Morgunblaðið - 19.07.1973, Page 28

Morgunblaðið - 19.07.1973, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1973 SAI BAI N Anne Piper: 1 Snemma í hátíinn upp að andlitinu á mér. Ég öskr- aði upp, eins og fín dama og reyndi að berja hann frá mér með sólhlifinni. En þá hlupu hvorki meiira né minna en þrír ungir menn, sem voru þar ná- lægir, mér til hjálpar. — Heyrið þér . . . eruð þér meidd? — Frúin ekki meidd vonandi. í>etta er meira villidýrið. — Skammastu þín, Toby — æ, guð minn góður, mér þykiir svo fyrir þessu. Un hann heíur ekk- ert illt í huga. Hann fer svona að því að eignast vini — hann er ekki eins feiminn og ég — ég heiti John. John brosti, feimnislega og með vonarsvip. Ég fyrirgaf honum af því að brúnu augun hans vorú alveg eins og í Jack. — Ég er alveg ómeidd, sagði ég. — Hann er venjulega alveg meinlaus hundur, en kom mér bara á óvart með þvi að koma svona aftan að mér. Frakkinn dró sig út úr þessari vandræða- legu þrenningu, en þó ekki fyrr en hann hafði rétt mér nafn- spjaldið sitt. — Við verðum endilega að fá okkur eitt glas, sagði John, — til þess að koma taugunum í lag. Þetta er kunníngi minn, hann Rauðkoliur. Rauðkollur roðnaði og hristi hönd mína ofsalega. Hárið á honum var alveg eins og eldsvoði og það er verst, hvað þið eruð afskap- lega ungir, eða er það ég, sem er orðiin gömul ? Nú tók einn maðurinn við af öðrum og áður en vika var liðin hafði ég herra fyrir hverja málrtíð dagsins. Samt borðaði ég enn morgunverðinn í einrúmi — af því að ég vildi það heldur. Ég gekk niður stóra marmara- stigann í hótelinu um hádegi, rétt eins og drottning í óperettu, brosti til hægri og vinstri við gapandi andliitum og loks valdi ég mér einhvern arm, sem beið tiibúinn, tii morgungöngu. Ég gekk fram og aftur um borgina, kom kannski við í einhverri búð og fékk þar einhverja smá-skart- gripi eða þá illmvatnsgias, og svo til baka til að drekka eitt glas undiir pálmunum, og loks léttan hádegisverð — fjögurra eða fimm rétta. Þarna var aðeins einn óbund- inn maður í ölln hótelinu, sem ég hafði enn ekki ánetjað. Þetta var lítill, miðaldra maður með fallegt hvítt hár og sorg- mætt andlit. Ég fór alltaf framhjá borðinu hans á leið að minu borði — sem nú hafði verið stækkað og rúmaði fimm—sex manns — og ég sá, að hann horfði á mig með áhuga. Ef ég var í einhverjum sérstaklega glæsilegum kjól, lyftust brún- irnar á honum eins og hann væri hissa, en ég gat ekki fundið, að hann liti mig neinum gagn- rýniaugum. Einn morguninn datt mér í hug, að ég skyldi vera ein míns liðs — svo sem til tiibreytingar. Ég fór á fætur klukkan nlu og gekk hratt gegnum forsalinn. Þar var enginn á ferli, því að flestir borðuðu morgunverðinn á her- bergjunum. Dyravörðurinn var að sópa ganginn, eins og ekkert væri um að veira og lyfti upp kúsfinum til þess að hleypa mér framhjá. Runnamir, sem stóðu í fullum blóma útá fyrir minntu mig sem snöggvast á Darjeeling. Það var þessi sami þungi iilmur og samt hreint morgunloft — en nú frá sjónum en ekki fjöilunum. Mig langaði til að kanna gömlu borgina, svo að ég rölti í hægð- um mínum í áttina að kirkjunni. Kdrkjan var dimm og með fúkka- lykt, þegar inn var komið og brátt var ég komin niður að sjónum, hallaði mér þar fram á grindurnar og fór að telja bát- ana í höfninni. Einhver kom aftr an að mér