Morgunblaðið - 06.10.1973, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1973.
5
Það er mannlegt að skjátlast, þess vegna hefur Volkswagen tekið nýjustu tækni
í sína þjónustu, og við bjóðum
upp á tölvustýrðan bilanagreini-
Ending. V.W. var ekki eingöngu hannaður með góða
aksturseiginleika I huga, heldur einnig mikla endingu.
Þessi tvö atriði eiga ekki svo lítinn þátt f hinu ótrúlega
trausti, sem þessi bfll nýtur um víða veröld.
Ódýrir skiptihlutir
skiptivélar og gfr
kassar með fullri
verksmiðjuábyrgð
jafnan fyrirliggjandi.
Okumaður f góðu sæti, ekur vel.
Þess vegna eru sætin f V.W. sérlega þægileg,
og stiilanleg eftir þörfum ökumanns.
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN
VOLKSWAGEN
— ÁRGERÐ 1974 —
LÆKKIHIVERÐ
Jafnvel hinir óvenjulegustu hlutir geta orðið svo óaðskiljan-
Iegir hinu daglega Iffi, að fólk veitir þeim ekki lengur neina
athygli.
Þetta hefur einmitt átt sér stað með V.W.
Framleiðsla þessara bfla er nú komin yfir 17 milljónir. Þeir
eru orðnir svo sjálfsagður hlutur, að fólki gleymist, hvaða
kostum þeireru búnir.
Þess vegna viljum við minna yður á aðeins nokkur þeirra
atriða, sem hafa gert V.W. heimsfrægan:
Stöðugt gæðaeftirlit. Frábær vinnubrögð. Ódrepandi vél
Mikil ending. Örugg og ódýr varahluta- og skipti-hluta
þjónusta. Sérhæfð viðgerðaþjónusta, með fullkomnum
tækjabúnaði, t.d. tölvustýrðum bilanagreini.
V.W. er alltaf endurbættur ár eftir ár. —
Og allt þetta hefur verið endurbætt ár, eftir ár, eftir ár.
Það eru því engin undur, að V.W. skuli vera vinsælasti
bfllinn í sögu bifreiðaiðnaðarins.
Það var einmitt þetta, sem við vildum minna yður á.
HEKLAhf
Laugavegi 170—172 — Sími 21240.
Elliðaárdalur: Gróður, laxveiði,
útivistarsvæði og skíðabrekkur
Tillögur að skipulagi í Elliðaár-
dal eru í undirbúningi. Hefur Vil-
hjálmur Sigtryggsson skógar-
fræðingur að undanförnu unnið
að tillögum að skipulagi á svæð-
inu frá Elliðaárbrúm að neðri
stíflu, í samráði við borgarverk-
fræðing og þróunarstofnun, og
kynnti hann tillögur sínar á fundi
Náttúruverndarnefndar borgar-
innar nýlega. En hann og Reynir
Vilhjálmsson, skrúðgarðaarkitekt
eru byrjaðir á svæðinu neðan
brúnna og út í sjó. Þetta kom m.a.
fram í ræðu Elínar Pálmadóttur á
borgarstjórnarfundi á fimmtu-
dag, þar sem rætt var um Eiliða-
ársvæðið.
Sagði hún, að verkefnið hefði
verið mjög ítarlega unnið og þvf
skipt í ýmsa þætti, svo sem jarð-
fræði dalsins, skógrækt, notkun
dalsins, gangstíga, brýr, örnefni,
Elliðaárstöð og Rafveituheimili,
skipulag og tegundaval trjágróð-
urs, Ártúnsbrekkur sem skíða-
land, skólagarða, Ártúnsskóg og
Blesugróf í suðurvangi Elliða-
árdals.
Um notkun Elliðaárdals hefur
nú undanfarin ár verið að mestu
tengd veiðimönnum. Elliðaárnar
eru mikil laxveiðiá og ber að varð-
veita hana og rækta sem bezt. I
sambandi við breytingu gróðurs í
hólmunum verður þvf að taka
tillit til þessa veigamikla þáttar.
Dalurinn er tiltölulega flatur, og
oft næðir þar um í suðaustanátt,
og er þá æði oft rigning. Með
gróðursetningu trjáa myndi mikið
draga úr áhrifum veðurs f
dalnum. Vilhjálmur ræðir um
gangstfga úr blöndu af rauðamöl
og leir, sem fylgja legu landsins,
en stígarnir liggi i lægðum, er
hafa svipaða stefnu og árnar og
eru líklega sums staðar gamlir
vatnsfarvegir. Varðandi gróður-
setningu er m.a. gert ráð fyrir, að
gróðursett verði í grúppum eða
gróðurlengjum, sem liggja langs
eftir dalnum og hafi þær sömu
stefnu og árnar, þó ekki nær þeim
en 25 m, en það ætti að vera nægt
svæði meðfram ánum fyrir veiði-
menn. í svæðinu milli skógarbelt-
anna og ánna telur Vilhjálmur
rétt að gróðursetja loðvíði og gul-
víði til að veita fuglum skjól til að
verpa og gera þannig landið hlý-
legra.
Fjallað er um landið báðum
megin upp frá ánum, t.d. skíða-
land í Artúnsbrekkum og skóla-
garða þar, en hins vegar Blesu-
gróf og suðurhlíðar Elliðaárdals.
