Morgunblaðið - 21.06.1973, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1973
hf. Árvakur, Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, slmi 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80.
Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasðlu 18,00 kr. eintakið.
Útgefandl
Framkvæmdastjóri
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóri og afgreiðsla
■irerulegur skriður virðist nú
* vera kominn á þróun
fiskveiðilögsögumálefnanna í
heiminum. Hvaðanæva ber-
ast fréttir um viðleitni
strandríkja til þess að færa
út fiskveiðitakmörk sín og
stuðla að aukinni verndun
fiskstofna. í flestum tilvikum
eru þessi nýju viðbrögð er-
lendra þjóða byggð á sömu
sjónarmiðum og Islendingar
mörkuðu fyrir tuttugu og
fimm árum með lögunum um
vísindalega vemdun fiski-
miða landgrunnsins. íslend-
ingar geta verið stoltir yfir
því, að sú stefna, er þeir
mörkuðu í þessum efnum
fyrir aldarfjórðungi, nýtur
nú æ meira fylgis meðal
þjóða heims.
Fyrir nokkrum dögum var
lagt fram í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings lagafrum-
varp, sem gerir ráð fyrir að
Bandaríkin færi fiskveiði-
landhelgi sína til bráðabirgða
út í 200 sjómílur. Tilgangur
frumvarpsins er sá, að
tryggja að einhver fiskur
verði eftir í sjónum undan
ströndum Bandaríkjanna,
þegar hafréttarráðstefnu
Flutningsmenn vænta þess,
að unnt verði að taka frum-
varpið til umræðu í öldunga-
deildinni innan tíðar. Ástæð-
an fyrir því, að þessi frum-
vörp eru nú flutt er sú, að
margir óttast að fiskstofn-
arnir kunni að eyðast vegna
ofveiði, áður en hafréttar-
ráðstefnan kemst að niður-
stöðu, ef ekkert verður að
gert í tíma. Á hafréttarráð-
stefnunum 1958 og 1960 voru
Bandaríkjamenn andsnúnir
sjónarmiðum okkar í þessum
efnum. En nú er ekki um
það að villast, að skilningur
á nauðsyn aðgerða fer vax-
andi. íslendingar munu fylgj-
ast gaumgæfilega með fram-
vindu þessara mála á þingi
Bandaríkjanna. Engum blöð-
um er þó um það að fletta,
að hér er þegar á ferðinni
þingmaður íhaldsflokksins,
stöðu.
Kanadamenn hafa með
flutti í byrjun þessa mánaðar
þingsályktunartillögu, þar
sem Kanada lýsti yfir því, að
strandríki ættu eignarrétt
yfir fiskiauðæfum land-
grunnsins og landgrunnshall-
ans. Jafnframt var lýst yfir
því, að strandríkin sjálf
ættu að hafa umsjón með
því, að þessum reglum væri
framfylgt.
í umræðum á Kanadaþingi
um þessa tillögu kom glöggt
fram, að þar bera menn kvíð-
boga fyrir, að veruleg hætta
sé á að smám saman missi
þeir náttúruauðæfin úr hönd-
um sér vegna óskynsamlegr-
ar nýtingar. Einmitt vegna
þess, að menn gera sér grein
fyrir þessari hættu, taka
MÁLSTAÐUR ÍSLANDS
VINNUR Á
Sameinuðu þjóðanna lýkur
og mörkuð hefur verið alþjóð-
leg stefna í fiskveiðilögsögu-
málefnum. Lögin eiga þannig
að falla úr gildi, er nýjar haf-
réttarreglur hafa verið viður-
kenndar.
Sams konar frumvarp hef-
ur einnig verið lagt fyrir öld-
ungadeild Bandaríkjaþings.
mikilvægur stuðningur við
íslenzkan málstað.