og haliaði sér svo likst fram á grindumar. Ég leit við og sá þá sorgbitna manninn úr hótelinu. Hann brosti til mín, alvarleg- ur á svip. — Jæja, stúlka mín, sagði hann. — Þér gerið mig hrædda. Ég sá yður alls ekki í kirkjunni. —- Ég fer aldrei í kirkjur. Ég er lágkirkjumaður. Ég beið bara eftir því, að þér kæmuð út. — Þá hefið þér elt mig? — Já, það mætti vel kalla það. Ég sá yður ganga út úr hótel- imu eima yðar liðs, og ég sagði við sjálfan miig: — Þetta er skrítið. Aldrei hef ég séð fagra konu vera eima á ferð, kannski býðst mér þama tækifærið. Og svo elti ég yður. Hann hafði fallegan velskan málróm — allt sem hann sagði lét í eyrum eins og söngur. — Jæja. Dangar yður til að tala við mig úr því að þér eruð búinn að ná í mig? — Já, ég vil tala við yður og að þér talið við miiig — það sem eftir er ævinnar. í þýóingu Fáls Skúlasonar. — Hvað eiigið þér við? spurði ég eins og bjáni. — Þér eruð fyrsta konan, sem ég hef séð, sem miig langar að eignast fyriir eiginkonu. — Eruð þér þá að biðja mín? — Rétt stúlka mín, sagði hann, en þokaði sér ekkert nær mér. — Þetta er ein'kennilegasta bón Húsmóðirin mælir með Jurta! ■/.<>/ Laxá í Dölum Veiðifélag Laxdæla, Dalasýslu, auglýsir hér með eftir tilboðum í veiðirétt í Laxá í Dölum árið 1974. Tilboð skulu hafa borizt á skrifstofu Landssam- sambands Veiðifélaga, Bankastræti 6, Reykjavík, 3. hæð, fyrir 15. ágúst næstkomandi kl. 17. Tilboð þau, sem verða opnuð kl. 17.30 sama dag. Alla nánari vitneskju, þ.á.m. um stangafjölda og fyrirhugaðan veiðitíma, veitir skrifstofa Landssam- bandsins. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. F. h. Veiðifélags Laxdæla LANDSSAMBAND VEIÐFÉLAGA. f t Alltqf er hann beztur Blái borðinn E smjörliki hf. velvakandi Veivakandi svarar i síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Trjágróður á gangstéttir Edda Jónsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Mikil varð ánægja mín er ég átti nýlega leið fram hjá verzl uninni „Kúnígúnd“ í Hafnar- sitræti. Á gangstéttinni fyrir utan verzlunina hefur verið kom ið fyrir kerjum með trjáhrfsl- um. Það er hreint ótrúlegt hvað þessi einfaldi útbúnaður gefur umhverfinu hlýlegan og skemmtilegan svip. Það er eiginlega mesta furða, að ekki skuli vera iögð meiri áherzla á að prýða fjölfamar götur með gróðri en gert er. Ég er viss um að mikil borgar- prýði yrði að því ef kaupmenn, til dæmis, gerðu meira af því að koma fyrir blóma- eða trjá- kerjum fyrir utan fyrirtæki sín. Ég skora á verzlanir og önnur fyrirtæki á fjölfömum stöðum að taka sér „Kúnín gúnd“ til fyrirmyndar. Edda Jónsdóttir." 0 Er hægt að sporna við því, að Reykjavík verði stórborg? Þannig hefst bréf frá bifreið- arstjóra á B.S.R.. Ég vil hefja þetta greinarkom á því að þakka Einári Magnús- syni, fyrrv. rektor fyrir grein hans í Morgunblaðinu 3.6. 