Morgunblaðið - 06.10.1973, Side 10

Morgunblaðið - 06.10.1973, Side 10
JQ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÖBER 1973. bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bæki JÓLABÓKA VER TÍÐIN • Utgáfubœkur Leifturs og Isafoldarprentsmiðju 1 dag eru það bókaútgáfurnar Leiftur og Isafoldarprent- smiðjan, sem gera grein fyrir sfnum útgáfubókum í haust. Gunnar Einarsson forstjóri Leift- urs veiti blaðinu eftirfarandi upplýsingar um þær bækur, sem hann sendir á markaðinn: Af stærri bókunum skal fyrsta telja fjórða bindið af sögu Guðrúnar frá Lundi, Utan með sjó. Guðrún er fyrir löngu búin að vinna sér sess sem eitt vinsælasta skáld íslenzkrar alþýðu, og á háum aldri er hún enn afkasta- mikill og virkur rithöfundur. Óþarft ætti að vera að taka fram, að hinar fjöimörgu bækur Guðrúnar frá Lundi gegnum árin hafa allar orðið metsölubækur. Þá kemur fjórða og þar með síðasta bindi Vestur-Skaftfell- inga, hins mikla ritverks Björns Magnússonar prófessors. Aftan við bindið eru viðbætur og leið- réttingar við þrjú hin fyrri bindi. Auk þess eru í bindinu bæjanöfn og býla í Vestur-Skaftafellssýslu eftir stafrófsröð, bæjaröð i ábúendatali í sýslunni, og boðleið i Vík 1952. — Verk þetta er stór- Einar Bragi — þjóðsagnir. virki og meðal merkustu bóka, sem út hafa komið hér á laridi. Vegferðarljóð heitir ljóðabók, sem Ingólfur Davfðsson, grasa- fræðingur lætur nú frá sér fara. Ingólfur er landsþekktur rit- höfundur, og ferðasögur hans eru með því skemmtilegasta af því tagi. Hitt hefur mönnum ekki verið jafn ljóst, að Ingólfur er skáld gott, og margt, sem hann yrkir, stórsmellið. Svona yrkir hann meðal annars um flugfreyj- urnar: Hún Gunna er fegursta freyjan, Fanngerður vitrasta meyjan. Rannveig sú rikasta talin, en Rósa af piltunum valin. Varasöm er veröldin segir Hersilía Sveinsdóttir, dóttir Sveins á Mælifellsá. En bók með þessu nafni sendir hún frá sér á markaðinn þessa daga. Guðmund- ur Gislason Hagalín las handritið undir prentun og skrifar formála. Þar segir hann m.a.: „Þótt Hersilía væri orðin sjötug, þegar hún hóf að skrifa sögurnar, sýna þær engan veginn, að henni sé farið að förlast að viti eða minni — og ennþá síður að vilja til að láta gott af sér leiða.“ Benedikt Arnkelsson hefur þýttbók.sem hann kallar Égelsk- aði stúlku. Hann segir: „Bókin fjallar um efni, sem varðar allt ungt fólk. Hér er talað af hrein- skilni um ástina, réttindi hennar og skyldur, um samskipti pilta og stúlkna o.s.frv. Ótal spurningar vakna og þeim er svarað hóglát- lega, en af fullri einurð. Þess vegna er bókin hreinasta gull- náma, bæði ungu fóki og öllum þeim, sem eiga að leiðbeina æsk- unni, foreldrum, kennurum og prestum." Af barnabókunum eru þessar að fara í bókaverzlanir, en barna- og unglingabækur hafa löngum verið í meiri hluta hjá Leiftri: Tvær bækur um fullhugann og undramanninn Bob Moran (25. bókin heitir Arfur Gula skuggans, sú 26. heitir Leynifélag löngu hnífanna). Tvær bækur eru um leynilögregludrengina Frank og Jóa, 10. bókin um þá heitir Ævin- týri um miðnætti, en sú 11. heitir Meðan klukkan tifar. — Af vinsælu Nancy-bókunum koma