Morgunblaðið - 11.10.1973, Page 18

Morgunblaðið - 11.10.1973, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÖBER 1973. Opið hús I tilefni áttræðisafmælis dr. Páls Isólfssonar munu nokkrir orgelnemenda hans efna til „stundar við orgelið" í Dómkirkj- unni I Reykjavík, sem var starfs- vettvangur Páls um nær þrjátíu ára skeið. Öllum velunnurum dr. Páls Isólfssonar er því boðið að leggja leið sína í Dómkirkjuna föstudag- inn 12. október frá kl. 5—7 (e.h.) og hlýða á organslátt. (Fréttatilkynning) — Stríðshetjur Framhald af bls. 15 D'avid Krivine hefur spáð, að stjórnin geti fleygt fjárhags- áætlun yfirstandandi árs í rusla- körfúna, en segir, að Israelar muni geta háð langvarandi styrjöld, þótt gera megi ráð fyrir vöruþurrð á ýmsum sviðum; þar sem fjöldi manna hverfi frá verk- smiðjustörfum til bardaga- svæðanna. Sapir hefur skorað á Gyðinga hvarvetna að safna fé til að að- stoða við uppihald innflytjenda sem halda áfram að koma til landsins____, t ________ — Agnew Framhald af bls. 2 vegar sú, að nýjar og auknar vinsældir Agnews og aukin virðing fyrir honum, áttu rætur sínar að rekja til þess, að hann stóð upp úr Watergatemálinu, tandurhreinn, hann hefði ekk- ert um það vitað og hvergi kom- ið þar nærri, þvf að hann var hálfútundan í Hvíta húsinu og honum voru ekki sagðir allir hlutir. Agnew stefndi hraðbyri að útnefningu sem forsetaefni repúblíkana fyrir 1976 og það var um hann rætt sem næsta forseta Bandaríkjanna, ef Nixon neyddist til að segja af sér vegna Watergatemálsins. Nixon situr enn, Agnew er fall- inn. Var honum fórnað á altari bandariskra stjórnmála, eða framdi hann pólitískt sjálfs- morð? Tíminn mun skera úr um —ihj. — Fleetwood lamast Framhald af bls. 32 viðurkenna hina einhliða ákvörðun fslenzku ríkisstjórnar- innar um 50 mflna fiskveiðilög- sögu.“ Frá Bolton East kom eftir- farandi tillaga; „Um leið og flokksþingið lýsir yfir herskipa vernd á meðan togarar okkar eru áreittir, viðurkennir það engu að sfður herfræðilegt mikilvægi Keflavíkurflugstöðvarinnar og þann hag, sem Bretar hefðu sjálfir af því, að færa út eigin lögsögu, og hvetur því rfkis- stjórnina til þess að endurskoða afstöðu sína til kröfu íslendinga um 50 mílna landhelgi." Frá Hackney Central kom eftir- farandi tillaga: „Flokksþingið hvetur ríkisstjórn hennar hátignar til að taka ákveðnari af- stöðu gagnvart íslenzku ríkis- stjórninni og skipar opinberlega svo fyrir, að brezki flotinn skuli fara um borð í hvern þann íslenzkan byssubát, sem ræðst á eða áreitir brezka togara á út- hafinu og fjarlægi eða geri óvirk öll þau hernaðartól, sem nota mætti til þess að skera á vörpur brezkra togara.“ Þó að engin af þessum tillögum hafi verið valin til umræðu, sýna þær glöggt afstöðu þessara kjör- dæma og geta af því haft áhrif á afstöðu og stefnu stjórnarinnar, að mati fróðra manna hér á þinginu. — Ferðamannatekjur Framhald af bls. 2 ferðamönnum o. fl. 553.000.000,oo kr. Tekið er fram, að trúlega komi ekki öll kurl til grafar, um skil erlends gjaldeyris, en skýrslur sýni, að góð eða slæm gjaídeyris- skil séu að verulegu leyti háð trú manna á íslenzkan gjaldeyri hverju sinni, svo og þeirri upp- hæð, sem ákveðin er þeim Islend- ingum, sem utan fara í orlafs- ferðir. Sé of naumt skammtað sé hætt við braski með gjaldeyri. Eyðsla á hvern ferðamann á ár- inu 1972 nam, samkvæmt skýrslu, kr. 8.130,00, og eru fargjöld þá ekki meðtalin og ekki sala á Keflavíkurflugvelli eða farþegar skemmtiferðaskipa. Hefur aukn- ing á eyðslu frá árinu áður orðið 5,9%. , , , — Háskólarektor Framhald af bls. 2 morgun eð var bað ég mennta- málaráðherra um viðtal, en báðir vorum við svo þrautbundnir af önnum dagsins, að við náðum ekki saman fyrr en á mánudags- morgun eð var,“ sagði Magnús ennfremur. Magnús Már Lárusson hefur verið prófessor við H.