Morgunblaðið - 03.07.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.07.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, í>RIÐJUDAGUR 3. JÚLl 1973 Otgefandl hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjórl Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 18,00 kr. eintakið. Ifiðbrögð Baldvins Halldórs- * sonar, leikara, við af- hendingu silfurlampans, sem leikgagnrýnendur ákváðu að veita honum að þessu sinni, en hann neitaði að taka við, hafa að vonum vakið mikla athygli og vekja áreiðanlega upp líflegar umræður um hlutverk listgagnrýnenda al- mennt og alveg sérstaklega um gildi ýmiss konar verð- launa, sem nú tíðkast svo mjög að veita listamönnum. Vitað er, að lengi hefur ríkt mikil óánægja meðal leikara með störf leikgagn- rýnenda og alveg sérstaklega hafa leikarar við Þjóðleik- húsið talið á sig hallað í skrif- um gagnrýnenda blaðanna. Nokkrum sinnum hafa leik- arar beitt sér fyrir umræðu- fundum með gagnrýnendum um þessi mál. Slíkir fundir hafa verið vettvangur skoð- anaskipta, en tæpast fengið nokkru áorkað til þess að draga úr óánægju leikara með störf gagnrýnendanna. Aðspurður um það, hvern- ig leikgagnrýni eigi að vera, hefur Baldvin Halldórsson sagt, að hún eigi að vera heiðarleg. í sjálfu sér ber ekki að líta á dóma gagn- rýnenda, sem algildan sann- leik um gildi leikverka og frammistöðu einstakra leik- ara. í umsögnum þeirra felst einungis skoðun þeirra sem einstaklinga á leikverki og þeim listamönnum, sem að því vinna. Þess vegna hvílir sú skylda á herðum dagblað- anna að velja til þessa starfs menn, sem hafa nægilega þekkingu og menntun til þess að skrifa um leiklist. Á það hefur oft nokkuð skort og m.a. verið vöntun á hæfum mönnum til þess að skrifa leikgagnrýni. En hvaða mælikvarða skal leggja á það, hvort gagnrýni er heiðarleg eða óheiðarleg? Væntanlega þann mæli- kvarða, að annarlegar hvat- ir og framandleg sjónarmið ráði ekki skrifum gagnrýn- enda, heldur einungis list- rænt mat á leikverkinu og frammistöðu leikara. Hjá sumum gagnrýnendum hefur hins vegar gætt allt annarra sjónarmiða, og á það ekki einungis við um suma leikgagnrýnendur, heldur einnig þá, sem skrifa um aðr- ar listgreinar. Þannig hefur þess gætt, að listdómar márk- ist af því, hvaða „þjóðfélags- legan boðskap11 leikverk eða önnur listaverk hafi fram að færa og jafnvel af stjórn- málaskoðunum listamanna, sem skapa verkið eða flytja það. Þegar svo annarleg sjón- armið ráða, en ekki listrænt mat, er gagnrýnin á villigöt- um, þá er hún óheiðarleg. Þorvarður Helgason, leik- gagnrýnandi Morgunblaðsins, lýsti yfir því, eftir að Bald- vin Halldórsson hafði hafn- að silfurlampanum, að leik- gagnrýnendur mundu hætta þeim sið að veita slíka við- urkenningu. Sú afstaða er áreiðanlega rétt. Aðdragandi viðurkenninga af þessu tagi hefur oft verið ógeðfelldur — ekki þó alltaf. Um skeið hafa bókmenntagagnrýnend- ur dagblaðanna veitt svo- kallaðan silfurhest í viður- kenningarskyni við rithöf- unda. Bókmenntagagnrýn- endur Morgunblaðsins hafa átt aðild að veitingu hans, en Morgunblaðið mun ekki eiga aðild að henni framvegis. Vinnubrögð sumra gagnrýn- enda við val rithöfunda til þess að hljóta silfurhestinr hafa ekki verið með þeim hætti, að ástæða sé til aft taka áfram þátt í þeim leik. Vonandi verða þær umræð- ur, sem væntanlega fylgja í kjölfar afstöðu Baldvins Halldórssonar, til þess að stuðla að því, að einungis heiðarlegt listrænt mat ráði skrifum gagnrýnenda, en ákvörðun hans leiðir vænt- anlega líka til endurmats á gildi verðlaunaveitinga til listamanna. Hvaða þýðingu hefur það t.d. fyrir okkur að eiga aðild að verðlaunaveit- ingu Norðurlandaráðs? Hing- að til hefur ekkert íslenzkt bókmenntaverk hlotið náð fyr ir augum þeirrar dómnefnd- ar, ef til vill vegna þess, að þau komast einfaldlega ekki til skila í misjafnlega góðum eða lélegum þýðingum. Meiri ástæða sýnist vera til að reka á eftir því, að þýðing- armiðstöð Norðurlanda taki til starfa, þannig að almenn- ingur á Norðurlöndum eigi greiðari aðgang að íslenzkum bókmenntum en verið hefur. Auk