stundaði Björn
svo sjúkra- og leiguflug til 1966,
að hann stofnaði Flugbjónustuna
h.f. með Flugfélagi íslands og
gerðist framkvæmdastjóri henn-
ar, en fyrirtækið tók jafnframt
við rekstri Björns.
Frá þvi Björn hóf flugrekst-
ur og til dauðadags, eða í nær
aldarfjórðung, var siúkraflug að
alþátturinn í starfi hans. Hann
var upphafsmaður og alger
brautryðjandi að sjúkra-
flugi hérlendis og sýndi fyrst-
ur manna í verki, hversu víða
á landí hér var hægt að koma
mönnum til hjálpar með flugvél,
er sjúkdóm eða slys bar að hönd
um, þótt ekki væru þar flugvell
ir. Hann lenti og hóf sig til flugs
alls staðar, sem því varð við
komið, á túnum, árbökkum,
söndum, í fiöruborði og á vetr-
um á ís. Á grundvelli reynslu
hans af lendingarstöðum voru
merktir sjúkraflugvellir víðs
vegar um landið. Með þessu
starfi má segja, að Bjöm hafi
rofið aldalanga einangrun
ýmissa afskekktari byggðarlaga
og raunar fært öllum þeim, er í
strjálbýli búa, aukið öryggi.
Fólk vissi, að til Bjöms var
hægt að leita, ef slys eða sjúk-
dómar steðjuðu að, og hann
flutti fólk á sjúkrahús á fáum
klukkustundum frá stöðum, er
áður hefði tekið fleiri daga. Ég
fann það glöggt I strjálbýlinu
fyrir vestan, er ég fór þar um
með Bimi, hversu vænt fólkinu
þótti um hann og mat starf hans
mikils. Því verður vart með orð-
um lýst.
Fyrsta áratuginn, er Björn
stundaði sjúkraflugið, flaug
hann eins hreyfils flugvél, sem
ekki tók nema einn sjúkling og
einn farþega. En sem dæmi um,
hverju hann fékk áorkað með
þessu farartæki, má geta þess,
að á 10 mánuðum árið 1955 flutti
hann 109 sjúklinga frá 43 stöð-
um á landinu. Þá vann hann það
afrek að sækja sjúkling til Græn
lands á þessari flugvél.
Það lætur að líkum, að í ís-
lenzku fjallalandslagi og hinni
breytilegu íslenzku veðráttu
er engum heiglum hent að
stunda slikt flug að staðaldri,
bæði sumar og vetur. Til þess
þarf óvenjulega hæfileika og
styrka skaphöfn, áræði og kapp
með forsjá, nákvæma þekkingu
á landinu og veðurfarinu. Björn
var búinn öllum þessum kostum
og auk þess gæddur sterkri þrá
til að verða þeim, er í nauðir
rak, að liði. Frá upphafi gerði
hann sér far um að setja á sig
landslag og kennileiti og
var þvi viðbrugðið af þeim, sem
til þekktu, hve gjörkunnugur
hann var landinu. Hann hafði
fyrir löngu aflað sér alveg
óvenjulegs trausts alls almenn-
ings, enda hafði honum æ ofan
í æ tekizt farsællega að sækja
sjúklinga við hin ólíklegustu
skilyrði.
Það má nærri geta, að þó að
Björn beitti þeirri forsjálni, sem
auðið var hverju sinni, varð
synu, ef miðað er við öryggi
venjulegs flugs. Hann hefur og
vafalítið oft lagt sig í beina lífs-
hættu. I einni af skýrslum sín-
um til S.V.F.Í., sem fjallar um
ferð vestur á firði til að sækja
sjúkling, er slasaðist á höfði, og
hvergi var hægt að hjálpa nema
í Reykjavík, segir hann um veðr
ið, þegar hann var lentur: „En
þá var þokan svo dimm, að við
sáum ekki flugturninn fyrr en
við ókum inn að stæðinu við flug
skýlið.“
Bjöm hafði alls flutt um 3400
sjúka og slasaða, er hann féll
frá. Ógjömingur er að segja,
hversu oft flutningurinn var for
senda þess, að hægt væri
að bjarga lífi þess, er í hlut átti.
En óhætt er að fullyrða, að þeir
eru ófáir, sem eiga Birni lif sitt
að launa.