í. frá árinu 1947. Hann var 14. maí 1969 kjör- inn rektor H.I. frá 15. sept. 1969 til jafnlengdar 1972 og í mal í fyrra var hann endurkjörinn rektor frá 15. sept. 1972 til jafn- lengdar 1975. Er iausnarbeiðnin hefur hlotið samþykki forseta og ráðherra verður þegar í stað að fara fram rektorskjör. Þar hafa atkvæðis- rétt allir fastir kennarar við H.I. og ákveðinn fjöldi fulltrúa stúdenta. — Nixon Framhald af bls. 1 áfram að vera svo háðir jafn- óvissri orkulind, sem væri hægt að lika fyrir hvenær sem væri og hvatti til aukinna rannsókna á kjarnorkusviðinu I Bandarfkjunum. Áður sagði Mike Mansfield, leiðtogi demókrata I öldunga- deildinni, eftir fund þann, sem Nixon og Henry Kissinger utanríkisráðherra áttu með þingleiðtogum, að hann gerði ekki ráð fyrir, að Bandaríkin drægjust inn í ófriðinn i Mið- austurlöndum. Mansfield kvað vopnaaðstoð við Israel ekki hafa borið á góma, en kvað það mál alltaf til umræðu. Þingleiðtogarnir sögðu, að Nixon og Kissinger hefðu fátt sagt um tilteknar aðgerðir Bandarikjastjórnar vegna striðsins, en þeir lýstu yfir ein- róma stuðningi við tilraunir stjórnarinnar til að binda enda á átökin. Gáfu þeir í skyn, að þeir gerðu ráð fyrir langri baráttu.____ ______ — Iðnaðarmenn Framhald af bls. 32 haft launþega á sínum snærum. I — Hann væri hins vegar fébóta- sjóður, og þar sem ákveðið hefði verið, að húseigendur tækja nú sjálfir við húsum sínum til við- gerðar, myndi sjóðurinn þar ekki koma nærri að öðru leyti en þvi, að hann greiddi mönnum bætur á húsunum samkvæmt mati. Viðlagasjóður hefur ekki fram- kvæmt viðgerðir á húsum í Vest- mannaeyjum að öðru leyti en þvi, að reynt hefur verið að koma i veg fyrir, að hús skemmdust meira en orðið er. — Sagði af sér Framhald af bls. 1 tug og síðar, þegar hann var ríkis- stjóri í Maryland. Formleg lausnarbeiðni Agnews var afhent Henry Kissinger utan- rikisráðherra og hún tekur þegar gildi. Ronald Ziegler, blaðafull- trúi Hvita hússins, sagði, að Nixon forseti hefði frétt um ákvörðun Agnews, er þeir ræddust við á laun í hálftíma í skrifstofu forsetans I Hvíta hús- inu í gærkvöldi. I bréfi til forsetans sagði Agnew að „þjóðarhagsmunum væri bezt þjónað" með því, að hann segði af sér. Varaforsetinn sagði að ákærurnar gegn sér væri “ekki hægt að útkljá án langrar baráttu", sem valda mundi klofningu og uppnámi í þinginu og fyrir dómstólunum. Walter E. Hoffman alríkis- dómari sagði varaforsetanum stórveldanna hafi aukizt vegna fréttanna um vopna- og hergagna- flutninga Rússa um loftbrú til Egyptalands og Sýrlands. