Morgunblaðið - 11.10.1973, Qupperneq 3
Stutt samtal við
Sigurð Bjarnason,
nýskipaðan sendi-
herra Islands
í Peking
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1973.
Nutum frábærrar
risni 02 velvildar
K.höfn, 10 okt. '
Frá fréttaritara Mbl.
gest-
1 Kína
Þegar íslenzku sendiherra-
hjónin í Kaupmannahöfn, Sig-
urður Bjarnason og Ólöf Páls-
dóttir, lentu hér í Kastrup kl.
um 21 s.l. laugardagskvöld
höfðu þau verið rúmlega 22
klst. á .eiðinni, frá því að þau
vöknuðu á Hótel Peking um
morgunin sama dag. Flugu þau
frá Peking um Karatzi í Pakist-
an og París til Kaupmanna-
hafnar. En 8 tíma munur er á
fyrrgreindum borgum.
— Sigurður Bjarnason hafði
þann 25. september afhent sett-
um formanni Alþýðulýðveldis-
ins Kína embættisskilrfki sín
sem fyrsti sendiherra Islands i
Kína með búsetu í Kaupmanna-
höfn.
Þegar fréttaritari Mbl. leitaði
frétta hjá sendiherranum um
dvöl þeirra hjóna í Kína og við-
ræður hans við ráðamenn þar,
kvaðst hann ekki geta rætt ein-
stök atriði þeirra. Hann myndi
næstu daga senda íslenzka ut-
anríkisráðuneytinu skýrsluum
ferð sína. A þvf væri þó engin
launung, að hann og kona hans
hefðu notið frábærrar gestrisni
og velvildar kínverskra r'áða-
manna og annarra, er þau
hefðu haft samband við.
Kínverjar eru sérstaklega
viðfelldið og greiðvikið fólk,
sagði Sigurður Bjarnason. Atti
það jafnt við, hvort sem við
hittum æðstu ráðamehn þeirra
eða bændur á samyrkjubúum,
kennara og skólabörn suður í
Shanghai eða fólkið við Hlið
hins himneska friðar á þjóð-
hátíðinni 1. októberí Peking.
Hvað hátt setta leiðtoga Kín-
verska alþýðulýðveldisins hitt-
uðþið?
Fyrst Chi Peng-Fei utanríkis-
ráðherra landsins, þá settan
formann Tung Pi-wu, er ég af-
henti trúnaðarbréf mitt og síð-
an Chou en-Lai forsætisráð-
herra. Einnig hitti ég og átti
fundi með ýmsum öðrum ráð-
herrum og forstjórum í ráðu-
neytunum, þeirra á meðal vara-
ráðherra utanríkisviðskipta,
sem ég taldi mjög þýðingar-
mikið að ræða við um framtið-
arefnahagsviðskipti íslands og
Kína.
Við aðra forystumenn var
einnig rætt um menningarmál,
alþjóðamál og almennt um sam-
einginleg hagsmunamál.
Mikill áhugi kom allsstaðar
fram á stuðningi við baráttu
Islendinga fyrir útfærslu fisk-
veiðitakmarkanna. Kínverjar
eru töluverð fiskveiðiþjóð, og
hvar sem við komum, var
ágætur fiskur á borðum.
Við gerðum að sjálfsögðu allt,
sem við gátum til þess að kynna
land okkar og þjóð enda þótt til
þess gæfist ekki langur tfmi I
þessu mikla landi, þar sem talið
er, að búi um 800 milljónir
manna. En gleðilegt var að
fylgjast með því með aðstoð
góðra manna, að Islands var oft
getið í kínverskum fjölmiðlum
þessa daga.
Fóruð þið víða um landið?
Við reyndum að hitta eins
marga að máli og tök voru á.
Einnig ferðuðumst við nokkuð
um nágrenni Peking, heimsótt-
um samyrkjubú, tækniháskóla
höfuðborgarinnar, sjúkrahús,
listastofnanir o.s.frv. Einnig
heimsóttum við „Múrinn
mikla“ undir leiðsögn Wang
Tung, forstjóra Vest-
ur-Evrópudeildar utanríkis-
ráðuneytisins, og konu hans.
Var þaðan útsýn mikil og fríð
til f jalla, og um frjósamar slétt-
ur Norður-Kína.
Þá fórum við í boði kínverska
utanríkisráuneytisins til
Shanghai og Hungchow.
