Morgunblaðið - 20.07.1973, Page 17
16
MORGUNBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1973
MORGUNBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 20. JÚLl 1973
17
Jltwgmlrlröife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúl
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóri og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald 300,00 kr.
hf. Árvakur, Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10-100.
Aðalstræti 6, slmi 22-4-30,
á mánuði innanlands.
I lausasðlu 18,00 kr. aintakið.
Á greiningur er nú risinn
**■ innan stjórnarflokk-
anna vegna byggingarfram-
kvæmda Seðlabankans. Lög-
um samkvæmt er yfirstjórn
Seðlabankans í höndum við-
skiptaráðherra, sem fer með
bankamálefni, og bankaráðs.
Bankaráðið er að meirihluta
til skipað fulltrúum stjórnar-
flokkanna, og formaður þess
er úr Samtökum frjálslyndra
og vinstri manna. Lúðvík
Jósepsson fer með bankamál-
efni 1 ríkisstjórninni. Þessir
aðilar ásamt bankastjórn
bera ábyrgð á starfsemi
bankans. Byggingarmálefni
hans eru þar ekki undan-
skilin.
Nú hefur það á hinn bóg-
inn gerzt, að stjórn Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins
hefur beint þeim eindregnu
tilmælum til stjórnar Seðla-
banka íslands og ríkisstjórn-
arinnar, að fyrirhuguðum
framkvæmdum við húsbygg-
ingu bankans á Arnarhóli
verði frestað. En stjórnar-
flokkamir fara með meiri-
hlutavald í báðum þessum
stofnunum. Og Lúðvík Jós-
epsson ber að sínu leyti
ábyrgð á þessum fram-
kvæmdum, enda er honum
löngu kunnugt um bygging-
aráform bankans. Hann hef-
ur á þessum tíma ekkert gert
til þess að hindra fram-
kvæmdirnar og hefur því í
raun réttri samþykkt þær.
í ályktun stjórnar Fram-
kvæmdastofnunarinnar er
bent á þá miklu og óumdeil-
anlegu þenslu í fjárfestingu
og á vinnumarkaði, sem nú
á sér stað. Jafnframt er bent
á viðamikil framkvæmda-
áform ríkis og sveitarfélaga,
sem fyrirhuguð eru á næstu
árum. Stjómin telur, að
brýnt sé að sýna fyllstu
varkárni og aðhald í
öðrum opinberum fram-
kvæmdum. Með hliðsjón af
þessum aðstæðum er skorað
á ríkisstjórnina og banka-
stjórn Seðlabankans að fresta
umræddum framkvæmdum.
Eins og fram kemur í viðtali
við Magnús Jónsson í Morg-
unblaðinu í dag voru allir
stjórnarmenn Framkvæmda-
stofnunarinnar sammála um,
að allt of mikil þensla væri í
þjóðfélaginu og því gæti
vissulega verið eðlilegt að
fresta þessari framkvæmd.
Á fundi stjórnar Fram-
kvæmdastofnunarinnar flutti
Sverrir Hermannsson tillögu
þar sem lagt var til, að stofn-
unin tæki upp viðræður við
Seðlabankann og ríkisstjórn-
ina um frestun byggingar-
framkvæmdanna. Sú tillaga
var á hinn bóginn felld á
jöfnum atkvæðum. Vissulega
ættu það að vera eðlileg
vinnubrögð að ríkisstofnanir
hefðu ekki í hótunum hver
við aðra, heldur leystu slík
mál með viðræðum áður en
gripið er til þess ráðs að
samþykkja opinberar áskor-
anir. Einkanlega með tilliti
til þess, að sömu aðilar fara
nú með stjóm landsmála og
yfirstjórn þessara tveggja
stofnana.
Sérstaklega er athyglisvert,
að Framkvæmdastofnunin
neitaði að láta Morgunblað-
inu í té tillögur full-
trúa stjórnarandstöðuflokk-
anna og greina frá, hvernig
atkvæði hefðu fallið um þær.
