Morgunblaðið - 06.10.1973, Page 1

Morgunblaðið - 06.10.1973, Page 1
32 SIÐUR 224. tbl. 60. árs. LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1973. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ný stjórn í Argentínu — þegar Peron tekur við Buenos Aires, 5. okt. AP Stjórn Argentfnu hefur sagt af sér, til þess að Juan Peron, hinn nýkjörni forseti landsins, geti myndað nýja stjórn, þegar hann Morðí Boston — vegna kyn- þáttahaturs Boston, 5. okt. AP-NTB Óhugnaleg morð ungra blökkumannasveita á tveimur hvftum manneskjum f Boston, hafa skapað þar f borg andrúmsloft ótta og öryggis- leysis og eru lögregluyfirvöld uggandi um, aðtil meiri háttar átaka kunni að koma milli hvftra og svarta íbúa f borgarinnar. Á miðvikudag lézt 24 ára gömul kona eftir að hópur ungra blökkumanna hafði neytt hana til að hella yfir sig bensíni og kveikt í. Á fimmtudag var 65 ára gamall maður grýttur og stunginn til bana af sveit 30—40 blakkra unglinga, þar sem hann sat að fiskveiði á árbakka. I hvorugt skipti var sjáanleg önnur ástæða til morðanna en hörundslitur fórnarlambanna. Tveir aðilar aðrir hafa orðið fyrir árásum, ung kona var stungin hnífi í andlitið og mið- aldra maður liggur I sjúkra- húsi milli heims og helju eftir að hafa fengið hnífstungu í bakið. Sjónarvottar voru að öllum þessum atburðum, en þeir hafa ekki þorað að gefa sig fram af ótta við hefndar- ráðstafanir blökkumanna. Atburðir þessir hafa orðið f hverfinu Roxbury, þar sem flestir íbúar eru blökkumenn. Sömuleiðis hafa á þessum slóðum verið tíð slagsmál milli unglingahópa hvítra og svartra. tekur formlega við embættinu 12. október. Mjög hefur verið róstusamt sfð- ustu daga f Argentfnu og laun- morð tíð. Er sýnt, að miklar væringar eru með róttækustu öflunum f röðum perónista til hægri og vinstri, og drepa þeir óspart menn hvorir fyrir öðrum. Stúdentar í Buenos Aires hafa síðustu fjóra daga haft öll völd í háskólanum þar, en hann er einn hinn stærsti í S-Ameríku. Fyrr- verandi rektor skólans, Rodolfo Puigoores, þótti heldur róttækur fyrir smekk Perons og var settur í embættið f hans stað prófessor i tannlækningum, dr. Alfredo Banti, hægfara peronisti. Stúdentar brugðu við skjótt og sfigðu, að mannaskiptin væru til- ræði heimsvaldasinna við háskól- ann, og í dag sagði dr. Banti af sér. Boðar 10% hækkun á matvælum íUSA Washington, 5. okt. AP Helzti efnahagssérfræðingur Nixons Bandarfkjaforseta, dr. Herbert Stein, hefur boðað Bandarfkjamönnum, að þeir megi búast við allt að 10% hækkun á matvörum næsta hálfa árið. Telur Stein engar líkur til þess, að unnt verði að stemma stigu við verð- bólgunni f landinu fyrr en f fyrsta lagi f lok ársins 1974. Mynd þessi var tekin sl. miðvikudag f hófi þvf hinu mikla, sem Henry Kissinger, utanrfkisráðherra Bandarfkj- anna, hélt um 400 diplómötum og konum þeirra f Metropolitan listasafninu f New York. Kissinger er þarna að heilsa Ingva Ingvarssyni, sendiherra Islands hjá Sameinuðu þjóðun- Fordæming á kynþátta- stefnu S-Afríkustjórnar New York, 5. okt. AP-NTB # Fulltrúar blökkumanna f Afrfku gengu af fundi allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna f dag, Schönau undir stjórn Rauða krossins? Vfnarborg, 5. okt. AP Bruno Kreisky, kanslari Aust- urrfkis lét svo um mælt í dag, að hann mundi gjarnan fallast á að Rauði krossinn eða önnur virt al- þjóðasamtök tækju við stjórn Schönau-búðanna þar sem sovézk- ir Gyðingar hafa viðdvöl meðan þeir bíða fars til Israels. þegar forseti þingsins, Leopold Benites frá Equador, úrskurðaði, að Hilgard MuIIer, utanrfkisráð- herra S-Afrfku, skyldi leyft að halda ræðu sfna á þinginu. # Áður hafði verið samþykkt tillaga, sem sendinefnd Sýrlands lagði fram, þar sem vefengt var umboð sendinefndar S-Afrfku til að sitja allsherjarþingið. For- setinn úrskurðaði hins vegar, að Ifta skyldi á samþykktina sem ha- rða fordæmingu á stefnu stjórnar S-Afríku f kynþáttamálum og „ný og alvarlega viðvörun tiL hennar“, eins og hann komst að orði en sagði að með henni yrði ekki komið f veg fyrir þátttöku sendinefndarinnar s-afrfsku í störfum þingsins. # TiIIaga Sýrlands var sam- þykkt með 