tvær: Nancy og dularfulla ferðakistan og Nancy og Mána- steinsvirkið. Fyrir yngri börnin eru þessar bækur að fara í bóka- verzlanir: Moli litli 2. hefti. Moki litli og Jói járnsmiður eru vinir Guðjón Armann — Vestmannaeyjar. litlu barnanna. Þegar þau koma niður að Tjörninni, þá minnast þau Mola litla, sem siglir á papp- írsbátnum sínum um alla Tjörn- ina. Guðrún frá Lundi — enn að skrifa. Svo er komin sagan Giggi og Gunna, eftir Bergþóru Pálsdótt- ur frá Veturhúsum í Eskifirði. Bergþóra hefur áður sent frá sér smásögur og söguna „Drengirnir á Gjögri“. Patti fer f siglingu er bráðskemmtileg saga. Söguheíjan Þyrill er sonur rfkra foreldra, en hann velur sér leikfélaga að sínu skapi, án þess að skeyta um efni foreldra þeirra eð stöðu í þjóð- félaginu. Og um þá leikfélaga er þessi smellna saga. Einu sinni var — Stóra ævin- týrabókin er nú komin í nýrri útgáfu. Fyrr á árinu komu út tvær bækur, og nokkrar fleiri mun Leiftur væntanlega senda frá sér um næstu mánaðamót. Ragnar Jónsson útgáfustjóri hjá Isafoldarprentsmiðju, hafði þetta að segja um bækur útgáfunnar f haust: Eftir fáeina daga kemur á markaðinn Spænsk-Islenzk orða- bók eftir bóndann Sigurð Sigur- mundsson i Hvítárholti. Þetta verður 12 arka bók með drjúgu letri og má það teljast til tíðinda, að bóndi í sveit setjist niður og semji orðabók á jafn f jarskyldu máli og spænskan er. Þriðja bindi hins merka ritsafns Ur byggðum Borgarfjarð- ar, eftir fræðaþulinn Kristleif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi, Þórhallur — frá Brynjólfi biskupi og Ragnheiði. kemur nú út að nýju. Þórður son- ur höfundar hefur aukið við þetta bindi ýtarlegri nafnaskrá. Ritsafni Guðmundar Danfelssonar bætist nú eitt bindi, en það er Blindingsleikur. Sú bók kom upphaflega út árið 1955 og hlaut frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Höfundur ritar eftirmála um tilorðningu sögunn- ar og þær viðtökur, sem hún glaut. Alls er ritsafnið nú orðið 7 bindi. Gunnarsrfmur, þ.e. rfmur af Gunnari Hámundarsyni, heitir nýtt bindi f rimnasafni Sigurðar Breiðfjörð, og er þetta 6. bindi rimnasafnsins. Jóhann Briem list- málari hefur myndskreytt allar bækurnar, en umsjón með útgáf- unni hefur Sveinbjörn Beinteins- son. I Þjóðsagnasafn Jóns Arnasonar bætast við tvö bindi, Ævintýri, fyrra og sfðara bindi, í umsjá Óskars Halldórssonar lektors og með myndum eftir Halldór Pét- ursson listmálara. Þessi útgáfa af úrvali þjóðsagna Jóns Arnasonar hefur sannað, að ennþá er mikill og vaxandi áhugi ungs fólks á íslenzkum þjóðsögum. I ritsafn Stefáns Jónssonar bæt- ast að minnsta kosti tvö bindi, þ.e. Sagan hans Hjalta litla og Mamma skilur allt, enn er ekki Utséð um, hvort þriðja bókin, Hjalti kemur heim, kemst út á þessu ári. Myndirnar i bækurnar verða að þessu sinni eftir hinn kunna rússneska listamann Verensky. Einar Bragi skáld ann- ast útgáfuná að öðru leyti. Arni Óla sendir frá sér nýja bók, en það er Grúsk þriðja bindi. Árni er, eins og kunnugt er, allra manna fundvisastur á forvitni- lega hluti. Brynjólfur biskup Sveinsson eftir Þórhall Guttormsson sagnfræðing heitir ný bók i flokknum um Menn f öndvegi, en þar segir frá hinum mikilhæfa biskupi f Skál- holti og Ragnheiði, hinni fögru dóttur hans. Einar Bragi skáld kveður sér hljóðs á nýjum vettvangi og sendir frá sér þjóðsagnabók, sem hann nefnir Þá var öldin önnur. 