Morgunblaðið - 19.05.1973, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAl 1973
„Leikrit geta í senn verið raunsæ og þó
byggt á t. d. goðfræði-
legum hugmyndum46
Rætt við Agnar í>órðarson um „Lausnargjaldið
Nýtt íslenzkt leikhúsverk
vekur jafnan forvitni og það
á vissulega við um „Lausn-
argjaldið" eftir Agnar >órð-
arson, sem nú er sýnt í Þjóð-
leikhúsinu. Þar eru settar
fram samofnar hugmyndir —
sóttar í goðafræðina —
um baráttu jötna og ása. En
sagan er færð til nútímans og
á ytra borði gæti virzt, sem
þarna væri höfundur aðeins
að tefla fram innbyrðis átök-
um fjölskyldu annars vegar
og hins vegar árekstr-
um vegna umhverfisvemdar.
Ég spurði Agnar um hug-
myndirnar að leikritinu,
hvursu þær hefðu orðið til.
— Ef ég hefði hugsað mér að
skrifa um venjulega fjöl-
skyldu, án nokkurrar dýpri
merkingar, þá hefði ég gert
það og á alit annan hátt. En
til að gefa verkinu aukið
gildi og stækka þá hug-
mynd, sem með mér bjó, þá
vildi ég gefa því víðara inn-
tak. Höfundar eirts og Ar-
taud hafa haft mikil áhrif á
leikritun í Frakklandi, en
hann vill endurnýja leikhús
ið með því að leita aftur til
upphafsins — hann tengir
leikritið helgisiðum og blóti
eða yfirþyrmandi atburðum.
Að vera í leikhúsi er þá eig-
inlega að taka þátt í nokkurs
konar athöfn, sem bergmála
gömul minni í hugarfylgsn-
um manrtsins frá ómuna-
tíð — og þá er hægt að nota
fom, goðsöguleg mótív, sem
gefa dýpt og skirskotun. Það
er í rauninni ekkert nýtt,
sem ég er að gera þama.
Þessar aðferðir hafa erlend-
ir höfundar reynt margir á
undan mér. En svo ég víki
að mínu verki, þá hefur goð-
sagan um Baldur verið mér
sérstaklega hugstæð. Þar er
og að finna hliðstæðu við at-
burði í nútímafjölskyiduiífi,
ef við lítum á æsina, sem fjöl
skylduna. Baldur tapast
henni fyrir mistök. Eins og
feður missa oft tök á sonum
sínum fyrir mistök. Synimir
eru ekki látnir — en horfn-
ir sýnum — en eftir lifir von
in um að sonurinn komi heim
aftur, ef ailir samstiiliiast í
þeirri ósk. Og þá verður
mannlífið fagurt á ný. Þessi
óskadraumur um fegurra
mannlíf og endurkomu hins
glataða sonar eða komu hins
nýja manns er gamalt mótív,
bæði i kristninni og í öðrum
trúarbrögum. Bn þessir
menn láta standa á sér. Við
höldum kannski einn daginn,
að nú sé Baldur kominn. Ein
það er þá einhver anhar, sem
kemur fram í nafni hans, eða
í nafni ákveðins boðskapar.
Mér hefði þótt verkið ris-
minna, ef ég hefði horfið að
því ráði að skrifa það öðru-
vísi. Ég lit svo á, að þessi
efni úr goðafræðinni séu þess
virði, að þeim sé gaumur gef-
inn og þeim gefið nýtt inn-
tak. Þó að leikritið eigi að
standa undir sér sem raun-
sæisverk, þá mega menn hafa
í huga, að þama er taiað um
fleira en allra hversdagsleg-
ustu hluti. I nútímanum eru
alls konar goðsagnir á ferli,
sem kallaðar eru pólitískar
hugmyndir svo að átök fólks
ins í leikritinu má allt eins
heimfæra upp á slíkar hreyf-
ingar.
— Eru persónumar realisk-
ar eða telurðu þær vera tákn
fyrir þessar hugmyndir?
— Þær em beggja bliands.
Gró er hin sígilda móðir, sem
alltaf vonar það bezta og vill
umfram allt trúa, að sonur
hennar sé ekki látinn. Hún er
í senn einstaklingur og tákn
þessara eiginda. Saumakonan
er nokkurs konar sálusorg-
ari. Hún veit margt um hagi
fólks og er lagið að láta það
tjá sig. Síðan kemur til atrið
ið með kraftaverkið. Það er
Agnar Þórðarson
dálitið hættulegt, því að við
vitum svo lítið. Ég er sjálfur
tilbúinn að trúa þvi, að stúlk
an hafi aðeins verið haldin
„hysteriskri" lömun. En ég
neita hins vegar ekki, að
þarna hafi getað gerzt krafta
verk, sem við köllum svo.
Það verður hver að meta fyr
ir sig. Fjöiskyldufaðirinn er
í senn einstaklingur og tákn.
Þar hafði ég í hugia höfð-
ingjaveldi ása, sem eiga í vök
að verjast gegn jötn-
um. Hann horfir aftur, eins
og bargarastéttin horfir aft-
ur til 19. aldar, þegar hún
lifði sitt blómaskeið. Hann
vill sveigja umhverfið undir
vald tækninnar og framfar-
anna, sem hann kallar svo.
