Morgunblaðið - 06.10.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.10.1973, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1973. Mallorkaveður áVopnafirði Veðrið hérna á Vopnafirði, er eins og á Mallorca, og svona hefur það verið sfðustu daga, hitinn komst t.d. í 22 stig i fyrradag, sagði Haraldur Gfslason, frétta- ritari Morgunblaðsins á Vopna- f irði f samtali við blaðið f gær. Haraldur sagði, að slátrun væri nú hafin og væntanlega yrði slátrað 14-15 þúsund fjár. Slátrun hefði gengið mjög vel, og þyngsti dilkurinn hefði vegið 30.2 kfló, en hann hefði gengið á Hólsfjöllum, en þaðan koma vanalega einstak- lega vænir dilkar. Skuttogarinn Brettingur er nú að veiðum og fer skipið væntan- fega f siglingu. Guðmundur seldi 4500 kassa af síld Það hugsa gott margir til næstu loðnuvertfðar, og það er margur útgerðarmaðurinn, sem setur allt sitt traust á loðnuna. Vitað er, að bátar, sem stunda loðnuveiðar á komandi vetri, verða fleiri en nokkru sinni áður. Vitað er um nokkra báta af stærðinni 150-200 rúmlestir, sem eiga að stunda loðnuveiðar með nót, og nú er verið að lengja fjöldann allan af stærri Ioðnuskipunum, og byggt verður yfir dekk einhverra skipa. Nú er svo til ákveðið, að byggt verður yfir dekk afiaskipsins Guðmundar RE. Skipið var, sem kunnugt er, langaflahæsta skipið á sfðustu loðnuvertíð, og fékk yfir 20 þúsimd lestir. Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri og annar eigandi Guðmundar, sagði í við- tali við Morgunblaðið, að skipinu yrði lokað hérlendis. Stálvfk f Arnarvogi mun smfða vfir- bygginguna og verður hún sett á skipið f hlutum. Mun það verk hefjast í nóvember og á að vera lokið fyrir áramót. Sem stendur tekur Guðmundur rúmar 600 tonn í lestar, en eftir að skipinu hefur verið lokað, getur það tekið um 800 tonn i lestar. Að sögn Hrólfs, var Guðmundui væntanlegur til Skagen f Dan mörku f gærkvöldi með 450< kassa af sfld, sem skipið árri a< selja f morgun. 36 kr. fyrir síldarkílóið Sfldveiðiskipin í Norðursjó eru nú aftur byrjuð að selja í Dan- mörku, en bræla hefur verið hjá skipunum síðustu daga. Fimm skip seldu f Hirtshals f gær, og var meðalverðið á sfldinni yfir- leitt mjög gott, eða allt upp f 36 krónur. Þessi skip seldu i'gær: Gísli Árni RE 192 kassar fyrir 217 þús. kr., Náttfari ÞH 735 kassa fyrir 1 milljón kr., Ölafur Sigurðsson AK 1462 kassa fyrir 2.1 millj. kr., Rauðsey AK 1683 kassa fyrir 2.1 milljón kr. og Eldborg GK 1606 kassa fyrir 2 milljónir. I dag áttu nokkrir bátar að selja í Danmörku, og er búizt við góð- um sölum. 5,7 milljónir fyrir Miðfjarðará Staðarbakka 5. október Gerður hefur verið leigusamn- ingur um Miðfjarðará, og er Mart- in Petersen, Safamýri 18 Reykja- vfk, léigutaki. Arsleiga er kr. 5.705.500.00 — fimm milljónir sjöhundruð og fimmþúsund og fimmhundruð krónur, — miðað við að veiðitfmabilið sé frá 9. júnf tii 15. ágúst. Búið er að leggja olfumöl á 1.5 kflómetra langan vegarkafla á Vopnafirði. Hefur bæjar- bragurinn allur breytzt við það. Að sögn Haralds, er ætlunin að olfumöl verði lögð á jafnstóran kafla á næsta sumri, og er þá ráð fyrir gert, að lokið verði við að leggja olfumöl á götur Vopna- fjarðarkauptúns. Nokkrir bændur f Vopnafirði hafa komið að máli við forráða- menn sveitarfélagsins, og óskað eftir þvf að fá keypta olfumöl, sem þeir ætla að leggja á heim- reiðarnar að bæjum sfnum og á hlöðin fyrir framan býlin. Félag slökkvi- liðsmanna í Grindayík Grindavfk 5. október Þann 22. september s.l. var haldinn stofnfundur Félags slökkviliðsmanna f Grindavfk. Stofnun félagsins og tilgangur er að vinna