Morgunblaðið - 11.10.1973, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÖBER 1973.
Glit hefur stórfram-
leiðslu veggskjalda
fyrir héruðin
1 dag hefst hjá
keramikverksmiðjunni Glit f
Reykjavfk framleiðsla á fyrstu
þjóðhátfðarveggskjöldunum,
sem verksmiðjan mun fram-
leiða fyrir sýslur og byggðalög
á tslandi.
Að sögn Orra Vigfússonar
framkvæmdastjóri Glits er gert
ráð fyrir að alls verði fram-
leiddir 30—40 þúsund slíkir
skildir á þessu ári og næsta.
Skildimir, sem byrjað verður á
í dag eru fyrir Akureyri og
Eyjafjarðarsýslu og hafa þegar
verið pantaðir 5000 skildir af
þessum aðilum. Teikninguna á
skjöldinn gerði Kristinn G.
Jóhannsson skólastjóri á Ölafs-
firði, en hann gerði einnig
teikninguna fyrir skjöld Ölafs-
firðinga.
Ymsir kunnir listamenn hafa
teiknað myndir á þessa skildi
og má þar nefna frú Barböru
Ámason, sem teiknaði fyrir
Kópavog og Halldór Pétursson
fyrir Strandasýslu. Þá hefur
Ómar Skúlason módelsmiður
Glits útfært hugmyndir frá
nokkrum þjóðhatíðarnefndum.
Að sögn Orra Vigfússonar er
hugmyndin að hanna vegg-
skildi, einn fyrir hvert hérað á
vegum þjóðhátíðarnefndar á
hverjum stað, héraðs og bæjar-
nefnda. Þegar hafa 10 héruð og
bæjarfélög ákveðið teikn eða
merki á sína skildi, en önnur
eru með sfnar hugmyndir í
Hér að ofan er mynd frú Bar-
böru Árnason, sem verður á
skildi Kópavogs og t.h. mynd
Kristins G. Jóhannssonar, á
skildi Akureyrar og Eyja-
fjarðarsýslu.
vinnslu og Reykjavíkurborg
væntanlega einnig.
Meðal mynda má nefna að
Eiríksjökull verður á skildi
Borgarfjarðarl og Mýrasýslu,
Ásbyrgi á skildi N—Þingeyjar-
sýslu, Borgarvirki á skildi
Húnavatnssýslu og Dyrfjöll á
skildi Múlasýslu.
I 0 74
Sundrungin
staðfest
Sundrungin í Framsóknar-
flokknum hefur nú verið staðfest
opinberlega á sfðum Tfmans. I
gær birtist í Tímanum dálkur,
sem bar titilinn „Raddir ungra
manna". Er dálkur þessi til
orðinn eftir miklar sviptingar á
ritstjórn Tímans og í blaðstjórn
vegna hinnar svonefndu SUF-
síðu.
SUF-sfða hefur ekki birzt um
nokkurra vikna skeið í Tfmanum.
Hafa þó legið fyrir tvær síður.
Var ætlunin að birta á annarri
síðunni efni úr afmælisriti SUF,
en á hinni bréfaskipti blað-
stjórnar Tímans og stjórnar SUF.
Áður en sfður þessar voru af hent-
INNLENT
ar til birtingar, hafði stjórn SUF
að kröfu blaðstjórnar tilnefnt sér-
staka ábyrgðarmenn að SUF-
síðunni, þá Ólaf Ragnar Grímsson
og Pétur Einarsson. Hins vegar
brá svo við, að hvorug þessara
síðna fékkst birt í Tímanum. Eftir
mikið þóf var haldinn nýr fundur
í blaðstjórninni. Þar lagði Ólafur
Jóhannesson forsætisráðherra til,
að búinn yrði til ný síða í Tíman-
um, en héti „raddir ungra Fram-
sóknarmanna". Þessi síða skyldi
vera í umsjón ritstjóra Tímans og
þar komið á framfæri sjónar-
miðum, andstæðum þeim skoðun-
um, sem birtast á SUF-síðunni,
svo og yrði síða þessi notuð til
þess að kynna unga menn, sem
hugsað væri að yrðu í framboði
fyrir Framsóknarflokkinn í
næstu alþingiskosningum. Jafn-
framt var ákveðið, að SUF-
síðurnar mættu birtast. Með
þessari ákvörðun blaðstjórnar
Tímans hefur sundrungin í
flokknum verið opinberlega stað-
fest. Þá er rétt að hafa í huga, að
þeir ungu menn, sem skrifa f
dálkinn „raddir ungra manna"
eru sérstakir skjólstæðingar Ólafs
Jóhannessonar, hinir, sem um
mál fjalla á SUF-síðunni, eru hon-
um ekki þóknanlegir.
