Morgunblaðið - 03.07.1973, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐÍUDAGUR 3. JÚLÍ 1973
Björk Steingrímsdóttir
— Minningarorð
F. 20/4 ’49
D. 22/6 ’73
UNDARLEG eru mannaima ör-
lög og veganestið eins mismun-
andi og mennirnir eru margir.
Elfur lífsins rennur samt fram,
t
Konan món og móðiir okkar,
Jóna Margrét
Sólmundsdóttir,
Hátúni 27, Reykjavík,
lézt í Landispá tailanum að-
fairamótJt 1. júM.
Iwkell Skúlason og bömin.
kynslóðir koma, kynslóðir
hverfa. Menn renna sitt stutta
skeið á enda, bera sina gleði,
si>nn harm. Gamall maður hnígur
til foldar, litið barn brosir á móti
sólinni, móður lífsins. Þanni.g er
gangur lifsins.
Samt sem áður veitist öllum
erfitt að sætta sig við dauðann.
Það er svo undarlegt að sjá
menn hverfa af sjónarsviðinu
fyrir fullt og allt, söknuðurinn
verður oft og tíðum mjög sár.
Hún systir mín var í heiminn
borin fyrir 24 árum á sumardag-
inn fyrsta. Á þekjunni grenjaði
stórhríðin og veröldin var grett
og úfin ásýndum, en barnið litla
var fagurskapað og engum datt í
hug, að ævi þess yrði þymum
stráð braut veikinda og þjáninga.
Við systkinin læddumst um til
að vekja ekki litla barnið með
fallega andlitið, eins og afi ,var
vanur að kalla þig, og þótti heil-
merkilegt, að til skyldi vera
minna fólk en við sjálf. Svo kom
tilkyimingin um að þú værir með
ólæknandi hjartagalla. Þann dag
grúfði dökkur skuggi sorgar yf-
ir litia heimiiinu okkar.
En liísviljinn er ótrúlega
sterkt afl og þinn lifsvilji og
þróttur var ótrúlegur. Alltaf
hjamaðir þú við eftir öll þin
hræðilegu veikindaköst, þegar
enginn hugaði þér líf. Ei>ns og öll-
um veikum bömum á Islandi
reyndist veturinn þér ætíð erf-
iðastur. Þá lástu oft svo vikum
og mánuðum skipti og barðist
fyrir lífi þínu á meðan dauðinn
beið við rúmstokkinn tilbúinn að
leysa þig frá pínu og kvöl. En þeg
ar sól tók að hækka og fuglinn að
syngja sinn vorsöng, þá varstu
fyrr en nokkurn varði komin út í
varpann og farin að leika þér að
legg og skel og ljósi hrokkinkoll-
urinn þinn var eins og stór, gul
sóley í grænum varpanum Hest-
urinn þinn, hann Vinur gamli,
veitti þér marga ánægj ustund-
ina. Honum þótti vænt um litla,
blíða lófann þinn og hann vissi,
að byrðin var brothætt og dýr-
mæt þótt létt væri.
Þannig héldu árin áfram að
liða og við fengum að hafa þig
hjá okkur. Barátta þín fyrir lif-
inu hélt einnig áfram óslitið. Þú
sigldir til erlendra landa til að
leita þér lækninga og vannst þér
hvarvetna virðingu fyrir þrosk-
aða skynsemi þina, greind og
kjark. Sem betur fór stóðst þú
heldur ekki ein i baráttunni, þar
sem foreldrar okkar börðust ötul-
lega þér við hlið, og þær eru
orðnár ófáar andvökunæturnar,
sem þau hafa setið við litla
sjúkrabeðinn þinn miHi vonar og
ótta og lagt allt af mörkum þér
til fulltingis. Aldrei brast þau
heldur kjark.