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði, að ástandið gæti breytzt ef fréttirnar reyndust réttar. „Slikt ástand get- ur beinlínis snert minnkandi spennu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna," sagði talsmaður- inn. Talsmaður sovézka landvarna- ráðuneytisins neitaði að láta hafa nokkuð eftir sér um loftbrúna. í Washington vildu bandariskir embættismenn ekki tilgreina hverskonar hergögn Rússar væru að flytja til Egyptalands og Sýr- lands, en kváðu ekkert benda til þess, að Rússar væru að senda orrustuflugvélar í stað þeirra sem Israelar hafa skotið niður fyrir — Skuld Framhald af bls. 2 næstkomandi, má gera ráð fyrir þvi, að sú upphæð fari verulega að hækka hvað líður. Samtals eru útgjöld sjóðsins þá orðin 2.109 milljónir króna, en tekjur hans eru 1.632 milljónir króna. Norður- löndin hafa þegar greitt til sjóðs- ins 990 milljónir króna, en að sjálfsögðu eru eignir sjóðsins miklar, þar sem eru viðlagasjóðs- húsin, en þau verður unnt að hefja sölu á jafnskjótt og fólk flyzt til Vestmannaeyja I ein- hverjum mæli. fyrir réttinum í dag, að hann liti svo á, að sú yfirlýsing hans, að hann bæri ekki á móti ákærunum, jafngilti játningu um sekt. Agnew sagði blaðamönnum, áður en hann ók til ókunns ákvörðunarstaðar, að vitni dóms- málaráðuneytisins hefðu fengið loforð fyrir þvi að fullu og öllu, að þau yrðu ekki saksótt. Elliot Richardson dómsmálaráðherra fór þess persónulega á leit við Hoffman, að hann hlífði varafor- setanum við fangelsisdómi. Hann kvað yfirlýsinguna og afsögnina næga refsingu. Nixon forseti verður nú að senda þjóðþinginu tillögu um nýjan varaforseta, þar sem hann verður að hljóta samþykki þess. í rannsókn Agnew-málsins kemur fram, að i skattaframtali 1967 kvaðst Agnew hafa 26.099 dollara í tekjur og skulda 6.516 Sýrlendingum og Egyptum. Seinna var sagt, að sennilega sendu Rússar skriðdreka, eld- flaugar og skotfæri. Flutningaflugvélarnar fljúga beint frá Rússlandi yfir Miðjarð- arhaf til ýmissa flugvalla í Egyptalandi og Sýrlandi. Enn hafa ekki borizt fregnir um árásir ísraelskra flugvéla á rússnesku flutningaflugvélarnar, en Israel- ar hafa þó gert nokkrar loftárásir á flugvelli, þar sem rússneskar flutningaflugvélar lenda. Bandaríkjamenn hafa nánar gætur á sovézku loftbrúnni, að sögn bandarískra emoættis- manna, en sagt er, að ekkert bendi til þess, að hergögn séu flutt sjóleiðis. Ekki er heldur nákvæmlega vitað, hvort sendar eru eldflaugar eins og þær, sem Egyptar geta að verulegu leyti þakkað árangur sinn við Súez- skurð. Samkvæmt góðum heimildum munu ísraelar að sjálfsögðu fara fram á það við bandarisku stjórn- ina, að hraðað verði afhendingu Phanton-þotna og annarra her- gagna sem ísrealar hafa samið um kaup á þessu og næstu árí. Sam- kvæmt þessum heimildum hafa ísraelar orðið fyrir miklu her- gagnatjóni. ísraelar hafa líka nánar gætur á 400 mílna löngum landamærun- um að Jórdaníu vegna þeirrar ákvörðunar Husseins Jórdaníu- dollara í skatta. í raun og veru voru tekjur hans 55.599 dollarar og skattar af þeim voru 19.967.47 dollarar. Richardson sagði, að þegar Agnew var ríkisstjóri og sveitar- stjóri i Maryland, hefði hann pegio verulegar fjárgreiðslur fyrir verktakasamninga, sem voru gerðir við Marylandríki. Einn helzti fjárgreiðandinn, sem er ónefndur, hafi byrjað greiðsl- urnar upp úr 1960 og haldið þeim áfram til 1971. Agnew er líka sakaður um mútur og fjárkúgun. Þessum ásökunum neitaði Agnew. Aðeins einu sinni áður hefur varaforseti Bandaríkjanna sagt af sér. Það var John C. Calhoun, sem sagði af sér undir lok siðara kjör- tímabils Andrew Jacksons forseta 1832, til þess að taka sæti í öld- ungadeildinni. konungs að bjóða út varaherinn. Ekki er Ijóst samkvæmt tilkynn- ingunni hvort stríð hefst á þriðju vígstöðvunum. ísraelar eru sagðir hafa