Morgunblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 10
10
MORGU'NBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1973
Verið
varkár
varizt
slysin
Varúð
ÁREIÐANLEGA rekur
mairga mimni til þess, að sjö
manna hópur lenti í himum
ótrúlegustu hrakningum í
Krossá á leið imn i Þórsmörk
um miðjan ágúst í fyrra.
Blæjujeppi þeirra með tengi-
kerru hafði hrakizt undan
stríðum straumi um 60 metra
leið og stöðvaðiisit loks á
steini, þar sem hann rambaði
næstu 12 tímana. Allan þenn-
an tima beið fölkið á milli
vonar og ótta, holdvotit, hraik-
ið og káilit. Ókleifit var að kom-
ast tii lands, þótt aðeins 12—
15 metrar skiMu á milli. Belj-
andi vatnsflaumur og atraum-
þungd komu í veg fyrir, að
hægt væri að bjargast atf
sjálfsdáðum. Um síðir tókst
í vatnaferðum
þó giftusamlega að bjarga
öllum, koniuim, körlum og
börnum, enda þauivanir og
vei búnir ferða- og vatna-
menn, en það verk uninu og
höfðu aðstööu og þekkingu til
þess að veiitia hinu hiakta
fölki .aðhlynniingu og hjúkrun
jafnóðum og það kom á
þurrt.
Þá er sú skoðun aCOtof ríkj-
andi, að himum stó-ru og kratft-
mikliu langferðabíium sé eng-
in hætta búin í straumvötn-
um. Hin sama Krossá geymir
aðra sögu, er saninar hið gagn-
sitæða.
Fyrir nokkrum árum
hlekktist þar á stórum lang-
ferðabll með yfir 30 manns.
Þar var ekki viðvaningur við
stýrið og heldur ekiki maður
ókuinnugur öHum staðháittum.
SANDBLEYTA var ástæðan
og þá er heldur ekki að sök-
uim að spyrjia. Og áður en
komið er að Krossá eru að
baki tvö viðsjárverð sfiraum-
vötn, Jökuisá og Steimiholtsá,
er sií og æ breyta um farveg
og ofit með undraskjótum
hætfii.
Þá er eintnig i fersku minni
atvik frá sl. surnri, þegar
jeppabiíl steypitist af brúnini
niður í Fjafflsá á Breiðamerk-
ursandi. Þauireyndur og úr-
ræðagóður tók ökumaðurinn
tóman brúsa úr pússli sínu,
batt sér á bak sem fileytigagn
og lagðist tiil suindis. Vega-
lengdin var urn 80 metrar og
siíðain sófit hjálip ti'l næsta
bæjar um 7 km leið.
1. Lei'tið upplýsinga hjá gagn-
kuminiugum um straiumvötn
á fyrirhugaðri ferðaleið.
2. Le'ggið aldrei út i straum-
vötn á liitium, aiflvana bíl-
uim með iil.a varða vél og
rafkerfi.
3. Venið í fylgd með öðrum,
er biða átekta og geta
hjálpað, ef þörf gerlst.
4. Treystið aldrei að óreyndu
að hjóillför, sem liggjia út í
stiraumvatn, sé sönnun
þess, að þar sé greiðfært.
5. Munið, að sitraumvötn
sk'ipta oft um farveg og
verða að skaðræðistfljóti á
skömmum tiima.
6. Kannið vöðin af fyrir-
hyggju og kynnið ykkur
botninn.
7. Bindið linu uim þann, er
kanmar leiðiina, og - látið
hainn klæðast hjargvesti
eða fleytiigaigni.
Slysavaimafélag Islands
óskar ykkur góðs gerngis og
hvetur trl varúðar í vaitna-
fei'ðum.
Hannes I*. Hafstein.
Rætt við Donald M. Kendall
forstjóra PepsiCo
EINS og komið hefur fram í
fréttum eru um þessar mund
ir 30 ár liðin síðan Sanitas h.f.
hóf framleiðslu Pepsi Cola á
Islandi í umlioði PepsiCo fyr-
irtækisins í Bandarik.junum.
I tilefni af þessu þriggja ára-
tuga langa samstarfi kom
Donald M. Kendall forstjóri
PepsiCo í vikuheimsókn til
íslands. Jafnframt því að
halda upp á þetta afmæli ætl-
aði Kendall að stunda laxveið-
ar í Grímsá.
Donaid Kendall er einn af
áhrifamestu viðskiptamönn-
um í Bandaríkjunum, og m.
a. góðvinur Nixons forseta.
Morgunblaðinu þótti því til
hlýða að hitta hann stuttlega
að máli til að fræðast svolítið
um hann og hans fyrirtæki.
Donald Kendall tjáði okkur
að hann hefði ráðizt til Pepsi
Cola eftir að hafa lokið her-
þjónustu, og var fyrsta starf
hans þar sölumennska. Þetta
var árið 1947. Frami hans var
skjótur. Varaforstjóri varð
hann 32 ára að aldri og for-
stjóri alþjóðlegu deildarinnar
36 ára. Núverandi stöðu for-
stjóra fékk hann 42 ára að
aldri.
