Morgunblaðið - 06.10.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.10.1973, Blaðsíða 32
 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1973. Sjórinn logaði á Hraunsvíkinni Tækin til að hlera NATO? EITT rússnesku tækjanna, sem fundust f Kleifarvatni, var stiilt á tfðni tækja, sem NATO notar til fjarskipta, og er þvf ekki loku fyrir þa3 skotið að tækið hafi ver- ið notað til hlerunar á fjarskipta- sendingum frá Keflavfkurflug- velfi, en þar eru tæki, sem senda á þessari tfðni. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er um þetta fjallað í skýrslu Lands- símans um rannsóknina á tækjun- um, en sýslumaðurinn í Gull- bringusýslu kvaðst ekkert vilja láta uppi um efni hennar að svo stöddu annað en það, að tækin úr vatninu væru flest rússnesk mót- tökutæki og að ekki hefði verið veitt leyfi Pósts og sima fyrir inn- flutningi þeirra. Málið væri á rannsóknarstigi og mjög fátítt væri að birta í heild efni máls- skjala á þvi stigi. GRINOVfKINGAR urðu þess varir um kl. 11 á fimmtudags- morgun, að eldtungur og reykjar- mökkur teygðu sig upp frá haf- fletinum f Hraunsvfk austan við Grindavfk. Var óregluleg hreyf- ing á eldinum og datt mönnum þvf fyrst f hug, að eldgos væri hafið á sjávarbotninum. Var enda skammt sfðan jarðskjálftar skóku þorpið og eldgosið f Eyjum mönn- um f fersku minni. Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, keilsa sendi- herrafrúnni, en á myndinni sjást einnig eiginkona Halldórs og sovézki sendiherrann, herra J. Kiritsienko. Móttaka í sovézka sendiráðinu SENDIRAÐ Sovétrfkjanna f Reykjavfk hafði móttöku á fimmtudaginn f tilefni af bvf. að 30 ár voru liðin, frá þvf að Island og Sovétrfkin tóku upp stjórnmálasamband. Hér sést Álafosslopi rennur út á Norðurlöndum ULLARVÖRUR Alafoss hafa átt mikilli velgengni að fagna nú f ár f tveimur Norðurlöndum — í Danmörku og Noregi. Þannig hef- ur sala á Alafossvörum aukizt um 50% á fyrstu sex mánuðum þessa árs í Danmörku og stefnir stöðugt upp á við. í Noregi verður einnig um verulega sölu að ræða f ár, en þetta er fyrsta árið sem Alafodd kemst að ráði inn á markaðinn þar. Einkum er það fslenzki lop- inn, sem fer sigurgöngu á þessum tveimur mörkuðum. Alafossmenn vænta verulegrar söluaukningar i Danmörku í ár, eins og fyrr segir. Er það ekki sízt fyrir þá sök, að annar umboðsaðili Álafoss í Danmörku — Vilborg Hansen — hefur nú í samvinnu við fyrirtækið E. Jelstorf og Haandarbejdets Fremme (fyrir- tæki svipaðs eðlis og íslenzkur heimilisiðnaður) hafið mikla söluherferð þarlendis á íslenzk- um plötulopa. Haandarbejdets Fremme hefur nýlega gefið út mjög myndarlega mynzturbók, <§} HAANDARBrjDtTS f KfMVft i ' ' m Nogte af ' • ♦ **_-■ *%M Kitsten! Holst's, arbejder i , i.slándsk uld Forsfða bæklings danska heimilisiðnaðarfyrirtækisins með mynzturuppskriftunum fyrir íslenzku ullina. þar sem einn fremsti tízkuteikn- ari Dana, Kristen Holst, hefur teiknað og útfært mynztrin, en hún vinnur þar eingöngu úr fs- lenzkri ull. Ber bæklingur þessi Framhald á bls. 18. Seldi fyrir 5,4 millj. Skuttogarinn Bjarni Benedikts- son, landaði f fyrsta skipti f gær eftir fimm mánaða vélarbilun. Skipið seldi f Ostende f Belgfu 152 lestir fyrir 160 þús. v-þýzk mörk, eða 5,5 millj. fslenzkar. Ef þessi sala Bjarna Benedikts- sonar er borin saman við sölur þær, sem hafa verið f Þýzkalandi að undanförnu, þá kemur f Ijós. að hún er mun lægri. Ekki er samt hægt að segja að svo komnu, að Ostende markaðurinn sé lé- legri en sá þýzki, þar sem