Þetta er gert með það eitt
fyrir augum, að auðvelda
dagblaðinu Tímanum að
halda áfram rangfærslum
sínum um það, að fulltrúar
stjórnarandstöðunnar hafi
ekki haft skoðun á málum
þessum, er þau voru til um-
ræðu í stjórninni. Að því
leyti er hór um mjög alvar-
lega synjun að ræða. í lýð-
ræðisríkjum er tillöguflutn-
ingi stjórnar og stjórnarand-
stöðu gert jafn hátt undir
höfði. Núverandi stjórnar-
flokkar hafa tamið sér önn-
ur vinnubrögð.
Fulltrúar stjórnarandstöðu-
flokkanna sátu hjá við at-
kvæðagreiðslu um tillögu þá,
sem endanlega var samþykkt.
Það er eðlileg afstaða með
hliðsjón af því, að málatil-
búnaður allur ber þess merki,
að hér er um innbyrðis átök
stjórnarflokkanna að ræða.
Það er hreinn skrípaleikur,
þegar fulltrúar stjórnarflokk-
anna í einni ríkisstofnuninni
eru að samþykkja mótmæli
gegn ákvörðunum fulltrúa
stjórnarflokkanna í annarri
ríkisstofnun, án þess að við-
ræður fari áðar fram um
ágreiningsefnið, Stjórnarand-
stöðuflokkarnir geta að sjálf-
sögðu ekki farið að blanda
sér í slík átök, sem nú virðast
vera daglegt brauð.
Meginatriði málsins er það,
að allir stjórnarmenn Fram-
kvæmdastofnunarinnar voru
sammála um, að þenslan í
þjóðfélaginu væri of mikil
og af þeim sökum væri rétt
að draga úr opinberum fram-
kvæmdum. Fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins hafa bent á,
að þetta sjónarmið ætti við
fleiri framkvæmdir en ein-
vörðungu byggingu Seðla-
bankahússins.
Tíminn, málgagn Ólafs Jó-
hannessonar, segir í gær, að
samþykkt Framkvæmda-
stofnunarinnar sé fyrst og
fremst beint gegn Lúðvík
Jósepssyni. Lúðvík Jóseps-
son hefur á hinn bóginn lýst
sig ábyrgðarlausan, en varp-
að sökinni á fulltrúa Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna,
sem er formaður bankaráðs
Seðlabankans. Þannig er nú
háttað samkomulaginu á
bænum þeim.
FR AMKV ÆMD AST0FNUNIN
GAGNRÝNIR LÚÐVÍK FYRIR
SEÐL ABANK AB YGGIN GUNA
Agnar Guðnafon:
Aukin votheysverkun
- bætt af koma
Erfiðlega hefur gengið hér
á landi að fá bændur til að
auka votheysverkun. Á siðast
liðnu ári voru um 8% af heild
ar heyfengnum hirt í vothey.
I þeirri sveit þar sem mest er
verkað í vothey er það um
80% af heyfengnum, en þar
sem minnst er hiart i vothey
er það innan við 1%. Vest-
firðir hafa skarað fram úr,
og þá sérstaklega Stranda-
sýsla, en i þeirrti sýslu eru
tæp 60% af heyfengnum hirt
í vothey.
Ýmislegt hefur verið skrif-
að um ágæti votheysins und-
anfama árátugi, en því miður
hafa einnig verið skrífaðar
greinar og haldin erindi um hið
gagnstæða, þar sem votheys-
verkunin hefur verið for-
dæmd. Þessi neikvæða afstaða
til votheysverkunarinnar hef-
ur valdið íslenzkum landbún-
aði stórfetldu tjóni, með því
að koma i veg fyrir eðliilega
þróun í nútima heyverkun.
Eðlileg þróun hefði verið
sú, að að mainnsta kosti um
helmingur heyfengs ætti á
þessu ári að vera verkaður
sem vothey. Stefna ber að því,
að á næstu árum verði 75%
af heyfóðrinu vothey, en með
sömu afstöðu tii votheysins
og ríkir hér á landi þá eru
sáralitiar likur á, að votheys-
verkun aukist nokkuð veru-
lega á næstu árum.