Ég legg hins vegar ekki dóm
á, hvort þar sé um framfar-
ir að ræða. Þær hafa a.m.k.
skapað ný vandamál, sem eng
inn sá fyrir til skamms tíma.
Sonurinn Grímur, — ef við
tökum hann — þá lít ég ekki
á hann sem neina Danna-
manngerð, sem talar ein-
hverja unglingamállýzku.
Hann er nokkuð menntaður,
er eiinmana og örlög Baldurs,
bróður hans, eru hon-
um hugstæð. Hann veltir
mörgu fyrir sér. Hugsar heil
mikið um mannlífið. Svo kem
ur Logi inn á heimilið. Logi
er eitthvað dökkur, bæði með
skírskotun til jötna og einn-
ig vegna þeirra fordóma,
sem dökki liturinn kall-
ar fram. Hann er fulltrúi
múgsins í augum borgarans.
Hann hefur strax áhrif
á Grím og enda þeir hvor á
annan og hjá Gró vekur
hann móðurtilfinningar. En
glímukappanum fyrrverandi
stendur stuggur af þessurn fé
lagsskap sonarins. Síðar —
eftir að sagan um kraftaverk
ið kemst í hámæli — koma
við sögu tveir reiðir feður.
Þeir eru ekki skrifaðir sem
persónur. Ég hafði upphaf-
lega hugsað mér þá sem kór,
eins oig oft hefur verið gert
að fornu og nýju — raddir
fóiksins í háhýsinu. En ég
hætti við það, þar eð mér
fannst það myndi ekki falla
inn í. En varðandii hugmynd-
ir Gríms og Loga, þá er sama
um þær og margra ungmenna
í uppreisnarhug. Þær eru
reikular, korna úr ýmsum átt
um. Ég var í Frakk-
landi 1968, þegar mest gekk
á. Þá var mi'kið talað um nýj
ar hugmyndir í röðum upp-
reisnarfólksins. Sumir vildu
hverfa aftur til einfaldara
lífs, aðrir eitthvað annað, all
ir voru andvígir neyzluþjóð-
félaginu. Ég man, að einn af
„Lífiö er kabarett“:
„Með fulla
ávaxtaskál,
eða.. .66
Söngleikurinn Kabarett
frumsýndur í í>jóðleikhúsinu
„Ég heiti því að þessi ávaxta-
skál skal aidrei verða tóm,
hún skal verða full af ávöxtum
á meðan ég lifi,“ segir einn af
leikurunum í Kabarett. Þetta
er fallegt fyrirheit og ham-
ingjusamt, en það fer ekki ailt
eins og ætlað er í því saman-
safni fyrirbæra, sem við köll-
um líf.
Við fylgdumst með æfingpi á
Kabarett í Þjóðleikhúsinu einn
daginn, en dag eftir dag að
undanfömu hafa staðið yfir
strangar æfingar á þessum
bandariska söngleik, sem hef-
ur verið sýndur við miklar vin
sældir og þá hefur nýleg kvik-
mynd um efnið ekki hlotið
verri dóma. Kabarett er sam-
bliand af gamni og alvöru,
ádeilu og kæruleysi þess, sem
ef til viill byggir á víðsýnustiu
heimspekinni.
Sviðið er Berlín, Berlín fyr-
ir nasismann og eftir að klær
hans eru byrjaðar að krafsa
inn í sál þjóðlifsins.
Ungur bandarisikur rithöf-
undur kemur til Berlínar til
þess að fá næði til að skrdtfa
skáldsögu, en það fer eins og
með svo mairgar skáidsögur
sem á að skrilfa, þær fiara ekki
á b!að, það er ekki timá tii þess
fyrir h versdagsiE fim u, skáldsögu
hvers og eins.
Æfingin líður. Heimur leik-
hússins spinnur og spinnur.
Enginn gluggi leyfir dagsbirt-
unni að kíkja inn. Jörðin á
fullri ferð, dagur og nótt, en
leikhúsið heldur siínu striki.
Sviðsmenn, ljósamenn, leik-
Edda Þórarinsdóttir sem Sally, Sigmundur Öm Amgrímsson sem Clifford rithöfundur, Bessi
Bjarnason sem siðameistarinn, Baldvin Halldórsson sem Schultz og Herdís Þorvaldsdóttir sem
Fraulein Sneider.
tjaldagerðarmenn, saumakonur
leikarar og allir aðrir, sem
leggja hönd á plóginn, skapa
nýjan heim, nýja tímaskynjun.
Menn hverfa á viit ævintýra,
sorgar og giieði og þegar bezt
lætur dansa saman stemning í
saii og á sviði.
Allir vilja hafa sína ávaxta-
skál fuila þó að notið sé af
veigum hennar. „Lífið er kab-
arett“, segir Sally, unga fal-
lega brezka stúlkan, sem ætlar
sér það þrekvirki að l'áita
vandamál heimsinis, flokka-
kenningar og aðrar pestir fara
fram hjá án þesis að iáta sér
koma siikt vdð. Hún bað engan
afsökunar, en hana kenndi tíl.
Hún var eins og villiblómin,
sem lifa bara sumarið, en
spretta aftur að vetiri.
Einstaka sinnum kallaði leik
Framh. á bls. 23
Kabarett-dansmeyjamar í Klt-Kat klúbbnum.
Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.