ekki var vitað f gær, hvort fiskurinn, sem Bjarni Benediktsson var með, var góður eða lélegur. Lögreglan í Grindavík hafði samband við húsfreyjuna f ísólfs- skála, skammt frá vfkinni, og spurði hana um eldinn. Sá konan eldtungurnar hækka og breiðast út og þar sem hún var ein heima óskaði hún þess, að hún yrði sótt og flutt burtu. Fór lögreglan af stað að Isólfsskála, en fól mönn- um f Grindavík að hafa samband við varnarliðið á Keflavíkurflug- velli og kanna hvort þar væri frekari upplýsingar að fá. Fékkst þá skýring á eldunum. Varnarliðsþyrla hafði verið í flugi, en átti við einhverja erfið- leika að etja og losaði sig þvf við allt umframeldsneyti f sjóinn, áð- ur en hún hélt inn til lendingar. Kveikti áhöfn þyrlunnar í elds- neytinu á sjónum, en Grindvík- ingum var ekki tilkynnt um þetta. Eidurinn logaði aðeins í skamma stund og sloknaði síðan sjálf- krafa, en hafði þó áður kveikt nokkurn ugg í brjósti Grindvík- inga. Undiraldan lyfti logunum sitt á hvað, þannig að úr fjarlægð minnti þetta einna helzt á eldgos. Selfoss hagg- aðist ekki Ekki tókst að ná Selfossi, skipi Eimskipafélags lslands af strandstað á Seyðisfirði f gærkvöidi, þrátt fyrir ftrekaðar tilraunir haggaðist skipið ekki. Reykjafoss, reyndi að draga Selfoss á flot, skipið kom til Seyðisfjarðar klukkan 17 f gær, og var þá komið fyrir dráttartaugum á milli skipanna. A flóðinu f gærkvöldi, byrjaði Reykjafoss að draga f Selfoss, en ekkert gekk. Enduðu björgunartilraunirnar með því að dráttartaugin slitnaði, og var unnið að því sfðast er vitað var að koma nýrri taug á milli skipanna. Breytt hegðan brezku togaranna á miðunum LANDHELGISGÆZLAN skýrði frá því f gær, að brezku togararnir hefðu breytt hegðan sinni frá þvf sem áður var. Þeim hefur og fækkað á miðunum, en allir veiða þeir við austur- ströndina. Togararnir halda sig nú mun utar en áður, og þegar varðskipin koma að þeim, hífa þeir flestir vörpur sínar ótil- kvaddir og sumir hverjir sigla út fyrir 50 mflurnar. Af þessum sökum hefur ekkert borið til tfðinda á miðunum, þar sem ekki hefur verið nein ástæða til neinna aðgerða. AP-fréttastofan hafði það í gær eftir brezku útgerðarfyrirtæki, að varðskip hefði gert tilraun til togvfraklippingar, en talsmaður Landhelgisgæzlunnar, Hafsteinn Hafsteinsson, sagði í gær, að ekki hefði þurft að koma til neinna slíkra aðgerða af áðurnefndum ástæðum Brezka útgerðarfyrirtækið Consolidated Fisheries Ltd. í Grimsby ásakaði i gær Land- helgisgæzluna fyrir að hafa áreitt brezka togarann Spurs, sem fyrirtækið gerir út. Segir í AP-skeytinu, að þessi atburður sé hinn fyrsti, frá þvf að brezka ríkisstjórnin ákvað að draga verndarskip sfn til baka, freigáturnar og dráttarbátana. Varnarmálaráðuneytið í London, svo og brezka sjávarútvegsráðu- neytið sögðu í gær, að þau hefðu engar staðfestar fregnir fengið af þessum atburði. Togarafyrirtækið sagði, að varðskipið hefði gert til- raun til klippingar, en gat ekki nefnt nafn þess. Framkvæmda- stjóri útgerðarfélagsins, Dan Lister sagði: „Ef fleiri slfk atvik eiga sér stað, munum við kref jast þess að flotinn komi aftur inn.“ Þegar Mbl. bar þessa frétt undir Hafstein Hafsteinsson, tals- mann Landhelgisgæzlunnar, svaraði hann aðeins: „Til þess hefur ekki þurft að koma, að til- raun yrði gerð til togvíra- klippingar.“ 1 NTB- frétt, sem barst í gær- kvöldi, er getið um eitt tilfelli, þar sem varðskip varð að skipa togara að hífa vörpuna. Togarinn hlýddi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.