Morgunblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1973 Minning; Páll Skúlason fyrrverandi ritstjóri 1 DAG verður gerð, frá Dórn- kirkjunni, útför míns gamla vin- ar og skólabróður, Páls Skúla- sónar, fyrrverandi ritstjóra og kennara, en hann andaðist i Borgarspítalanum 24. þ. m. Hafði hann um nokkur ár þjáðst af illkynjuðu sári á fæti, sem ekki fákkst bót á, og nwn það hafa orðið banamein hans. Með Páli er horfinn okkur góður drengur, mikilhæfur gáfumaður og sérstæður per- sónuleiki, sem lengi mun minnzt verða, enda var hann þjóðbunn- ur maður fyrir margvísleg rit- störf á langri ævi og kennshi í mörgum skólum. Páll Skúlason fæddist í Odda á Rangárvöllum 19. september 1894 og var því tæpra 79 ára er hann féll frá. Foreldrar hans voru merkishjónin Skúli prófast- ur Skúláson og kona hans Sig- ríður Helgadóttir. Faðir Skúla prófasts var Skúli Gíslason pró- fastur að Breiðabólstað í Fljóts- hlíð, en móðir hans Guðrún Sig- ríður dóttir híns glæsilega og gáfaða prests, Þorsteins Helga- sonar i Reykholti. Faðir Skúla Gis-lasonar prófasts, var séra Gísii Gíslason, síðast prestur að Gilsbakka, en móðir Skúla var Ragnheiður Vigfúsdóttir sýslu- manns Þórarinssonar og því systir Bjama amtmanns og skálds Thorarensen. Sigríður móðir Páls var dóttir Helga lektors Hálfdánarsonar og konu hans Þórhildar, dóttur Tómasar Sæmundssonar, prófasts á Breiðabólstað, sem var einn af Fjölnismönnum og mikill vinur Jónasar Hallgrímssonar, en dó um aldur fram. Af því, sem: hér hefur verið sagt, má sjá, að merkir og sterkir stofnar stóðu að Páli í báðar ættir, enda hlaut hann að erfðum marga kosti þeirra. Starfoþrek hans og starfsgieði, sem hann hélt til hinztu stund- ar, minna á starfsmanninn og áhugamanninn mikla, Tómas Sæmundsson, og rithæfni hans á snillinginn, afa hans, Skúla prófast Gíslason, sem ritað hef- ur margar þjóðsögur og gevin- týri í Þjóðsagnasafni Jóns Ámasonar, af meiri frásagnar- snilld og á fegurra máli en aðrir, er lögðu hönd á plóginn að því mikla og merka verki. Páll stundaði nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk þar stúdentsprófi vorið 1913. Um haustið, það ár, hélt hann til Danmerkur ti-1 náms við há- skólann í Kaupmannahöfn. — Hann lauk þar prófi i forspjalls- vísindum vorið 1914 og stundaði þar jafnframt nám í máltfræði á árunum 1913—’19. Einnig hafði hann þar á hendi kennslu við menntaskóla árið 1918. Páll kom heim frá námi við Hafnarháskóla árið 1919 og hóf þegar kennslu við marga sikóla hér í borg, svo sem Stýrimanna- skólann, Vélskólann, Gagnfræða- skóla Reykjavikur og Mennta- skólann og hafði þá jafnframt mörg önnur jám í eldinum. Árið 1926 stofnaði hann skop- blaðið ,,Spegil'inn“. Var hann fyrst ritstjóri blaðsins með öðr- um, en síðan einn til ársioka 1960, en þá hætti hann útgáfu blaðsins. Spegiliinn varð þegar mjög vinsælt blað, enda bráð- fyndið og skemmtilegt eins og útgefandinn, en aldrei rætið, hins vegar á stundum nokkiuð neyðarlegt, einkum ef um há- vaðasama pólitíkiusa var að ræða, svo sem vcra ber í skop- blaði. En þó ýkt væri, mátti jafnan kenna megindrættina í fari þeirra manna, sem fyrir framan spegilinn stóðu, enda var Páil mikill mannþekkjari. En athafnaþrá Páls var ekki fullnægt með kennslustörfunum og útgáfu Spegilsins. Hann þýddi auk þess erlend sikáldverk í tugatali svo og leikrit og samdi einnig nokkra gamanleiki í sam- vinnu við aðra. Þá vann hann um margra ára skeið við Morg- umblaðiið, aðallega sem prófarka- lesari. Minnist ég þess, að tneð- an ég vann við blaðið, var ég jafnan öruggur ef ég vissi hand- rit mitt í höndum Páls. Árið 1933 kvæntist Páll efitir- lifandi konu sinni, Halltióru Jóhönnu Elisdóttur kaupmanns í Reykjavík Jónssonar, hinni ágætustu konu, sem verið hefur mikil húsmóðir á fjöLmennu heimili og manni sínum ómet- anlegur og traustur lífsföru- nautur. Heyrði ég það oft á Páli, sem þó var frábitinn þvi að tala um einkahagi sina, að hann unni mjög konu sinini og mat mikils þann styrk og þá stoð, seim hún veitti honum í annasömu l'ífi hans. Þau eign- uðust sex böm, sem öll eru á lífi, en þau eru: Ari, útvarpsvirki, kvæntur Auði Haraldsdóttur, Guðlaug, gift Grétari Hjartar- syni, stýrimanni, Skúli