72 atkvæðum gegn 37, en 13 sátu hjá. Mál þetta hefur verið mjög um- deilt innan vébanda Sameinuðu þjóðanna árum saman, en ekki fyrr verið tekin til þess svo ákveðin afstaða. Undirrótin er sú, að Afríkumenn vefengja rétt stjórnar S-Afríku til að fara með málefni og mæla fyrir munn blökkumanna f S-Afriku, sem eru í margföldum meirihluta miðað við hvíta menn, sem hafa þar öll völd. Hilgard Muller átti að ávarpa illsherjarþingið í gær, en þegar íann ætlaði að hefja mál sitt, kröfðust fulltrúar Afríkuríkja þess, að fundi yrði frestað, unz úrskurður lægi fyrir um gildi kjörbréfa sendinefndar lands hans. Málið var sett í kjörbréfa- nefnd, sem samþykkti með 5 atkv. gegn 4, að kjörbréfin skyldu gild. Því vildu Afríkumenn og stuðn- ingsmenn þeirra ekki una, og varð niðurstaðan sú, að tillaga Sýrlands var lögð fram á þinginu. Agnew stefnir blaðamönnum Washington, 5. okt. AP-NTB Lögfræðingar Spiros T. Agnews, varaforseta Bandarfkj- anna, stefndu f dag fyrir rétt nokkrum bandarfskum blaða- mönnum og gerðu þeim að leggja fram hljóðritanir og afrit af sam- tölum, sem þeir hafa átt við opin- bera embættismenn um mál vara- forsetans. Önnur helztu tfðindi f máli varaforsetans eru þau, að dóms- málaráðuneytið hefur boðið full- trúadeild Bandarfkjaþings að endurskoða þær ásakanir, sem bornar hafa verið á Agnew, ef svo skyldi fara, að hæstiréttur úr- skurðaði, að hann skyldi ákærður. Blaðamennirnir, sem stefnur fengu i dag, voru frá helztu dag- blöðunum á austurströndinni, Washington Post, Washington Star New, New York Times, New York Daily News og CBS frétta- stofunni. Sömuleiðis var vikurit- inu TIME stefnt og þess krafizt, að upplýst yrði, hver skrifað hefði grein eða veitt upplýsingar, sem þar var að finna um, að Agnew ætti yfir höfði sér að verða stefnt fyrir rétt í Maryland. Stefndu var gert að mæta fyrir rétti í Baltimore í Maryland nk. fimmtu- dag og hafa með sér umbeðin gögn. Talsmenn blaðanna, sem frétta- mennirnir vinna hjá, líta svo á, að krafa varaforsetans um, að þeir gefi upp heimildir sínar og frum- gögn, sé stjórnarskrárbrot og haf a lýst því yfir, að þeir séu reiðubún- ir að halda uppi harðri baráttu fyrir rétti blaðamanna til að leyna heimildum sínum. Lögfræðingar Agnews, — og hann sjálfur, — hafa haldið því fram, að bandaríska dómsmála- ráðuneytið hafi gefið blöðunum upplýsingar um mál hans, en af þess hálfu er þeirri staðhsefingu visað á bug. Elliott Richardson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að senda lögfræðing ráðuneytis- ins til þess að vera við réttarhöld- in yfir blaðamönnunum, ef af þeim verður, og er það talið benda til þess, að hann búist eins við, að Agnew stefni einhverjum embættismönnum ráðunejdisins. Skjót viðbrögö Sovétlögreglu Moskvu, 5. okt. AP Sveit lögreglumanna hleypti í dag upp andófi fimm Gyðinga fyrir utan bækistöðvar sovézka innanríkisráðuneytisins og tók höndum þrjá bandarfska blaða- menn, sem urðu vitni að þvl og reyndu að festa á filmu það, sem fram fór. Gyðingarnir voru að taka undan kápum sínum heimagerð spjöld, þar sem á stóðu mót- mæl i gegn synjunum yfirvalda við beiðni þeirra um að flytjast til ísraels, þegar óeinkennis- klæddir leynilögreglumenn komu á vettvang og handtóku fimmmenningana. Blaðamennirnir, sem með fylgdust, voru frá UPI og TIME. Leynilögreglumennirnir réðust á þá, og andartaki síðar voru einkennisklæddir lögreglumenn komnir í spilið. Voru blaðamennirnir hraktir yfir götuna að ráðuneytisbygg- ingunni, og ráku lögreglumenn eftir þeim með því að spyrna knjám í bök þeirra. Þegar kom I anddyri bygging- arinnar, voru fréttamennirnir yfirheyrðir, en þeim síðan sleppt. Þá sátu Gyðingarnir þar eftir og biðu yfirheyrslu. Þetta er I annað sinn á hálf- um mánuði, sem yfirvöld beita valdi gegn bandariskum frétta- mönnum, sem fylgjast með and- ófi Gyðinga í Sovétrikjunum. 23. sept. sl. var fréttamaður AP að taka mynd af einum Gyðingi, sem var að mótmæla við höfuð- stöðvar kommúnistaflokksins í Moskvu. Filman var tekin úr myndavél hans, og honum meinað að hafa samband við bandaríska sendiráðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.