Morgunblaðið - 06.05.1973, Side 16

Morgunblaðið - 06.05.1973, Side 16
16 MORGUNÐLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1973 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1973 17 hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðiu 18,00 kr. eintakið. Otgefandi Eramkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla ¥ kvöld hefst 20. landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Þetta er fyrsti landsfundur, sem haldinn er eftir þingkosn- ingarnar, sem fram fóru í júní 1971 og eftir að vinstri stjórnin var mynduð. Þess vegna er hér um mjög þýð- ingarmikinn fund að ræða. Milli 750 og 800 trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins hvaðan- æva að af landinu koma sam- an til fundar til þess að ræða um þau miklu umskipti, sem orðið hafa á stjórnmála- sviðinu, frá því, að þeir síð- ast komu til landsfundar, meta hin nýju viðhorf og marka framtíðarstefnu Sjálf- stæðisflokksins og stöðu í stjórnarandstöðu. Nærtækt er fyrir lands- fundarfulltrúa að fjalla um hver árangur orðið hafi af starfi Sjálfstæðisflokksins á þeim tæpum tveimur árum, sem liðin eru frá því að ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar var mynduð. Tveir stjórnar- flokkanna, SFV og Alþýðu- bandalag, unnu umtalsverða kosningasigra og ljóst var, að ríkisstjórnin hafði tals- verðan byr fyrstu mánuðina eftir að hún tók við völdum eftir 13 ára samfellt stjórnar- tímabil Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Ríkisstjórnin stefndi hátt og lofaði miklu. Nú er nokkur reynsla kom- in á hennar störf. Óumdeilan legt er, að á þeim tveimur árum, sem liðin eru, hefur staða vinstri stjórnarinnar veikzt mjög mikið. Af eðli- legum ástæðum hafði hún meðbyr í byrjun, nú sætir hún sívaxandi andstöðu með- al almennings í landinu. For- ystumenn núverandi rikis- stjórnar töluðu á þann veg í kosningabaráttunni vorið 1971, að auðvelt væri að færa landhelgina út í 50 mílur og brezkir togarar mundu smátt og smátt gefast upp á að veiða við erfiðar aðstæður innan landhelginnar. Reynsl- an hefur sýnt, að þeir höfðu rangt fyrir sér. Útfærslan hefur ekki orðið í raun. Brezkir og þýzkir togarar hafa haldið áfram veiðum innan landhelginnar. Við höf- um litlum vörnum getað við komið. Aflamagn brezku tog- aranna hefur minnkað minna en hinna íslenzku á þessu tímabili. Stefna vinstri stjórnarinnar í landhelgis- málinu hefur beðið algert skipbrot. Ríkisstjórnin lýsti því yfir, að hún hygðist hefja endur- skoðun varnarsamningsins með það fyrir augurn, að varnarliðið hyrfi úr landi á kjörtímabilinu. Þessi yfirlýs- ing vinstri stjórnarinnar vakti upp mótmælaöldu um land allt haustið 1971 og ljóst er, að ríkisstjórnin hef- ur ekki þingmeirihluta til þess að fylgja þessum áform- um fram. Vinstri stjórninni hefur gersamlega mistekizt stjórn efnahagsmála þjóðar- innar. Hún ætlaði aldrei að lækka gengið en hefur gert það þrisvar. Hún ætlaði að lækka vexti en hefur nýverið hækkað þá og svo mætti lengi telja. í rauninni er sama, hvert litið er, Áform stjórnarinnar hafa farið út um þúfur. Hún er nú veik og sundurlynd stjórn sem nýtur ekki trausts meðal þjóðarinnar. Þetta ér sú niðurstaða, sem liggur fyrir landsfundi