að aukinni starfsþjálfun slökkviliðsmanna og að auka kynni meðal þeirra. Hið nýstofnaða félag mun sækja um aðild að Landsambandi slökkvi li ðsm a nn a. A vegum brunamálastofnunar ríkisins verða haldin námskeið fyrir slökkviliðsmenn í Reykjavík og verða sendir þangað nokkrir félagar hverju sinni, einnig munu félagsmenn kynna sér störf ann- arra slökkviliða eftir megni. I slökkviliði Grindavíkur eru nú 20 menn. Formaður félagsins er slökkviliðsstjórinn Magnús Ingólfsson. Minningar- gjöf til Dóm- kirkjunnar 1 sumar færði frú Agnes Guðmundsdóttir Dómkirkjunni að gjöf kr. 50. þús., til minningar um mann sinn dr. med. Árna Ámason, héraðslækni, en hann Iést 1. febr. 1971, hér f Reykjavfk. Óskaði frú Agnes, að þessi upp- hæð yrði lögð í „Gluggasjóð" Dómkirkjunnar. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf vilja forráðamenn Dómkirkjunn- ar fytja frú Agnesi innilegustu þakkir og hennar góða hug til Kómkirkjunnar. Dr. Arni Amason var þjóð- kunnur maður fyrir læknisstörf sín og rannsóknir í læknisfræði og annað, sem hann ritaði um heilbrigðismál. Þá var hann ekki sfðúr kunnur f^rir áhuga sinn á kirkju og kristindómsmálum. Hann ritaði fjöida greina um kristindómsmái og flutti erindí um þau mál i útvarp og á kirkjulegum fundum. Þá ritaði hann bókina:„Þjóð- leiðin til hamingju og heilla,“ sem er safn af ritgerðum um kristileg efni, og segir heiti bókarinnar nokkuð til um efni hennar. Allt, sem Dr. Ami ritaði um kristin- dómsmál, var jákvætt og gjör- hugsað, rökfast og mótað af bjart- sýni og trúartrausti. hingað, að loknum héraðslæknis- störfum á Akranesi, var hann tíð- ur gestur í Dómkirkjunni, ásamt konu sinni. Dr. Árni var fæddur í Skildinganeskoti við Reykjavík 28. des. 1885, og fermdur í Dóm- kirkjunni, og eftir að hann flutti hingað, að loknum héraðslæknis- störfum á Akranesi, var hann tfð- ur gestur í Dómkirkjunni, ásamt konu sinni. Hann var grandvar maður til orða og verka. Óskar. J. Þorláksson Tilþrif í Fáskrúðs- fjarðarhöfn Fáskrúðsfirði 4. okt. Fjögur vöruflutningaskip komu hingað f dag' svo það var talsvert við að vera í höfninni. Tvö sam- bandsskip komu og lestaði annað frosinn fisk, en hitt landaði fóður- blöndu. Þá var Sæberg hér að taka saltfisk og Hekla með vörur og farþega. — Albert. — Langur biðlisti Framh. af bls. 3 auðvitað væri þetta erfitt fyrir það fólk, sem þyrfti að bfða, auk þess sem í mörgum tilvikum ykist bæklunin á meðan beðið væri eftir aðgerðum. Þó hefðu að sjálf- sögðu alvarlegri tilfellin for- gangsrétt. Mestur hluti þeirra sjúklinga, sem fengið hafa meðferð á bækl- unardeildinni, getur farið heim að henni lokinni, en hinir fara á Vffilstaði, Reykjalund eða á heilsuhælið í Hveragerði. Stefán Haraldsson kvaðst ekki geta um það sagt, hvort sjúkra- rými deildarinnar yrði aukið á næstunni, en benti á, að sam- kvæmt erlendum rannsóknum, t.d. í Svíþjóð, væri talið, að þörf væri á einu rúmi á hverja 2000 íbúa. Fyrir ísland ætti þörfin því að vera 105 rúm. — Varðarfundurinn Framh. af bls. 19 málasambandi í „örfáa“ daga til að kanna vilja Heaths, ef utanrík- málanefnd féllist á það. Sagði Matthías að það hefði verið at- hyglisvert hvernig stjórnarliðið í nefndinni hefði brugðizt við bréfinu. Vildi meirihlutinn ekkert mark taka á þótt forsætis- ráðherra Bretlands skrifaði for- FASTEIGNA-OC SKIPASALA LAUGAVEGI 17 SÍMh 2 66 50 Til sölu m.a.: í miðborginni Járnvarið timburhús á steyptum kjallara, sem er kjallari 2 hæðir og ris, samtals 10 herb. Selst í einu eða tvennu lagi. Hagstætt. Við Hraunbæ Góð 2ja herb. 65 ferm. íbúð ásamt 1 herb. í kjall- ara með sameiginl. snyrti- herb. Skipti á 3ja—4ra herb. íbúð möguleg. Við Safamyri og Laugarnesveg Glæsilegar 4ra herb. endaíbúðir. Mjög góðar eignir. 