Morgunblaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 14
Í4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1973
Haukur Claessen
flugvallastjóri
F. 26. marz 1918
D. 26. marz 1973
Stundum eru atburðir svo ógn
þrungnir, að það tekur mann
langan tima að gera sér ljóst,
að þeir hafi raunverulega gerzt.
Þegar Haukur Claessen vara-
flugmálastjóri og framkvæmda-
stjóri flugvalla, minn nán-
asti samstarfsmaður í aldarfjórð
ung er kallaður á brott svo svip
lega og honum fylgir auk þess i
gröfina hópur annarra vina og
samstarfsmanna um áratugi, þá
verður að virða manni til vork-
unnar, þótt erfitt sé um vik að
koma nokkurri heillegri hugsun
á blað.
Ég mun því hér ekki gera
skipulega grein fyrir öllum lífs-
ferll Hauks Claessen né öllum
afrekum hans heldur nær ein-
göngu dvelja við hans langa og
giftudrjúga starf fyrir íslenzk
flugmál.
Sjálfur tel ég, að það hafi ver
ið einn mesti happadagur fyrir
flugmálastjómina og einnig mig
persónuiega, þegar Haukur heim
sótti mig í braggann okkar á
Reykjavikurflugvelli haustið
1947 óg spurði mig, hvort ég
ætti starf við hans hæfi, því að
hann hefði mikihn áhuga á flug
málum, tryði á framtíð þeirra
fyrir Island. Ég vissi þá það
eitt um Hauk, að hann hafði lok
ið ágætis lögfræðiprófi og þá
einna yngstur allra íslendinga.
Hans elskulegu foreldra þekkti
ég vel og bróður hans Jean einn
ig, úr skátafélagsskapnum.
Sömuleiðis minntist ég þess, að
á stríðsárunum, er ég var í lög-
reglunni í Reykjavík, hafði
Bandarikjamaðurinn Lisle of-
ursti, mikill heiðursmaður og yf-
irmaður þeirrar deildar banda-
ríska hersins, sem sá um sam-
skipti við borgaraleg yfirvöid,
aðallega vegna skaðabótamála,
lokið miklu lofsorði á Hauk og
ágæta frammistöðu hans sem
sáttasemjara í þessum vanda
sömu málum. Það varð svo úr,
að Haukur settist að hjá okkur
í bragganum og var strax ljóst,
að flugmálastjórninni hafði
bætzt ágætur starfskraftur.
Þó var það ekki fyrr en hann
tók við starfi sem flugvallar-
stjóri Keflavíkurflugvallar 1948,
að á hann reyndi verulega. Is-
lendingar höfðu tekið formiega
við Keflavíkurflugvelli vor-
ið 1946, en samt var af eðlileg-
um ástæðum allur rekstur vallar
ins í höndum Bandaríkjamanna
þ.e. bandarísks einkafyrirtækis,
sem fyrst gekk undir nafninu
Iceland Airport Corporation, síð
ar tók við Lockheed Overseas
Aircraft Corporation.
Það hafði að sjálfsögðu lengi
verið draumur og markmið is-
lenzku flugmálastjórnarinnar að
taka við öllum arðbærum rekstri
val'larins jafnskjótt og við hefð
um til þess þjálfaðan mannskap.
Þetta tækifæri gafst þegar samn
ingurinn við Bandaríkin frá maí
1951 var gerður og Bjarni Bene-
diktsson, þáverandi utanríkisráð-
herra, fól ckkur í flugmála-
stjórninni að undirbúa drög að
viðbótarsamningi (annex) um
allt, er snerti flugmál vallarins
og samskipti við varnarlið-
ið. Þessi ákvörðun þáverandi ut
anrikisráðherra Bjarna Bene-
diktssonar var bæði viturleg og
vinsamleg í garð flugmálanna og
reyndist islenzkum flugmál-
um ómetanleg lyftistöng, sem
þau búa enn að.