Sjálfstæðis- flokksins tæpum tveimur ár- um eftir að flokkurinn komst í stjórnarandstöðu. En það eitt út af fyrir sig, að póli- tísk staða vinstri stjórnar- innar hefur veikzt svo mjög, hefur takmarkaða þýðingu, nema þjóðin hafi um leið skýran valkost. Það er stærsta verkefni þess lands- fundar, sem kemur saman í kvöld að móta skýra og ákveðna stefnu Sjálfstæðis- flokksins í þjóðmálunum. Að landsfundinum loknum verð- ur þjóðinni að vera ljóst, hverjir valkostir hennar eru, veik og sundurlynd ríkis- stjórn vinstri flokkanna, glögg og skýr stefna Sjálf- stæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur jafnan verið forystuflokk- ur í málefnum íslenzku þjóð- arinnar, hvort sem hann hef- ur verið í stjórn eða stjórn- arandstöðu. Til þess að svo megi verða áfram sem hing- að til, þarf til grundvallar starfi flokksins að liggja skýrt mörkuð stefna, eining og samhugur flokksmanna, samhent og öflug forysta. Það er verkefni 20. lands- fundarins að tryggja að þess- ar megin forsendur fyrir öfl- ugri stjórnarandstöðu Sjálf- stæðisflokksins verði til stað- ar. Þjóðin er orðin þreytt á þessari ríkisstjórn, ráðleysi hennar, innbyrðis sundur- lyndi og óstjórn. Fólkið í landinu væntir þess að Sjálf- stæðisflokkurinn veiti þá for- ystu, sem þarf til að koma málefnum þjóðarinnar á heil- brigðan grundvöll, hefja það víðtæka endurreisnarstarf, sem þarf til að koma. Megi 20. landsfundi Sjálfstæðis- flokksins auðnast að upp- fylla þær óskir. LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS á sumardegi... Erlendur Jónsson HUGMENGI Veturinn var erfiður, það má nú segja, skipströnd, Heimaeyjargos og grunnskólafrumvarp með meiri óár- an. En nú er komið sumar, og það er bót í máli. Sagt er, að gosið stytt- ist um einn dag með degi hverjum, og það er harla gott. Grunnskóla- frumvarpið varð ekki að lögum, og það er Mka gott. Þórhallur Vilmundarson heils- aði sumri með bráðsnjöUu erindi. Hver léki eftir honum að fylla lands- ins mesta samkomusal af öðru eins tilefni. Klárt sagt engtan, sem ég man eftir í andartaktau, nema vera skyldi páfinn, ef hann léti svo l'ítið að predika hér. Staða- og mannanöfn hafa ekki þótt neitt skemmti- efni hingað til. En prófessornum tekst með töframætti mælsku stan- ar að gera þetta að hreinu og beinu æsiefni. 1 þokkabót ftanst ýmsum hann vera að storka Háskólanum með því að trúa altnenningi svona milliiiða- laust fyrir hugleiðingum sínum. Einnig það hefur kitlandi áhrif, því löngum hefur þótt geeta nokkurs hroka eða að minnsta kosti etaangr- unarstefnu i þeim fílabeinstumi ís- lenzkra fræða. Alþýðiegum fræði- mönnum hefur þótt þeir eiga þar tómlæti að mæta. Og sú var tíðin, að „norræniufræðingar“ létu vægast sagt ekki mikið að sér kveða, utan hvað þeir kenndu skólanemendum og útvarpshlustendum, hvað væri rétt og rangt mál, og bjuggu til prentunar svo sem eina og eina Is- lendingasögu. Skæðar tungur dylgj- uðu um, að t herbúðum þeirra væri hver svo •hræddur við annars gagn- rýni, að enginn þyrði að láta prenta neitt eftir sjálfan sig af þeim sökum. Kannski var það nú ofmælt; eða al- veg á misskilningi byggt, eins og gengur. Allt um það er þetta nú breytt. Ungir candmagar eru teknir að