Morgunblaðið - 01.09.1973, Síða 16

Morgunblaðið - 01.09.1973, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1973 ftfawgustiritafrffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjlad 300,00 kr. 1 lausasölu hf, Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, simi 22-4-80, á mánuði innanlands. 18,00 kr, eintakið. ¥ dag er 1 ár liðið síðan ís- * lendingar allir fögnuðu yfir þeim áfanga, að fiskveiði takmörkin höfðu verið færð út úr 12 mílum í 50. Fyrir einu ári gerðu allir ráð fyr- ir því, að fiskveiðitakmörk- in mundu þýða raunverulega friðun fiskimiðanna og aukna hlutdeild ísiendinga í heild- araflanum á íslandsmiðum. Því miður hafa þessar vonir ekki rætzt. En þrátt fyrir þá erfiðleika, sem við hefur ver- ið að stríða síðasta árið, mun- um við íslendingar svo sann- arlega ekki gefast upp. Svar okkar við óbilgirni Breta og áframhaldandi ólöglegum veiðum Vestur-Þjóðverja, er eitt og aðeins eitt. Við segj- um þeim umbúðalaust, að við munum nú táka lokaskrefið í landhelgismálinu, friða land grunið allt og helga okkur 200 mílur. Það er krafa dags- ins í dag, og um hana verða íslendingar allir að standa saman. Á undirbúningsfundunum undir Hafréttarráðstefnuna, nefnir enginn maður 50 sjó- mílurnar. Þar er rætt um 200 mílur, og yfirgnæfandi meiri hluti þjóðanna fylgir þeirri stefnu. Sumir tala raunar um, að 200 mílurnar nægi ekki, heldur verði strandríki að hafa sérréttindi til fisk- veiða utan þeirra. I þessum hópi eru Ástralía, Nýja-Sjá- land, Kanada og Noregur. Þess er og að gæta, að jafn- vel eftir að 200 mílurnar eru komnar til framkvæmda, þarf að hafa samkomulag ríkja á milli um friðunarað- gerðir á hinum ýmsu haf- svæðum, því að sumir nytja- fiskar fara langar leiðir á göngum sínum. Á undirbúningsfundinum undir Hafréttarráðstefnuna, sem lauk fyrir rúmri viku, var tilraun gerð til að sam- ræma þær tillögur, sem fram höfðu verið lagðar, þannig að einungis yrðu 2—4 tillög- ur til afgreiðslu á Hafréttar- ráðstefnunni sjálfri. Því mið- ur tókst þetta ekki, þrátt fyr- ir eindreginn stuðning við 200 mílurnar, því að ýmis aukaatriði komu þar til álita. Nú ber brýna nauðsyn til þess, að íslendingar geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að sameina þær þjóð- ir, sem 200 mílurnar styðja. En frumskilyrðið er, að Is- lendingar sjálfir taki af öll tvímæli um stefnu sína. Þeir þurfa að lýsa því yfir með ótvíræðum hætti, að þeir berjist fyrir 200 mílum og séu í hópi þeirra þjóða, sem lengst vilja ganga. Þar nægja ekki yfirlýsingar í einhvers konar „vinnuskjölum“ undir- búningsfundanna, heldur verður að gera þetta með alþingissamþykkt, löggjöf eða þingsályktun. Þegar það hefur verið gert, getur eng- um blandazt hugur um, hvar við stöndum. Þess vegna verður að vænta þess, að aðr- ir þingflokkar taki vel því frumkvæði, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur tekið í land helgismálinu og standi sam- einaðir að 200 sjómílna land helgi. Það er mikill misskilning- ur, að 50 sjómílna landhelgin sé mál dagsins í dag eins og kommúnistar halda fram. 50 sjómílna landhelgi á engan hljómgrunn. Sú tala er aldrei nefnd, þegar um fiskveiði- takmörkin er rætt, nema þá af stórveldunum, sem aftur- haldssömust eru. Á meðan við íslendingar ekki lýsum því ýfir, að við styðjum 200 sjómílurnar, erum við þess vegria dragbítar á þróunina, en ekki forusturíki, eins og við gerðumst með lögunum um vísindalega verndun fiski miða landgrunnsins árið 1948. Vera kann, að einhverjir afturhaldsmenn hér á landi séu svo skammsýnir, að þeir geri sér enga grein fyrir hinni öru þróun, sem orðið hefur í landhelgismálunum á alþjóða vettvangi síðustu mánuðina og árin og vilji þess vegna bíta sig í 50 sjó- mílna fiskveiðitakmörk, en áhrifum þeirra manna verð- ur að eyða fyrir fullt og allt. Við Íslendingar höfum nú tækifæri til að vinna þann lokasigur í landhelgismálinu, sem barizt hefur verið fyrir í aldarfjórðung. Árið 1948 mörkuðum við stefnu okkar og höfum barizt ótrauðir síðan. Nú er tækifæri til að ná lokamarkinu, friðun land- grunnsins alls og 200 sjó- mílna landhelgi. Baráttan stendur sem hæst og lokasigur mun vinnast innan örskamms tíma, ef eng- inn skerst úr leik. Þess vegna verðum við íslendingar að standa sameinaðir, og svo mun líka fara. 50 MÍLUR EÐA 200 MÍLUR Nokkur af nýbysjgðu húsunum á Stöðvarfirði. „Jafnverstu vegir í byggð á íslandi“ — beggja vegna við Stöðvarfjörð, segir Björn Kristjánsson, hreppstjóri EFTIR allmarg-ar