Við Haukur tókum okkur
„frí“ í nokkra daga og sömdum
þessi drög, sem seinna voru sam-
þykkt efnislega nær óbreytt af
báðum aðiium. Eitt mikilvægasta
atriði var viðurkenning á óskor
uðum yfirráðum íslenzku flug-
málastjórnarinnar yfir öllu
flugi borgaralegu um völlinn og
ákvæði um nær ótakmark-
aða þjálfunaraðstoð Bandarikj-
anna á „sviði fiugmála", en það
var afar yfirgripsmikið hugtak.
Það varð hlutskipti Hauks
Claessen að bera hitann og þung
ann af því mikla uppbyggingar
starfi, sem fyigdi, er íslenzka
flugmáiastjórnin skipulagði
þjálfun og val um 100 íslenzkra
væntanlegra starfsmanna og síð
an, er búið var að gera ýmsa
aðra sérsamninga milli flugmála
stjórnarinnar og varnarliðs-
ins um yfirtöku, að taka við allri
flugafgreiðslu, allri flugumsjón,
eftirliti með flugvélum, flugum-
ferðarstjórn og ótal mörgu
fleiru, sem hér yrði vissulega of
langt upp að telja.
Haukur sá auk þess um allt
daglegt samband við varnarliðið
og varð honum þar mikilvæg
starfsreynsla hans frá striðsár-
unum. Þessu mikla uppbygging-
arstarfi sem stóð nær samfellt i
5 ár, fylgdi slíkt annríki, að mér
fannst aidrei tími til þess að
gefa Hauki sumarfrí eða taka
það sjálfur, því að ævinlega
voru svo mörg skemmtileg verk
efni framundan. Þessi ófyrirgef-
anlega skammsýni mín varð af-
drifarik, því að Haukur varð al
varlega veikur af slíku vinnu-
álagi og varð að hætta störfum
sem flugvailarstjóri á Keflavík-
urflugvelii.
Islenzk flugmál munu enn um
langa framtíð búa að þessu ómet
anlega starfi Hauks Claessen og
reisti hann sér þar óbrotgjarn-
an minnisvarða. Hið nýja starf,
sem hann tók að sér, stjórn
allra flugvalla landsins utan
Reykjavíkur og Keflavíkur var
að sjálfsögðu enn yfirgrips-
meira, en því fylgdi ekki álag
nær allan vökutíma sólarhrings
ins eins og uppbyggingarstarf-
inu á Keflavíkurflugvelli og nú
fékk Haukur loksins sitt sumar-
frí.
Frítíma sino notaði hann til
að taka upp gamalt áhugamál,
hann vildi verða bóndi. Og
Haukur Claessen varð bóndi
svo að um munaði, fyrst á Lax-
árbakka á Snæfellsnesi og síð-
an að Fossi í Grímsriesi. Eins og
alit sem Haukur tók sér fyrir
hendur þá gerði hann það af
alúð og viti og sem sá frábæri
námsmaður sem hann var þá
vissi hann fljótlega meira um
sauðfjárrækt, hænsnarækt, kart
öfiurækt eða hrossarækt en
ýmsir aðrir, sem lengi hafa
stundað búskap. Islenzk bænda-
stétt missti mikinn bónda, þeg-
ar Haukur heimsótti mig í stað
búnaðarmálastjóra hinn afdrifa-
ríka dag 1947, þótt missirinn
væri að nokkru bættur með bú-
skap Hauks að Fossi hin síðari
ár.
Störf Hauks vegna flugvall-
anna úti á landi jukust stöðugt
og fékk hann Björn Pálsson,
flugmann til þess að taka að sér
starf sem fulltrúi hans hálfan
daginn og sá Björn aðallega
um sjúkraflugvellina, sem
þeim báðum var mikið hjartans
mál. Auk þess tók Haukur form
lega við starfi varaflugmála-
stjóra árið 1969, sem hann hafði
raur.verulega gegnt meir en ára
tug eða frá 1959. Varamaður í
flugráði varð hann haustið 1959,
en varaformaður ráðsins er sein
ast var kosið í flugráð árið 1971.