líta í kringum sig og láta að sér kveða. Og sjá — til eru fleiri verk- efni en málfræðikennsla og texta- samanburður (sem eru þó hvort tveggja nauðsynjaverk). Ekki hef- ur þó spurzt, að þeir hafi afrekað annað eins og lagadeildin, sem er að verða einhver athafnasam- asta leiksmiðja landsins. Senn fer hún fram úr sænskum myndum, og er þá mikið sagt. Guðfræðinemar hafa aftur á móti verið rólegheita- memn, eins og vera ber. 1 minni tíð í háskóla man ég eftir einum, sem bað „fyrir konungi vorum og ríkis- stjórn", tæpum áratug eftir sam- bandssilit við Dani og stofnun lýð- veldis; hann notaði semsé bænabók frá því fyrir stríð. Likast til veitti ekki síður af að biðja fyrir ýmsum ónefmdum rikisstjórnum nú. Færeyska menningarvikan var ánægjulegur stórviðburður. Og merkileg var hún fyrir margra hluta sakir. 1 fyrsta lagi eru Færeyingar sjálfir merkileg þjóð. I öðru lagi eiga þeir merkilega list. Og ég held, að Maj-Britt Imnander ýki ekki, þar sem hún segir í dagsfcrá vikunnár, að „engir njóti hér meiiri vinsælda um þessar mundir en þeir.“ Færey- ingar eru fimm sinnum færri en við. En ég þori að bóka, að þeir eru ekki fimm sinnum minni listamenn og hugvitsmenm. Færeysk myndlist er ef til vill sér á parti. En skáldskap- urinn stendur lika með prýðilegri grósku hjá þeim. En þegar öllu er á botninn hvolft, er Vist óþarft að skjalla Færeyinga. Hvorki eiga þeir það skilið né þurfa þess með. Ég er bara með eina hug- mynd, og hún er sú, að Is- lendingar og Færeyingar gefi upp menningarlandhelgi sina hvor fyrir öðrum og taki að lita á sig sem eina þjóð, nánast. Færeyska bókasýntag- in hér var opnuð á færeysku, og sást enginm leggja lúður við eyra. Löng- um birti Morgunblaðið fréttabréf á þessu skemmtilega máli og blöskr- aði engum. Nú hafa þau ekki birzt um stan, því miður. 1 íslenzk- um lestrarbókum handa unglingum mættu gjarnan vera með kaflar úr færeyskum bókmenntum gegn sama hjá þeim. f>að yrði báðum stoð og styrkur í hinni menntagarlegu sjálf- stæðisbaráttu, sem er ekki sið- ur hörð og ævarandi en hin pólitíska. Og svo er hér að lokum tillaga um smávegis endurbætur á íslenzkri tungu til samræmis við grunnskóla- frumvarpið, ef svo ólíklega skyldi fara, að það yrði einhvern tima að lögum. Orðið grunnskóli er, sem kunnugt er, apað eftir skandínav- xsku. Þar með er líka sjálf&agt, að stjórnarskrá verði kölluð grunniög, sbr. d. grundlov; t. d. „grunnlög hins íslenzka lýðveldis". Frumdrætt- ir skuiu heita grnnnriss, sbr. d. grund rids. „Grunnriss að grunnskóia", það látur ekki svo báglega út eða hvað? Og sprenglærður (úr grunnskóla) skal heita grunnlærður, sbr. d. grundlæid. Hygg ég merking þess- arar síðast töldu dönskuslettu geti orðið nokkuð margræð, eins og menn segja gjaiman um þess konar texta, sem skilja má á fleiri vegu; í það minnsta — tvíræð. Loks má grunn- hygginn skipta um merking og þýða: sá, sem hugsar á grunnskólavísu. Reykjavikurbréf j ----- Laugardagur 5. maí- „Allt á niðurleið“ Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins er haldinn um þessa helgi. Landsfundur þessa stærsta stjórnmáiaflokks landsins vekur jafnan mikla athygli, enda er Sjálfstæðisflokkurinn lang- samiega öflugasta stjómmálaafl ið í landtau. Mörg mál liggja fyr ir landsfundi og má ætla að hann treysti stöðu flokks- ins, enda kunnara en fiá þurfi að segja, að Sjálfstæðisflokkn- um hefur vaxið fiskur um hrygg frá siðustu Alþingiskosningum. Æ fieiri sjá, að vinstri stefna núverandi stjómarflokka hefur síður en svo leitt þjóðina til far- sældar. Öngþveiti það og hringl andaháttur, sem einkennt hefur stjómarstörf undanfarið eru æ fleiri landsmönnum íhugunar- og áhyggjuefni. 