dregið saman fjölmennt lið við ána Jór- dan, en strið þar mundi dreifa kröftum þeirra. Mest óttast Jór- daníumenn, samkvæmt góðum heimildum, að ísrael sæki yfir norðurlandamærin til að koma Sýrlendingum á Golanhæðum í opna skjöldu. Tilkynning íraks þess efnis, að landher og flugher landsins taki virkan þátt i bardögunum á báð- um vígstöðvum þýðir, að fjögur Arabaríki hafa formlega ráðizt fram gegn ísrael. Beirút-blaðið An Nahar segir, að írak hafi teflt fram 18.000 her- mönnum og 100 skriðdrekum auk 220 flugvéla þar af 85 MIG-21. Akvörðun Iraks er talin enn ein bendingin i þá átt, að bardagarnir geti dregizt á langinn. Sýrlendingar sögðust hafa hrakið burtu ísraelskar flugvélar sem réðust á flugvöllinn við Damaskus og skotið fjórar riiður. Þeir sökuðu Israela um að gera loftárásir á borgaraleg skotmörk í iðnaðarborginni Homs og aðal- hafnarbæjum Sýrlendinga við Miðjarðarhaf. ísraelar kölluðu hins vegar skotmörk sín hernaðarleg. Seinna sögðust Sýr- lendingar hafa skotið niður 14 ísraelskar flugvélar til viðbótar í öðrum árásum. Bæði í Tel Aviv og Damaskus — Húsnæðisskortur Framhald af bls. 2 ráðstafana og væri tími til kom- inn að vinna í Eyjum félli í eðli legt horf. Viðlagasjóður mun því í framtíðinni gegna því hlutverki, sem ætlazt var til af honum i upphafi. þ.e. að vera fjármála- sjóður og fébótasjóður. Viðlaga- sjóður hefur látið gera nauðsyn- legar viðgerðir á húsum til þess að forðast skemmdir, en engar eiginlegar viðgerðir hafa farið fram. Helgi Bergs sagði, að það væri hlutverk húseigenda sjálfra að gera við hús sín, en Viðlaga- sjóður myndi síðan greiða fé- bætur fyrir skemmdirnar. Undan- farið hefur sjóðurinn haft 300, 400 og jafnvel 500 manns við vinnu í Eyjum, og með þeim mannafla tókst að hreinsa bæinn eins og til var stof nað. Þá gat Helgi um auglýsingu, var frá því skýrt, að harðir loft- bardagar geisuðu yfir vígvellin- um á Golanhæðum, og báðir aðilar sögðust hafa skotið niður margar f lugvélar. Jafnframt benti margt til þess, að dregið hefði úr bardögunum á jörðu niðri, bæði á Golanhæðum og Sinaiskaga. Þar játuðu Israelar, að þeir hefðu hörfað úr aðalvarnarlínunni við Súezskurð. Alls segjast Egyptar og Sýr- lendingar hafa skotið niður 40 israelskar flugvélar, aðallega með SAM-flaugum. I skeyti frá vestrænum frétta- riturum á Sinaivigstöðvunum seg- ir, að Egyptar haldi áfram að fara yfir Súezskurð við suðurenda hans og að afskipti Israela af þeim séu I lágmarki. Egypzki herinn fór með vest- rænu fréttaritarana um fimm kílómetra inn í Sinaieyðimörkina frá Súezskurði til þess að sýna þeim vígvöllinn. Þeir sáu israelsk- ar þotur ráðast með 10 mínútna millibili á flutningaleið Egypta fyrir sunnan þá. Egyptar segja að Israelar séu á undanhaldi. Þeir segjast hafa eyðilagt 15 ísraelska skriðdreka og tekið marga stríðsfanga. Egypzkar flugvélar réðust jafn- framt á ísraelskar herstöðvar og ísraelskt herlið á norðurströnd Sinai. Egyptar segjast hafa brotizt gegnum Bar-Lev-línuna og sums staðar sótt 15 km inn i eyði- mörkina. I Karíó er þetta kallaður — Sovézk loftbrú Framhald af bls. 1 sem Viðlagasjóður birti um staðaruppbót. Hann sagði, að fyrst í stað, á meðan bæjarfélagið I Vestmannaeyjum væri að byggj- ast á ný, myndu íbúarnir eiga við ýmsa erfiðleika að etja, sem hafa myndu í för með sér aukakostnað. Viðlagasjóður vildi með staðar- uppbót hjálpa til á meðan fólk væri