Morgunblaðið - 01.09.1973, Page 28

Morgunblaðið - 01.09.1973, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1973 SAI BAI N Anne Piper: I Snemma í háttrinn pins og er, sagði ég. — Svo að ef yður er alvara að fjölga .starfsfólki, þá... Nú ljómuðu augun í honum i fyrsta sínn. — En sú heppni! sagði hann. Þ*ví var það, að á hverjum morgni klukkan tíu, fórum við Jósep ásamt Flynh, til þess að vera komin i skrifstofuna klukk an hálfellefu, sem var þægileg- ur timi. Ég var sett yfir kjöltuhunda- deildina og gaf ráðleggingar um beizli og kápur og tízkuklipp- ingu. Og vitanlega leysti ég úr öllum vandamálum sem til mán var vísað. Gerald lét mig fá borð við gluggann í skrifstofunni sinni, af því að hann sagðist þurfa að hafa mig við höndina, til að spyrja mig ráða. Svo að ég fékk tækifæri til að kynnast milli- liðalaust öllum þessum skrýti- um, sem sagðar eru um forstjór- ann og einkaritarann. Innan hálfs mánaðar var ég farin að sitja á hnénu á honum og gæla við yfirskeggið á honum. — Gerald minn, hvemig í dauð anum, ferðu að því, að halda þessu biaði gangandi? Það vdrð ist ekki hafa mikla útbreiðslu. — O, ég hef það bara mér til gamans, sagði hann. Það lækkar heldur stóreignaskattiínn. Og meira þurfti ég ekki að vita. Eftir mánuð bað hann min og ég eignaðist enn einn heljar- stóran trúlofunar-demantshring. Ég var nú ekkert yfir mig fegin tilhugsuninni um að eiga að eyða ævinni við hlið Geralds, en alltaf var það þó skárra en matvörubúðin. Hann smeygði á mig hringnum í skrifstofunni og ég flýtti mér til Jacks, til að sýna honum hann. 14. kafli. Síðasta brúðkaupið. Þá erum við kominn að degin um i dag. Ég tók til við að skrifa þetta niður, til þess að hafa af fyrir mér alla þessa tilbreytinga- lausu daga eftir fjórðu giftinguna mína. Við erum búin að leigja húsið hans Jaspars í Aix, i sex mánuði. Hann hafði verið að gera einhverjar tilraunir til að sætt- ast við Jósep, og úr því varð það, að hann fékk Jósep til að fara til Frakklands og leigja hús ið út. Við tókum svo húsið á leigu, en Jósep var afskaptega merkilegur í sambandi við þessa sætt, og sagðist ekkert trúa á hana fyrr en hann sæi Jaspar alskapaðan. En annars er hann mjög ánægður með starfið sitt og ekkert á þeim buxunum að fara aftur í þrældóminn i Holly wood. Því sit ég nú hérna á skugga sælum garðhjallanum, undir kast aníutrénu, með glas af vondu bleki og andstyggilegan pósthús penna, og reyni að skrifa ævi söguna mína eftir föngum. Eins og ég sagði í upphafi, er það sannarlega skrýtið, hvernig atvik in geta hagað sér. Sannarlega ætlaði ég aldrei að giftast fjórum sinnum, en eftir á að hyggja, fæ ég ekki séð, hvernig ég hefði getað sloppið við það. Jack fer út að teikna eftir morgunverð, með nesti í körfu og flösku af víni, og kemur ekki aftur fyrr en i kvöldmatinn, svo að ég hef nægan tíma til umráða. — Elskan, sagði ég við hann einn morgun. — Ég skil ekki, hvað þú vilt með að eyða svona mikilli vinnu í þetta fjall þarna. Það hefur verið málað áður og selzt aldrei. — Elsku konan mín, sagði hann. — Þú verður að hafa hem- il á þessari ómerkilegu peninga- sýki þinni. Nú er ég orðinn ný- tizkumálari, og vil reyna að í þýóingu Páls Skúlasonar. skilja Cézanne. Og mér er alveg sama, hvort nokkur kaupir það, sem út úr þesisu kemur. En þær eru nú