Haukur var mikill lánsmaður
í sínu hjónabandi og heimilislífi,
kvæntist ungur og náði þá vit-
anlega í fallegustu stúlkuna í
Reykjavík og jafnvel þótt viðar
væri leitað, Guðrúnu Arnbjarn
ardóttur, skipstjóra Gunnlaugs-
sonar. Börnum sínum unni hann
og þau honum. Tvö þeirra eru
uppkomin og gift, Gunnlaugur
lögfræðingur og Sigriður, en
Helga yngst er enn heima. Það
eiga margar fjölskyldur um sárt
að binda þessa dagana.
Hér að undan hefur verið far
ið fljótt yfir sögu og stiklað ef
til vill á því stærsta, ef til vill
ekki, því að það er svo margt
sem gleymist við þessar sorg-
legu aðstæður. En eitt gleymist
ekki og það er maðurinn sjálf-
ur, Haukur Claessen. Hann verð
ur mér ævinlega minnisstæður
sem sá mætasti og samhentasti
samfylgdarmaður, sem ég gat
hugsað mér. Mér hefði sennilega
ekki líkað betur við hann, þó að
hann hefði verið bróðir minn.
Það er mikill fjársjóður að eiga
slíkar minningar við leiðarlok.
Hvar sem hann fór stafaði af
honum mannvit og góðvild. Þeir
erlendu starfsbræðra minna og
hans sem kynntust honum
fengu strax á honum traust og
álit, enda hef ég á þessum sorg-
ardögum orðið þess greinilega
var i fjölda samúðarkveðja, sem
borizt hafa eriendis frá. Hauk-
ur Claessen var einn þeirra
manna, sem ávallt verða sjálfum
sér, starfi sínu og þjóð sinni til
sóma.
Þegar ég nú kveð þig góði vin
ur hinztu kveðju, brestur mig
mál, en segi með orðum lista-
skáldsins góða.
Vel sé þér, vinur
þótt vikirðu skjótt
Frónbúum frá
í fegri heima.
Ljós var leið þin
og lífsfögnuður
æðra, eilífan
þú öðlast nú.
Agnar Kofoed-Hansen.
SKAPARINN m'kl', sá sem öllu
ræður, hefur sent kallið. Við
hin, sem eftir sitjum, skiljum
ekki þsnnan skyndilega skapa-
dóm. Okkur svíður í hjartað af
þungum harmi, en huggun er að
finna í þeim hlýju minningar-
myndum, sem ber upp í hugann.
Haukur Glaessen, tengdafað-
ir m;nn, var ráðhollur, tryggur
vinur vina sinna og meira ljúf-
menni og góðmenni hef ég ekki
kynnzt. Þá hafði hann tamið sér
þá dyggð að tala ætíð vel um ná
ungann og leggja gott eitt til,
þar sem aðrir höfðu litað með
sterkari litum. Ég átti því láni
að fagna að kynnast Hauki all
náið og voru samverustundir
okkar ætíð ánægjulegar og án
nokkurs skugga. Sérstaklega var
það lærdómsrikt að sjá hvemig
hann heillaði böm með skemmti
legri og hlýlegri framkomu sinni.
Þvi er mikið skarð fyrir skildi
er „afi okkar“ er horfinn Gunnu
litlu, dótturdóttur hans. Sama
hlýlega framkoman og stillingin
samfara góðri kímnigáfu ein-
kenndi dagleg störf hans.
Hann stundaði í mörg ár land
búnað samhliða erilsömu starfi.
Hann fór margar ferðirnar að
Fossi er reglulegum starfsdegi
var lokið. Búskapur af öllu tagi
átti hug hans alian, ekki var það
af ábatavon he'dur ánægjunnar
vegna. Snertingin við dýr, gras
og mold virtist veita honum tak
markalausa ánægju.
Hann kynnti sér áhugamálin
af stakri nákvæmni og var
hann því vel heima í flestu er
laut að landbúnaði, enda fylgd-
ist hann vel með öllum nýjung
um, sem þar komu fram. Mörg-
um nágrannabóndanum mun
hann hafa hjálpað með úrræði
eða tæki þegar um var beðið,
því að hjálpfýsi hans var við
brugðið, og var aldrei haft orð
um. Það er því mikið tóm, sem
skapast víða er slíkt göfugmenni
og Ijúfmenni er kallað brott fyr
irvaralaust. Sérstaklega að Lang
holtsvegi 157, þar sem hann og
Gunna höfðu byggt upp fallegt
og hlýlegt heimili. Þangað var
ætíð gott að koma, því að . . .