Bjöm var ákaflega vinmarg-
ur og vinsæll maður, sem að lík-
um lét, enda óvenjulega aðlað-
andi persónuleiki. Hann var
ávallt glaður og reifur og vin-
gjamlegur í viðmóti, hver sem
í hlut átti, og einstakt
lipurmenni í skiptum við aðra.
Með honum var gott að vinna.
Hann verður öllum, sem honum
kynntust, hugstæður.
Bjöm tók talsverðan þátt í fé-
lagsstörfum. Hann var einn af
stofnendum Svif flugfélags ís-
lands. Formaður starfsmannafé-
lags ríkisspítalanna var hann
um árabil. Hann var lengi i
stjóm Flugmálafélags ís-
lands og varamaður i Flugráði
og gegndi þar oft starfi sem að-
almaður. Hann var og í stjóm
slysavamadeildarinnar Ingólfs
í Reykjavik um árabil.
Bimi hlotnaðist margháttuð
viðurkenning fyrir störf sin.
Hann var sæmdur Fálkaorðunni.
Hann hlaut gullmerki S.V.F.Í.
sem veitt er fyrir björgun
lannslífa, og gullmerki Flugmála
félags íslands. Þá fékk hann sér
staka viðurkenningu frá danska
ríkinu fyrir sjúkraflug til Græn
lands.
Árið 1939 kvæntist Björn eft-
irlifandi konu sinni, Sveinu
Sveinsdóttur, og eiga þau fjög-
ur uppkomin börn, en þau eru:
Sveinn flugmaður, kvæntur Sig-
urbjörgu Sigurðardóttur, Sól-
rún, gift Steindóri Hálfdánar-
syni, prentara, Amheiður, gift
Kjartani Borg, kennara og
Bima, gift Viðari Ólafssyni,
verkfræðingi.
Þau hjón Sveina og Bjöm
voru óvenju samhent, og Sveina
studdi mann sinn með ráðuni og
dáð í starfi hsrns. Hún hafði um
langt árabil á hendi alla af-
greiðslu fyrir Björn, þegar hann
var í flugi. Hún tók við skila-
boðum jafnt á nóttu sem degi,
og vissi ávallt, hvenær hann
væri væntanlegur úr flugi, og
hvenær hann gæti lagt upp í
næstu ferð. Má nærri geta, að
henni hefur ekki alltaf verið rótt
innanbrjósts, er hún beið eftir
fréttum af því, að Björn væri
lentur. Að henni og börnunum
er sár harmur kveðinn við hið
skyndilega fráfall Björns, harm
ur, sem hin bjarta minning um
líf hans og starf, ein fær mildað.
Fjöldi manns um allt land
mun kveðja Björn í dag með
söknuð i huga og senda fjöl-
skyldu hans hlýjar samúð-
arkveðjur.
Slysavarnafélag íslands þakk
ar honum frábær afrek og send-
ir fjölskyldu hans innilegar sam
úðarkveðjur.
Gunnar Friðriksson.
MÁNUDAGURINN 26. marz
mun ævintega verða mér ógleym-
anlegur sorgardagur. 1 einni
svipan missti ég marga nána
samstarfsmenn og tvo fágæta
vini, sem verið höfðu mér ná-
komnir um áratugi.
Vinátta og samstarf okkar
Bjöms Pálssonar stóð óslitið í
37 ár.
Hamm var einm af firumherjun-
um, sem sumarið 1936 töku upp
fallið merki flugsins á íslandi og
hófu störf í Flugmálafélagi Is-
lamds og Sviffugfélagi íslamds.
Hanm vajr stofnfélagi í báðum
þessuma féflögum vamm strax
ómetamlegt starf i Svifflugfélag-
inu og varð einn af fyrstu félög-
unum, sem luku svifflugprófi. Þá
var ekki hægt að fljúga ám þess
að smiíða fllugtækim, emigim flug-
vél var til í landinu og tók
smiðiin yfir 1000 vinnustumdir, en
flugtímirin mœldist í mímútum
og sekúndum. Æfingarstaðurinn
var Sauðafell og síðar Sand-
Skeiðið og þamgað var farið með
flugtækið á sumnudögum með
aðstoð Björms Páissomar, sem
fékk teyfi húsbænda simma við
rikisspitalana til þess að nota bif
reið þá, er hann hafði til umráða,
fyrir Sviffllugfélagið. Seinma,
þegar nokkrir áhugamiemm þ. á rh.