annars yndis- legar þessar myndir sem eru að smá safnast upp á vegginn í svefnherberginu hans Jaspars, og nú er Jack orðinn svo fræg- ur, að svo virðist sem hvað sem frá honum kemur, standi ekki við stundinni lengur. En um leið eru ferskjurnar ferskar, sólin skín og vínið er gott. Við fórum inn i borgina í gær- kvöldi og sátum þar allt kvöld ið í kaffihúsi við gosbrunninn. Jaek var að teikna skrýtna fólk ið við hin borðin, svo að ég stal frá honum blýanti og fór að pára með honum. — Hvað ertu að gera, elskan? Ertu farin að teikna? — Nei, ég er að yrkja fyrsta og siðasta kvæðið mitt, sagði ég. — Það er einskonar þakk- lætisóður, tileinkað uppáhalds eiginmanninum minum. — Hjálpi mér sagði Jack. — Láttu mig heyra. Þegar ég hafði lokið kvæðinu, sagði hann: — Þakka þér fyrir. En ég vona nú samt, að þú sért œs m SKIPHOLL SÓLÓTRÍÓ Matur frámreiddur frá'kl. 7. Borðpantanír í síma 52502. SKIPHÓLL, Strandgötu 1, Hafnarfirði. velvakandi Veivakandi svarar i síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Bréfaskipti fanga A. skrifar: „Nú fyrir skömmu var sú spuming lögð fyrir fimm manns í einu dagblaðanna, hvort rétt væri að ritskoða póst fanga. Einn þeirra, sem spurningunni svöruðu, taldi rétt og eðlilegt, að gæzlumenn fanganna fylgdust með bréfa- skiptum þeirra. Hinir fjórir voru mótfallnir því, að slíkt væri gert, — töldu það skerð- ingu á mannréttindum, skerð- ingu á persónufrelsi, aðgerð- ir, sem minntu á lögregluríki, og athæfi, sem væri ekki sæm andi í lýðræðisþjóðfélagi. Nú er mér spurn: Kemur það einhverjum á óvart, að fangelsun sé skerðing á pei- sónufrelsi? Hvað finnst mönnum tii dæmis um það, að þeir, sem af gefnu tilefni hafa verið dæmdir til fangelsisvistar, hafi frjálsar hendur til að stjórna glæpastarfsemi úr fangelsinu? Eða skipuleggja í samráði við aðra flótta sinn úr fangelsinu, veita viðtöku hverju þvi, sem leynast kann í sendibréfum, svo að eitthvað sé til tint. Brögð hafa verið að því, að fangar hafa komizt yfir fiknilyf, þrátt fyrir strangt eftirlit. Dettur virkilega einhverjum í hug, að þetta eftirlit, sem haft er með bréfaskiptum fanga, sé vegna hnýsni og for- vitni fangavarða, eða jafnvel dómsmáiaráðherra ? Nú er alls ekki verið að mæla hér bót harðneskjuleg- um refsiaðgerðum í fangels- um, enda má minnast þess, að íslenzk refsilöggjöf er ein sú rýmsta og mannúðlegasta, sem þekkist. Hins vegar ber að vara við þvi, sem virðist vera að verða viðtekinn hugsunarháttur hér — sem sé það, að menn, sem gerzt hafa brotlegir við lögin og síðan verið dæmdir eftir þessum sömu lögum, séu gerð ir að einhverjum heilögum kúm, sem allt og allir eiga að víkja fyrir. Það er ekki i anda lýðræðis. Vitaskuld á að géfa þess- um ógæfumönnum tækifæri til að bæta sig — en því miður er mörgu ábótavant i þvi efni, enn sem komið er. Einn þáttur i slíkri endur- hæfingu hlýtur að vera sá, að þeir læri að rækta með sér virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Við skulum ekki gleyma þvi, að tilgangurinn með þvi að taka þá úr þjóðfélaginu um lengri eða skemmri tima eft- ir atvikum, er margþættur. Eitt atriði í því sambandi er að hlífa umhverfinu við nær- veru þeirra. Vonandi hafa mannúð, brjóstgæði og vorkunnsemi ekki slegið svo ryki í augun á fólki, að það gleymist, að margir afbrotamenn eru hættu legir umhverfi sínu, í þrengstu merkingu þess orðs. A." 0 Sofið undir súð á Flókadeild Krist.ja.na Sigurmundsdóttir skrifar: 1 síðastliðinni viku kom fram í sjónvarpinu hópur fólks, sem ræddi geðheilbrigð- ismál. 