Morgunblaðið - 21.06.1973, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1973
íbúð til sölu
4ra herb. íbúð til sölu í Álfheimum. (búðin er laus
nú þegar.
Upplýsingar í sima 30246 eftir kl. 5 í dag.
Roðhús í neðro Breiðholti
Höfum í sölu bráðskemmtilegt raðhús á 2 hæðum í
Breiðholti I. Húsið skiptist í stofur, 4 svefnherbergi,
húsbóndaherbergi, fallegt eldhús, glæsilegt bað,
gestasnyrtingu, þvottahús og geymslur, bílskúr, auk
óráðstafaðs pláss í kjallara. Frágengin lóð. Mögu-
leiki á 2 íbúðum í húsinu. Góð eign á hagkvæmu
verði. Nánari uppl. í skrifstofunni, ekki í síma.
PÉTUR AXEL JÓNSSON
lögfræðingur, Öldugötu 8.
Tilboð óskast i að grafa fyrir nýbyggingu við Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Neskaupstað, steypa upp neðri
kjallara hennar og gólf efri kjallara, ásamt pípu-
lögnum fyrir rafmagn.
Útboðsgögn verða afhent á eftirtöldum stöðum
gegn 5.000,00 kr. skilatryggingu: Skrifstofu Inn-
kaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Rvík og á
skrifstofu sjúkrahússins á Neskaupstað.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar
ríkisins, þriðjudaginn 10. júlí kl. 15.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
Norsku skuttogararnir
Á ÞJÓDHÁTÍÐARDAGINN 17.
júrní sl. birtist frétt í Mbl. um
skuttogara Þormóðs ramma á
Siglufirði, sem nú er veirið að
smíða hjá Stálvik hf. í Garða-
hreppi. í fréttinni eru hafðar
eftir forstjóra Stálvíkur hf.,
Jómd Sveiinssyni, rangar og vill-
andi upplýsingar um stærð,
verð og búnað norsku skuttog-
aranna, som undanfarið hafa
kornið til Vestfjarða.
Af þessu tiiefni óskum við að
taika fram eftirfarandi, til þess
að leiðrétta helztu missagnir
forstjórans:
1. í fréttinini kali'ar Jón Sveins-
son norsku skuttogarana
„systurskip Stálvikurtogar-
ans“. Það er heldur óveinjulegt
og nánast nýmæli, að kalla
skip „systurskip", sem ekki
eru byggð eftir sömiu .teikn-
ingu og hafa þar að auiki ekki
sömu stærðarhliutföll. Norsku
togaramir eru 9,5 metra
breiðir, en Stálv i.ku rtogarinn
9,0 metra breiður. Norsku tog-
aramir eru þvi verulega
stærri.
2. í fréttinni staðhæfir Jón
Sveinsson, að norslkiu togar-
amir kosti 155 milijónir króna.
Stálví’kurtogarinn kosti aftur
á móti 147 mildjónir króna og
sé þvi 5% ódýrari en þeir
norsku. Sannleikur málsins
er, að meðalverð þeirra
þriggja norsku togara, sem
komnir eru til landsins, er
9.070 þús. norskar krónur með
lántölkuikostnaði og öðrum út-
gjöldum erlendis eða með núv.
gengi 1624,00 á norskri krónu
147 millj. króna. 1 þessu sam-
bandi er rétt að taika fram, að
20% af verði skipanna var
yfirfært á lægra gengi. Læfck-
ar byggingarkostnaðurinn um
5 millj. króna af þeim sökum,
an við bætist heimsiglinigar-
kostnaður um 1,5 millj. króna.
Raunverulegt kostnaðarverð
sicipanna í dag er þvi 143,5
miffljómir króna eða 11,5 mállij.
kr. lægra en Jóm Sveinsson
staðhæfir.
3. Þá er haft orðrétt eftir for-
stjóranum: „Þessi skuttogari
er jafn stór og þeir norsku og
tækjabúnaður sá sami.“ Eins
og fram kemtur hér að framan
er Stálvíkurtogarinn V? metra
mjórri en þeir norsku. 1
norsku togurunum er einnig
ýmis búnaður og tæflri, sem
eklki verður í Stáiví'kurt.ogar-
anum. Má í þvi sambandi
nefna, að í norsku togurunum
eru sérstakir veltitankar, sem
draga mjög mikið úr veltu
skipsins og gera því öil vinnu-
slkilyrði betri um borð í slkip-
unum. Þeir eru búnir sérstakri
vindu fyrir flottroliið, sem
gerir mikllum mun auðveldara
að skipta um veiðarfæri. 1
norsku togurunum er eimari,
sem eimar vatn úr sjó. m. a.
til ísframleiðslunnar, isgeymir
og blásiturskerfi, sem flytur
ísinn um lestina. Vafalaust
mætti telja til fleiri atriði, en
þetta verður látið nægja. Elkilri
sýnist óvariegt að áætla, að
Stáflviiburtogarirun hefði orðið
25—30 millj. krónum dýrari
en norsku togaramir, ef hann
hefð: orðið „jafn stór og þeir
norslcu og tækjabúnaður sá
sarni".