„Áður sat ítur með glöðum
og orðum vel skipti.
Nú reikar harmur í húsurn
og hryggð á þjóðbrautum."
(J. Hallgrímsson)
Með þessum fátæklegu orðum,
vil ég þakka fyrir allar samveru
stundirnar sem voru mér lær-
dómsríkar og ætíð ánægjulegar.
Góður guð blessi þig og veiti
Gunnu og börnum þínum styrk
til að bera sviplegan og skyndi-
legan m.issi.
Júlíus Sæberg Ólafsson.
„Allt, sem hefur upphaf, þrýtur;
Allt, sem lifir, deyja hlýtur.“
Það vefst fyrir okkur flestum
að skilja vegi lífsins og tilgang.
Mörg eru þau atvikin sem ske i
lífi hvers einstaklings, sem eru
honum ráðgáta og ef til yill er
það bezt að sökkva sér ekki of
djúpt í slíkar hugrenningar. Eitt
vitum við þó öll, að það kviknar
ekkert líf án þess að fyrr eða
síðar fylgi því dauðinn. Allt lífs-
skeið okkar mótast af andstæð-
um; það er gleði og sorg, það er
Ijós og myrkur, það er líf og
dauði. Þeir, sem geta þrætt hinri
gullna meðalveg í lífínu eru far-
sælir, og þeir eru betur viðbúnir
bústaðaskiptunum, bæði gagn-
vart öðrum og sjálfum sér. Einn
slíkur var Haukur Claessen.
Þegar ég að lokinni vinnu kom
heim, mánudaginn 26. f.m. sagði
Ásta, kona mín við mig, að með
al farþega með flugvél þeirri,
sem var saknað, væri vinur okk-
ar, Haukur. Hún sagði mér einn
ig, að Björn Pálsson flugmaður,
væri og þar með, og gaf það
okkur von um, að jafnvel þó að
eitthvert óhapp hefði borið að
höndum, þá hefði nauðlending far
sællega tekizt, því oft hefur
Björn lent í svaðilförum og á-
vallt borið sigur úr býtum. Mað-
ur gekk því til hvílu í þeirri
von, að flugvélin fyndist strax í
birtingu og með henni allir heil-
ir á húfi. En sú von reyndist að-
eins tál. Um morguninn barst
svo voðafréttin. Vélin fannst og
allir, sem með henni voru höfðu
látizt samstundis. Vinur okkar
Haukur var allur. Klippt hafði
verið á lífsstrenginn án fyrir-
vara. Óneitanlega á maður erfitt
með að sætta sig við þá stað-
reynd, að Haukur, sem hafði ver
ið heimilisvinur um áratuga
skeið væri nú horfinn úr hópn-
um og návistar hans fengjum
við ekki notið lengur á lífsbraut-
inni. Við eium ráðþrota og við
erum fátækari.
Ósjálfrátt hrannast upp í huga
okkar minningarnar um atvik og
viðburði á löngu vinaskeiði. Mað
ur fer allt í einu að átta sig bet-
ur á því, hverjum mannkostum
Haukur var búinn, og það er
sárt, að þegar augu okkar opn-
ast fyrir þessu, þá geti maður
ekki lengur notið þessara kosta.
Það er nefnilega svo, að enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Haukur var einstaklega
dagfarsprúður maður og sjaldan
eða aldrei sá ég hann breyta
skapi, eða hækka raustina. Fram
koma hans var hefluð og fáguð.
Hann var heiðursmaður í þess
orðs fyllstu merkingu. Haukur
hafði djúpa ábyrgðartilfinningu
bæði gagnvart sjálfum sér og
öðrum. 1 vinahópi var hann hrók
ur alls fagnaðar, glaðvær en þó
tillitssamur. Manni leið vel i ná-
vist Hauks, hvernig sem kring-
umstæðurnar voru.
