Morgunblaðið - 06.10.1973, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.10.1973, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1973. LÍF OG LAND Veigamikil og áhugaverð bók um vistfræði Islands Sturla Friðriksson Eitt af kortunum f bókinni, sem sýnir komur fsbjarna til Islands. Eftir iðnvæðingu og síaukna tæknidýrkun í hálfa aðra öld, eftir tvær heimsstyrjaldir og til- komu gereyðingarvopna, eftir áratuga gegndarlausa og sívax- andi sólundun náttúruauðlinda, kvikra sem dauðra, eftir að mengun i lofti, á láði og í legi, er komin á það stig sem raun ber nú vitni, er mönnum loks að verða ljós't, að eitthvað verður að gera til að stöðva þessa öfugþróun, sem ógnar öllu lífi á okkar plánetu. Og mönnum er-einnig að verða ljóst, að 'til þess að aðgerðir beri ein- hvern árangur, verða þær að byggjast á aukinni þekkingu og auknum skilningi á samfélögum og sambúð lífvera, æðri sem lægri, og samskiptum þeirra við umhverfi sitt. Sú tiltölulega unga fræðigrein, vistfræði (ökólogía), sem um þessi efni fjallar, er ört vaxandi, enda á mannkynið mikið undir viðgangi hennar og áhrifum. Island er sérstætt og sérlega áhugavert umhverfi lífs, ekki sizt mannlffs, og vistfræði Islands þarafleiðandi mjög áhugaverð. Það er þvf fagnaðarefni, að út skuli nú komin á íslenzku mynd- arleg bók um þetta efni, bókin Líf og land, með undirtitlinum: Um vistfræði íslands. Höfundurinn, Sturla Friðriksson, erfðafræð- ingur, hefur um áratuga skeið unnið að tilraunum með upp- græðslu lands, m.a. á hálendi Is- lands, þar að auki kannað af- rakstur íslenzks gróðurlendis á umliðnum öldum og áhrif veður- fars og annarra ytri aðstæðna á þennan afrakstur. Hann hefur aukið verulega þá undirstöðu- þekkingu, sem er forsenda skyn- samlegrar framtíðarnýtingar á gróðurlendi islands, gróðurlendi, sem óviturlegt er að vanrtýta, en allt að því glæpsamlegt að of- nýta. Auk síns aðalstarfs hefur höfundur unnið að rannsóknum á því, hvernig gróður gæti hafa bor- izt til þessarar afskekktu úthafs- eyjar, en tilkoma Surtseyjar varð tilefni þeirra rannsókna. Enda þött veigamiklir kaflar f bókinni, og e.t.v. þeir forvitnileg- ustu, svo sem kaflarnir varðandi hagræna vistfræði Islands, bygg- ist að verulegu leyti á ofangreind- um rannsóknum höf. sjálfs, er bókin í heild almennt rit um vistfræði tslands, þannig skrifuð, að hún ætti að geta verið jöfnum höndum fræðslurit við almenningshæfi og kennslubók í vistfræði í efri, sérhæfðum bekkjum mennta- skóla og einnig á háskólastigi. Eftir inngangskafla um grund- vallaratriði vistfræði kemur kafli um flutning Iífs til lands- ins og hallast höf. þar að þeirri skoðun, að flestallar íslenzkar plöntur hafi getað borizt til landsins eftir að sfðasta jökul- skeiði tók að linna. Síðan rekur höf. framvindu íslenzkrar land- vistar eftir ísöld og lýsir þar á eftir vistum og vistkerfum lands- ins, og þá einkum jarðvegi ýmisskonar og gróður- lendi. Miðhluti bókarinn- ar fjallar um manninn í vist- kerfi landsins og um áhrif veð- urfarsbreytinga, náttúruhamfara og annarra áfalla, einkum á gróðurfar. Mikið af því, sem þar er um fjallað varðandi Island, er dregið saman úr ritum og rit- gerðum, sem íslenzkir vísinda- menn á viðkomandi sviðum hafa skrifað á síðari áratugum. Hefur höf. yfirleitt tekizt mætavel að vinna úr þessu dreifða efni og gefa heildarmynd af núverandi þekkingu okkar. Margt er hér, sem gefur tilefni til ærinnar umhugsunar. Skal hér aðeins nefnt eitt dæmi: Höf. fjallar um jarðvegseyðingu og gerir þvf efni góð skil, þótt betur hefði mátt undirstrika þátt renn- andi vatns í þessari eyðingu. Sturla skrifar: ,,Á þeim rúmum 1000 árum, sem maðurinn hefur búið hér á landi mætti því ætla, að yfirborð gróðurlendis hafi minnkað úr 40.000 fm í 20.000 fm.