4. Um fráganginn hefir forstjór-
inn þetta að segja: „Frágang-
ur á íslenzkum skipum er al-
menmt vandaðri en gerist á
skipum, sem smiðuð e-ru fyrir
okkur erlendis." Því m:ður
hafa komið fram gaiiar á
nokkrum þeirra skipa, sem
smíðu’5 hafa verið fyrir okbur
erlendis, en það verður að
teijast hæpið, að teija það al-
menna regBiu að svo sé. Til
þess að geta fullyrt siikt,
þurfa menn a. m. k. að hafa
skoðað hlutina, sem þeir eru
að bera saman. Okkur vitan-
lega hefir Jón Sveinsson aldrei
skoðað norsku togarana, sem
honum verður svo tíðrætt um,
og getur því ekkert staðhæft
í þessu efni.
5. Rétt er það hjá Jóni Sveins-
syni, að „oft þarf að gera
viðamiklar breytingar á skip-
uim smiðuðum erlendis, þegar
þau koma til iandsins og því
fyligir oft mikil'l kostnaður".
Við viljum hins vegar benda
honum á, að norsbu togar-
amir hafa aMi r farið á veiðar
tveim sóla'rtirin'gum eftir að
þeir komu tl heimahafnar eða
strax og afgreiðstiu þeirra
hefir verið lokið. Þeir hafa
því ekki tafizt frá veiðum
vegna breytinga og endurbóta.
Rétt er, að það komi fram, að
áður en gengið var frá samning-
um um smíði norsbu togaranna
var leitað eftir tilöoði frá Stái-
víik hf. Því miður reyndist það
tiliboð verulega óhaigstæðara en
hið norska. Það er áreiðaniega
einlæig von alllra, að islenzikum
skipasmíðaiðnaði vaxi svo fiskur
um hrygg á komamdi árum, að
hann verði samkeppnisfær um
verð við erliendar skipasmíða-
stöðvar. I sambandi við þær
skipasmíðar, sem hér hefir verið
rætt um, virðist vanta nokkuð á;
að svo sé. Sá munur er ennþá
meiri en svo, að m:ssagnir Jóns
Sveinssonar geti brúað það bil.
Honum væri hollara að hafa að
leiðarljósi ískenzika spa'kmælið:
Lofaðu svo einn, að þú lastir
ekki annan, næst þegar hanin
skýrir blað&mönnuim frá verk-
um sínum.
Isafirði, 18. júní 1973
Birgir Vaidimarsson
Jón Páll Halldórsson
Börkur Ákason.
- Siðvæðing
og fuglar
Framhald af bls. 17.
vaxandi eiturlyfjaneyslu
áfengisdrykkju og glæpi að
dómi höfunda, á að koma
þetta nýja samfélag „myndað
úr félagslega sjálfstæðum og
sér nógum einingum." Til að
fullnægja andlegum þörfum
þegnanna á fólk að vinna
skammt frá heimilum sínum
og „bera sjálft ábyrgð á e gin
stjórn, skó’akerfi, rekstri
sjúkrahúsa og almannatrygg-
inga.“
Ekki gefst tækifæri til að
rekja hinar mörgu Oig for-
vitnilegu tillöigur höíunda
He'ms á helvegi, sem telja
hóflausan hagvöxt hina miklu
meinsemd. Ségja má að þeir
brjóti til mergjar marga þætti
nútíma lifnaðarhátta og finni
þar fátt til fyr'rmyndar. Til
þess að hugsjónir þeirra verði
að veruleika þarf hugarfars-
breyting að eiga sér stað,
kapphlaupið mikla um ver-
aldleg gæði að stöðvast. Heim
ur á helvegi er bók, sem á það
skilið að vera lesin af öllu
hugsandi fólki. Vamaðarorð
höfundanna eru ekki töluð út
í bláinn.
Fuglabók AB er kom'n út í
nýrri og handhægri útgáfu.
Þessi bók er svo gagnleg öll-
ura, sem vilja þekkja um-
hverfi sitt, að óþarft ætti að
vera að benda á gildi hennar.
Ég vil aðeins gera þá játn-
ingu að þetta er sú bók, sem
ég vildi einna sist missa úr
bókaskápnum og á ferðalöig-
um er hún uppspretta margra
áinægjustunda. Rithöfundar
hafa sótt í hana ómetanlegan
fróðleik ag leiðbe ningar. Þeir,
sem yrkja stundum um fugla,
eða þýða ljóð um fugla, eru
ekki síst þakklátir fyrir þessa
bók
Iðnaðarhúsnæði óskost
100 — 110 ferm. með góðri innkeyrslu.
Upplýsingar í síma 11539 eftir kl. 7.
4rn herb. íbúð í Hafnar' rði
til sölu, um 100 ferm íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi
(steinhúsi) við Háukinn. Sérhiti, sérinngangur og
sérþvottahús. Ibúðin er um 15 ára gömul. Hag-
kvæmt lán áhvílandi. Verð um kr. 2,5 millj.
ARNI GUNNLAUGSSON, HRL.
Austurgötu 10, Hafnarfirði.
Sími 50764.
Vesturbœr
Húseignin Túngata 39
er til sölu. Húsið er 65 fm, 2 hæðir, kjallari og
bílskúr.
Nánari upplýsingar gefur
MALFLUTNINGSSKRIFSTOFA
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar.
Aðalstræti 6, III. hæð. Sími 26200.