1 þessum hópi voru þrír læknar, félagsfræðingur og sálfræðingur. Þarna var rætt um meðferð geðsjúklinga, breytingar og umbætur, sem orðið hafa í málum þeirra á síðustu árum. Einn læknirinn lét þess get- ið, að ennþá væri ýmsu ábóta- vant, t.d. væri á Flókadeildinni notazt við svefnherbemgi, sem væru undir súð. Það er nú það. Nú er það vltað mál, að miki'll fjöldi fólks, vinnandi og ábyrgir þjóðfélagsþegnar — hefur svefnherbergi sin á rls- hæðum húsa. Það þykir ekki umtalsvert, og er það heldur ekki meðan enn þekkjast hús með því byggingarlagi á Is- landi. 0 Er vistfólki á deildinni vandara um en almenningi? Þessi orð læknisins um hús- næðið gefa tilefni til ihugun- ar. Þau benda til þess, að hús- næði svipað því eða sambæri- legt við það, sem mjög margt vinnandi og sjálfbjarga fólk býr í sé ekki boðlegt drykkju- sjúklingum. Það virðist vera svo, að þeg- ar bæta á úr þvi, sem áður hefur verið ábótavant, er litils hófs gætt og vill ýmislegt þá fara út í öfgar. Spumingin er, hvort ekki sé nokkuð langt gengið, þega-r farið er að gera svo miklar kröfur um húsnæði og aðbún- að allan sjúklingum til handa, að helzt er hægt að jafna við hótel, sem eru þá ekki af ódýr- ustu tegu-nd. Hverjir borga? Eru það ekki skattgreiðendur — einnig þeir, sem i risíbúðum og kjöll- urum búa? Kristjana Sigurmundsdóttir." 0 Dýraspítalinn Velvakanda hafa borizt tvö bréf, þar sem sú skoðun er látin í ljós, að borgarstjórinn í Reykjavik ætti að veita við- töku gjöf Marks Watsons, dým- spítalanum. Þess má geta, að bæði eru þessi bréf frá utan- bæjarmönnum. Velvakanda er ekki ljóst, hvers vegna Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir starf- rækslu dýraspítala, en eins og ku-nnugt er, er skepnuhald bannað í Reykjavik, nema hvað hér er leyfilegt að hafa gæludýr, önnur en hunda. Með tilliti til þessa yrðu það að- eins fáeinar dýrategundir, sem orðið gætu aðnjótandi þeirrar þjónustu, sem veitt yxði í slík- um dýraspitala. Hér fer á eftir annað þeirm bréfa, sem áður var vitnaðtil: „Rislítil og manndómssnauð voru svör fjármálaráðherra er hann stóð frammi fyrir þjóð- inni i sjónvarpin-u vegn-a dýra- spítalamálsins . . . Algert skiln- ings- og virðingarleysi fyrir dýravernd er hörmulegt, vita- vert og alvarlegt þegar það opinberar sig i höndum manms, sem hefur úrslitavald á æðstu stöðum. Ég hef ekkl trú á, að þessi framkoma verði ma-nninum til álitsauka. Hefur þessi maður staðið svo fast gegn útþenstlu rikisbáknsins, að ein eða tvær mtilljónir til eða frá, í nafni mantnúðar og þjóðarsóma, rétt læti slika fastheldni? Ég held ekki. Vill ekki borgarstjórinn í Reykjavik bjarga andliti Is- lendinga? Hagiiar Halldórsson." >^><><><><><>0<><><><>C> 0<><><><><C><><><><><><> <0><><><> <><><><><><><><><><> Simi SS3SS Opnar að Hjallabrekku 2 Kópavogi laugardaginn 1. sept. Við bjóðum yður nýlenduvörur, kjötvörur, mjólk og mjólkurvörur. Opið verður alla daga frá 9-8 nema sunnudaga. Sendum heim. Verið velkomin og reynið viðskiptin. ^0^>00<>0««XX>0^0<X>0000000000<>000<X>00000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.