Á síðast nefnda svæðinu er hug
mynd Vilhjálms á þessa leið:
Svæðið, sem er frá syðri kvfsl
Elliðaánna að fyrirhuguðum
Suðurlandsvegi annars vegar og
suðurkvísl og Reykjanesbraut
hins vegar, er til margra hluta
nýtanleg. Það liggur f augum
uppi, að það er svo nátengt Elliða-
árdalnum, að þau tengsl má ekki
rjúfa. Á þessu svæði væri tilvalið
að hafa aðstöðu fyrir ýmis konar
heilsurækt í tengslum við útivist-
arsvæðið, svo sem útisundlaug,
trimmbrautir, skautasvell, jafn-
vel hesthús, því þá væri hægt að
losna við hestamenn úr um-
ferðinni með þvf að gera hesta-
brautir upp með ánum að sunnan.
Þarna er að mestu malarbotn og
er þvf auðvelt að forma svæðið,
eftir því sem þörf þykir. Æskilegt
væri að gróðursetja í hæfilegri
fjarlægð frá vegi gott grenibelti,
sem myndi þá jafnframt draga úr
hávaða frá veginum og mengun
frá bifreiðum.
Litkvik-
mynd um
íslenzkt
skart
Litkvikmynd um skart forn-
manna, gull- og silfursmfðar á
tslandi, fslenzka kvenbúninginn
og silfursmfði f sambandi við
hann. gull- og silfursmfðar f dag,
hefur verið gerð á vegum Asgeirs
Long kvikmyndatökumanns.
Aðstoðuðu hann ýmsir aðilar við
gerð myndarinnar, m.a. Björn Th.
Björnsson, sem sá um, texta, tón-
listina samdi Karl Sighvatsson, og
tónlistarflutninginn önnuðust
Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlfus-
son og Ólafur Garðarsson,
myndin var litgreind og hljóð-
blönduð f London. Kvikmyndun,
klippingu og ljóðsetningu
annaðist Ásgeir Long^
Kvikmyndun hófst árið 1965.og
fór að miklu leyti fram á Þjóð-
minjasafninu undir leiðsögn Þórs
Magnússonar þjóðminjavarðar.
Einnig er komið á gullsmíða-
stofnun, og marga gripi varð að fá
Iánaða hjá einkaaðilum.
Asgeir hefur sjálfur staðið
straum af öllum kostnaði við gerð
myndarinnar.
1 ráði er að gera enska útgáfu
og vinnur Bjarni Guðmundsson
fyrrv. blaðafulltrúi að gerð
enskrar þýðingar á texta.
Félagssamtök og einkaaðilar
geta fengið keypt eintök af
þessari mynd, með takmörkuðum
sýningarrétti og mun verð hvers
eintaks vera nálægt 50.000.—
krónum.
Matvæla-
frysting
Hjá Kvenfélagasambandi
Islands hefur komið út ný út-
gáfa af bæklingnum „Frysting
matvæla", að þvf er segir í
fréttatilkynningu frá sam-
bandinu. Bæklingur þessi kom
út fyrst árið 1965 og hefur síð-
an verið endurprentaður tvisv-
ar, en f þetta sinn var hann
allur endurskoðaður og færður
f nýjan búning.
Sigríður Kristjánsdóttir, hús-
mæðrakennari og ritstjóri tíma-
ritsins Húsfreyjunnar hefur
tekið saman efnið f bæklinginn.
Fyrsti raunverulegi borgarafundurinn um
LANDHELGISMÁLIÐ
Frummælendur:
Lúðvik Jósepsson,
Gunnar Thoroddsen,
Fundarstjóri:
Jón Sigurðsson.
0 Hver er staðan í landhelgismálinu í dag?
0 Á að færa út í 200 mílur fyrir árslok
1974?
Q Hver er afstaðan til Haag-dómstólsins?
0 Á að semja við Breta? — Um hvað?
0 Hvernig heldur ríkisstjórnin á þessu lífs-
hagsmuna-máli?
0 Er stjórnarandstaðan með undanslátt og
úrtölur í málinu7
0 Eiga íslendinga. <*ð vinna að „motus
vivendi" að ósk Heaths?
0 Hafa íslendingar hreinan skjöld í friðunar-
aðgerðum?
Hótel Saga, (Súlnasal),
sunnudaginn 7. október kl. 14.
Stúdentafélag Háskóla íslands
Volkswagenvarahlutir eru ódýrir.
Onýtt bretti, er þvl ekkert stórvandamál.
Stór hjól þurfa færri
snúninga en lltil.og þar með
minna slit á dekkjum.
Kr. 3.100.-, Afturbretti jafnvel enn ódýrara . . .
Eftirlitsmenn á hvern V.W. og þeir verða að samþykkja
hvern bíl áður en hann fer út únverksmiðjunni.
Allt er gott, sem endar vel.
Þér getið farið fram á gott verð fyrir notaða V.W. bllinn
yðar. Því að notaður Volkswagen, er ekki full-notaður
Volkswagen.
Hin slétta botnplata verndar
bilinn fyrir steinkasti, salti og
auðveldar akstur við slæm Berið saman við aðra bila.
skilyrði í snjó og aurbleytu. Hann gengur og gengur og gengur . . .