Morgunblaðið - 01.09.1973, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1973
22*0-22*
RAUOARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
BORGARTÚM 29
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
STAKSTEINAR
Er Ólafur að
missa tökin
á Framsóknar-
flokknum?
Árásir Sambands ungra
framsóknarmanna í Timan
um í gær á formann Fram-
sóknarflokksins or Kristin
Finnbogason framkvæmda-
stjóra Timans, eru einhverj-
ar þær ofsafengnustu, sem
nm getur hér á landi. Verður
ekki séð annað en SUF hafi
skorið upp herör gegn for-
manni flokksins og ætli nú að
láta sverfa til stáls. Er athygl
isvert, að árásir þessar hefj-
ast nú, skömmu eftir að
Möðruvallahreyfingin var
stofnuð. Kristinn Finnboga-
son mun ekki hafa verið í
Reykjavík undanfarna daga,
og því hafa ungir framsóknar
mann séð sér leik á borði að
lauma árásargreininni í Tím
ann enda eru ritstjórar blaðs
ins að verða undirtyllur, sem
fylgjast iítt með daglegum
störfum blaðsins og hafa þar
lítil áhrif, enda er það að
mestu textaauglýsingar fram-
kva-mdastjórans og þýddir
langhundar.
Átökin i Framsóknarflokkn
um eru nú komin á svo alvar
legt stig, að eðlilegt er að
menn velti því fyrir sér, hvort
Ólafur Jóhannesson sé að
missa öll tök á flokknum. Það
gefur glögga hugmynd um
stöðu hans meðal yngri
manna, að þeir skuli segja um
hann: „Formaður flokksins
hafði forystu um það ásamt
Kristni Finnbogasyni um ó-
lýðræðislegustu vinnubrögð,
sem um getur í flokksstarfi
Framsóknarflokksins.“ I»á er
eftirtektarvert, að fram-
kvæmdastjóri Tímans fær
þessa einkunn: „Peningavald-
ið lætur sér ekkert fyrir
brjósti brenna og svívirðir
griindvallarreglur lýðræðis-
legs flokksstarfs."
Þeir Kristinn og Óiafur
sameina þannig i huga ungra
framsóknarmanna tvo höfuð-
ókosti stjórnmálaforingja. Mis
beitingu peningavalds Og ást
á ólýðræðislegum vinnu-
brögðum. Þessar yfirlýsingar
hljóta að verða til þess, að
senn fari fram uppgjör í
Framsóknarflokknum um á-
greininginn.
*
Verður Olafur
Ragnar rekinn?
Fyrirgangur Ólafs Ragnars
hefur vakið reiði margra af
frumkvöðlum Framsóknar-
flokksins. Telja þessir menn
kominn tima til þess fyrir
löngit að setja raekilega ofan i
við hinn pastursmikla prófess
or og benda honum á að í
Franisóknarflokknunri verði
ekki þessi vinnubrögð liðin
ölhi lengur. Hitt er annað mál,
hvort þeir hafi til þess afl,
eins og málum er komið.
Talsmenn þessa hóps benda
á, að Ólafur Ragnar hafi fyr
ir jól í fyrra staðið í samn-
ingamakki með Birni Jóns-
syni um að mynda ríkisstjórn,
ef stjórn Ólafs Jóhannessonar
hrykki frá völdum. Þá hafi að
visu tekizt svo til, að stjórnar
samstarfið rofnaði ekki, en Ó1
afur Ragnar hafi samt sem
áður ekki slitið sambandi við
Björn Jónsson, heldur unnið
með honum að stofnun nýrra
flokksbrota, sem gætu fleytt
báðum á þing. Talsmennirnir
segja ennfremur, að Samband
ungra framsóknarmanna hafi
ekkert gert annað síðustu
fjögur ár, en berjast gegn for
ystu flokksins og stefnu hans.
Sambandið hafi hvað eftir
annað ráðizt á ódrengilegan
hátt að forystuhópi flokksins
og ekki sé grunlaust um, að
ýmsir af leiðtogum þess, hafi
kosið aðra flokka i síðustu
kosningum. _
Allt virðist nú benda til
þess að komið sé að skuida-
dögunum. Ekki er hægt á
þessu stigi að spá nOkkru um
það sem gerist, til þess eru
valdahlutföllin of óljós. En vel
geta spilin stokkazt þannig,
að innan tíðar fái Ólafur
Ragnar sömu meðferð og Jón
í Stóradal og Hannes Jóns-
son alþm. Þeir eru nefnilega
orðnir margir framsóknar-
mennirnir, sem vilja helzt af
öllu reka Ólaf Ragnar og fylg
ismenn hans fyrir fullt og allt
úr Framsóknarfokknum.
►VEKHOIT 15ATEI. 25780
AVIS
SIMI 24460
c-
BILALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
BlLALEIGA JÓNASAR & KARLS
Ármúla 28 —■ Sími 81315 '
HVAD
UNGUR
EVUR GAMALL. TEMUR
^ SAMVIMNUBANKINN
FEREABlLAR HF.
Bílaleiga. - Sími 81260.
Tveggja manna Citroer. Mehari.
F mm manna Citroen G.S.
8—22 manna Mercedes Benz
hópferðabílar (m. bilstjórum).
. SKODA EYÐIR MINNA.
Shodh
LEIGAN
^AUÐBREKKU 44-46.
SfMI 42600.
Islondsmdtið I. deild
í dag kl. 14 leika á Njarðvíkurvelli
ÍBV - Breiðablik
Blikarnir berjast fyrir veru sinni í deildinni. Komið
og sjáið spennandi leik.
I.B.V.
Grensássókn
Guðsþjónusta verður í Safnaðarheímili Grensás-
sóknar sunnudaginn 2. sept. n.k. kl. 11.00 f. h.
Sr. Páll Pálsson, umsækjandi um prestsembætti
safnaðarins messar.
Útvarpað verður frá athöfninni á miðbylgju 1412
K.H.Z. 212 metrar.
SÓKNAKNEFNDIN.
ÍSLENZK FBÍMEBKI
KARM fiskidœlur
Höfum til afgreiðslu með stuttum fyrirvara frá verk-
smiðju í Noregi, KARM fiskídælur í stærðunum 8—14
tommur.
KARM fiskidæiur frá Karmöy Mek. Verksted hafa
undanfarin ár verið settar í fleiri norska og fær-
eyska fiskibáta, en dælur frá öðrum framleiðendum,
samanlagt.
Verð KARM fiskidæla er sérlega hagstætt.
Leitið upplýsinga hjá okkur.
VÉLASALAN HF.,
Garðastræti 6,
símar 15401, 16341.
Fjölbreytt úrvai íslenzkra frímerkja:
Skildingafrímerki
Aurafrímerki
Kóngafrímerki
Hópflug ítala, ónotað og stimplað á afklippu
ísland komplett 1944—1972 í albúmi ög ótrú-
lega margt annað.
Við erum með söludeild á frímerkjasýningunni
ISLANDIA ’73, sem er opin alla daga til sunnu-
dags 9. september kl. 14 til 22.
FRIMERKJAMIÐSTOÐIN,
Skóiavörðustíg 21a, Reykjavík.