Morgunblaðið - 13.05.1973, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.1973, Blaðsíða 20
20 MORGUNRLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1973 Vorsýning Myndlista- og handíðaskólans Prófum í Myndlista- og handíðaskóia íslands er nú k>kið og í hönd fer sumar- frí. í gær var opnuð sýning á verkum nemenda við skólann þar sem reynt er að gefa yfir lit yfir vetrarstarfið og ár- angur þess. Sýningunni, sem er opin frá kl. 14—22 iýkur 13. maí. í hverri stofu verða fleiri eða færri nemendur við Verðlaunamynd Magnúsar Kjartanssonar — Mök. vinnu og geta gestir spurt þá út úr um skólann og sín við- horf. i kaffistofu verða reiddar fram veitingar, sem nemendur sjá um, og á veggj- horf. 1 kaffistofu verða til sýnis myndlistarverk, sem listamenn hafa gefið nemend um i happdrætti, en ágóði þess rennur í ferðasjóð nem- emda. Þann 20. maí halda nem endur til London og kynna sér listalíf þar. 1 bókasafni verð- ur sýndur kennslufræðiiegur myndaflokkur er nemendur teiiknikennaradeildar hafa unn ið í vetur. Einnig verður til sýnis kvikmynd, eftir einn nemenda 4. bekkjar, Þorstein Sigurðsson og nefnist myndin Sigurðsson og nefmist myndin — Áróður gegn hassi. — 1 myndmótunarstofu verða sýnd nokkur verk, sem unnin' voru á námskeiði þvi, sem Jörgen Brun Hansen hélt á vegum skólans í vetur. Á sýningunni verða einnig sýnd verk eftir nemendur er AUGLVSINGASTOFA KRISBNAR 7.27 Kóróna föt Kórónafótin, úr beztu efnum og eftir nýjustu tízku, bera allsstaðar af og eru eiganda sínum til sóma, hvar sem hann kemur, heima og á erlendri grund. New Drip kallast þetta furðuverk, og er eitt af „mótívum“ í myndlistardeild. lendra listaskóla. Önnur sýn- ingin er skriftarverkefni nem enda í 1 istiðn aðarskólan um i Osio, Statens handverks- og kunstindustriskole, en kenn- ari þeirrar greimiar, Helge Ott ar Johanson, er Reykviking- um að góðu kunnur sem graf iker, Ottar sýndi m.a. i Norr- æna húsimi í fyrravor. Hin sýningin er frá listaskóla í Bretlandi, sem heitir BoLton College og sýnir verk barna og unglinga, úr þeim skóla. Stjórn Myndlista- og hand- íðaskólans er mikil ánægja að kynna verk erlendra lista skóla og vonast til að meira verði um slíkt í framtíðinni. Síðastliðið haust tók skóL inn þátt i keppnd í Luxem- borg á vegum stofnunarinn- ar — Safn 2000 —, sem stuðlar að list í heiminum. Af þeim fimm verðlaunum, sem veitt voru, hlaut Magnús Kjartansson, nemandi í Myndlista- og handíðaskóian um 4. verðlaun og má það teljast athyglisvert. Verð- launamynd Magnúsar nefndst „Mök“. Alls voru um 400 nemend- ur í skólanum i vetur, þar af 100 í dagskóla, en hinir á ýmsum námskeiðum. í skól- anum eru 6 deildir, forskóli, sem tekur 2 ár, myndlistar- deild, kennaradeild, listiðna- deild, bóknám og námskeið. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13., 15. og 17. tbl. Lögbirtingablaðsins 1973 á Tjamargötu 4, Keflavík, þinglesinni eign Hjalta Svans Guð- mundssonar, fer fram eftir kröfu Skattheimtu rikissjóðs. á eign- inni sjálfri, fimmtudaginn 17. maí 1973 kl. 13.30. Bæjarfógetnn í Keflavík. Nauðungcruppboð sem auglýst var í 13., 15. og 17. tölublaði Lögbirtingablaðsirts 1973 á Heiðarbrún 13, Keflavik, þinglesin eign Asgeirs Bene- dikssonar, fer fram'eftir kröfu Skattheimtu ríkissjóðs á eign- inni sjálfri, fimmtudaginn 17. mai 1973 kl. 2 e. h. Bæjarfógetnn í Keflavík. Nauðungaruppboö Vegna vanefnda hæstbjóðanda á nauðungaruppboði hinn 9. marz 1973 verða tvær sumarbústaðalóðir, merktar nr. 12 og 12 A úr landi Norðurbakka í Grímsnesi, Arnessýslu, þinglesin eign Norðurbakka hf., seldar að nýju á nauðungaruppboði, sem fer fram á eignunum sjálfum, fimmtudaginn 17. maí 1973 kl. 14.00. Jónas Gústavsson, setuuppboðshaldari. Nauðungaruppboð Opinbert uppboð, sem auglýst var í 21., 24. og 26. tbl. Lög- birtingablaðsins 1973 á eigninni Aðalstræti 14, Patreksfiiði. neðri hæð (kjallara), fer fram samkvæmt ákvörðun skiptaráðandans í Barðastrandarsýslu, hinn 18. maí nk. Hefst uppboðið i skrifstofu embættisins kl. 16, en verður siðan fram haldíð á eigninni sálfri. Sýslumaður Barðastrandarsýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.