Morgunblaðið - 17.04.1973, Page 1
Engin bronsverðlaun
*
— þrátt fyrir samþykkt HSI-þings
— Við erum vissulega
bundnir af samþykktum árs-
þingsin.s, en að þessu sinni
var óframkvœmanlegt að
koma því við að veita brons-
verðlaun i mótinu, sagði Ein-
ar Mathiesen, formaður HSÍ á
sunnudagskvöldið, er hann
var að því spurður hverju
það sætti að ekki væri fram-
fylgt ákvörðunum ársþings-
ins í fyrrahaust að veita
bronsverðlaun í handknatt
leiksmóti Islands.
Einar Mathiesen sagði að
þarna væri raunar um mjög
viðamikið mál að ræða. Gera
yrði „mót“ verðlaunapen-
ingsins erlendis og ekki hefði
unnizt tími til þess að gera
það fyrir lok þessa móts. —
Ég veit að það veldur mörg-
úm vonbrigðum að ekki er út
hlutað þriðju verðlaunum að
þessu sinni, sagði Einar, —
en þvi miður — það var ekk-
ert hægt við því að gera.
FH-ingar urðu þvi af verð-
launum í 1. deildar keppninni
að þessu sinni. En hörð var
baráttan um silfurverðlaunin.
Fyrir leik Fram og FH á
sunnudagskvöldið var staðan
sú að Fram gat náð FH að
stigum með þvi að vinna
leikinn, og eftir það skar
markahlutfallið úr um hvort
liðið skyldi hljóta verðlaun-
in. FH-ingar höfðu hagstæð-
ara mai kahlutfall, en hins
vegar tókst Fram að vinna
leikinn með svo miklum
markamun að silfurverðlaun
in urðu þeirra. Ekki munaði
þó neana einu marki.
Vonandi verður búið að
búa svo um hnútana fyrir
lok næsta Islandsmóts, að
unnt verði að veita þriðju
verðlaun. Flokkaíþróttameim
eignast jafnan fá verðlaun á
íþróttamannsferli sinum, en
verðlaunapeningur getur og
á að hafa mikið gildi fyrir
íþróttamanninn, bæði sem
minjagripur og eins til örvun-
ar.
:
' v'
V;Wg':
'
Kampakátir Íslandsmeistarar Vals að loknum leiknum við IR í fyrrakvöld. FrA vinstri. Fremri röð: Ólafur H. Jónsson, Þorbjörn Guðmundsson, Ólafur
Benediktsson, Stefán Gunnarsson. Efri röð: Jón B. Ólafsson, Jón Karlsson, Jón Ágústsson, Gísli Blöndal, Ágúst Ögmundsson og Jóhaim Ingi.
Valur íslandsmeistari
1. DEILDAR keppni íslands-
mótsins í handknattleik er
lokið. Á sunnudagskvöldið
sigruðu Valsmenn ÍR-inga
næsta örugglega og tryggðu
sér þar með íslandsmeistara-
titilinn. Eftir 17 löng ár og
mikla baráttu flyzt nú ís-
landsbikarinn í húsakynni
Valmanna að Hlíðarenda, og
ég hygg að allir séu sammála
um það, að Valsliðið hafi
fyllilega verðskuldað að
fá hann þangað. Ekki
leikur á tveimur tungum að
Valur átti í vetur á að skipa
bezta og heilsteyptasta liðinu
í 1. deildar keppninni og þeir
leikmenn, sem voru burðar-
ásar liðsins, Ólafur Bene-
diktsson, Ólafur H. Jónsson,
Ágúst Ögmundsson, Bergur
Guðnason, Stefán Gunnars-
son, Gunnsteinn Skúlason og
Jón Karlsson, voru allir í
framúrskarandi góðri þjálf-
un. Þórarinn Eyþórsson,
þjálfari Valsmanna, má svo
sannarlega vera stoltur. Hann
tók við liðinu í fyrravor, ein-
ungis af því að enginn þjálf-
ari annar fékkst, og á þessu
ári hefur hann skilað félag-
inu tveimur Islandsmeistara-
titlum. Þótt þáttur Þórarins
sé stór, má ekki gleyma þeim
grunni, sem Reynir Ólafsson
lagði á tveimur síðustu ár-
um, en að þeirri þjálfun hef-
ur Valsliðið búið, ekki sízt
í varnarleiknum.
Valsmenn unnu mótið að
þessu sinni með miklum
sóma. Liðið tapaði aðeins
tveimur leikjum, gegn Fram
og ÍR í fyrri umferðinni, og
hefur ekki tapað leik síðan
í janúar sl. Markatala liðsins
er óvenjulega glæsileg. Liðið
skoraði 282 mörk en fékk á
sig 198 mörk. Segir þetta
sína sögu imi góðan varnar-
Ieik Valsliðsins í vetur.
fslandsmótið, sem lauk á
sunnudagskvöldið, var á
margan hátt skemmtilegt og
sennilega hefur sá handknatt-
leikur, sem það hafði upp á
að hjóða, verið sá bezti, sem
sýndur hefur verið hér á
handknattleiksvertíð, ef á
heildina er litið. Nú léku í
fyrsta sinn átta lið í 1. deild,
og það leiddi vitanlega til
þess, að inn á milli komu
„dauð“ leikkvöld. Áhugi fyr-
ir mótinu var eigi að síður
mjög mikill og aðsókn áhorf-
enda yfirleitt góð.
fslandsmót þetta markar
að því leyti tímamót, að nú
sigraði í fyrsta sinn í 2. deild-
ar keppninni lið utan Reykja-
víkursvæðisins. Það er Þór
frá Akureyri sem flyzt upp
í 1. deild. Að því verður að
teljast fengur, þótt útgj^ld
1. deildar félaganna vaxi
verulega við Akureyrarferð-
irnar.
íþróttafréttir Mbl. óska
Valsmönnum til hamingju
með fslandsmeistaratitilinn
og Þórsurmn með þann
merka áfanga, er þeir náðu
í vetur.