KOSTIR OG GALLAR
VOTHEVSINS
Lyktin:
Lengi vel þótti lyktin svo
slæm af votheyi, að menn
þóttu varla húsum hæfir,
nema þá heima hjá sér, sem
gáfu vothey. Staðreyndin er
sú, að iiila verkað vothey, lykt
ar mifcið, en vel verkað vot-
hey er næstum lyktarlaust, að
eins súr-sæt lykt, sem ekki
loðir við menn, þótt þeir taki
upp tuggu.
Hvanneyrarveiki:
Óttin við votheysveiki hef-
ur aftrað mörgum sauð-
fjárbóndanum frá því að
verka vothey, en með bættri
verkun er litlu meiri hætta á,
að sauðfé veikist af votheys-
gjöf en öðru fóðri. Hjá bænd
um í Strandasýslu eru nú til
tölulega fátíð vanhöld, sem
skrifast á kostnað votheysins.
Þyngsli:
Votheyið er þungt í meðför-
um!
Það er rétt, en við fóðrun á
votheyi er auðvelt að koma
við tækni, sem léttir verulega
undir. Bygginga- og bútækni-
ráðunautur Búnaðarfélags
íslainds, leiðbeinir bændum á
hvern hátt auðveldast sé að
koma við tæknibúnaði í sam-
band-i við fóðrun á votheyi.
Því miður er enniþá alltof
lítið tillit tekið til flutinings á
votheyi úr geymslu á jötu,
þegar votheysigeymsluturni
eða gryfju er ákveðinn stað-
ur. Það er sjálfsagður hlutur
að miða staðsetningu votheys-
geymislunmair víS það að auð-
velit sé að gefa úr henmá.
Votliey er ólystngt :
Margir bændur halda þvi
fram, að erfitt sé að fóðra á
votheyi allan gjafartímann,
því iy.sta rleysi fari að gera
vart við sig, þegar kemur fram
á. Þetta er eflaust rétt ef vot-
heyiið hefur verkazt i'ila, t.d.
úr sér sprottnir hafrar, hirtir
rennblautir, verða ekki étn-
ir af neinni skepnu með góðri
lyst, og a’.gjörlega sniðgengn-
ir ef völ er á öðru fóðri. Þar
sem eingöngu er fóðrað á góðu
votheyi og kjamfóðri hefur
lystarleysis ekki orðið vart.
Enda gæti það búskaparlag
ekki gengið, sem svo viða er
tekið upp í Noregi og Dan-
mörku, að fóðrn nautgripi alt
árið, jafnt vetur sem sumar
eingöngu á votheyi og kjam-
fóðri, ef það væri takmark-
aður tírni, sem hægt væri að
fóðra á því.
Erfitt og seinlegt að hirða í
vothey?
Þessi kenning um erfiðan
heyskap, stafar frá gamalli
tíð, þegar öllu var mokað með
kvísl, troðið í gryfjurnar með
Víða erlendis er vothey verkað í stórum stálturnum. Það
krefst mikils tæknibúnaðar. f góðum flatgryfjum getur vot-
lieysverkun tekizt ágætlega, og þurrefnistup ekki miklu
meira en í stálturnunum, en kostar mun minna. (Ljósm.
A. G.)
likamsþunganum og síðan sett
á grjótfarg með miklum erfið
ismunum. Með tilkomu sláttu-
tætara hefur heyskapurinn
orðið auðveldur, ennfremur
eru heyhleðsluvagnar afka-sta
miki.l tæki, en galli er á, að
Framh. á bls. 21
Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfræðingur:
Góðum málstað hæfa aðeins
góðar baráttuaðferðir
EINS og kunnugt er, fylgir
Morgunblaðið þeirri meginreglu
að birta ekki í heild efni, sem
flutt hefur verið í ríkisútvarp-
inu, og þá sízt erindi, sem flutt
hafa verið í þættinum um dag-
inn og veginn.