“ Er hann hér á sama máli og flestir þeir aðrir, er á sfðari árum hafa reynt að gera sér grein fyrir umfangi þessarar jarðvegseyðing- ar. En vert er að staldra við þess- ar tölur. Þær eru óhugnanlegri en menn gera sér almennt grein fyrir. Sturla nefnir, að árlega nemi þessi gróðurlendiseyðing einum þúsundasta af þvf landi, sem nú er gróið. Og það má setja upp annað dæmi, sem gefur út- komu, er í fljótu bragði virðist harla ótrúleg, en mun þó nærri réttu. Gerum ráð fyrir þvf, eins og Sturla, að jarðvegseyðingin hafi aðallega orðið á þúsund árum. Gerum einnig ráð fyrir því, sem ekki er fjarri réttu, að fbúatala á Islandi í þessi þúsund ár hafi verið að meðaltali 60.000. Þá verður útkoman sú, að hver ein- asti Islendingur, sem lifað hefur í landinu í þessi þúsund ár, hefur kostað landið að meðaltali heilan fermetra gróðurlendis á hverjum einasta degi lífs síns. Hver mann- eskja, sem náð hefur fimmtugs aldri hefur samkvæmt þessu kost- að landið næstum tvo hektara gróðurlendis. Líffræðilegum áhrifum á vist- fræði eru gerð ailítarleg skil í sérstökum kafla og er þar einkum athyglisvert það sem höf. hefur að segja um áhrif afkasta vist- kerfisins á fólksfjöldann í land- inu. Kaflarnir um hagræna vist- fræði byggjast á þeim rannsókn- um höf. sem áður er að vikið. Lokakaflar bókarinnar fjalla um mengun og náttúruvernd. 1 bókinni er mikið af ljósmyndum og þeim yfirleitt vel völdum, en prentun sumra þeirra ærið ábóta- vant. Það hefur löngum verið Ijóður á fslenzkri bókagerð, hversu lftt er vandað til prent- unar svart-hvítra mynda. Kort eru allmörg og mjög til gildis- auka. Gott kort segir oft meira en langur texti og má sem dæmi úr þessari bók nefna kortið er sýnir komu ísbjarna til Islands á um- liðnum öldum. Eins er f bókinni mikið af línuritum og öðrum teikningum. Eru lfnuritin mörg góð og sum prýðileg, en aðrar teikningar, sumar hverjar, ekki alveg lausar við sérvizku og nokkrar beinlfnis misheppnaðar. Aftast f bókinni er ítarleg heim- ildaskrá og mjög gagnleg plöntu-, dýra-, örnefna- og atriðisorðaskrá. Einnig er skrá yfir íslenzk heiti á erlendum vistfræðiorðum. Þar er talsvert um nýyrði og eru sum þeirra Ifklega eftir höf. sjálfan, þótt þess sé ekki getið. Ágætt tiltæki er það, að nota hér orðin þurrabúð og vosbúð í nýjum merkingum, þ.e.a.s. um það sem á ensku nefnist xeric habitat og hygric habitat. En þær plöntur, sem höf. kallar ylsælar, vegna þess að þær dafna bezt við háan hita, ættu víst öllu heldur að nefnast kulsælar samkvæmt fs- lenzkri málvenju. En sleppum meiri sparðatín- ingi. Hann breytir hvort sem er engu um þá staðreynd, að bókin Líf og land er mjög fróðleg, mjög læsileg og mjög þarfleg bók. Sigurður Þórarinsson Haukur Ingibergsson. HUOMPLOTUR Karlakór Reykjavíkur Islenzk þjóðlög. LP, Stereo. SG-hljómplöhtr. ■Þetta er fjórða platan í út- gáfuflokki SG-hljómp’.atna og Kartakórs Reykjavíkur tií kynnjngar isienzkrl tónlist. Á þrem himum fyrri voru tekin fyrir lög eftir ákveðin tón- Skáild en á þessari plötu he'fur verið breytí út af þe'rri venju og á plötunni getur að heyra is’.enzk þjóðlög, þjóðiög, sem IslenZk tónskáld hafa endur- útsett svo og lög, sem samin hafa verið við göm'Ul þjóð- lagastef. Þó að fyrri plötur kórsins hafi verið góðar, þá er þessi piata jafnvel ennþá betri