þess orkar oft tvímælis, hvort beztu bækurnar eru sendar í slíka verðlaunasam- keppni. GAGNRYNI 0G VERÐLAUNAVEITINGAR Bláa bókin hans séra Magnúsar Grímssonar Steingrímur Jónsson: Hugvitsmaðurinn Hjörtur Þórð arson rafmagnsfræðingur í Chicago. — Æviferill. ATmenna bókafélagið. Reykjavik — marz — 1973 AMERÍKUFERÐIRNAR urðu ís lenzku þjóðinni mikil blóðtaka, og um þær urðu að vonum harð ar illvigar deilur, bæði í blöð- um og manna á milli. En meðan mest kvað að þeim, varð vissu- lega ekki með sanni sagt, að ís- land byði öllum bömum sínum viðunandi, hvað þá glæsileg lífs skilyrði. Á síðasta fjórðungi 19. aldar kreppti mjög að islenzku þjóðinini margvisleg óáran, og getan til úrbóta af hendi stjórn valda var hörmulega Íítil. Hins vegar hafði hin hraðvaxandi tækni á sviði samgangna og at- vinnuvega á Vesturlöndum opn- að augu manna í hinum viðlendu ríkjum Norður-Ameriku fyrir þvi, hverjir feikna möguleikar þar væru ónýttir til fjáröfhmar og hvers konar framtaks; þar skorti fyrst og fremst fólk, og svo voru þá sendir til Evrópu menn, sem gegndu því hlutverki að gylla svo framtíðarmöguleik ana vestan hafs, að sem ailra fiestir tækju sig upp frá sínu og slnum og flyttust þangað, sem framtíðin byði upp á gefi.ns land flæmi eða hátt borgaða vinnu og víðtækt frelsi til margsvíslegra úrræða og athafna. Með tilliti til hinna feiknamiklu fólksflutninga vestur um haf frá Noregi, Dan- mörku og Sviþjóð, óáraninnar hér og úrræðaleysisins hygg ég að segja megi með sanmi, að færri hafi flutzt héðan til Ameríku en við hefði mátt búast, enda dró meira úr Ameríkuferðum hér en í flestum öðrum löndum strax og batnaði í ári og aðstaðan jókst til frámtaks og framfara. Þó að margur, sem vestur flutti, þætt- ist illa svikinn og hefði jafnvel viljað fiytja aftur til gamla lands ins, ef hann hefði átt farareyri handa sér og sinum, þá vegnaði mörgum vel og sumum frábær- iega — og mikill meirihlutinn sá að mirmsta kosti bornum sínum búna betri kosti til fræðslu og efna en flestir af sömu kynslóð áttu völ á i föðurlandi sínu. Og vist er um það, að mikla og ein læga ræktarsemi hafa Vestur-ls iendingar sýnt frændum sínum austan hafs og oft veitt rausnar- lega og verulega hjálp til auk- ins gengis. Steingrimur Jónsson gerir í formála grein fyrir þvi, hvernig bók hans sé til orðin og þakkar þeim, sem að þvi hafa stuðlað, að hún hafi að efni og gerð orðið slík sem raun ber vitni. En hún fjall ar um þann Islending, sem reynd ist slíkur velgerðamaður mann- kynsins, að Steingrlmur hefur fært fullkomin rök að því í þess ari bók, að hann eigi skilinn sess við híið fjögurra fremstu og fræg ustu forvígismanna raftækninn- ar, manns sem fluttist sex ára gamall með fátækum foreldrum sínum vestur um haf og þrátt fyrir sín miklu afrek sem upp- finningamaður og iðjuhöldur var eingöngu sjálfmenntaður. Að litt huigsuðu máli mundu ýmsir telja að íslenzku þjóðinni hafi að því orðið feikna mikið og raunar lítt bætanlegt tjón, að Hjörtur Þórð arson skyldi flytjast vestur um haf, en ef að því er hugað, að hvers konar véltækni og þá ekki sízt sú, er lýtur að rafmagn:, miátti heita hér með öllu óþekkt fram á þessa öld og að Hjörtur var, svo sem fram kemur greini lega í bók Steingríms, maður sér stæður að gerð, er að minnsta kosti full vissa fyrir því, að hann hefði ekki orðið við íslenzkar að stæður einhvér fremsti forvigis- maður í þeim tæfenilegu fræðum, sem fært hafa m.a. okkur íslend ingum stórbætt lífsskiiyrði og mannkyninu Öliu ófyrirsjáanlega mikla og margþætta möguieika. Trúlegast þyfeir mér, að hann hefði fyrst og fremst orðið hér sérvitur heilabrotsmaður, vel metinn á vissan hátt og jafnvel hálfgild'ngs þjóðsagnapersóina. Ekki skyldu menn ætla, að skáidið og þjóðsagnasafnarinn séra Magnús Grimsson hafi átt þátt í því, hvert mikilmenni Hjörtur Þórðarson varð á alþjóð legan mælikvarða. En séra Magm ús var hugvitsmaður og lagði nokkra stund á uppfinningar, og trúlega hefur það ekki verið til- viljun'ein, að á skólaárum sínum var hann fylgdarmaður erlendra náttúrufræðinga, sem ferðuðust um ísland, heldur