Hversu sár, sem sú staðreynd
er, að Haukur er nú horfinn sjón
um okkar i bili, þá eigum við
hjónin þá ósk heitasta að Gunna
sætti sig við þessa staðreynd og
að hún megi fljótt aftur öðlast
sitt fagra og milda bros. Minn-
inguna um góðan dreng og góð-
an heimilisföður éigum við þó
alltaf eftir og hún er mikils virði.
Við biðjum, að Hann, sem öllu
stjórnar, megi styrkja fjölskyldu
Hauks í sorginni og láta þau end
urheimta gleði sína sem fyrst.
Þess hefði Haukur sjálfur óskað.
Árni Gestsson.
HERRANOTT 1973
Soya: Dóri í dáinsheimum
Leikstjóri:
Pétur Einarsson.
í ANDDYRINU í Austurbæjar-
bíói herradagsnóttina aðfarandi
föstudag lá eitthvað í loftinu,
eins og einhver ætti stórafmæli,
verðugt þess að minnast í hátíða
skapi líkt og hinn glaði og eftir
væntiingarf.ulli hópur ungs fólks.
í hálfum hljóðum var rætt um
dularfulla tignarpersónu, Skrap
arot, sem fylla myndi tvær aldir
og hálfri betur þessa nótt. Hvað
sem því nú líður, að tekið hafi
verið upp Herranæturha’d í
Skálhoiti 1723 í skólameistaratíð
Bjarna Halldórssonar, seinna
sýslumanns í Húnaþ’ng , er það
víst að þá var hann ungiur og ný
kominn frá háiskólanámi í Kaup-
mannahöfn, þar sem annar ung
ur maður hafði uppi mælskunám
skeið og rak jafnframt nýstofn-
að leikhús upp á kóngsins náð
og gúnst, löngu orðið fínt og
konunglegt. Þá gerði Ludv’g Ho!
berg sér raunar hægt um vik, en
sá var mæskumaðurinn meðan
samkennar' hans íslenzkur, Ámi
Magnússon, tuggði sk’nn“, hinum
til spotts og angurs, sem lét sig
hafa það að 'y’la í frekar þunn
skipaða ,'ylk ngu leikenda sinna
staurblönkum lærdómslista-
mönnu.m, he’zt úr fjarlægari
andshiutum, svo sem Jótiandi,
meður því að þar þóttu s nnugri
menn og fjörmeiri. Mannjöfnuð
á Jólum 07 ís endingum í þá tíð
ktmnum vér ekk; framar, en
e'nn ágætur leikandi í þessari
röð náði þvi að vera forframaður
í tign af kónglegri náð. Segið svo
að Ullarjótimin sé ekki góður fyr
ir sinn hatt! En sleppum þessu.
Ég ætlaði að minnast á allt
annað afmæli. Ég ætlaði að nota
tækifæri dagsins t l að minna á,
að einhver dyggasti Talíuþjónn
siðar: tírna og sprottinn beint úr
jarðvegi „hins lærða skóla“, Þor
steinn ö. Stephensen, á í sama
mund 50 ára ieikaraaLfmæli. —
Hann byrjaði að leika í skóla
sem Jesper fógeti í Erasmusi
Montanusi á öðru ári skólaleiks
ins „í nýjum sið“ 1923. Eins og
allir vita hefur leiksviðið verið
hans a.nnar heimur og framaveg
vegur, enda gert þar marga hluti
góða og suma stórvel. Meðan slík
ir sem Þorste'nn útganga úri hi’n
um aldna skóla er ekki örvænt
um þjóðmyt Herranætur.
Gengnir árgangar Herranaeturi
innar fylla þann mikla þoku-
heim, sem Grikkir kenndu við
Hades, náheim. Þaðan var ekki
afturkvæmt. Von var að sögniri
um Orfeus yrði Grikkjuim hug-
stæð, um sigur sönglistarinnar
yfir valdi dáinsheima og þeirrá'
sem þar ráða ríkjum. Og enri
þann dag í dag er sögnin fersk í
huga fólks í lifandi tölii. Jafnvel
Soya hinn danski leggur út af
henni, hvað þá meiri spámenri
eins og Anou líh og öll breiðfylk-
ing skálda. Og sagan er gróandí
Framhald á bls. 31