Að þessu sinni er þó brugðið
frá þessari reglu og birt erindi
það, sem Þorsteinn Sæmunds-
son, stjarnfræðingur, flutti í
þættinum um daginn og veginn
9. júlí s.I. Þar sem erindið hef-
ur verið freklega rangfært og
misfarið með efni þess, telur
Morgunblaðið ástæðu til að les-
endum gefist kostur á að kynna
sér það í heild. Enda álítiir Morg
unblaðið, að þær skoðanir, sem
fram koma í erindinu, séu um
margt hinar athyglisverðustu.
Fyrirsögn og millifyrirsagnir
eru blaðsins.
Ritstj.
WATERGATEMÁLH)
ÞAÐ mál sem hæst hefur borið
í eiíendum fréttum undanfarið,
er hneykslismál það í Bandarikj-
unum, sem kennt er við Water-
gate. Þótt mál þetta snerti okk-
ur Isiendmga ekki heint, og við
séum aðeins áhorfendur að því
sjónarspili, sem þarrna fer fram,
getur það vissulega verið okkur
tilefni til nokkurrar íhugunar.
Rannsókn Watergatemálsins er
ekki lokið og því of snemmt að
fullyrða, að hve miklu leyti
sjálfur forseti Bandaríkjanna er
flæktur í hneykslið. En hver sem
niðurstaðan verður um það atr-
iði, hefur Watergatemálið fært
okkur enn eina sönnun þess, hve
mikíl nauðsyn það er að standa
vörð um grundvallarhugsjónir
lýðræðisins og berjast gegn
spillingu og misbeitingu valds,
jafnvel í grónum lýðræðisríkj-
um. Þáttur bandarískra dagblaða
í því að fletta ofan af Water-
gatehneykslinu er lofsverður og
mjög til fyrirmyndar.
Þótt málið í heild sé þungur
álitshnekkír fyrir bandaxisk
stjórnvöld, ber það um leið vott
um styrk bandarísks stjómmála-
kerfis, því að það sannar, að
jafnvel valdamestu menn kerfis-
ins geta hvenær sem er átt von
á því að verða að standa skil
gerða sinna gagnvart almenningi
og hiutlausum dómstólum. 1
þessu er fólgin mikil trygging,
sem nauðsynleg er' hverju þjóð-
félagi, sem villl varðveitr raun-.
verulegt lýðræði. Mál eins og
Watergatemálið gæti aldrei kom
ið upp í ríkjum þar sem prent-
frelsi og annað tjáningarfrelsi
skortir. Að visu ber það við i
siíkum ríkjum, að ráðamönnum
er rutt úr vegi og alþýða manna
fær þá að heyra ýmsar sögur af
vaidníðsíiu þei)rra og spflliingu,
en himiir nýju valdhafar eruvenju
lega jafn óhultir fyrir gagmrýni
og fyrirrennarar þeirra voru,
meðan þeir höfðu völdin.
Hættan á spiMingu og misbeit-
ingu valdsins er hvað mest í
þeim ríkjum, þar sem allt vald
er á eiinni hendi, stjórnvald,
dómsvald og fjármálavald. Eins
og brezki sagnfræðingurinn Ac-
ton komst að orði: „Vald leiðlr
gjarnan til spiEingar, og algjört
vald leiðir til algjörrar spiliing-
ar.“ Þessi sannieikur vLH oft
gleymast þeim mönrmm, sem
berjast fyrir meira miðstjórnar
valdi til þess að geta ráðið bót
á meinum þjóðfélagsins. Sé með-
aiið of sterkt, grtur lækningin
reynzt hættulegri en meinsemd-
in, sem útrýma skal.
AÐHALD DAGBLAÐA
Fréttir af WatergatemáMnu
!eiða hugann að því, hvar við ís-
lendingar séum á vegi staddir
um aðhald í opinberri stjóm-
sýslu. Því miður held ég, að miik-
ið skorti á, að við séum nægi-
lega vel vakandi í þeim efnum.