Albert Jóhamnesson og Helgi
Eyjóifsson keyptu tveggja sæta
skólaflugvél, varð það mitt
sfcemmtilega hiutskipti að leiða
harnrn fyrstu skrefim í vélfiugi,
seinna, er tekizt hafði að stofna
Flugfélag Akureyrar og ég varð
þar störfum hlaðinn, tóku þeir
flugrnenmirnir Sigurður Jómsson
og Bjöm Eiríkssson við keinmsl-
ummi. Áramgurinm þekkja allir.
Bjöm varð fyrsti fluigmaðurimn,
sem tólk flugpróf á Islamdi og
einn af fræknustu flugmönnum
veraldar. Þó varð það svo, að bið
vairð á því, að Bjöm segði alveg
slkilið við fyrri störf og smeiri sér
eingömigu að fluginu, því að hanin
var uim fertugt, er hamrn keypti
litla flugvél og hóf störf aðallega
við sjúkrafiuig. Á næstu 25 árum
varð Björm Pálsson þjóðkummur
fyrir störf sín og afrek og 1 aug-
um Islendinga var hann fyrst og
fremst hetjam og lifgja'fimn,
sem ótal sinmum bauð sjáifum
dauðanuim byrginm í starfi símu
við björgum miammsilifa. Hróður
Björns fyrir störf í þágu mamm-
úðarinnar barst lamgt út fyrir
laindsteinama og afrak hans vörp-
uðu Ijóma á ísiamd og islemzk
flugmál.
Sum sjúkrafliuga hams til
Græmlands um vetur á eins
hreyfils fiugvél við verstu skil-
yrði eru með því djarfasta, sem
hægt er að tefla og sleppa samt
l'ifandi.
Fyrir sim frábæru störf féklk
Bjöm mikla og verðskuldaða við-
urkeeningu og heiðursmerki inn-
anlands og utan og mér er nær
að halda, að Bjöm hafi verið vim-
sælastur allra ÍSTendinga meðan
hamm stóð nær eimn að sjúkra-
flugsstarfsemi.
Bjöm var mikili heimilisfaðir
og höfðingi heim að sæikja.
Sveina kona nans stóð við hlið
hans svipað og kvemskörumgar
fomritamma, som aldrei gátu vit-
að, hvort bændur þeirna kæmu
aftur lifandi úr bardaiganum, en
mæltu aldrei æðruorð. Þau voru
möng skiptin, sem Sveina gerði
sér vel ljóst, að ef til vill hefði
hún kvatt maka sinm himztu
kveðju. Em aldrei sá ég þess
merki eða heyrði frá henmi
kvörtumairorð, þótt ég stundium
teldi mig sjá kviða bregða fyrir
i augum hennar eitt og eitt and-
artaik. Bamalám hans var miikið,
dætur bams dáðu föður sinm og
somur hams Sveinm var hams
hægri hönd við sstarfsemi Flug-
þjónustunnar, sem þeir ráku í
samvimmu við Flugfélag íslamds.
Eins og flestir, sem marg-
oft hiafa fumdið nálægð dauðams,
þá gerði Bjöm sér vel ljóst, hve
lám lífsims er valt og hve mikiO
gjöf lifið er. Því naiut hanm lífs-
ins í þess orðs beztu merkingu
og var skaparanum þatoklátur
fýrir hvem nýjam diag. Og þegar
sérstaiklaga ved lá á homum, sem
frekar var regla em undamtekm-
img, þá sagði hanm ævimlega
„Æ mikið er gaman að lifa, já
bara að vera til.“
Þegar nú Skilnaðarsfumdim er
komin og ég verð að flytja þér
hinztu kveðju, minm trausti og
góði vinur, þá verður húm aðeims
fátækleg orð.
En þú trúðir staðfastlega á
guðlega forsjón og annað líf og
hafi noktour Islemdingur fyrr eða
síðar þuirft á Guðs haindieiðslu
að haldia og notið heninar þá
varst það þú. Því kveð ég þig
með orðuim listaslkáldsins góða.
Flýt þér vinur i fegra heim
krj úptu að flótum flriðarboðams
og flljúgðu á vængjum momgun-
roðans
rneira að starfa Guðs um geim.
Agnar Kofoed-Hansen.