Yfirleitt má segja, að þessi
fyrsta heimsókn okkar til Kína
hafi verið mjög lærdómsrfk og
vel heppnuð að öllu leyti. Það
er von mín, að efnahagsleg og
menningarleg viðskipti íslend-
inga og Kfnverja muni í fram-
tíðinni eflast á grundvelli gagn-
kvæmrar virðingar þjóða okkar
fyrir sjálfstæði hver annars og
rétti til þess að njóta friðar og
hamingju, sagði sendiherrann
að lokum.
Chou En-lai, forsætisráðherra Kfna með fslenzku sendiherra-
hjónunum Sigurði Bjarnasyni og Ölöfu Pálsdóttur f „Hinni miklu
höll fólksins“ 30. september s.l. Aðrir á myndinni eru: Til vinstri
Wang Tung forstjóri Vestur-Evrópudeildar utanrfkisráðuneytis og
aðstoðar utanrfkisráðherra Wang Hai-Jung. Til hægri: Tang Wen-
sheng og Chu Chuan-Hsieng protokollsjeff.
Alþingi Islendinga var sett í gær
Alþingi islendinga var sett f
gær við hátfðlega athöfn.
Athöfnin hófst með messu f Dóm-
kirkjunni, þar sem séra Ingimar
Ingimarsson prédikaði. Að messu
lokinni gengu forseti islands og
biskup ásamt ráðherrum og þing-
mönnum til Alþingishússins, þar
sem Alþingi var sett formlega af
dr. Kristjáni Eldjárn, forseta
tslands. Að lokinni stuttri
setningarræðu fól forsetinn
aldursforseta þingsins, Ilannibal
Valdimarssyni, stjóru þing-
fundar. Hannibal minntist
þriggja fyrrverandi alþingis-
manna, sem látist hafa frá lokum
sfðasta þings, þeir: i Jónasar
Guðmundssonar, Björns
Kristjánssonar og Kristins E.
Andréssonar.
Setningarathöfnin í Alþingis-
húsinu hófst með þvf, að forseti
íslands, dr. Kristján Eldjárn, las
upp forsetabréf um samkomudag
Alþingis og lýsti að svo búnu yfir
því, að Alþingi væri sett. F'or-
setinn gat þess, að hugur lands-
manna beindist til Alþingis í
hvert sinn, sem það væri sett,
enda lægi einatt fyrir því að f jalla
um hin mikilvægustu mál
þjóðarinnar, bæði þau sem fyrir-
fram væru undirbúin til þess að
hljóta meðferð Alþingis og eins
þau, sem fyrirvaralaust kæmu
upp og greiða þyrfti úr, án þess að
mikill tfmi gæfist til undir-
búnings. Minntist forseti síðan
þeirra feiknatíðinda, sem urðu,
meðan sfðasta Alþingi sat, þegar
eldgos varð í Vestmannaeyjum.
Þar hefði sannarlega komið til
kasta Alþingis og ríkisstjórnar.
Ótrúlegur fjöldi erlendra aðila,
bæði meðal nágranna okkar á
Norðurlöndum og annars staðar,
hefði sýnt Islendingum mikinn
vináttuvott við það tækifæri.
Þá minntist forseti íslands
stuttlega á landhelgismálið og
sagði, að næstsíðasta Alþingi
hefði fjallað giftusamlega um
málið, svo að algjör þjóðareining
hefði náðst. Óskaði forseti tslands
síðan alþingismönnum giftu í
starfi sfnu og fól aldursforseta
þingsins, Hannibal Valdimars-
syni, stjórn þingfundar.
Eftir að þingmenn höfðu
hrópað ferfalt húrra fyrir
forsetanum og fósturjörðinni
eftir fyrirsögn Ólafs Jóhannes-
sonar forsætisráðherra, tók
Hannibal við stjórn fundarins og
bauð þingmenn og starfslið
þingsins velkomið til starfa. Þá
minntist Hannibal Valdimarsson
þriggja fyrrverandi alþingis-
manna, sem látist hafa frá lokum
síðasta þings. Þeir eru Jónas
Guðmundsson fyrrverandi skrif-
stofustjóri, sem andaðist 4. júlf,
75 ára að aldri, Björn Kristjáns-
son fyrrverandi kaupfélagsstjóri,
sem andaðist 10. júlf, 93 ára að
aldri, og Kristinn E. Andrésson
rithöfundur, sem andaðist 20.
ágúst, 72 ára að aldri. Þessara
manna verður minnst í Morgun-
blaðinu síðar. Að þessu loknu var
fundi frestað þar til í dag.
Séð yfir þingsalinn þegar forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, flytur setningarræðu sfna á Alþingi f gær.