Jafnvel almælt hneykslismál,
sem' snerta opinbera embættis-
menn og embættisrekstur, kom-
ast varta í fréttadáJka dagblaða,
og þó að þau geri það endrum
og eíns, er málunum sjaldnast
fylgt eftir af neinmd hörku. Sum-
ir vilja skýra þetta þannig, að
bönd kunrtingsskapar og frænd-
semi ráði meiru hér í fámenninu
en títt er með stærri þjóðum,
og verði til þess að menn sleppi
fremur við hegningu. Einniig hef
ég heyrt þá skýringu, að islenzk
dagblöð séu yfirleitt svo nátengd
stjómmálaflokkunum, að hend-
ur blaðamanna séu að miklu
leyti bundnar. Þeir megi ekki
ráðast á samherja blaðs síns i
stjórnmálum, og ef þeir saki and-
stæðinga um misferlli, verði litið
svo á, að það sé gert í pólitisk-
um tilgangi. Fleiri atriði koma
að sjálfsögðu tii greina, svo sem
ótti við hugsanlegar hefndarað-
gerðir gegn pólitískum aðstand-
endum blaðsins. Hvort sem þetta
eru meginástæðumar fyrir lin-
kind dagblaðanna eða ekki, er
ég viss um, að það yrði til mik-
1 illa bóta, ef íslenzk dagblöð gætu
orðið óháðari stjórnmálaflokkun-
um en nú er. Hugmyndin uim öfl-
ugt ísienzkt dagblað, óháð stjórn
máiaflokkum, er ekki ný, en því
miður virðast vera takmörkuð
skilyrði fyrir útgáfu slíks blaðs
hér á landi. Að óbreyttum að-
stæðum virðist mér full þörf á
að hvetja ísienzka bl-aðamenn tii
að halda vöku sinni og veita
það aðhald, sem dagblöðin ein
geta veitt í opinberri stjórn-
sýslu.
SKOÐANAFRELSI
Ekkert mál hefur tekið meira
rúm í fréttum hérlendis að und-
anförnu en iandhelgiismáMð. Er
það að vonum, þar sem um mik-
ið hagsmuniamál er að ræða fyr-
ir aila landsmenn. Flest bendir
nú tid þess, að úrslit iandhelgis-
deilunnar munii verða íslending-
um í vil, og að þau málalök geti
ekki veri'ð mjög langt undan.
Mun það verða 1 andsimönmiurm
miki'ð fagniaðarefnii, þegar þeim
áfan.ga er náð.
Ég tel víst, að flestir af ekki
allir íslendingar, sem komnir
eru til vits og ára, hafi frá upp-
hafí fylgzt með framvindu land-
hel-gismálsins og óskað þess, að
úrslitin yrðu þjóðinni hagitæð.
Þar hafa tvinnazt saman eigin-
hagsmunarsjónarmið og þjóðern
istilfinning, en þessa tvo þætti
getur verið erfitt að greina í
sundur á stundum. Eðliílegt var,
að landsmenn væru frá önd-
verðu nokkurn veginn sammála
um endanlegt markmið í land-
helgismálinu. Hins vegar var
ekki hægt að ætlast til, að þeir
yrðu jafn sammála iirn, hver
væri bezta leiðin að hinu setta
marki. Þar var eðlilegt, að skoð-
anir yrðu skiptar, ekki síður í
þessu málii en öðrum. Krafan
um órofa samstöðu iandsmanna,
ekki aðeins um markmið heíd-
ur einnig um leiðir í þessu máli,
krafa, sem sett var fram af fuld-
komiinni óbilgiirni, var að mínu
viti bæði heimskuleg og skaðleg.
Hún leiddi fljótlega til þess, að
frjáls skoðanaskipti i málinu
urðu illmöguleg; skoðanir, sem
féMu ekki alveg að hinni opin-
beru línu, voru úthrópaðar þeg-
ar í stað og taldar jafnast á við
landráð. Með þessum orðum er
ég ekkii að deila á neinn sérstak
an sitjórnmálaflokk öðrum frem
ur, því að ég tel, að þeir beri
hér allir nokkra sök.