1 þessa bók hefur Einar Bragi týnt saman og skráð ýmislegt af þvf, sem hefur borizt upp í hendur hans, þegar leið hans hefur legið um bókasöfn á umliðnum árum. Þetta er forvitnileg bók og frá- bærlega vel skrifuð. Veigamesta bókin hjá forlagi Isa- Ómar — sveitin f nútfmanum. foldar verður án efa bók um Vest- mannaeyjar eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóra Stýrimannaskólans f Vestmanna- eyjum. Guðjón Armann greinir Arni Óla — grúskarinn. ýtarlega frá byggðinni, sem hvarf undir ösku og hraun f Heima- eyjargosinu á þessu ári. Það má segja um þessa bók, að hún sé að öllu leyti unnin og samansett af Vestmannaeyingum, og hefur Guðjón Armann safnað ógrynni fróðleiks um þá byggð og örnefni, sem horfin eru fyrir fullt og allt í þessum einstæðu náttúruham- förum. Fylgja bókinni mörg kort og uppdrættir af þvf. Guðjón Ólafsson hefur teiknað myndir af flestum þeim gömlu húsum og býlum, sem þarna hurfu. Margar litmyndir prýða bókina, teknar af þeim Guðmundi Sigfússyni og Sigurgeiri Jónassyni, af byggð- inni fyrir og eftir gos og einnig^ náttúruhamförunum. Þar að auki verða í bókinni nokkrar sjald- gæfar myndir frá gamalli tfð. Hversdagsleikur heitir skáldsaga eftir Ómar Þ. Halidórsson. Höfundur er kornungur maður, búsettur á Selfossi. Hann kvaddi sér hljóðs með ljóða- bókinni Horfin ský fyrir 2 árum síðan. Skáldsaga Ómars er nútfmaleg skáldsaga úr sveitinni. Jón frá Pálmholti sendir frá sér ljóðabók, sem hann nefnir Undir hamrinum. Jón er kunnur sem ljóðskáld og skáldsagnahöfundur, og bækur hans hafa alltaf vakið óskipta athygli. Tvær þýddar skáldsögur verða á forlagi Isafoldar nú f haust. Mú þar fyrst nefna metsölubókina Ingólfur — úr grasafræði f ljóða- gerð. Odessaskjölin eftir hinn víðfræga skáldsagnahöfund Fredericlt Forsyth, en bókin „Dagur Sjaka- lans“ eftir hann kom út f fyrra, hjá Isafold. Anitra, norska skáldkonan, er les- endum að góðu kunn hér á landi fyrir sögur sínar, en alls hafa 7 bækur hennar komið út á fslenzku. Anitrubókin í ár heitir Erfðasilfrið. Isafold gefur út í ár nokkrar barnabækur að venju. Ein þess- ara bóka mun vafalaust vekja verðskuldaða athygli, en það er bók eftir þau hjónin Rúnu Gísla- dóttur og Þóri S. Guðbergsson. Bókin heitir Asta og eldgosið f Eyjum og fjallar, eins og nafnið bendir til, um Heimaeyjargosið, flóttann frá Vestmannaeyjum og lífið f Reykjavfk, séð með augum Iítillar telpu, sem upplifir þetta og tapar brúðunni sinni á flóttan- um. Listmálarinn Baltasar hefur gert margar litmyndir í bókina. Bókin mun koma samtímis út í Færeyjun og væntanlega síðar í Noregi. Einnig koma út barna- bækur eftir Herdfsi Egilsdóttur, Kára Tryggvason og Þóri S. Guðbergsson, þá kemur Litli Dýravinurinn eftir Þorstein Erlingsson, út að nýju. Margar fleiri bækur eru í undirbúningi, en eru misjafnlega á veg komnar, og verður þeirra getið síðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.