að komast yfir þennan þröskuld. Kröfur fólks til atvinnufyrirtækjanna í Eyjum mættu ekki skapa þeim erfiðleika og yrði atvinnulífið að standa á jafnréttisgrundvelli miðað við atvinnulíf annars staðar á landinu. Því hefði verið ákveðið að greiða hverjum einstaklingi, sem náð hefði 18 ára aldri og búsettur er i Eyjum, 2000 króna staðaruppbót á mánuði til 8. desember, 1200 krónur til 2. febrúar og 600 krónur til 16. marz. Er þá gert ráð fyrir, að vertið hafi hafizt af fullum krafti í Eyjum og loðnubræðsla sé hafin. Fyrir viku sendi Viðlagasjóður frá sér tilkynningu um, að húseig- endur í vestasta hluta bæjarins, skuli hafa tekið við húsum sínum fyrir 1. nóvember næstkomandi. Jafnframt verður tilkynnt síðar, að húseigendur, sem eiga hús í öðrum hverfum kaupstaðarins, skuli taka við þeim. I þessu felst, að Viðlagasjóður mun ekki taka ábyrgð á skemmdum, sem kunna að verða á húsunum annan vetur. Helgi Bergs sagði, að komið hefði f Ijós, að ef sjóðurinn tæki áfram ábyrgð á húsunum, myndu mörg hús í Vestmannaeyjum standa auð í vetur. Sagði Helgi, að það væri þjóðhagslega ósanngjarnt að ætlast til þess, að sjóðurinn bæri ábyrgð á húsunum, ef hægt yrði að koma í veg fyrir skemmdir á þeim með öðru móti. Hann sagði jafnframt, að bæjarstjórn Vest- mannaeyja áætlaði, að f vetur yrði húsnæðisekla í Vestmannaeyjum, þar sem menn hafa m.a. ekki virzt fáanlegir til þess að leigja eða selja hús sfn. Hins vegar sagði hann, að það væri eðlilegt mark- mið, að húsin yrðu nýtt í vetur, ef þörf væri fyrir þau. Hafa eig- endur húsanna verulega mögu- leika til þess að sinna þeim i vetur eða fela umboðsmönnum sinum- í Eyjum það, komist þeir ekki sjálfir til Eyja. Helgi sagði, að ef mat bæjarstjórnarinnar væri rétt, að húsnæðisekla yrði í Eyjum, þá væri nauðsynlegt að hvetja menn til þess að láta einhvern vera i húsunum. Hann kvað og nú vera tímabært að hef ja viðgerðir á hús- unum og þótt þau hefðu enn ekki verið metin, þá lánaði sjóðurinn þegar fé til viðgerða út á væntan- legt mat skemmda. Hann kvað enn lítið af beiðnum um fé til viðgerða hafa borizt sjóðnum. sögulegur viðburður, sem hafi að engu gert þá goðsögn, að ísraelar séu ósigrandi. I Tel Aviv sagði Haim Herzog hershöfðingi, fyrrverandi yfir- maður leyniþjónustu hersins, að Arabar hefðu glatað „sögulegu tækifæri" til þess að kollvarpa Israelsríki. Hann sagði, að ísrael- ar hefðu bjargað sér úr alvarlegri hættu síðustu fjóra daga. Yfirmaður ísraelska hersins á suðurvfgstöðvunum, Shmuel Gon- en hershöfðingi, benti hermönn- um sinum á, að þeir ættu í erfiðustu orrustunni frá stofnun Israelsríkis. „Stríðið getur orðið langt . . . Við eigum í höggi við óvini, sem hafa yfirburði í mönnum og hergögnum. Egypzki herinn er búinn fullkomnum, sovézkum hergögnum." Auk flugvallarins í Damaskus sögðust Israelar haf a ráðizt á aðal- stöðvar sýrlenzka flotans, ratsjár- stöð á Miðjarðarhafsströnd Egyptalands og fleiri hernaðar- skotmörk í Sýrlandi og Egypta- landi. Israelar sögðust hafa skotið niður 20 sýrlenzkar og egypzkar flugvélar í loftbardögum ýfir Golanhæðum og Sinai. Israelska herstjórnin sagði, að „töluverðar skemmdir" hefðu verið unnar á flugvellinum í Damaskus. Talsmaður her- stjórnarinnar sagði, að flug- völlurinn vaeri ekki flugstöð fyrir áætlunarflugferðir heldur her- stöð til loftárása gegn ísraelum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.