Þá hefur Kanadaþing lýst
yfir stuðningi við þessi sjón-
armið og falið ríkisstjórn
landsins að framkvæma
ákveðnar aðgerðir í þeim
efnum. Leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar í Kanada, sem er
Kanadamenn nú þessa af-
þessari yfirlýsingu gengið
inn á sömu braut og íslend-
ingar mörkuðu fyrir aldar-
fjórðungi. Að undanförnu
hafa dvalizt hér í boði stjórn-
valda fjórir kanadískir þing-
menn, sem kynnt hafa sér
viðhorf og sjónarmið íslend-
inga í landhelgismálinu.
Stuðningsyfirlýsingar þeirra
verða okkur að sjálfsögðu
styrkur.
Þá hefur ekki síður vakið
athygli stuðningsyfirlýsing
eins af yngri þingmönnum
brezka íhaldsflokksins. Hann
hefur í grein bent á, að
brezka ríkisstjórnin fylgi nú
úreltri og óskynsamlegri
stefnu í fiskveiðilögsögumál-
efnum. Engum blandast hug-
ur um, að ofbeldisstefna
brezku ríkisstjórnarínnar er
á undanhaldi, þegar stjómar-
þingmenn taka svo afdráttar-
lausa afstöðu með íslenzkum
málstað í þessari þrætu þjóð-
anna.
Með hliðsjón af þessari
þróun, sem nú á sér stað á
erlendum vettvangi, er næsta
ljóst, að stefna Íslands í þess-
um efnum hlýtur að eiga
meirihlutafylgi að fagna á
hafréttarráðstefnunni næsta
ár. Hernaðaríhlutun Breta
er því aðeins tímabundið
ástand; sigur íslendinga er
vís.
En einmitt af þeim sökum
skiptir mestu máli, að við
gerum ekkert, sem skaðað
getur samúð og vaxandi
skilning á málstað okkar er-
lendis. Við megum ekki láta
ofbeldisverk Breta leiða okk-
u-r til þeirra athafna, sem
dregið geta athygli umheims-
ins frá hinni raunverulegu
baráttu fyrir viðurkenningu
á rétti okkar til yfirráða yfir
fiskimiðum landgrunnsins.
Svavar Björnsson skrifar frá Noregi:
Tvísýn kosningabarátta í vændum
Skattaandstæðingaflokkurinn gerir strik í reikninginn
Marglr norskir st.jórnmála-
menn vöknuðu við vondan
draum nú rétt fyrir hvíta-
sunnnna, er Gallup birti nýj
ustu skoðanakönnun um fylgi
stjómmálaflokkanna. Með
þessum skoðanakönnunum,
sem g-erðar eru mánaðariega,
er fylgzt með sérstökum á-
huga nú um þessar mundir
vegna kosninganna til Stór-
þingsins, er fara fram í sept-
ember. I»að sýndi sig í þessari
síðustu Gallup-skoðanakönnun
að iánið getur verið valt í
stjórnmálum. Tveir af flokkun
um, sem nú hafa fulltrúa i
Stórþinginu höfðu misst mik-
ið fylgi síðan í síðustu skoð-
anakönnun, Hægri flokkur-
inn hafði misst 2.4% af sinum
fylgismönnum, og nýi flokk-
urinn, sem Helge Seip stofn-
aði nú rétt fyrir jólin, Nýi
þjóðarflokkurinn, hafði misst
1,8% af sínum fylgismönnum.
Og hver er svo ástæðan til
þessara miklu breytinga. Jú,
skattaandstæðingaflokkur sá,
er Anders Lange stofnaði 8.
apríl s.l. fékk hvorki meira
né minna en fyigi 5,1% þeirra,
spurðir voru i skoðanakönn
uninni.
Anders Lange er skoðana
bróðir Mogens Glistrup í
Danmörku. En Lange hefur
enn ekki fest rætur eins
áþreifanlega í stjórnmálunum
og Glistrup, og stjórnmála-
skoðanir Langes eru ekki
eins fast mótaðar og Gli-
strups.