1 tilefni af 1. mai leitaði blaðamaður Morg- unblaðsins álits launþega á nú- verandi rikisstjóm og tók verka menn og aðra launþega tali á fömum vegi. Skoðun þeirra birtist í Morgunblaðinu á þess- um hátiðisdegi verkalýðsins og má segja, að hún hafi verið nær samhljóða: að ríkisstjórnin nýt- ur ekki þess trausts, sem for- ystumenn hennar vilja vera láta. Um það getur hver og einn sann færzt með því að lesa ummæli launþeganna hér í blaðinu. Þeir eru sammála um, að öngþveiti það og stjómleysi sem ríkir hér á landi í verðlags- og kaup- gjaldsmálum, sé raunar svo al- varlegt að einstakt er. Dsemi: „Þetta er allt á niðurleið," seg- ir Sigurhans Halldórsson, verka maður. „Ástandinu í þjóðfélag- inu hefur að minu áliti hrakað mikið og launamálta fara til dæm is hraðversnandi" segir Amar Magnússon, vélvirki. „Dýrtíðin er ofboðsleg og hefur margfald- azt á stuttum tima. Ég hélt að stjórnin yrði betri en þetta, ég bjóst ekki við þessari vitleysu," segir Hannes Hávarðsson, verka maður. „Dýrtíðin er ofboðsleg miðað við kaupið,“ segir Stetan Pálsson, véivirkjanemi. „Annars hefur stjórnm algerlega brugðizt í flestu og ekki bólar á kosn- ingaloforðunum . . .“ segir Þórð- ur Guðjónsson smiður. „Stefna ríkisstjórnarinnar er engin . . . ég vona bara að þessi stjórn verði ekki lifseig . . .“, segir Már Gunnarsson, verkstjóri. „Það er of seint að segja nokk- uð, þeir eru búnir að fara með þetta allt til fjandans," segir Guðmundur Ásgeirsson, verk- stjóri. „Það er allt alveg hræði- lega dýrt og það er mjög erfitt að lifa af tekjunum, þó að mað- ur vinni mikið. Mér finnst miklu erfiðara að lifa af tekjum sömu vinnu nú en s.l. ár . . . Og svo er það ríkisstjórnin, maður vill nú helzt ekki minnast á hana. Hún er með ósegjandi afbrigð- um léleg og þyrfti hvíld hið snarasta. Og ef hún tórir út kjör timabilið, þá vona ég bara að það verði ekki aftur vtastri stjórnar slys,“ segir Gylfi Hall- varðsson, gröfustjóri. „Mér finnst mjög óstyrk stjórn í þjóð- málunum,“ segir Sigvaldi Torfa- son, Verkamaður. . 1 stjórnmálayfirlýsingu siðasta landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins segir m.a.: „Sjálfstæðisflokk urinn leggur, einn íslenzkra stj órnmálaflokka, megin- áherzlu á gildi etastaklings- ins. Markmið sjálfstæðisstefnunn ar er að efla og varðveita frjáls- ræði sérhvers borgara til orðs og æðis.