1973 og hvetja alla velunnara borg- arinnar til að lesa liana með athygli og trúi ég ekki öðru að óreyndu en hún opni augu nógu margra ráðandi manna til þess að stöðva megi hlð óhóf- lega álag, sem þegax hvíldr á okkar gamla, góða miðbæ. Fyrir nokkrum árum voru réttilega uppi háværar raddir um það, að byggja þyrfti nýja miðborg. Henni var ætlað pláss í skipulagi, en síðan ekki sög- una meir. Ég held, að fáum sem um þessi mál hugsa blandlst hug ur um, að raunverulegt miðborg- arsvæði Reykjavíkurborgar megi nú kallast frá Elliðaám að Fossvogslæk. Heyrt hefi ég þvl fleygt að í Breiðholtshverfi fullbyggðu muni búa jafnmargir i fullbyggðu muni búa jafnmarg ir íbúar og bjuggu í Reykjavík 1946. Einar Magnússon benti rétti- lega á útsýnisskerðingu þá, er af hinu væntanlega Seðlabanka húsi stafaði, en þar er þó van- taldn sú ástæða, sem ég mundi þó telja enn þyngri á metum, en það er sú ofþensla á umferð og skortur á bilastæðum, sem við eigum við að etja. Árið 1946 var af mörgum talað um Miklu- brautarævintýrið svonefnda, sem glæp aldarinnar. Þá var ráðizt í að leggja Miglubraut- ina með plássi fyrir fjórar ak- reinar og skipt um jarðveg tid þess að leggja á hana varanlegt slitlag. 0 Að sjá fram í tímann Það hefur ávallt verið háttur skammsýrina manna, að íor- dæma framkvæmdir, sem heyra framtíðinni til sbr. austanf jalls- bændur, sem riðu háðungarreið til Reykjavíkur tii þess að for- dæma lagningu síma á Islandi. Nóg um það. — Ekki veit ég hvernig umferðarmál Reykja- víkurborgar stæðu í dag, ef ekki hefðu verið uppi þeii' menn, sem sáu fyrir sér stækk- andi borg og þörf fyrir greiða samgönguleið til og frá henni. Heyrt hef ég, að til sé áætlun um að framlengja Suðumesja- veg framhjá Vífiistöðum, niður um Breiðholt, þar sem hann eigi að tengjast Elliðavogi til hins nýja hafnarsvæðis við Sunda- höfn. f hina áttina liggja þá krossvegamót um Miklubraut og Suðurlandsbraut til Vestur- landsvegar. Getur þá hver mað ur séð, að þar mundum við standa á fjölfömustu vegamót um á íslandi. Eins og fólksfjölgunarvanda- mál heimsins eru í dag, hygg ég að fyrr en varir verði nýttur hver nýtanlegur blettur á fs- landi. Bendir margt til þess, að svo verði, tii dæmis jarðvarmi, lega landsins fyrir flugsamgöng ur, fiskimið og lítil hætta á mengun vegna fjarlægðar frá öðrum þéttbýlissvæðum. 0 Jafnvægi í borgarbyggð Hvað viðkemur stað fyrir væntanlegt Seðlabankahús sýn ist mér einmitt vera tilvalinn staður fyrir húsið á homi Suð- urlandsbrautar og Grensásveg- ar, en þar er enn nóg rými fyrir bílastæði og tilfölulega auðveldar aðfærsluæðar. Væntanlegt ráðhús n.yndi ég svo byggja á bökkum Elliða- ánna sem næst þeim stað er nú standa hesthús Fáks. Nóg vatn er í Elliðaánum til þess að hægt sé að gera þarna sæmilega tjöm. Væri meiira að segja hugsanlegt að hægt yrði að sýna stórhöfðingjum Mfandi lax af svölum hússins og yrðí það vel í samræmi við áæti- anir um gerð útivistarsvæðds meðfram ElMðaánum. Mundi þá fagurt ráðhús með laxatjörn og nokkrum öndum varia spilla ánægju af útivist á því svæðL Yrði þessi háttur á hafður, yrðd um 10 minútna gangur milll ráðhússins, Seðlabanka og Glæsibæjar, mjög svo nálægt fjölfömustu vegamótum lands- ins. Reykjavíkurborg hefur sem betur fer ávallt haft fordæmi um að færa sínar þjónustumið- stöðvar frá hinni gömlu mið- barg, sbr. Skúlatún 2, rafveitu- hús við Grensásveg, malbikun- arstöð, sementsafgreiðsílu og pípugerð, svo eitthvað sé nefnt! Bifreiðarstjóri á BSR.“ Bændur — Rongdrvallasýslu Sláturhúsið á Hellu verður lokað frá 1. ágúst nk. fram í september vegna breytinga. Þeir, sem haga hug á að leggja inn gripi til slátr- unar, eru vinsamlegast beðnir að gera það fyrir þennan tíma og tilkynna okkur það sem fyrst. KAUPFÉLAGIÐ ÞÓR. sláturhús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.