Þegar sú uggvænlega frétt
barst út um landsbyggðina að
saknað væri einnar af flugvél-
um Björns Pálssonar og
með henmi 5 manna, a.m.t. Birni
sjálfum, þótti útlitið strax
ískyggilegt. Sterk kuldaskil
lágu þvert yfir hálendið og þeim
fylgdi mikil úrkoma, ókynrt
loft og ísing. Þó lifði vonarneisti
um gifturíka nauðlendingu í
óbyggðum allt til þeirrar stund
ar er flak flugvélarinnar fannst
snemma næsta dag, í Búrfjöll-
um skammt norðan Langjökuls,
og hin skelfilega staðreynd
blasti við.
Bjöm Pálsson fæddist á Ána-
stöðum í Hjaltastaðaþinghá í N-
Múlasýsilu þann 10. janúar 1908
og var þvi 65 ára þegar hann
Iézt. Foreldrar hans voru þau
Páll Jónsson bóndi á Ánastöð-
um og kona hans Sólrún Guð-
mundsdóttir. Björn stundaði
nám í Eiðaskóla á árunum
1924—26 og Samvinnuskólanum
1927—28. Hann vann sem bif-
reiðastjóri hjá ríkisspítölun-
um 1930—42 og við húsbygging-
ar 1945—51.
Þann 14. sept. 1939 kvæntist
hann Sveimu Sveinsdóttur múr-
arameistara í Reykjavík Einars-
sonar og lifir hún mann sinn
ásamt fjórum uppkomnum börn-
um þeirra hjóna og níu bama-
börnum.
Þegar Bjöm var um þrítugt
fékk hann mikinn áhuga á hinni
nýju samgöngugrein, fluginu og
hóf flugnám í fristundum sínum.
Hann fékk leyfi til einkaflugs
árið 1939. Hugur hans stefndi
hærra en hvort tveggja var, að
fjárráðin voru af skomum
skammti og hér voru þá engir
flugskólar. Flugnámið varð
hann því að stunda í hjáverk-
um, en með dugnaði og þraut-
seigju náði hann settu marki og
öðlaðist réttindi til atvinnuflugs
árið 1950.
Björn hafði komið auga
á hina riku þörf fyrir sjúkra-
flugið i okkar strjálbýla landi.
Með stuðningi Slysavamafélags
íslands hóf hann nú það starf,
sem átti eftir að bera hróðúr
hans um allt land, og raunar út
fyrir landsteinana einnig. í hart
nær aldarfjórðung sótti hann
sjúka og slasaða út í dreifbýl-
ið og flutti til sjúkrahúsa, oft-
aat í Reykjavik, þótt hann, nú
hin síðari ár, hefði fengið yngri
menn til liðs við sig við þetta
starf.
Ekki er mér kunnugt um hve
marga sjúka og slasaða Björn
flutti í þessum ferðum sínum, en
þeir munu hafa skipt þúsundum.
Auk þess flutti hann einnig mörg
þúsund farþega í hinum margvís
legustu erindagjörðum hér inn-
anlands, um auðnir Grænlands
og viðar. Svo sem að likum læt-
ur varð ekki hjá því komizt, að
Bjöm kæmist stundum í hann
krappan í hinúm mörgu ferðum
sínum, einkum á fyrstu árum
sjúkraflugsins.: Margar þessara
ferða voru famar við hin erfið-
ustu skilyrði, í litlum eins hreyf
ils flugvélum búnum fátækleg-
um tækjum og öryggisbúnaði, I
illviðrum vetrarskammdegis
— jafnvel í myrkri — lending-
ar og flugtök á of stuttum flug-
brautum, eða þar sem aðeins var
að finna lítinn sléttan blett. Þeg
ar þetta er haft í huga verður
manni enn ljósara, nú þegar
Björn er allur, hve mikið og far
sælt starf honum auðnaðist að
vinna þjóð sinni.
Enginn veit hve margir þeir
eru, sem eiga Birni líf sitt að
launa, en hitt er víst, að nú að
leiðarlokum munu þeir margir,
sem hugsa til hans þakklátum
huga og svo vel er ævistarf hans
þekkt og metið, að ég tel ólík-
legt, að sá Islendingur fyrirfinn
ist, sem náð hefur fermingar-
aldri, að hann þekki ekki af af-
spum, eða reynd, nafn og starf
Björns Pálssonar.
Nú er skárð fyrir skildi og
margir sakna vinar og félaga.
’mestur er þó söknuður eigin-
konu og fjöískyldu — þeim
sendi ég dýpstu samúðarkveðj-
ur. örn Ó. Johnson.