Morgunblaðið - 06.10.1973, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1973.
Nýtt frysti-
hús á Höfn
AÆTLAÐ er, að teknir verði í
notkun f janúarmánuði næstkom-
andi vinnu- og tækjasalir f nýju
frystihúsi, sem verið er að reisa á
Höfn f Homafirði. Verður þá
unnt að taka á móti loðnu til
frystingar. Stærð hússins er sam-
tals 6.700 fermetrar, en fram-
kvæmdir hófust 1970, er sprengt
var fyrir undirstöðum. 1 október
1972 eða fyrir ári voru teknar f
notkun frystigeymslur fyrir l.ooo
tonn ásamt sal fyrir frystivélar.
Enn hafa ekki verið byggðar
kældar hráefnisgeymslur fyrir
300 tonn, en áætluð afköst húss-
ins miðað við 10 klukkustunda
vinnu, eru 80 til 100 tonn á dag.
Heildarkostnaður við byggingu
hússins var áætlaður 30. júní 1972
200 milljónir króna að frádregn-
um eigin vélum fyrirtækisins,
sem fluttar verða úr eldra frysti-
húsi. Eftir er að byggja hús, þar
sem aðstaða verður til ísfram-
leiðslu og bryggju, en aðeins á að
verða 20 metra leið frá skipshlið
til móttöku. Verða við uppskipun
eingöngu notaðir lyftarar og færi-
bönd við losun afla og lestun full-
unninnar vöru. Húsið er teiknað I
teiknistofu S.Í.S. Verkfræðiþjón-
ustu annaðist Hönnun h.f. Eig-
andi frystihússinser KASK.
Ohagstæður vöru-
skíptajöfnuður
FYRSTU átta mánuði ársins er
vöruskiptajöfnuður óhagstæður
um einn milljarð 197 milljónir og
900 þúsund krónur. Vöruskipta-
jöfnuðurinn f ágústmánuði var
hagstæður um 80,4 milljónir, en f
sama mánuði f fyrra var hann
hagstæður um 67,2 milljónir. Til
jafnlengdar f fyrra var hann
óhagstæður um einn milijarð 476
milljónir og 600 þúsund krónur.
Alls voru fluttar út vörur fyrir
18,1 milljarð, en innflutningur
nam 19,3 milljörðum. Af útflutn-
ingi var álmelmi að verðmæti 3,1
milljaðrur, en var á sama tíma í
fyrra aðeins 317 þúsund krónur.
Innflutningur á skipum nam 2,3
milljörðum nú, en 284 milljónuir
í fyrra. Innflutningur til Álfélags-
ins nam nú 1,2 milljörðum, en í
fyrra 63 milljónum króna.
Frá vinstri Kristmann Magnússon, framkvæmdastjóri, Halldór Pálsson, rafvirkjameistari og
Magnús Þorgeirsson stjórnarformaður Pf aff hf.
Ný þjónustumiðstöð
Fyrirtækið Pfaff hefur opnað
þjónustumiðstöð f nýbyggðu
húsi fyrirtækisins á Bergstaða-
stræti 11 og verður þar vara-
hlutalager og þjónustustarf-
semi varðandi þvottavélar, upp-
þvottavélar og kælitæki, sem
Pfaff selur, en saumavéla- og
prjónaverkstæðið verður áfram
á Skólavörðustfg 1-3, svo og
skrifstofa og almenn sölustarf-
semi. Deildarstjóri er Halldór
Pálsson, rafvirkjameistari.
Fyrirtækið Pfaff er gamalt og
gróið f borginni. Það hóf starf-
semi sína á Bergstaðastræti 7
árið 1929 og var þar fyrstu 10
árin, þar til það fluttist að
Skólavörðustíg 1. 1949 var
byggt húsið nr. 3 og ofan á
húsið nr. 1. Stjórnarformaður
Pfaff h.f. er Magnús Þor-
geirsson, en framkvæmdastjóri
er Kristmann Magnússon.
Varahlutalager Pfaff hefur
alltaf verið á Skólavörðustíg og
sagði Magnús fréttamanni að
þar væri til allt að 44ra ára
gamlir varahlutir. Pf aff byrjaði
að flytja inn Candy þvottavélar
f desember 1967 og hafa verið
fluttar inn hátt á 10. þúsund
þvottavélar. Því var fljótt ljóst
að koma þyrfti á fót sérstakri
þjónustumiðstöð fyrir Candy
heimilisvélarnar og var þá
byrjað á byggingu hússins við
Bergstaðastræti. Innréttingar
varahlutalagers eru keyptar frá
DanmörkU og Finnlandi. Húsið
teiknaði Einar heitinn Sveins-
son, húsameistari, en bygg-
ingarmeistarar voru Þórður
Þórðarson og Kristján Péturs-
son.
r
Söfnunardagur SIBS
á morgun, sunnudag
taka f notkun 27 ný sjúkrarúm, og
nýlega var sundlaug tekin f notk-
un við endurhæfingarstöð staðar-
ins.