Hinn einhMða og stóryrti mál-
flutninigur, sem dunið hefur í eyr
um íslendinga í sambandi við
landhelgi'smálið, hefur haft þau
áhrif að æsa upp tdl ofstækis
jafnvel gæfustu og grandvörustu
menn. Fjöldinn aMur af mörnn-
um talar nú eins og hann sé
sannfærður um, að máistaður Is-
lands sé heilagur, og allar að-
gerðir hijóti að réttlætaist af því,
en málstaður andstæðinganna
hinn fyrirlitlegasti og þeir nán-
ast ótíndiir giæpamenn, sem
skömm og svívirða sé að semja
við. I augum þessara manna er
landheigisgæzlan orðin að eisris
koniar krossfara'ligli, sem engutn
Hðst að gagnrýna; talsmenn
gæzlunnar eru áiitnár óskeikuMr
í túlkun sinni á atburðum, og
mönnum er jafnvel ráðlagt að
hlusta ekki á frásagni'r gagnað-
Ma. Dæmi er um það, að orð
manna hafi verið vegin og met-
in eftir þvi, hve mikið þeir hafi
iagt í landhelgiissjóð, sem stofn-
aður var í þeim tilgangi að
þjappa landsmönnum saman um
málstaðinn. öfgarnar ganga
svo langt, að iesendur skrifa
dagblöðum og heimta, að lokað
sé fyrir brezkt sjónvarpsefni, en
aðrír kvarta yfir þvi, fullir vand-
lætingar, að hljómurinn í klukk-
um HaMigrímskirkju sé óþjóðleg-
ur og minni á sjálfan erkióvin-
inn, Jón bota.
Því miður eru þessi viðbrögð
manna ekki öll þess eðlis, að
hægt sé að henda gaman að
þeim. Nægir þar að minna á að-
súginn að brezka sendiráðinu og
þau skemmdarverk, sem þar
voru unnin. Ég vona, að flestir
hugsandi menn geti verið mér
sammála um, að ofstæki af þvi
tagi, sem ég hef nú lýst, sé Is-
lendingum einungis til vansæmd
ar. Vissulega eigum við að halda
á málstað okkar með festu, en
okkur ber jafnframt að gæta
fyllsta heiðarleika 1 málflutn-
ingi og forðast ábyrgðarlausar
aðgerðir og óþörf stóryrði.
SAMNINGSROFIÐ
Góðum málstað hæfa aðeins
góðar baráttuaðferðir, en það er
skoðun mín, að baráttuaðferðir
íslendinga í landheigisdeMunni
hafi i ýmsum atriðum verið á-
mæliisverðar og til þess f'allnar
að sikaða málstaðinn og álit þjóð-
arinnar út á við.
Fyrstu mistökin voru að mín-
um dómi þau, að Islenddnigar
skyidu ganga á gerðan samning
við Breta um að skjóta iand-
helgisdeilunni til Alþjóðadóm-
stölsins 1 Haag. Um þetta sagði
svo í samningi Breta og Islend-
inga frá 1961: „Ríkisstjórn Is-
lands mun halda áfram að vinna
að framkvæmd áætiunar Alþing-
is frá 5. mai 1959 varðandi út-
færsiu fiiskveiðilögsögunnar við
Island, en mun tiikynna rlkis-
stjórn Bretlands slíka útfærslu
með sex mánaða fyrirvara, og
rísi ágreininguir um sMka út-
færslu, skal honum, ef annar
hvor aðiíli óskar, skotið ti’l Al-
þjóðadómstólsins.“ Tilvitnun lok-
ið. Rétt er að undirstrilka, að
sa’mningurinn fól ekkl i sér, að
Islendingar þyrftu að bíða með
útfærslu þar til samþykki Al-
þjóðadómstólsins væri fengið, en
þeir skuidbundu sig til þeos að
Þorsteinn Sænmndsson.
bera útfærsluna undir dómstól-
inn, væri þess óskað. Þetta heít
var ekki efnt, og gengum við Is-
lendingar þannig á bak orða okk
ar. Ég segi „við lsiendinigar“,
þvi að állir erum við á vissan
hátt þátttakendur í gerðum
hverrar réttkjörinnar ríkisstjórn
ar, ekki sízt í samskiptum henn-
ar við önnur ríki.