Nýr gagnfræðaskóli
á Höfn í Hornafirði
Dræmari sala happ-
drættisskuldabréfa
MORGUNBLAÐIÐ leitaði upplýs-
inga um það hjá Seðlabankanum,
hvernig sala á verðtryggðum
skuldabréfum ríkissjóðs og happ-
drættisskuldabréfum vegna
hringvegarins gengi um þessar
mundir. Að sögn aðalféhirðis
Seðlabankans, eru skuldabréf
rfkissjóðs nú öll uppseld, en sam-
tals voru um 220 milljónir f 1.
flokki 1973. Hins vegar hefur
salan f C-flokki happdrættis-
skuldabréfanna verið hægari en f
fyrri útboðunum tveímur, en þó
hefur um 'A hluti þeirra þegar
selzt.
Alls nam útboðið í þessum C-
flokki 100 milljónum króna.
Seðlabankinn vonast þó til, að öll
bréfin verði seld fyrir 20. desem-
ber, þegar dregið verður í þessum
flokki. Alls verður þá dregið um
273 vinninga, samtals að upphæð
7 milljónir króna — þar af eru
Stolið
úr bílum
BROTIZT var inn í tvo bíla á
stæðinu við Laugarásbíó, á meðan
á níu-sýningu stóð á þriðjudags-
kvöldið. Var stolið kassettusegul-
bandstæki og segulbandsspólum
úr öðrum bílnum, en spólum úr
hinum. Þeir, sem kynnu að hafa
orðið varir grunsamlegra manna-
ferða á stæðínu á þessum tíma,
eru beðnir að láta lögregluna vita.
tveir milljón króna wnningar og
einn á 500þúsund krónur.
Þess má geta, að verðtryggingin
á A-flokks bréfunum frá 1972
hefur hækkað þau um tæp 34%,
þannig að 1000 króna bréfið hefur
aukizt að verðgildi um 340 krónur
það sem af er. B-flokks bréfin frá
1973 hafa þegar hækkað um 15%.
Höfn 8. október.
Nýi gagnfræðskólinn á Höfn
í Hornafirði var settur í dag af
Heimi Þ. Gíslasyni, nýráðnum
skólastjóra en auk hans fluttu
ræður við þetta tækifæri Árni
Stefánsson skólastjóri barnaskól-
ans, sem jafnframt hefur verið
formaður bygginganefndar. oe
Óskar Helgason oddviti.
Árni Stefánsson lýsti skólanum,
sem nú tekur til starfa, en þar er
fyrsti áfangi af þremur, sem fyrir-
hugað er að reisa. Næsti áfangi
skólabyggingarinnar er íþrótta-
hús með meiru. Kostnaðaráætlun
byggingarinnar var 30 milljónir
LEH)RETTING
SJALDAN hefur prentvillupúk-
inn farið á slíkum kostum sem í
Mbl. í gær, þegar hann umskírði
hin frægu Dyrfjöll og nefndi
„Dýrafjöll“ í fréttabréfi frá sr.
Sverri Haraldssyni 1 Borgarfirði
eystra. Hvað myndi meistari Kjar-
val sagt hafa við slíkum býsnum?
Hins vegar má til sanns vegar
færa, að í Borgarfirði finnst f jall,
sem nefna mætti Dýrafjall, en
það er fjallið inn af Lambadal,
þar sem meistarinn sjálfur sýndi
Borgfirðingum munstur, sem
aðrir höfðu ekki fyrr séð, en
greinilega er í leysingum á vor-
degi sem hreindýrahjörð renni
eftir endilangri fjallshlíðinni.
Sök sér hefði verið að nefna
Dyrfjöllin „Dýrðarfjöll“, sem
raunar getur átt við öll f jöll Borg-
arf jarðar. En það var ekki svo vel
og biður Mbl. og vonar, að slíkt og
þvílíkt endurtaki sig ekki.
kr. en þar sem verðlag hefur stór-
hækkað sfðan hún . var gerð, er
ljóst, að um 10 milljónir kr. munu
þurfa til viðbótar, til að ljúka því
verki, sem enn er óunnið og á að
verða lokið um næstu áramót.
Arkitekt hússins er Hrafnkell
Thorlacius, en smíði þess önnuð-
ust félagarnir Sveinn Sighvats-
son, Lars Imsland og Þorgeir
Kristjánsson.
í ræðu Arna kom fram, að 18
mánuðir eru nú liðnir frá því, að
fyrsta skóflustungan var tekin að
húsinu. í skólanum verða 85 nem-
endur í 5 bekkjadeildum, en í
barnaskóianum verða 170 nem-
endur. 1 tónlistarskólanum
verða um 50 nemendur, en þar er
skólastjóri Sigurjón Bjarnason.
Að loknum ræðuhöldum í gagn-
fræðaskólahúsinu var gestum gef-
inn kostur á að skoða hið veglega
skólahús og aðstöðu alla.
Gunnar.
Fréttabréf
frá Þórshöfn:
Góðar gæftir,
en rýr afli
Þórhöfn, 9. okt.
í dag duttu fyrstu snjókornin
hér á þessu hausti, en tfð hefur
verið með afbrigðum góð frá því
um miðjan ágúst. Varla er hægt
að segja, að komið hafi ógæfta
dagur á þessu tímabili.