og hjálpast þar margt að. Söng- ur kórsins er fráhær, bæði hvað snertir blæbrigði og radd gæði og er varla hægt að n'á miklu meira en hér heyrist út úr ekki fjölmennari kór en Karlakór ReykjaVíkur er. 1 annan stað eru Cögin fjölbreytt samsafn þess bezía, sem tiil er af islenzkum þjóðlögum s.s. ísland farsæ’.'da frón, Bára iblá, 'Nú er ég giaður, Björt mey og hrein, Ó mln- fiaskan fríða, au'k Hesta- og Oleði- vísina Jóns Leiifs o.fl. laga. 1 þriðja lagi eru útsetnlingar l'aganna frá ýmsium komnar; m.a. hefur eöngstjórinn, Páll P. Pálsson útsett Bára Wlá á skemmitiDegan hátt. 1 fjórða la'gi er kórnum íisitavel stjórn- að af Páli P. Pálssyni cg bregð ur hamn nýjurn blæ á mörig laganna með því að breyta út af þeim túlkunarmáta, sem venjulegast hefur verið við- hafður er lögin hafa verið flutt. Og það er trú min að •l'engi verði til þessarar plötu Vitnað, er Lslenzk 'þjóð’Jö'g ber á góma i framtíðinni. Chieago. Chicago IV. CBS/Fálkinn. Það hefur ienigi farið það orð af bandarisku hljómsvéit- dnnd Chicago, að fáar hljóm- sveitiir í poppinu gætu jafn- azt á -við hana, hvað snerti góðan hljóðfæraleik. Hljóm- sveitin hefur ©tarfað í ein fimm ár, en ekki hafa LP- plötumar orðið margar, eða u.þ.b. eiin á ári, en tffi þeirra hefur þótt vel vandað. Hljóm- svertarmennirnir semja lög sin sjálfir og er Robert Lamm þeirra stórtækastur. Tónli'st Chioago krefst vandaðra út- setninga og samstililts hCjóð- færaieiks þar sem hijómsveiit- in blándar saman improviser- ingum og ákveðnum úitsetn- inigum, og eru þessi atriði lít- ið breytt f.rá fyrri hljómplöt- um. Á þessari plö'tu er að finna mörg góð 3ög, þótt Feeiin’ stronger every day sé þeirra þekktast. En það er vissulega eng’n tilviljun, að þessi plata var sú söiuhæsta i Bandarikjunum i síðasta mánuði. Rúnar Gunnarsson LP, Mono. SG-hljómplötur Það er ótvirætt, að á árun- um um og fyrir 1970 var Rún- ar Guimarsson einna mest á- berandi éinstaklingurinin i dæg 'Urlagatónlist hérlendis. Kom þar bæði til sérstæöur og skemmtilegur söngstíli auk þess sem Rúnar samdi mörg lög sem vinsæl urðu. Etftir 1970 dró Rúnar sig að mestu i hié enda var hann þá fariran að ikenna þess sjúkdóms, sem diró hamn' að lokum tffi dauða á siðastliðnum vetri. Er það vSssulega vel við hæfi, að SG- hljómplötur skuli nú minnast hins látna listamanns með út- igáfu mlnningarhljómplötu þar sem getur að heyra það bezta, sem Rúnar lét eftir sig. 'Þegar hlustað er á lög Rún- ars Gunnarssonar kemur i ijós, að hann hefur verið eimn af þessum fáu, sem hafa náð- argáfuna til tónsmíða. Lög eims og Gvendur á eyrinni, Það er svo undarlégt með urnga menni, Hvers vegna og iFyrir þig sanna það. Rúnar sðng og lék aðaliéga með tvéim hljómsveitum, Dát um og 'Hljómsveit Ólafs Gauks og eru sex lög frá hvonri hljómsveit á þessari plötu. Til þess að þessi plata hefði gefið fulHkomna mynd af ferli Rúnars hefði þó þurft að taka með þaiu lög hans sem aðrir listamenn fluttu á hljómplötum en það eru Pen- ingar, sem Hljómar léku og eitt bezta lag Rúoars, GJugg- Imw, sem iFlowers fluttu. Einn ig hefði verið áikjósanlegt að taka með lag af seinustu plötu Rúnars, sem úrt kom á siðasta árí. Flest þessi lög eru ekki á SG-menkinu og það er tekið fram á plötuhulstri, að á þess ari' plötu sé eingöngu um að ræða lög, sem Rúnar skiidi eftir sig hjá því fyrirtæki. Eitt er þó öru'ggt; Rúnars Gunnarssonar mun i framtið- inmli verða mtonst sem eins af okkar beztu dægurlagahöfund um og skemmtffiegs söngvara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.