Samningsrofið færði Bretum
vopn i hendur. Það gaf átyliu til
að ætla, að við tryðum ekki nægi-
lega á málstað okkar til að verja
hann fyrir dómstóM; það lýsti
virðingarieysi okkar á Alþjóða-
dómstólnum og Sameinuðu þjóð-
unum og hlaut að rýra filiit okk-
ar I augum þeirra manna, sem
einhvers mátu orðheldni og
gerða sammnga. Hvað sem land-
helgismálinu liður, er það alvöru-
mál fyrir smáþjóð eins og Is-
lendinga, ef hún ætlar að litite-
virða samninga við önnur riki.
Með þvi fyrirgerir hún rétti sín-
um til gagnrýni, ef aðrar þjóðir
ætla að brjóta samninga á henni.
Og Islendingar munu áreiðan-
lega þurfa á þvi að halda í fram-
tíðinnii að geta treyst á samn-
inga, sem þeir gera við önnur
ríki.
Sú röksemd, að við höfum
ekki verið bundn.r af samningn-
um frá 1961, af því að þetta hafi
verið nauðungarsamni.ngur, fær
engian veginn staðizt. Þeir for-
ráðamenn, sem samninginn gerðu
fyrir okkar hönd, voru annarrar
skoðunar. Bjarni Benedi'ktsson,
þáverandi ráðherra og síðar for-
sætisráðherra, komst svo að
orði árið 1970, níu árum eftdr
undirritun samniingsinis, að samn
ingurinn 1961 væri eimhver
stærsti stjómmálasigur, sem Is-
lendingar hefðu fyrr og síðar
unnið.
Nauðungarsamningur var þetta
ekkd. íslendingar voru í sókn í
máiinu, en Bretar í vörn, þrátt
fyrir öll herskipin, sem þeir gfitu
teflt fram. Jafnvel þótt svo
hefði ekki veríð, og við hefðum
verið í lakari aðstöðu, hefði það
eitt ekki nægt tM að ómerkja
samminginn. Það er sjaldnast, að
aðiiar standi jafnt að vígi á aM-
an hátt, þegar gengið er til samn-
inga.
Það gerir þetta mál enn verra,
að erfitt er að sjá nokkra skyn-
samlega ástæðu fyrir þvi að
brjóta umræddan samnimg. Að-
staða Is'lendinga gat á engan
hátt versnað við að leggja mál-
ið undir úrskurð Alþjóðadóm-
stólsins, eins og sarmið hafði ver-
ið um. Samnimgsrofið kemur
ekki í veg fyrir, að dómstóllinn
fjalld um málið og kveði upp
sinn úrskurð. En með afstöðu
sinni hafa íslendingar lýst van-
trausti á eigin málstað og van-
trausti á Alþjóðadómstólinn,
eins og áður var sagt. Ég er
þeirrar skoðunar, og styðst þar
meðal annars við álit brezkra
aðila, að íslendingar hefðu að öll-
um líkindum unnið mál sitt fyr-
ir dómstólnum í Haag, ef þeir
hefðu vaiið þann kostinn að
flytja máMð þar. En ef svo ólik-
lega hefði farið, að við hefðum
tapað málinu, og úrskurðurinn
hefði orðið okkur svo óhagstæð-
ur, að forvígismenn þjóðarinnar
hefðu talið útilokað að hlíta hon-
um, stæðum við þó ekki verr
en við gerum nú. Við hefðum að
minnsta kosti sýnt vilja okkar
til að standa við gerða samnimga,
og sýnt, að við bærum fyrir-
fram traust til Alþjóðadómstóls-
inis, í stað þess að hafna úrskurði
hans að óreyndu.