Hver er hann svo þessi
Anders Lange, sem nú hrær-
ir svo áþreifanlega í stjóm-
málalífi Norðmanna? Jú,
bóndinn Anders Lange er
eins konar þjóðsagnapersóna
hér. E.i þótt hann hafi oft lát-
ið Ijós sitt skína.um ýms þjóð
mál hefur hann ekki verið
tekinn svo alvarlega hingað
til. En nú er það ljóst að
Borten, Bratteli, Villok og
Seip verða að taka mjög al-
varlega þessa nýjustu innreið
í norsk stjómmál. í>eir geta
ekki lengur reynt að þegja
hann í hel.
Hvað vill hann svo þessi
68 ára gamli bóndi frá Hegge
dal, skammt frá Osló? Hann
vill afnema beina skatt-
inn. Hann vill að fólk geti
haft a.m.k. 60% £if tekjum sin-
um til eigin nota. 1 dag fara
um það bil 50% í skattinn.
Hann vil minnka skrifstofu-
báknið 1 þjónustu hins opin
bera. Hann vill afnema styrki
tll þróunarlandanna o.s.frv.
En bóndinn Anders Lange
svikur ekki undan skatti
elns og skoðanabróðir hans í
Danmörku. „Hvemig ætti ég
að fara að því,“ spyr Lange,
„allt sem ég á eru sex hund-
ar og tvær gamlar byss-
ur, allt annað tilheyrir kon-
unni minni."
Skattaandstæðingaflokkur-
inn hefur ekki neina form-
lega stjóm. Flokknum er
stjómað frá bóndabænum í
Heggedal. Þar, i gömlu húsi
frá Hallingdal, eru höfuð-
stöðvar byltingarflokksins.
Karin, kona Anders Lange,
hefur það verkefni að svara
bréfum og svara í símann.
Það hefur víst ekki verið
mikill tími til matselda á þeim
bæ núna þessar síðustu vik-
ur, því flokkurinn vex eins
og blóm á vordegi.
„Ríkið, það er ég“ sagði
Loðvik 14. i Frakklandi á sín-
um tima. „Fiokkurinn, það er
ég,“ segir Anders Lange í
Noregi i dag.
Lange er ekki í neinum
vafa um að hann verði kos-
inn á Stórþingið í haust. „Ég
er ekki í neinum vafa um að
ég verð að eyða fjórum síð-
ustu árum ævi minnar í Stór
þinginu," segir Lange. Og
hann er viss um, að hann fái
marga skoðanabræður frá öll
um kjördæmum með sér.
Stjórnmálaleiðtogar hér í
Noregi eru áhyggjufullir
vegna þessarar þróunar í
norsku stjómmálalífi, og þeir
eru sammála um, að það sé
full ástæða til að taka skatta
andstæðingaflokk And-
ers Lange alvarlega, og þeir
munu éflaust nota mikinn
tíma í kosningabaráttunni til
að kveða niður þennan svo-
kallaða Langedraug.
En er svo ástæða til að
ætla að skattaandstæðinga
flokkurinn nái svo langt að
fá fulltrúa inn í Stórþingið.
Eða er þetta bara bóla, sem
hjaðnar fljótlega? Þessi
spurning er á margra vörum.
„Ég er fulltrúi fyrir algjör
lega nýja hugsun í norskum
stjórnmálum," segir Anders
Lange. „Fólk flest hefur al-
gjörlega aðra skoðun um
stjómmál en þá, er stjórn-
málamennimir sjálfir hafa í
dag. Þess vegna eru stjórn-
málamennirnir svo óvinsælir
meðal fólksins. Ég og miniir
skoðanabræður eru orðnir
leiðir á núverandi stjórn
málakerfi."
1 næsta mánuði, þegar Gall
up birtir næstu skoðanakönn
un, fáum við að sjá hvort
skattaandstæðingaflokkuriinn
hefur aukið enn fýlgi sitt.
Verði svo að flokkur þessi
nái rótfestu, getum við búizt
við ýmsu i stjórnmálalífinu
hér næstu árin.