ferðir út á land hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að Hagstofunni yrði það tiltölulega auðvelt verk að reikna út og setja upp í töflu til birtingar í Hag tíðinduni styrkleika bjartsýn- innar meðal íbúa á ýmsum stöðum á landinu. Aðferðin er einföld: Síðsumars yrði embættismaður sendur á þessa staði til að telja ný hús og hús í byggingu. Hiutfalls- legur fjöldi þeirra gagnvart ibúafjölda yrði reiknaður út og út kæmi bjartsýnisstiiðull þorpsins eða bæjarins. Þessi aðferð kom upp i huga mér þegar ég var að hugleiða hinn mikla fjölda nýbygginga á Stöðvarfirði. Þar hlýtur að ríkja mikil bjartsýni, því að lángflest hús á staðnum eru ný eða nýleg. Raunar hefur ekki mikið verið byggt í sumar, því að á undanförnum ár- um hefur nánast verið full- nægt þörfinni fyrir ný hús. Nú vantar aðeins hús fyrir aðkomufólk. Á ferð minni um Austfirði fyrir nokkru ræddi ég við Bjöm Kristjánsson, hrepp- stjóra á Stöðvarfirði og spurði hann fregna úr byggðarlag- inu. „Ibúatalan er nú rösklega 300 og hefur vaxið jafnt og sígandi um 10—15 manns á hverju ári, að undanförnu. Hér hefur verið geysilega mikið byggt á undanförnum árum, miðað við stærð þorps- ins, og er það yfirleitt ungt fólk, sem er að byggja. Unga fólkið hefur ekki flutzt héð- an, heldur viljað vera hér áfram," segir Björn. 1 sumar hafa tvö ný hús verið reist, en verið er að ljúka við og fullgera ýmis hús. Af öðrum framkvæmd- um má nefna lagningu nýs holræsakerfis, sem er mikil framkvæmd, og undirbúning að lagningu olíumalar, með tiiheyrandi jarðvegsskiptingu. Þá er fyrirhuguð stækkun á frystihúsinu með því að reisa viðbyggingu. Mikil atvinna hefur verið á Stöðvarfirði og vantar frek ar fólk í vinnu en hitt, að atvinnuleysi sé. Langflestir starfa á einn eða annan hátt við sjávarútveginn, fiskveið- ar eða fiskverkun. Þá er sveitarfélagið einnig með vinnuflokk við sínar fram- kvæmdir. Mikil vinna hefur verið við húsbyggingar, en engir iðnaðarmenn á þvi sviði eru búsettir á Stöðvarfirði og verður að kaupa þá að til slíkrar vinnu. „Það hefur verið hér þó nokkur slæðingur af aðkomu fólki, bæði kvenfólk og karl- mönnum," segir Björn. „Tölu vert af því eru skólaungling- ar i sumarvinnu. En sáralitl- ir möguleikar eru á að taka á móti slíku aðkomufólki, hér eru engar verbúðir og það er þá helzt fólkið, sem á hér ein- hvern að, sem getur fengið húsnæði.“ Stöðfirðingar gera út skut- togarann Hvalbak í samein- ingu við Breiðdælinga og hef ur hann aflað allvel frá þvi að hann kom til landsins i vor. Frá Stöðvarfirði eru einnig gerðir út bátarnir Heimir, 360 lesta skip, og Álftafell, 220 lestir. Heimir hefur í sum ar verið á togveiðum, en áð- ur í síldveiði í Norðursjó og á loðnu. Álftafellið hefur i sumar verið á humarveiðum og aflað sæmileg, miðað við aðra báta. Þá er talsvert af trillum á Stöðvarfirði og einn þilfarsbátuir, en þeir hafa afl- að lítið í sumar á handfærin.“ Fiskverkunarstöðvar eru þrjár á Stöðvarfirði. Hrað- frystihúsið, Varðarútgerðin, sem verkar í salt og Steðji, sem hefur litillega fryst fisk í sumar af Álftafellinu. Hrað frystihúsið og Varðarútgerð- in vinna fisk úr togaranum og frá smábátunum og hef- ur í sumar verið mikil vinna hjá þeim, oft unnið langt fram á kvöld. Og þá er komið að sam- göngumálunum, sem eru kafli út af fyrir sig. Björn er ekk- ert að skafa utan af því: „Beggja vegna við byggðarlagið eru jafnverstu vegir, sem menn finna i byggð á Islandi. Við erum því mjög óánægðir með, að á þessu sumrii var tekið af okk ur fjármagn, sem átti að nota í vegina i sumar. Það eru að visu komnir ágætir kaflar í vegina sums staðar, en óskap lega víða vantar mikið á, að gott sé. Vegirniir eru 30 ára gamlir, lagðir við erfiðar að- stæður og lítið hefur verið fyrir þá gert síðan. T.d. fyr- ir fjarðarbotninn verða erfið- ar samgöngur í vetur, þegar flytja þarf fiskinn á milli. Við höfum leitað eftir því við vegagerðina, að hún lagfæri veginn i fjarðarbotninum. Það væri ákaflega illa farið, ef samgönguerfiðleikar tefðu fyrir togaraútgerðinni, sem hefur gengið vel og sam- vinna verið mjög góð.“ En vegirnir þurfa ekki að- eins úrbóta við vegna fisk- flutninga. Bújarðir eru fáar i Stöðvarfirði, aðeins fimm, og öll mjölk er því flutt frá Egilsstöðum. Stöðvarfjörður er i læknishéraði með Fá- skrúðsfirði, reyndar er það læknislaust nú, en augljós- lega þarf læknir að geta kom izt á milli hvenær ársins sem er. — sh.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.