“ Þessar setningar lýsa vel grundvallarstefnu flokksins, sem er í algerri andstöðu við tilraun ir núverandi ríkisstjómar til að hafa afskipti af einstaklingum á sem flestum sviðum. Samhliða þessari meginstefnu Sjálfstæðis- flokksins vinnur hann að sterk- um félagslegum úrbótum, sem flokkurinn hefur að markmiði sínu. Það er þessi mannhelgi, grundvölluð á lýðræðishugsjón, sem hefur veitt Sjálfstæðis- fiokknum það fylgi almennings í öllum stéttum, sem raun ber vitni. Og enginn vafi er á, að fylgi flokksins hefur vaxið upp á siíðkastið — og það til muna. Kjarni sjálfstæðisstefnunnar er ekki hagsmunabarátta ein- stakra aðila, heldur þessi ófrá- víkjanlega lýðræðishugsjón, sem á rætur í arfi og sögu íslenzku þjóðarinnar. „Fyrirmyndar- þjóðfélagið“ Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, hefur skýrt frá því, að takmark núverandi stjómar- flokka á næstu mánuðum sé að koma á „fyriimyndarþjóðfélagi“ á íslandi; Málefnasamningur stjómarflokkanna, sem birt- ur var fyrir nær tveimur árum átti að tryggja sllíkt þjóðfélag. En allir vita, hverjar efndim- ar hafa orðið. Nú dettur eng- um í hug að hugsa um „fyrir- myndarþjóðfélag" forsætis- ráðherrans og ríkisstj órnarinn - ar í alvöru vegna biturrar reynslu af orðum og athöfnum þessara manna. „Skrípaleik" kallar einn launþeginn í samtali við Morgunblaðið hringlanda hábt ríkisstjórnarinnar á undan- förnum mánuðum. Ýmsum hefur áreiðanlega dottið í hug, að stefnt væri að „sæluríki" eins og kommúnistar hafa á stefnu- skrá sinini, en ekki fyriormynd- aiTíki. 1 Þjóðviljanum sunnudag inn 29. aprO s.l. er forystugrein sem heitir: „Loksins stækk- ar krónan“. Jafnvel Þjóðviljinn getur ekki annað en snuprað rík isstjórnina vegna hringlandahátt ar og öngþveitis í efnahagsað- gerðum: loksins, segir blaðið. Á valdatímabili rikisstjórnartanar, sem nú nær yfir tæp 2 ár, hef- ur erlendur gjaldeyrir hækkað í verði á íslandi um allt að 30%. En genigishækkunin er rétt um 6% eins og kunnugt er, þannig að ríkisstjómin hefur átt aðild að yfir 20% gengisfellingu á valdafímabili sínu. Athyglis- vert var að hlusta á viðskipta- málaráðherra segja í sjónvarpi nýlega að gengisbreytingar séu „ekki þingmál". Þjóðviljinn talar einnig um, „að verðbólgan hefur löng- um verið helzta tæki fjandsam- legs ríkisvalds til að skerða stór lega árangur fómfrekrar kjara- baráttu verkalýðssamtakanna og snúa henni upp í varnar- baráttu." Jafnvel Þjóðviljinn sem alltaf liggur hundflatur fyr ir núverandi ríkisstjóm er far- inn að tala um hana sem „fjand- samlegt ríkisvald". Og eftir nær tveggja ára valdaferil „vinstri stjórnar" hefur blaðið ekki á takteinum aðrar skýringar á stefnu stjórnarinnar í verðlags- og kaupgjaldsmáium en tala um kjarabaráttu veikalýðssamtak- anna nú sem „varnarbaráttu". Það er ekki oft, sem þetta mál- gagn ríkisstjórnarinnar slampast á sannleikann. Það hefur áreið- anlega ekki verið með vilja gert. „Vonbrigði“ í málefnasamningi núverandi stjórnarflokka segir m.a.: „Rík- isstjórnin mun ekki beita geng- islækkun gegn þeim vanda, sem við er að glíma í efnahagsmál- um . . .“ Allir vita, hverjar efndirnar hafa verið. Og skal nú vikið að nokkrum öðrum atriðum þessa frægasta (að endemum) plaggs síðari tíma sögu hér á landi. 1 málefnasamningnum segir m.a.: „Ríkisstjórnin (telur) að með nánu samstarfi launafólks oig rík isstjórnar sé mögulegt að auka í áföngum kaupmátt launafólks, bænda og annars láglaunafólks m 20% á næstu tveimur árum og mun (ríkisstjórnin) beita sér fyr ir að því marki verði náð.