Afli Þórshafnarbáta var 1. okt.
sl. orðinn 2.460 lestir, eða um 110
lestum meiri en á sama tfma í
fyrra. Þess ber þó að gæta að
nokkru fleiri bátar eru gerðir
héðan út nú en í fyrra. Núna eru
fimm bátar að dragnótarveiðum
og einn á línu og hefur hann aflað
sæmilega, en heldur er afli tregur
í dragnótina. En góðar gæftir
hafa hjálpað þar mikið upp á
sakirnar. Flestir eru hættir hand-
færaveiðum og trillurnar hafa
verið dregnar á land.
Unnið hefur verið að hafnar-
framkvæmdum i sumar, en þær
eru lenging viðlegukants við haf-
skipabryggjuna. Þessi viðlegu-
kantur er úr tré og 70 rúmmetra
langur. Einnig er verið að efla
varnargarð úr grjóti, en hann á að
verja bryggjuna fyrir brimróti.
Þessar framkvæmdir kosta
10—11 milljónir króna og eru
langt komnar.
Fyrir nokkrum dögum hófust
framkvæmdir við byggingu nýs
frystihúss á vegum Hraðfryst-
stöðvar Þórshafnar hf., og verður
það staðsett við hafskipabryggj-
una. Þetta verður mikil fram-
kvæmd og samkvæmt kostnaðar-
áætlun, sem gerð var á fyrra ári,
mun húsið kosta um 50 milljónir
kr. Húsið verður rúmir tvö þús-
und fermetrar á einni hæð og
verður búið tækjum og vélum af
nýjustu og beztu gerð. Einnig
verða skrifstofur fyrirtækisins í
þessu húsi, en þetta er stálgrind-
arhús, byggt 1 einingum, og er það
væntanlegt hingað á næstunni.
Talsvert er byggt hér um þessar
mundir. Sjö ný hús verða fullgerð
á þessu ári, og önnur fjögur eru í
byggingu. Allt verða þetta ein-
býlishús.
Nýlega settist hér að dýralækn-
ir, ungur maður, Rögnvaldur
Ingólfsson að nafni. Hann mun
þjóna dýralæknishéraði, sem nær
frá Jökulsá á Fjöllum austur I
Vopnafjörð. öli.
Sex seldu fyrir
14 milljónir kr.
SEX fslenzk skip seldu sfld f
Ilirtshals f gærmorgun fyrir sam-
tals um 14 milljðnir fsl. króna.
Meðalverð var um 32 kr. fyrir kg.
Helga II seldi 1653 kassa fyrir
2,1 milljón kr., Höfrungur III
seldi 1734 kassa fyrir 2,2 milljónir
kr„ Keflvíkingur seldi 1712 kassa
fyrir 2,2 milljónir kr., Dagfari
seldi 1635 kassa fyrir 2,1 milljón
kr., Jón Finnsson seldi 2070 kassa
fyrir 2,6 milljónir kr. og Rauðsey
seldi 2140 kassa fyrir2,5 milljónir
kr.
Hættið að spila á
vísitölukerfið
— segja póstmenn
Póstmannaþing, haldið f
Munaðarnesi 22. og 23. sept. sl.,
gerði ályktun um kjaramál, þar
sem lýst var stuðningi við fram-
komna kröfugerð Bandalags
starfsmanna rxkis og bæja og lögð
sérstök áherzla á þessi atriði:
-A- Fimm daga vinnuviku.
★ Lengingu orlofs þeirra, sem
langan starfsaldur eiga að baki,
t.d. 35 virka orlofsdaga eftir 20
ára starf. Almennir frídagar, svo
og laugardagar, teljist ekki til or-
lofsdaga.
if Framfærslutekjur sam-
kvæmt útreikningi Hagstofunnar
verði undanþegnar útsvari og
sköttum. Krafizt er, að skatta-
eftirlit verði hert verulega og
viðurlög við skattsvikum stórlega
þyngd. Á þann hátt verði opin-
berir starfsmenn og aðrir, sem
rétt telja fram til skatts, leystir
undan því að greiða skatta þeirra,
sem undan skatti svíkja.
if Greiddar verði fullar vísi-
tölubætur á öll laun. Þá mótmælir
þingið þeirri hefðbundnu venju
stjórnvalda að spila á vísitölu-
kerfið öllum iaunþegum meira og
minna 1 óhag. Þá gerir þingið þá
kröfu, til rfkisvaldsins, að BSRB
fái aðild áð öllum viðræðum þess
og launþegasamtakanna, sem
kunna eiga sér stað um kaup-
gjaldsvfsitölu.
ir Krafizt er, að aukavinna,
sem unnin er eftir kl. 17 á föstu-
dögum til kl. 8 á mánudags-
morgni, verði greidd með 150%
álagi.
•k Þingið styður endregið
kröfuna um staðaruppbót til opin-
berra starfsmanna úti á landi.
I pósthðlfadeild á aðalpðsthúsinu — sundurlestur bréfa f þröngum
húsakynnum.