IÍÖKSEMDIR FYRIR
ÚTFÆRSLUNNI
Ég sagði áðan, að samnings-
brotið hefði verið fyrstu mis-
tökin af okkar hálfu í landhelg-
ismálinu. Önnur mistökin voru
þau, að röksemdir Islendinga
fyrir útfærslu landhelginnar
skyldu ekki vera settar fram á
nægilega sanmfæramdi hátt. Rök-
semdirnar eru í eðii sínu tvær.
Önnur höfðar til réttar hvers
rikis tii að nýta fisikimið útii fyr-
ir ströndum slnum. 1 þvi sam-
bandi er auðvelt að vísa til þró-
unar annars staðar í heiminum,
bæði hvað snertir fitekveiðilög-
sögu og nýtingu auðlinda á hafs-
botni. Slík rök hafa verið sett
fram á fuilnægjandi hátt af ís-
lands hálfu, að ég hygg. GaMinn
er bara sá, að þeim má mæta
með öðrum rökum, sem visa til
hefðar í fiskveiðum og nauð
synjar þjóða tll að nýta fjarlæg
fiskimiið tM að fullnægja þörfum
þegna sinma. Okkur kann ti'l
dæmis að þykja ósanngjamt, að
Sovétrikin Skuli senda stórflota
tU veiða á fjariæg fiskimið. En
skyldi þegnum Sovétríkjanna
ekki þykja það jafn ósanngjamt,
ef allt í ein>u ætti að fara að
banna þeim að afla fæðu á þenn-
an hátt? Afstaða Sovétríkjanna
til útfærslu landheiginnar talar
sínu máii um þetta. Á slíkum
hagsmunaágreiningi verður eng-
in iausn fundin með einfaldri
tilvitnun i lýðræði eða réttlæti.
Ef úrskurðurinn ætti að fara
eftiir höfðatöiu eða þörf að-
iila fyrir betri lífskjör, stæðum
við Islendingar sennilega höil-
um fæti.
Þá er komið að hinrm röksemd-
inni fyrir útfærslu iandheiginn-
ar, en það er sú röksemd, sem
vitnar tM nauðsynjar á verndun
fiskistofnanna. Þetta er sú rök-
semd, sem hlýtur að vera sterk-
ust frá alþjóðlegu sjónarmiði, og
henni verður ekki i móti mælt.
Það hlýtur að vera í þágu alira
þjóða, bæði Islendinga og ann-
arra, að fiiskiistofnaimir vilð land-
ið séu vemdaðir sem bezt má
verða. Og engum dytet, að því
máli hlýtur að vera bezt borgið
í höndum Islendinga sjálfra, af
því að þeir eiga aila afkomu
sína undir ftekveiðunum. Þess
vegna hefðu Islendingar, um leið
og þeir færðu út landheigina,
átt að setja fram fastmótaðar
áætlanir um, hveraig þeir ætl-
uðu að vernda fiskimiðin, hvaða
takmarkanir þeir ætluðu að gera
á ei’giin afla á næstu árum, o.s.
frv. Þetta var ekki gert, og í
samniingaviðræðum við Breta
hafa íslendingar aldrei viljað
ræða neinar takmarkanir á eig-
in afla. Þvert á móti var gert
heyrinkunnugt, að Islendingar
væru að semja um smíði 40
nýrra togara. Niiðurstaða hinna
erlendu viðmælenda okkar hlaut
að verða sú, að verndunartalið
væri markleysa, og að Isiend-
ingar sæktust aðeins eftir stærri
sneið af þeirri köku, er til skipt-
anna væri. Þessi veila í málflutn-
imgi Islendimga er mjög alvar-
ieg. Og það bætir ekki úr skák,
að það skuli fréttast, að islenzk
yfirvöld gangi nú í berhögg við
ráðleggingar íslenzkra fi&kifræð-
inga, þegar leyfi eru veitt tii
veiða innan gömiu landhelgimn-
ar.
En þrátt fyrir það, hvernig á
þessum málum hefur verið hald-
ið af okkar hálfu, hefur málstað-
ur íslendinga fengið furðu góð-
Framh. á bls. 22