“ Ekki hefur þetta verið efnt frekar en annað. Því til sönn- unar skal einungis vitnað í um- mæli Björns Jónssonar, forseta Alþýðusambandstas, sem hann viðhafði hér í Margunblaðinu 1. maí s.I. Hann sagði: „Hitt má svo um deila, að margt hefur farið á annan veg en ætlað var, þegar þessi yfirlýsing (málefnasamn- ingurinn) var gefin. Þessi yfir- lýsing var ekkert loforð, sem verkalýðshieyfingin getur geng ið að sem vísu og krafizt efnda á. Þessi yfirlýsing olli ánægju á siínum táma og hafði áhrif á sein ustu kjarasamntaga. Hins vegar verða það vonbrigði, ef þetta álit ríkisstjórnairinnar stenzt ekki, sem ég tel ekki neinar horf ur á.“ Sem sagt: forseti Alþýðusam- bandsins og stuðningsmaður nú- verandi ríkisstjómar fullyrð- ir blákalt, að hann telji ekki að unnt sé að ná, undir forystu nú verandi ríkisstjómar, þeirri kaupmáttaraukningu sem um get ur i málefnasamningnum. Aftur á móti er engin ástæða til að telja að það valdi nokkr- um manni vonbrigðum, þótt stefna ríkisstjórnarinnar bíði skipbrot. Undantekning má heita, að henni hafi tekizt að standa við fyrirheit sín. Vextirnir Vegna síðusitu „ráðstafana" í efnahagsmálum er rétt að rifja upp hvað segir í málefnasamn- taignum um vexti, en eins og kunnugt er voru þeir hækkaðir verulega nú fyrir skömmu. í mál efnasamntagnum segir: „Ríkisstjórnin mun m.a. beita sér fyriir eftirtöldum ráðstöfun- um í efnahagsmálum: Sximarspjall. (Ljósm. Kr. Ben.) Að lækka vexti af stofnlán- um atvinnuvegarma og lengja lánstixma þeirra." Ekki þarf að minna á, að vaxtalækkun hefur ekki ver ið á dagskrá ríkisstjörnarinnar, þvert á móti hafa lánsvextir til atvinnuveganna stórhækkað við síðustu ráðstafanir rikisstjómar tanar. Þá segir ennfremur í málefna- samningnum: „Að endurkaupa- lán Seðlabankans verði lækkuð og vextir af þeim lækkaðir." Hér ber einnig allt að sama brunni. Vextir hafa verið hækk- aðir og bundið fé aukið um 300 milljónir með síðustu efnahags- ráðstöíunum, eins og kunnugt er. 1 málefnasamningnum segír ennfremur, að ríkisstjórnin muni vinna að því „að söluskattur á ýmsum nauðsynjavörum verði felldur niður". Eins og allir vita hefur sölu- skatturinn frekar hækkað en ver- ið felldur niður. Þá segir einnig í málefnasamn ingnum, að rikisstjómin muni beita sér fyrir „að auka rekstr- arlán til framleiðsluatvinnu- vega“ og „að btreyta lögum og reglum um verðjöfnumarsjóð sjávarútvegsins þannig, að unnt verði að tryggja hækkun fiskverðs". Ennfremur er ástæða tiil að benda á þann kafla mál- efnasamningsins, sem fjallar um verðlagsmál, þar segir: „að gagn ger athugun fari fram á núgild- andi verðlagningu á sem flest- um sviðum í því skyni að lækka verðlag eða hindra verðhækkan ir". Eins og kunnugt er, flutti iðn aðarráðherra ræðu á nýafstöðn- um fundi Félags íslenzkra iðn- rekenda, og er ekki anrnað að sjá en hann hafi komizt að þeirri niðuirstöðu, að afnám verðlags- jeftirlits sé bezta leiðin til heil- brigðari verzlunarhátta. Auðvit- að hefur engin athugun farið fram á núgildandi verðlagntagu, hvað þá „igagnger athugun" — og er það í samræmi við antnað. Um verðjöfnunairsjóð sjávarút vegsins er það að segja, sem raunar öllum er kunnugt, að rik isstjórnin hefur notað hann sem tæki til að bjairga sjálfri sér í efnahagsmálum og hefur gjör- samlega hundsað það