Og nú eru árin þín öU. Ekki
urðu þau mörg, en við, sem eftir
■lifum erum þakklát fyrir þessar
stundir. Þú lézt lifið í baráttu
þinni fyrir lífinu, eftir síðustu til-
raun þína til að ná bata. Dagana
fyrir hjartauppskurðinn varst þú
kát og vonglöð og trúðir á þina
eigin hamingju, eins og sannri
hetju sæmir. Fyrir okkur hinum
munt þú aldrei verða dáin. Við
munum hugsa til þin eins og
hugsað er til góðs vinar I
ókunnu landi og minning þín
mun lifa með okkur, björt og hlý
eins og þú varst .sjálf.
Unnur Steingrimsdóttir.
í DAG verður ti>I moldar borin
frá FossvogskapeMu, frænlka món
Björfk Steingrimsdótitir, sem lézt
í London 22. júmí ah, eftir langa
og erfiða baráttu frá fæðingu,
sem þó aídrei náði að buga
hana.
Björk fædddst 20. april 1949,
dót’tir hjónanna Jóhönnu Egg-
ertsdóttiur og Steingríms Bene-
dilktssomar, og var þriðja elzt af
sex bömum þeixra. Hún var
óveinju vel gerð og góðum gáf-
um gædd og fylgdist með öllu
þrátt fyrir það, að hún gekk
aldred heil tíl skógar. Hvers
manns hugljúfi var hún og ömLum,
sem heoni kynntust fannst þeir
væru ríkani eftir að hafa kom-
izt að raun um hugrekki hennar
og bjartsýnii, sem gerði það að
verkum að erfiðleikannir, sem
hún áfctí aífeltlt við að stríða,
vintust leilkiur eitnn og mætti
miörguim verða ævi og þrek
þessarar ungu stúllku lýsandi
ljós á MfsLeilðdin.ni. Björk var víð-
lesin og talaði ensku reip-
rennandi og gat tjáð sig á
dön-siku, þó að henni hefði
eklki auðnazt sökum heiilsu-
brests, að ganga á eðli-
legan hátt í skóla. Engu að síð-
ur stefndi hún að álkveðnu
marki og hugðóist halda áfram
námi, ef hún fengi futla heilsu.
20. júní gekkst hún undir
erfiðan uppskurð, sem viirtíst
hafa gengið að óskum, en allt
í einu dró ský fyrir sóLu og lifið
unga slokkniaði.
Þótt þú sért nú horfin, elaku
frænka mín, þá líifir miiininiingin.
Björk ólst upp á meðal for-
eldra og systkina, sem voru
óvenju samhent, og ástríik hvert
við ainnað. ÖU áttu þau, hvert
á simn máta, þátt í því að létta
lifTið fyrir hana. í því sambamdi
akai Herdisar, systur hennar,
sérstaklega m'irmzt, sem var
henni og foreldruim sínum ein-
stök stoð og stytta í sáðustu
ferðiirm.i, sem ella.
Náttúran, dýrtn og allur gróð-
ur var hennar he'anur, og hest-
ur'inn átti hug hennair allan.
Ég vil þakka þéir, frænka mín,
fyrir aUar ánægjustundimar og
þarnn lærdóm sem þú vei.ttir mér
og fjölskyldu minni, sem mun
verða okkur ógleymanlegur alla
tið.
Þeir sem böm í anda eru,
el.sku drottins bezt fá greimt.
Meðein þrámar ljóssins lejta.
Lífið verður bjart og hreimt.
Barnsin.9 tæra hugarheiði
he’lgi dómisins merki ber,
sál þess er hver sólargeisM
9endiboði, Guð, frá þér.
J.G.
DIDDA.
f DAG kveðjum v'ð Bjökku i
hinzta sinn. Orð verða léttvæg á
slikum stundum. Við stöndum
eftir í hljóðri spum. Hvers vegna
varð Bjökka að berjast við erfið-
an sjúkdóm aila sina ævi? Hvers
vegna voru örlög hennar að deyja
svo ung? Bjökka með sinn and-
lega lifsþrótt er horfin úr aug-
sýn, en minningin ein stendur
eftir. Sú minning mun þó vissu-
lega geymast okkur.