3ja herb. íbúðir víðsvegar í borginni, m.a. við Efstasund, Nesveg og víðar. Góð einbýlishús og sérhæðir í Kópavogi. Opið frá kl. 10 til 17 í dag. sætisráðherra Islands og því ekki séð ástæðu til að fresta slitum stjórnmálasambands, heldur skyldu þau fara fram strax daginn eftir. Fulltrúar Sjalf- stæðisflokksins í nefndinni, sem eru Matthías og Jóhann Hafstein, gerðu hins vegar þá bókun að þeir vildu fresta slitunum til að hægt yrði að kanna hvað vekti fyrir Heath. Var forsætisráðherra sam- þykkur því og gaf stjórnin Bret- um því viku frest til að kalla út flotann. „Ólafur Jóhannesson lét ekki meirihlutann segja sér fyrir verk- um, heldur tók af skarið með þeim afleiðingum að flotinn fór út í dag,“ sagði Matthfas. Kvað hann stjórnarandstöðuna mjög ánægða með þau málalok og að hann vonaðist til að ekkert gerðist, sem komið gæti í veg fyrir að forsætisráðherra færi til London 15. okt. til að hitta Heath. Eftir framsöguræður Gunnars og Matthiasar urðu fjörugar umræður og tóku til máls Pétur Guðjónsson, Hjörtur Hjartarson, Halldór Briem, Hannes Gizurar- son, öm Clausen, * Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen. r — Alafoss Framhald af bls. 32. heitið „Nogle af Kirsten Holst’s arbejder i islandsk uld. Búast Álafossmenn við, að salan í plötulopanum eigi eftir að aukast að miklum mun fyrir til- stilli þessa bæklings, að því er Magnús Pétursson hjá Álafossi tjáði Morgunblaðinu. Hann sagði, að m.a. hygðist Haandarbejdets Fremmi gangast fyrir námskeið- um fyrir konur, er vildu læra að vinna úr plötulopanum, og væri gert ráð fyrir að mikill fjöldi sækti námskeiðið. Ein helzta verzlun H.F. er á Strikinu í Kaup- mannahöfn, og er þar sérstök deild helguð plötulopanum fs- lenzka. Um söluna til Noregs sagði Magnús, að Álafoss hefði á undan- förnum árum gert nokkrar til- raunir í þessu mikla framleiðslu- landi ullargarns, en með heldur misjöfnum árangri. Snemma á þessu ári gerði Álafoss enn eina tilraun til að koma garni sínu inn á þennan markað, og sagði Magnús að nú hefði brugðið svo við að undirtektir voru mjög já- kvæðar og salan til þessa hefði farið fram úr björtustu vonum. Sagði Magnús, að gert væri ráð fyrir verulegri sölu á norskum markaði í ár. Hjartanlega þakka ég ykkur öllum, nær og fjær, sem glöddu mig og minntust mín á níutíu ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur og varðveiti. Ingibjörg Lárusdóttir, Stekkjarholti 3, Akranesi. TJARNARBÚD i DISKOTEK íkvöld kl. 9—2. Plötusnúðar GRAHAM og GEIRI. SJALFSTÆÐISFLOKKSINS NORÐURLANOSKJÖRDÆMI EYSTRA Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Norðurlandskjör- dæmi eystra verður haldinn i litla sal Sjálfstæðishússins á Akur- eyri, laugardaginn 13. október n.k. og hefst fundurinn kl. 10:00 fyrir hádegi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Stjórnin FUNDUR VERÐUR HALDINN í Týr, félag ungra sjálfstæðismanna i sjálfstæðishúsinu Borgar- holtsbraut, laugardaginn 6. okt. kl. 4. Ungir sjálfstæðismenn fjölmennið. Austur- SKanafellssýsia Sjálfstæðisfélögin i Austur-Skaftafellssýslu boða til fundar að Hótel Höfn sunnudaginn 7. október kl. 2 e.h. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Stjórnirnar. Kðpavogsbúar Bæjarfulltrúar sjálfstæðisf. Axel Jónsson og Sigurður Helgason, verða til viðtals laugardaginn 6. okt. kl. 2—4 i sjálfstæðishúsinu Borgarholts- braut. Sjálfstæðisfélögin i Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.