lögfræð- ingur, kvæntur Kristrúnu Ólafs- dóttur, Sigriður, gift Olav Bayer, sem er við nám erLendis, Eiríkur, útvarpsvirki, ókvænturj og Elín, gift Þorláki Þorlákssynd, skrif- stofumanni. Við Páll kynntumst ekki mik- ið í Menntaskólanum, enda var hann þremur bekkjum á undan mér, þó að hann væri ekki nema einu og hálfu ári eldri en ég. Fn síðar varð með oktour góður kunningsskapur, og því betur sem ég kynntist honum, varð hann mér æ hugþekkari, enda var hann maður dagfarsprúður, hispursiiaus en jafnframt hátt- vís svo að af bar. Seinna varð kunningsskapur okkar Páls að einlægri og traustri vináttu og er ég þakklátur fyrir það. Við vorum saman, ásamt nokkrum öðrum góðum mönnum, borð- félagar við morgunkaffið á Hótel Borg. Voru það skemmti- legar stundir, margt skrafað um menn og málefni og mikið hlegið, enda lá Páll þá ekki á liði sínu við að halda uppi skemmtilegum samræðum. — Nú eru borðfélagamir fliestir horfnir af sjónarsviðinu og sakna ég þeirra allra, og þá ekki sízt Páls. En lögmáli ldfs og dauða verður ekki haggað. Vinirnir njóta saman daglega, svo lengi sem leyft er, góðra stunda, en svo kemur óumiflýj- anlega að því, ao þeir fara smám saman að týna tölunni, og að lokum situr maður einn við borðið, — og bíður. Við hjónin vottum eikkju vin- ar míns, börnum þeirra og öðr- um ástvinum okkar innilegustu samúð. Sigairður Grímsson. t Þakka auðsýnda samúð vegna fráfalils og útfarar Guðjóns Jónssonar, Miðstræti 10. Fyrir hönd sysitkinana, Helga Guðjónsdóttir. SKILTI A GRAFREITI OG KROSSA. Flosprent s.f. Nýlendugötu 14 sími 16480. Bróðir okkar, Hallfreður Jón Oddsson, Hátúni 10A, andaðisit 29. apríi. Fyrir hönd systkina, Pétnr J. Oddson. Eiginmaður minn og sonur, Haukur B. Hauksson, bílamálari, lézá atf slysförum 30. þ.m. í Lands pítalanum. Fyrir hönd bama og annarra aðstadenda, Brynja Guðmundsdóttir, Ásta Kristinsdóttir. SIGURBJÖRG GlSLADÓTTIR, Kirkjubraut 48, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness þann 30. 7. 1973. Jarðarför- in auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Elisabet Sigurðarcfcttir. Eiginkon mín, móðir okkar og amma, SIGRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR, lézt að heimili sínu, írabakka 4, þriðjudaginn 31. júlí. Magnús Jónsson, börn og bamaböm. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA SAMÚELSDÓTTIR, Garðavegi 11, lézt 27. júlí sl. í Sjúkrahúsi Keflavíkur. — Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 3. ágúst klukkan 2. Böm, tengdaböm og barnaböm. Bróðir minn, HARALDUR SVEINBJÖRNSSON, iþróttakennari í Ameríku, andaðist 15. júli i sjúkrahúsi í Washington, 72 ára að aldri. Þetta tilkynnist ættingjum og vinum hins látna. Valdemar Sveinbjömsson. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR EINARSOÓTTIR, Skúlagötu 70, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2. ágúst klukkan 1.30. Þeir, sem vildu. minnast hennar, vinsamlega láti Krabba- meinsfélags Islands njóta þess. Eiríkur Eriksson, Katrín Eríksdóttir, Guðbjöm Eiríksson, Sigríður Sumarliðadóttir og bamaböm. t Hjartkær bróðir okkar og mágur, GUÐJÓN ÞORVARÐARSON, endurskoðandi, Geitlandi 31, lézt 29. þ. m. Jarðarförin auglýst siðar. Baldur Þorvarðarson, Elín Þorvaldsdóttir, Haukur Zophoniasson. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJAN h. ZOEGA, Grenimel 41, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 2. ágúst klukkna 13:30. Asta Zoéga, Helgi Zoéga, Sheila Zoéga, Kristín Zoéga, Ágúst Geirsson, og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORLEIFUR EYJÓLFSSON, Gautlandi 11, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2. ágúst klukkan 3. Blóm afbeðin, en þeir, sem vildu minnast hins látna, láti liknarstofnanir njóta þess. Ólöf Diðriksdóttir, börn, tegndaböm og barnaböm. t öllum þeim, er sýndu okkur samúð og virðingu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, JÚNS HEIÐBERG, þökkum við af alhug. Þórey Eyþórsdóttir Heiðbetg, böm og tengdaböm. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTJÖNU SIGURÐARDÓTTUR MUTCH og JON MUTCH. John Mutch, Sigurveig Ásvaldsdóttir, Friðrik Fridriksson, Sigurður Jörgenson, Sigrún Gissuradóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.