Morgunblaðið - 16.08.1973, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐ Ð — t ' t DAGUR 16. ÁGÚST 1973
Skuttograri Fáskrúðsfirðinga, hið afiasæia skip, Ljósafell
Stl 70.
Nýju húsin rísa óðfluga upp í kauptúninu.
■ Ljósm.: Mhl. Rafn.
Á Fáskrúðsfirði hefur ver-
ið rífandi atvinna að undan-
förnu. Hinn nýi skuttogari
Fáskrúðsfirðinga, I.jósafell,
hefur aflað vel, og smábáta-
útgerð er mikil auk þess sem
mikið er um að vera i bygg-
ingariðnaðinum. Þessi fjör-
kippur í athafnalífinu hefur
vakið með íbúum staðarins
bjartsýni, sem vart hefur ver-
ið til staðar síðan síldarævin-
týrinu lauk. Morgunblaðið
hafði fyrir stuttu viðtal við
sveitarstjórann á Fáskrúðs-
firði, Jón Gauta Jónsson, og
fékk hjá honum upplýsingar
um það hel/.ta, sem verið er
að gera þar.
BYGGINGA-
FRAMKVÆMDIR.
— Hvað er verið að byggja
hérna núna?
— í>að eru 25 íbúðir í
smíðum, þar af 16, sem byrj-
að var á á þessu ári. 6 af
þessum íbúðum eru í fjöl-
býlis'húsi og 7 einmgahús eru
í smíðum af 12, sem hrepp-
urinn keypti. Þessi hús er
framleídd af Verk h. f.
— Hvað er hreppurinn að
byggja fyrir sína starfsemi?
Nýlega var hafizt handa við
byggingu barna- og gagnfræða
skóla, sem á að leysa þann
gamla af hólTni, en hann var
reistur til bráðabirgða 1928!
Hreppurinn byggiir auk þess
þrjú af einingahúsunum, tvær
kennaraíbúðir og sveitastjóra-
Lbúð. Kaupfélagið er svo að
fara af stað með 1750 fm frysti
hús.
MANNEKLA
— Hvar fæst mannskapur
til að byggja þetta allt auk
þess að vinna í fiskinum?
— Við eigum við manneklu
að stríða, sérstaklega er varð-
ar iðnaðarmenn. Okkur hafa
að vísu boðizt nokkrir, en við
höfum ekki húsnæði handa
þeim. Þetta heizt allt í hend-
ur. Uppbyggingin gengur hæg
ar vegna mannfæðar, en þeir
menn sem okkur bjóðast fá
hvergi þak yfiir höfuðið. En
vonandi rætist úr þessu með
tímanum.
Búðir byggja í dag afkoniu sina að mestu á fiskinum, en í framtíðinni verða þar vonandi einn-
ig fjölbreytt atvinnufyrirtæki, sem munu kotna í stað fisksins, ef hann þrýtur.
Greinarkorn frá Austurlandi:
„Nú ríkir sú bjartsýni, sem síðast
var vart við í síldarævintýrinu
Stutt spjall við sveitarstjórann á Fáskrúðsfirði Jón Gauta Jónsson
Jón Gauti Jónsson.
OLÍUMÖE
— Þið leggið oliumöl á göt-
urnar í sumar?
— Já. Það verður lagður
hálfur annar kílómetri á göt-
ur og rafmagn í jörð. Auk
þess verður allt hafnarsvæð-
ið steypt. Áætlaður kostn-
aður við olium'aliarl'agninguna
er 5,8 mMjónir króna.
FJÖLBREYTNI
ATVINNULÍFSINS
— Ejölbreytnin er ekki
nægileg. Hér er, eins og í
öðrum sjávarplássum, fiskur-
inn aðalundirstaða atvinnulífs
ins. En auk þess er hér starf-
rækt Trésmiðja Austurlands,
sem hefur stundað skipasmíð
ar um árabil og rörasteypa,
sem framleiðdr nægilega mik-
ið af rörum fyrir húsabygg-
ingamar. Það væri æskilegt
að fleiri fyrirtæki væru
starfrækt hérna, svo íbúar
staðarins þurfi ekki að treysta
eingöngu á gæftir sjávarins.