ákvæði lag anna, að sjóðurtan sé notaður til að mæta áföllum. „Takmark fyrir (blindum) augum“ Þá segir ennfremur I málefna samningnum, að ríkisstjórnin hafi ákveðið „að helztu verkefni í einstökum atvinnugreinum verði" m.a. þau „að leggja áherzlu á eflingu skipasmíðaiðnaðarins með það takmark fyrir augum, að Islend- ingar smíði að miklu leyti skip sín sjálfir," „að enduirskoða lánakerfi land búnaðarins með það fyrir aug- um að gera stofnlán hagstæðari, koma rekstrariánum í eðli- legt horf, hækka jarðarkaupa- lán og færa íbúðarlán í sveit- um til samræmis við önnur íbúð arlán . . .“ „að vinna að aukinni jöfnun raforkuverðs I landinu." Ekki hefur verið unnið að neinu þessu, a.m.k. ekki svo að vitað sé. Lánagreiðslur til inn- lends skipasmíðaiðnaðar hafa verið minmkaðar úr 90% í 75%, svo að innlend skipasmíði stendur ver að vigi en áður. Um lánaikerfi landbúnaðanins er það m.a. að segja, að ibúðalán hafa lækkað að tiltölu, þó að þau séu eitthvað hærri í krónu- tölu — og er ástæðan einfald- lega „ráðstafanir" ríkisstjórnar- innar til aukntagar verðbólg- unni á undanfömum mánuðum, ef svo mætti að orði komast. Loks er ástæða til að vekja atihygli á því, að eitt af „verk- efnum“ ríkisstjórnarinnar átti að vera samkvæmt málefnasamn- tognuim „að beina auknu fjármagni til iðnaðarins með það fyrir augum, að hann verði fær um að taka við verulegum hluta þess vinnu- afls, sem sjá þarf fyrir atvinnu á næstu árum,“ — og mætti láta sér detta í hug (ef litið er á þau lögmál, sem virðast hafa stjóm- að gerðum ríkisstjórnarinnar) áð gengishækkunin hafi m.a. verið gerð til þess „að auka fjáxrmagn til iðnaðarins"! Hitt er annað mái, að ánægjulegt er til þess að vita, að verðhækkanir á sjáv- arafla okkar erlendis eru að mati Seðlabankans svo miklar að unnt hefur verið að hækka geng ið. Fyrrverandi ríkisstjóm hafði gengisihækkun í huga í maí 1970 og leitaði þá álits á slíkri ráð- stöf-un hjá formælendum laun- þega og atvinnurekenda, en báð ir aðilar lögðust gegn gengis- hækkun. Nú var ekki leit- að álits þeirra, enda þótt í mál- eínasamningnum sé lögð áherzla á samstarf við þessa aðila. Og er það eftir öðru. Það væri raunar ærin ástæða til að bera nánar saman málefna samninginn og aðgerðir ríkis- stjórnarinnar á valdatimabiii hennar, en nú skal láta staðar numið. Ástæða er þó tii að benda mönnum á það fyrir- heit í málefnasamningnum, sem lýtur að húsnæðismálum. Um það segir svo: „(Rlkisstjórnta) hefur sett sér það höfuðmarkmið að gera ráð- stafanir til að lækka óhóflegan húsnæðiskostnað almennings m.a. með lækkun byggtagarkostn aðar, hagstæðari lánum og af- námi vísitölubindingar húsnæðis lána.“ Allt eru þetta orðin tóm eins og annað. 1 sambandi við „lækkun byggingarkostnaðair" má benda á ummæli Þórarins Björnssonar, forstjóra, hér í blaðtau 1. maí s.l. Hann teluir að gengishækkunin muni hafa í för með sér óverúlega, lækkun á tanfluttu timbri: „Verðhækkun á timbri er orðta svo gífurleg," segir hann, „hefur tvöfaldazt fiá. í fyrra og vel það. Mér reiknast til að hún sé orðin hvorki meira né minna en 240% þannig að þessi gengisbreyting segir eigin lega ekkert til leiðréttingar."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.