þykir mér lík legt, að sjáifur Bjöm Gunnlaugs son hafi á hann bent. Og þegar Magnús var aðeins tuttugu og sjö ára, kom út í þýðingu hans eðlisfræðl eftir Þjóðverjann J. G. Fischer. Séra Magnús Grims- son var móðurbróðir Hjartar Þórðarsonar og mun hann hafa gefið Guðrúnu, systur sinni, bók ina. Nokkur bókakostur var til á heimili foreldra Hjartar, en eðlis fræðin, sem hann kallaði Bláu bókina var sú af bókum heimilis ins, sem Hjörtur var hrifnastur af. Ste;n>grímur segir svo; „Bók þessi var að vísu torskii in unglingi, en Hjörtur stautaði sig samt fram úr henni og las hana oftsinnis. Hann hugsaði mjög um efni hennar í hjáset- unni eða við bústörfin. Kom það þá fyrir, að hann varð annars hugar við vinnu sína. Einkum þótti á því bera við gæzlu kúnna. Þess vegna er sögð sú saga, að séra Friðrik Bergmann hafi spurt, er Hjörtur skyldi gæta kúa 13 eða 14 ára gamall, hvort heldur væri, að hann gætti kúnna eða kýrnar gættu hans.“ Þá segir Steingrímur, að á vetr um hafi Hjörtur löngum verið niðursokkinn í bókina og „reyndi að gera einföldustu tilraunir, sem bókin sýndi, eftir því sem efni leyfðu, og átti að lokum þá ósk heitásta að verða svo efinum bú'nn, er hann yrði fullvaxta, að geta gert allar tilraunirnar sjálf ur, einkum þó við rafmagnið, sem heillaði hann mest. Þá segir Steingrímur einnig þau vissulegá athyglisverðu orð, er hér fara á eftir: „Bókin varð Hirti drýgri til þroska en nokkur skólaganga hefði getað orðið, að því leyti, að hún varð honum hvöt til sjálfs náms, er þroskaði hæfileika hans til að brjóta sjálfur viðfangsefn ið til mergjar. Varð þetta undir- staðan að lífsstarfi hans síðar.“ Síðasti kafli bókar Steingríms heitir „Biáa bókin“. Sá kafli hefst þannig: „Það má sjá af ævisögu Hjart ar Þórðarsonar, að eðlisfræði Fischers hefir haft mikil áhrif á ævistarf hans og jafnvel ráðið örlögum. Þykir því hlýða að geta bókar þessarar að nokkru hér.“ Síðan greinir Steingrímur á rúmum átta blaðsíðum ærið ræki lega frá efni og anda bókarinnar og ber hann lof á þýðingu Magn úsar Grímssonar, sem hann seg ir að sé „sums staðar með meiri tilþrifum en danska útgáfan“. Engum mun það ljósara en slíkum manni sem Steingrímur Jónsson er að vitsmunum, þekk- ingu, lífsreynslu og fjölþættum þroska, hvers virði sem allra gagngerust fræðsla og hand- leiðsla úrvalsháskólakennara er í hvers konar fræðigreinum og þá ekki sizt hinum raunvísinda legu, en samt leggur bann, eins og hér hefur verið sýnt ærna á- herzlu á gildi sjálfsnáma til raun verulegs persónulegs þroska. Og þó að frumhvati hans til ritunar þessarar bókar hafi verið frá öðrum kominn og allmiklu hafi þar um ráðið náin frændsemi þeirra Hjartar Þórðarsonar, þá virðist mér mest áberandi sá til gangur Steingríms með bókinni, að gera ungum Islendingum að fordæmi baráttu og sigra Hjart- ar, sem fékk einkaleyfi í Banda- ríkjunum á hvorki fleiri né færri en hálfu öðru hundraði uppfinn- inga og komst í fremstu röð þeirra manna, sem hafa fleytt raftækninni lengst á leið. Hann tileinkar og bók sína islenzkum æskumönnum með beztu fram- tíðaróskum, og aftur og aftur kemur hann að því í bókinni, hve lærdómsríkt sé fordæmi Hjartar. Steingrímur kallar og einn kafl- ann: Minningin lifi. Honutn lýk- ur þannig: „Muna skyldi íslenzkur kyn- stofn ávallt Hjört Þórðarson sem hina ágætustu fyrirmynd ungum mönnum." Þó að Steingrímur Jónsson verði á morgun áttatíu og þriggja ára og hann hafi oft mik ið á sig lagt á langri ævi, er bók in vel rituð og öll framsetnmg efnisins skýr og hverjum manni auðskilin, enda er Steingrímur maður orðhagur og vann hér áð ur fyrrum mikið starf við sköp un nýyrða í tækmimáli. Bókin er því öllum gott og minnisvert les efni. En von mun á öðru bindi, sem mér hefur skilizt, að ekki verði á mínu færi um að dæma, þó að ég hins vegar efi ekki, að til þess verði vandað engu siður ein þessa bæði af hendi höfundar og útgefanda. Mýrum í Reykholtsdal, 17. júní 1973 i Gu^mundur G. Hagalín -i skrifar um i BÓ KM [] EN n m rm • • • ’ ■' 1 . • Ai.: '; • '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.