Og enn er byggt í Reykjalundi,
og enn er brýn þörf f jár til þeirra
framkvæmdd, sem allar miða að
því, að aðbúnaður og þjónusta við
sjúklinga verði sem fullkomnust.
3 ljóð bárust
FYRIR nokkru rann út skila-
frestur í samkeppni þeirri, sem
þjóðhátíðarnefndir S- og N- Múla-
sýslu efndu til f sameiningu um
hátíðarljóð. Þrjú Ijóð bárust, en
ákveðið var að framlengja skila-
frestinn til 1. nóv. nk., en fleiri
ljóð mættu fást með þeim hætti.
Fulbright-nefndin á fundi.
Ekið á bifreið
Klukkan 14:30—15 á fimmtu-
dag var ekið á bláa Toyota station-
bifreið, D-57, á starfsmannastæð-
inu vestan við hús Sambandsins
að Ármúla 3. Skemmdir urðu á
hægra frambretti hennar og virð-
ist hafa verið bakkað á hana. Þeir,
sem kynnu að geta gefið upplýs-
ingar um ákeyrsluna, eru beðnir
að láta lögregluna vita.
Ný sundlaug var opnuð sl. sumar að Reykjalundi fyrir sjúkraþjálfun.
Söfnunardagur S.I.B.S. er
morgun, sunnudag, eða hinn svc
kallaði „Berklavarnardagur'
Allt frá árinu 1939 hefur fyrsl
sunnudagur í október verið ti
einkaður S.I.B.S. sem söfnunai
dagur. A morgun verður blaði
„Reykjalundur" og merki dagí
ins selt um allt land. Merkin eri
númeruð og gilda sem happ
drættismiðar, og vinningar eri
kvikmyndatökuvél, sýningarvé
og fleiri tæki til 8mm. super kvik
myndunar.
I frétt frá S.I.B.S. segir að þai
34 ár, sem liðin eru frá fyrst
Berklavamardegi, hafi nettótekj
ur S.LB.S. af þessum söfmmum
numið nærri 8,5 milljónum króna.
Þó berklaveiki hafi verið á und-
anhaldi síðustu ár, hafa verkefni
5.1. B.S. ekki minnkað. Strax og
rúm losnuðu í Reykjalundi vegna
brottfarar berklásjúkra, voru þau
tekin til notkunar fyrir aðra hópa
sjúklinga. Ef til vill hefur þörfin
fyrir sjúkrarúmin I Reykjalundi
aldrei verið jafn mikil og nú, ef
marka má af þeim langa biðlista,
sem nú er, eftir vist. Til þess að
mæta þessari auknu þörf hefur
5.1. B.S. ráðist í frjárfrekar fram-
kvæmdir að Reykjalundi. Um
þessar mundir er t.d. verið að
Styrkþegar valdir
FULBRIGHT-nefndin kom
saman til fundar hinn 19. septem-
ber síðastliðinn til þess að velja
styrkþega til náms í Bandarikjun-
um skólaárið 1974-’75. Umsækj-
endur að þessu sinni voru 30, og
þeir sem fyrir valinu verða, hljóta
ýmis konar styrki til náms við
bandaríska háskóla að tillögu
nefndarinnar til viðkomandi
námsstofnana.
Samningur um námsmanna-
skipti milli Islands og Bandaríkj-
anna var undirritaður árið 1964
og hafa 225 Islendingar og 58
Bandaríkjamenn hlotið styrki fyr-
ir milligöngu Fullbrightstofnun-
arinnar frá þeim tfma. Robert
Boulter er framkvæmdastjóri
Fullbright-stofnunarinnar á
islandi, Frank Ponzi er formaður
nefndarinnar og Þorsteinn
Sæmundsson er varaformaður
hennar.
Heiðursformenn Fullbright-
nefndarinnar eru Magnús Torfi
Ólafsson, menntaniálaráðherra og
Frederick Irving, sendiherra
Bandaríkjanna á islandi.
Vélsmiðja
Hornafjarðar
1 október 1970 sameinuðust
eftirtaldir aðilar á Höfn I
Hornafirði um byggingu vél-
smiðju: Vélsmiðjan Ás, Vel-
smiðja Gísla Björnssonar, vél-
smiðjan Neisti, ræktunarsam-
bandið, búnaðarfélagið, kaup-
félagið og útgerðarmenn á
staðnum.
Keypt var 1700 fm. stál-
grindarhús frá Englandi og er
hluti þeirrar byggingar á
tveim hæðum, auk þess er við-
bygging fyrir hitamiðstöð og
eldsmiðju. Bílaverkstæðið var
tekið í notkun síðastliðið vor,
smurstöð nú i sumar og aðrar
deildir taka til starfa nú í
haust. Framkvæmdastjóri er
Þórður Gíslason.