En með aukimni uppbyggimgu
eykst fjölbreytnin nær ósjálf
rátt, það koma hin og þessi
þjónustufyrirtæki og aukin
efni fól'ksins kalla á ýmsa
þjónustu.
LÆKNISLEYSI
— Hvernig er læknamálum
háttað?
— Þau eru í hálfgerðum
ólestri. Við erum að ljúka við
byggingu læknisbústaðar, en
lækninn vantar í hann. Lækn-
irimn, sem hefur verið hér
síðustu áratugi er nýhættur
og fengum við hjúkrunarkonu
ti'l bráðabirgða, unz lækna-
vandamálið leysist. Hjúkrun
arkonan hefur getað veitt
mönnum, sem á hafa þurft að
halda, fyrstu aðhlynningu, en
svo fiytjum við sjúkiingana
til Neskaupstaðar. Við feng-
um nýjan lögregltu- og sjúkra
bíl i sumar eftir ítrekaðar
beiðnir í þá átt og er hann
vissulega hið mesta þarfaþimg.
HUGMYNDIR UM
FRAMTÍÖINA
— Það helzta, sem er á
döfinni er bygg'mg dráttar-
brautar, fyrir 800 smálesta
skip. Við höfum nýlega fengið
leyfi frá ráðumeyti fyrir bygg-
ingu hennar og verið er að
ljúka við undirbúningsvinnu,
svo framkvæmdir geti hafizt.
Svo er ýmislegt annað, s. s.
umhverfisvernd og trjárækt-
un.
íbúar á Búðakauptúni
í Fáskrúðsfirði voru við síð
asta manntal 73C en hefur
farið heldur fjölgandi siðan.
Fólksfjölgunin takmarkast
fyrst og fremst af húsnæði, en
ef haldið verður áfram að
byggja eims og undanfarið,
verður þess ekki langt að
bíða, að á Búðum rísi hið
myndarlegasta þorp þar sem
fjölbreytt atvininulíf verður
aðalsmerki staðarins.
Rfl.
Til söln Opel Mnntn
sportbifreið nrgerð 1973
ný og ónotuð. Selzt með miklum afslætti. Skulda-
bréf að hluta koma til greina. Til sýnis í sýningar-
sal Sambandsins, Ármúla 3.
N áttúr u verndarr áð
í Mývatnssveit
SÍÐASTLIÐNA viku ferðaðist
Náttúruverndarráð um Mývatns-
S'veit, Laxárdal og Keldubverfi í
Þingeyjarsýslum. Voru skoðaðir
þeir staðir, sem mest hafa kom-
ið við sögu náttúiruverndarmála
að undanfömu, eða fyrirhugað
er að vernda.
Ráðið sat almennan sveitar-
fund Mývetningia í Skjólbrekku,
sem sveitars'tjórn Skútustaða-
hrepps efndi tii. Skiptust ráðs-
menn og heimiamenn þar á skoð-
unum um ýmis mál, scm vairða
náttúruvernd sveitiarinnar.
Þá var haldinn funidur með
■sveitarstjórn Skútustaðahrepps
og eiinnig með oddvita Reykdæla
hrepps og formanni Landeigenda
féliags Mývatns og Laxáur. Á þeim
fundum var sérstaklega rætt um
væntanlega löggjöf um vernd
Mývatns- og Laxársvæðisms.
Náttúruverndarráð hefur að und
anförnu haft í uindirbúniin’gi
frumvarp að sMkri löggjöf og
leiitað samráðs um það við heima
menn og opiinbera aðila.
Ráðið skoðaði einnig þá staði,
þar sem til greina kemur að
reisa náttúrurannsóknastöð, en
gert er ráð fyrir að hún verði
reist síðar á þessu ári.
Úr Mývatnssveiit var haldið
með Jökulsárgljúfrum og skoðað
ar aðstæður á helztu viðkomu-
stöðum i hinum nýja þjóðgarði
þar, með tilliti til móttöku ferða
fólks. Að því loknu var efnt tii
fuindar með sveitarstjórn Keldu-
neshrepps og náttúruverndar-
nefnd Norður-Þingeyjarsýsl'u um
þjóðgarðiinn og áhrif hans á.Itf-
'tð I sveiíinni.
(Frá Nátt ú ru ve r.nda rráði).