Bjökka var litil vexti og fín-
gerð, en persónuleiki hennar var
sterkur og fastmótaður. Hún
hafði, sakir sjúkdóms sims, ekki
S. Helgason hf. STCINIÐJA
tlnhohl 4 Slmar ÍU77 og 14254
t EJstouil’eg eigimkona m4m, dótt- dr okkar, móðir, temgdaimóðir og amrima, Elín Ingibjörg Eyþórsdóttir, Kaplaskjólsvegi 41, lézt 1. júll sl. Slgurvin Finnbogason og aðrir aðstandendur. t Faðir okkar, temgdiafaðLr og afi, Sigurjón Illugason, Laugarbraut 5, Akranesi, verður jarðsetitur frá Akra- neskirkju miðvilkudagimn 4. júli kl. 2 e.h. Þeirn, sem vilja miinmast h'atis skal bent á Sjúknahús Akramesis. Börn, tengdaböm og barnabörn.
t Maðurimm minin, Úlf Jónsson, lézt 30. júní. Vilborg Kolbeinsdóttir. t Móðir okkar, Helga Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Laugaveg 126, sem andaðist í Lamdakots- spitala 29. júná síðastldðinn, verður jarðsiumigin frá Foss- vogskirkju fiimmtudaginm 5. júlí kl. 10,30 f. h. Ásgeir Sigurjónsson, Sveinbjöm Gíslason.
t
Móðir okkar,
SIGRlÐUR DANlELSDÓTTIfl
frá Steinsstöðum,
lézt að morgni 1. júlí að heimili dóttur sinnar á Akureyri.
Útförin ákveð'm siðar.
Anna Kristjánsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir.
t
Eiginmaður minn,
VILHJÁLMUR AGÚST JÓSEFSSON HÚNFJÖRÐ,
blikksmiður,
andaðist 2. júlí i Heilsuverndarstöðinni.
Sigríður Ólafsdóttir Hunfjörð.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
MAGNÚS J. BRYNJÓLFSSON,
framkvæmdastjóri, Reynimel 29,
lézt sunnudaginn 1. júlí.
Marie Brynjólfsson,
Elsa Magnúsdóttir, Magnús Magnússon Brynjólfsson.
VHHJALMUR t AÐALSTEINN SIGURÐSSON frá Brekkum.
sem lézt af slysförum 21. júní verður jarðsettur frá Fo«s- vogskirkju fimmtudaginn 5. júlí kl. 13.30.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda
EHnborg Þorgeirsdóttir, Lerfsgötu 10.
t
Bðlför bróður okkar,
SIGURJÓNS FRIÐBJARNARSONAR
frá Vestmannaeyjum,
fer fram á morgun miðvikudaginn 4. júli í Fossvogskirkju
kl. 10.30.
Þeir sem vilja minnast hins látna er bent á Hjartabílinn,
minningasjóð Hauks Haukssonar.
Systkinin.
t
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
EINAR GUÐJÓNSSON,
Miklubraut 62,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mðvikudaginn 4. júlí
kl. 3 e.h. Þeir sem vilja minnast hans er bent á líknar-
stofnanir.
Margrét Gunnlaugsdóttir,
böm, tengdaböm og bamaböm.
t
Móðr okkar, tengdamóðir og systir
GRÓA PÉTURSDÓTTIR
Öldugötu 24,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. júlí kl.
13.30. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Slysa-
várnafélag Islands.
Sigriður og Pétur O. Nikulásson,
Þóra Olafsdóttir,
Margrét og Jón O. Nikutásson,
ömólfur Nikulásson,
Guðlaug Pétursdóttir.
t
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfaM og
jarðarför,
KRISTJANS N. PÉTURSSONAR
Böm, tengdabörn og bamaböm.
t
Innilega þökkum við sýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför,
■MGIMUNDAR JÓNSSONAR,
fatahreinsuna rma nns.
Sonja Ingimundardóttir,
AAsgeir Jóhannsson.