Við spurðum hvernig hann
hefði farið að þessu. „Ég var
aðeins af tilviijun á réttum
stað á réttum tima,“ svaraði
hann, en bætti svo við: „Mað
ur þarf að trúa á það sem mað
ur er að gera.“ Kendall sagði
okkur að það sem væri hon-
um mesta ánægja í sliku
starfi væri að sjá fólk þrosk-
ast og komast áfram. Hann
benti á að stór hluti af hátt-
settu starfsfólki PepsiCo væri
mjög ungt að aldri. Þannig
væri helzti lögfræðilegi ráð-
gjafi fyrirtækisinis aðeins 33
ára, aðalgjaldkerinn væri 32.
Alls vinna hjá PepsiCo um
40.000 manns viðs vegar um
heim. Pepsi Cola er nú fram-
Donald M. Kendall.
(Ljósm. Mbl. Br. H.)
le'fit í um 130 löndum, og eru
verksmiðjurnar um 1000 tals-
ins. Nýjasti landvinningur
Pepsi eru Sovétrikin, og við
spurðum Kendall eftir að-
draganda þessa.
Hann sagði að hann hefði
Kosygin og Brezhnev
sólgnir í Pepsi
hitt Kosygin forsætisráðherra
í desember 1971, sem formað-
ur nefndar viðskiptamartna er
ræða átti við Sovétmenn um
viðskiptasamming milli land-
anna tveggja. „Við hófum
samniingaviðræður, og 9 mán
uðum síðar höfðum við svo
samkomulag í höndunum.“
Pepsi Cola verður þanniig
fyrsta bandaríska neyzluvar-
an sem framleidd er og sett
á markað i Sovétrikjunum,
og e'ini alþjóðlegi Cola-drykk-
urinn þar í landi. Samkvæmt
samningnum flytja Banda-
rikjamenn svo inn sovézkt
vodka, létt vín og kampavin
i staðinn.
Kendall sagði okkur að gos-
drykkir væru vinsælir í Sovét
rikjunum, en Cola-drykki
hefðu þeir eniga, — enn þá.
Hins vegar hefði Pepsi runn-
ið vel ofan í Rússa á banda-
rísku vörusýniinguinni 1959. Og
sjálfur hefði hann séð bæði
Kosygin og Brezhnev svolgra
þetta af áfergju.
„Þessi samningur er ein-
göngu að þakka bættri sam-
búð Sovétrikjanna og Banda-
ríkjanna. Fyrir 2—3 árum
hefði þetta einfaldlega ekki
verið hægt,“ segir Kendall.
Og þá þótti okkur tími til
kominn að spyrja hantn urn
kynni hans af Richard Nixon,
hinum umdeilda forseta Banda
ríkjanna. „Ég hef þekkt Náx-
on sjálfan síðan seint á sjötta
áratugnum, allt frá því er
hamn bauð sig fram sem for-
seta um þetta leyti. Hann var
í tengslum við fyrirtæki okk-
air sem tögfræðingur á sjö-
unda áratugnum. Ég starfaði
fyrir hann bæði í kosnimgun-
um 1968 og 1972. Ég hef ferð-
azt með honum út um allan
heim, og tel mig þekkja hann
mjög vel.“
Við spurðum Kendall um
áliit hans á forsetanum. „Ég
Vi'rði hamn mjög mikils. Hamm
hefur gert meira í utanríkis-
málum en nokkuir annar for-
seti og nægir þar að nefna
Kfea, Sovétríkin og lok striðs
ims í Víetnam. í inmamrikismál
um hefur honum t. d. tekizt
að koma af stað mesta hag-
vexti í langan tíma, og tll
muna hefur dregið úr kyn-
þáttavandamálum og stúd-
entaóeirðum. Fram að Water-
gate hafði forsetatíð hans ver
ið einstaklega árangursrík. Og
ég held að þegar öll kurl hafa
komið til grafar muni Water-
gate hverfa í skuggann af
þeim árangri. Þetta mál hef-
ur verið blásið upp úr öllu
hófi. Auk þess veit ég að for-
setinn var ekki viðriðimn
hneykslið.“
Hvernig veit hann það?
„Ég þekki manninm," er
svarið.
Einbýlishús í Túnunum
á 2 hæðum. Efri hæð: 4ra herb. Ibúð. í kjallara er nú 2ja herb. íbúð. Eigninni fylgir stór bílskúr.
tltborgun 3 millj. EIGNAMIÐLUNIN, Vonarstræti 12. Símar 11928 og 24534.
LOFTPRESSUR GRÖFUR
LEIGJUM ÚT TRAKTORSPRESSUR,
PRESSUBILA, GRÖFUR, VIBRÓVALTARA,
VATNSDÆLUR OG VELSÓPARA.
TÖKUM AÐ OKKUR HVERSKONAR MORBROT
FLEYGA7 B0RVINNU 0G SPRENGINGAR.
KAPPKOSTUM AÐ VEITA GÓÐA ÞJÓNUSTU,
MEÐ GÓÐUM TÆKJUM 0G VÖNUM MÖNNUM.
UERKFRnmi HF
SKEIFUNNI 5 ® 86030