Morgunblaðið - 01.09.1973, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.09.1973, Qupperneq 14
' 14r iviUKUUi'muAjJiU — lAOUAKOAULU 1. SBPTEMBER 1973 Mikil aukning í málningarsölu — fólk tekur meira eftir ný- máluðu húsunum en áður MÁLINGARSALA hefur verið prýðileg á þessu sumri, og hef- ur verið auikning í sölu, hjá okk- <ur þrátt fyrir tilkomu fleiri málningarverksmiðja í líundinu, sagði Ragnar Þór Magnús, fram- kvæmda.stjóri hjá Málningu hf., er við ræddum við hann í gær. Hann sagði, að óvenjumiikið væri urn útimálun, og að sjálf- sögðu hefðu málningarverk- smiðjurnar notið góðs af þess- ari málningargleði fól'ksins. Þó svo að mikið væri málað í Reyikjavík og næsta nágrenni, þá virtist meira vera málað úti á landi, allavega benti salan hjá þeim til þess. Fólk virtist ætla að haía hýbýli sín í sem beztu ásigkomulagi á 1100 ára afmæJi íslands byggðar. — Hinu er svo etoki að neita sagði Ragnar, að fólk telkur nú mikið betur eftir nýmáliuðu hús- unum en áður, því nú eru Is- lendingar loksins famir að mála í skemmtilegum og fjölbreyttum iitum. Hjúkrunarnemi og kennuri Óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð til leigu frá og með 1. okt., eða fyrr. Barnlaus og reglusöm. Fyrir- framgreiðsla. Sími 35061. Viöurkenning Fegrunarnefndar Reykjavíkur: Kastalinn Tízkuverzlunin Kastalinn við Bergstaðastræti 4 fékk við urkenningu fyrir snyrtilega lóð og umgengni og skemmt ilega tilraun tii að gera gam alt umhverfi að nýtízkulegu. Ljósm. Mbl. Kr. Ben. Heildverzlun sem hefur viðskiptasamband um allt land, vill kaupa íslenzkar framleiðsluvörur. Tilboð merkt: „Innlend framleiðsla — 4540“ legg- ist inn á afgr. Mbl. fyrir 10. september. Burnobúðin Aðnlstræti 3 Auglýsir Vegna flutnings búðarinnar úr Aðai- stræti 3 í Aðalstræti 16, verður rýming- arsala á ýmsum smábarnafatnaði næstu viku. Afsláttur á ýmsum vörutegundum. Póstsendum um allt land. Bnrnnbúðin Aðnlstræti 3 Vísindnstyrkir Atlantshaisbnndalngsins Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga visindamenn til rannsóknastarfa eða framhaldsnáms er- lendis. Fjárhæð sú, er á þessu ári hefur komið í hlut islendinga í framangreindu skyni, nemur um 800 þúsund krónum, og mun henni verða varið til að styrkja menn, er lokið hafa kandídats- prófi í einhverri grein raunvísinda, til framhaldsnáms eða rann- sókna við erlendar vísindastofnanir, einkum í aðildarrikjum Atlantshafsbandalagsins. Umsóknum um styrki af þessu fé — „NATO Science Fellow- ships" — skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, Reykjavík, fyrir 22. september nk. Fylgja skulu staðfest afrit próskírteina, svo og upplýsingar um starfsferil. Þá skal og tekið fram, hvers konar framhaldsnám eða rannsóknir um- sækjandi ætlar að stunda, við hvaða stofnanir hann hyggst dveljast, svo og greina ráðgerðan dvalartíma. — Umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 30. ágúst 1973. Námskeið í hópkennslu Rætt vid Arne Sjölund „ÉG ER ákaflega ánægður með þetta námskeið. Þátttakendurnir komu með alveg rétta tilfinn- ingu fyrir hópvinnu, og verkefni mitt var að mestu að gera þá tii finningu að hnitmiðuðum vinnu- brögðuni." Þetta sagði Ame Sjö- lund, danskur sálfrasðingur sem í síðustu viku hélt hér sex daga námskeið í hópvinnu og hópsál- fræði fyrir íslenzka kennara á vegum Fræðsluskrifstofu Reykja víkur og Kennaraháskóla fslands. Sjölund sagði í stuttu viðtadi við Morgunblaðið, að námskeið- inu væri einkum ætlað að leið- beina um eðli hópkennslu og hvernig henni væri bezt háttað, en siík kennsla verður nú æ út- Frú Húsmæðrnskóln Reykjnvíknr Kvöldnámskeið í matreiðslu hefjast 1. október. Inn- ritun í dag 1. september frá kl. 9—14. Sími 11578. SKÓLAST J ÓRI. Óskum nð tnkn ú leigu 2ja herbergja íbúð frá og með 1. september eða sem fyrst. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. — Sími 37737. Múiakaffi. Arne Sjölund. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grens- ásvegi 9. þriðjudaginn 4, september kl. 12—3. Til- boðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. breiddari, — hver væri hæfileg hópstærð, hvemig hlutverk kennarans breytist frá því að vera einráður í að vera leiðbein- andi, hvernig hópur verði bezt gerður að virkri vinnuheild, án þess þó að einstaklimgar fái ekki að njóta sín o.s.frv. „Það er ekki unnt að lesa sér til um hvernig menn eiga að vinna saman. Það lærist með æfingu," sagði Sjö- iund. En auk þess þarf kennari að vera allvei að sér í svokallaðri hópsálarfræði, og var hún annað aðalviðfangsefni námskeiðsins. Þau fræði byggja á þvi, að við- brögð einstaklinga eru breytileg eftir því í hvers konar hópi þeir eru, að þvi er Sjölund sagði okk ur. Hann sagði að meðal helztu kosta hópkennslu væri að hún verkaði hvetjandi á nemendurna, gerði þá virkari og um leið á- hugasamari, og kennsluna meira lifandi og fjölbreyttari, auk þess sem samvinna af öllu tagi sé áð verða æ stærri þáttur þjóð- féiagsstarfsemi núímans. Og samvinna felur i sér viðurkenn- ingu á manni-num bæði sem fé- lagsveru og sjálfstæðum ein- stakling. Arne Sjölund sagði, að slík hópkennsla ryddi sér nú tii æ meira ti-1 rúms, og á flestum stigum náms. Kennararnir sem sóttu þetta námskeið nú voru þannig bæði úr gagnfræða- og barnaskólum. Og hann tók sem dæmi, að í háskólanum í Hróars- keldu í Danmörku færi svo til öll kennsla fram i hópum nú orðið; gamla fyrirlestraformið væri að mestu aflagt. Sjölund sagði að hópkennsla ætti vel við svo til allar námsgreinar. Þátttakendur i þessu nám- skeiði voru 24, og var það annað námskeiðið sem Arne Sjölund hefur haldið hér, hið fyrra var á síðasta ári. 1 þetta sinn bauð hann vinnu sína fram að kostn- aðarlausu sem framlag vegna erfiðleika Islendinga eftir gosið í Vestmannaeyjum. Sjölund er mjög þekktur sálfræðiingur á Norðurlöndum, hefur m.a. skrif- að kennslubók í hópsálfræði sem komið hefur út í 10 upplögum í heimalandi hans, og einnig verið þýdd á norsku, sænsku og þýzku. Hann starfar nú sjálfstætt, og hefur haldið námskéið af þessu tagi víða. Þetta námskeið var þjálfunarnámskeið, og er ætlun in að þeir kennarar sem þátt tóku, geti haldið svipuð nám- skeið fyrir starfsbræður slna eftirleiðis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.