Morgunblaðið - 17.11.1973, Síða 1

Morgunblaðið - 17.11.1973, Síða 1
32 SIÐUR 260. tbl. 60. árg. LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stúdentar mót- mæla í Aþenu — þúsundir yfirtaka skóla sína Aþenu, 16. nóvember, AP. Stúdentaóeirðir héldu áfram í Grikklandi ( dag, þriðja daginn f röð. Um 6000 stúdentar hafa yfir- tekið tækniháskólann f Aþenu og vfggirt sig þar, og um 15000 stúdentar eru á svæðinu í kringum skólann. Stúdentar f hafnarborginni Patras, hafa lýst fylgi við félaga sfna í Aþenu og hertekið háskóla borgarinnar. Mikill viðbúnaður er hjá lög- regluliði landsins, en enn sem komið er hefur það ekki látið til skarar skriða. Stúdentamir hafa sett upp litla útvarpsstöð i tækni- háskólanum i Aþenu, og þaðan útvarpa þeir áskorunum til fólks um að styðja þá við að steypa stjórn Papadopoulosar. Þeir, sem eru utan skólans, hafa hrópað vigorð gegn forset- anum og brennt myndir af honum. Þeir hafa einnig reynt að fara f kröfugöngur, en hörfað und- an lögreglusveitum, án þess að til átaka kæmi. 24 brunnu inni í eldsvoða í Los Angeles Los Angeles 16. nóv. AP. MIKILL eldur kom í fjölbýiis- húsi f Los Angeles ðrla föstudags, og er vitað, að 24 létu Iffið,þar af átta börn. Flestir þeirra munu hafa kafnað I rúmum sfnum, en nokkrir létust, er þeir stukku út úr brennandi húsinu, og fjöldi manns er slasaður. Þetta er mesta manntjón, sem orðið hefur f elds- voða í Los Angeles, að sögn yfir- valda. Um upptök eldsins er ekki vitað enn. í húsinu eru 68 ibúðir, og breiddist eldurinn út með geysi- legum hraða. Komst fólk f efri hæðum ekki ni§ur stigana fyrir eldi og reyk. Þegar slökkviliðið Finnar staðfesta EBE-samning Helsinki 16. nóv. NTB. FINNSKA þingið staðfesti í dag samning Finna við Efnahags- bandalag Evrópu með 141 at- kvæði gegn 36 atkvæðum. Það voru aðeins kommúnistar, sem greiddu atkvæði gegn staðfest- ingu, sjö þingmenn jafnaðar- manna sátu hjá og 15 þingmenn voru fjarverandi. kom á vettvang,fáeinum mínútum eftir að eldsins var vart, hafði hann breiðzt út á næstum allar hæðirnar. í húsinu bjuggu um 200 manns. Sumir þeirra, sem brenndust eða slösuðust, þegar þeir reyndu að forða sér, eru taldir f lífshættu. Björgunar- sveitir unnu í kvöld við að leita í rústum byggingarinnar, þar sem nokkurra var enn saknað. Geir Hallgrfmsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Magnús Jónsson, varaformaður flokksins, eftir að kjör varaformanns hafði farið fram á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins í gær. (Ljósm. ÓL. K.M.) Magnús Jónsson varafor- maður Siálfstæðisflokksins MAGNUS Jónsson alþm. var kjör- inn varaformaður Sjálfstæðis- flokksins á flokksráðsfundinum, sem hófst sfðdegis f gær. Magnús Jónsson hlaut 86 atkvæði, en at- kvæði greiddu 131. Aðrir, sem atkvæðu hlutu, voru Gunnar Thoroddsen, 12 atkvæði, Ingólfur Jónsson 7 atkvæði og nokkrir fundarmann hlutu 1 og 2 atkvæði hver. Auðir seðlar voru 18 og ógildir 2. Er Geir Hallgrímsson hafði lýst kjöri Magnúsar Jónssonar, tók hinn nýi varaformaður Sjálf- stæðisflokksins til máls og kvað það vera með nokkuð blöndnum huga, að hann tæki við þessu starfi. Kosningu þessa ber að á þann veg, að ekkert okkar hefði viljað, að til hennar þyrfti að koma, þ.e. vegna þess, að Jóhann Hafstein hefur látið af störfum sem for- Ljósin slokkna 1 maður flokksins sökum heilsu brests. Að öðru leyti veit ég, að ykkur er það öllum kunnugt, sagði Magnús Jónsson, að það hefur aldrei verið í mínum huga, að leíta eftir forystu f þessum flokki, bæði vegna þess, að ég tel aðra hæfari til þess og einnig af persónulegum ástæðum. Engu að síður vil ég þakka flokksráði Sjálfstæðisflokksins fyrir það traust, sem mér hefur verið sýnt. Ég geri mér grein fyrir þeim vanda, sem leggst á mfnar herðar og hef verið í vafa um, að ég gæti tekið þetta að mér, svo að með sóma væri. En þetta er ykkar niðurstaða Ykkar úrskurði hlýt ég að hlýða. Ég hef ekki sótzt ef tir vegtyllum í Sjálfstæðisflokknum, en reynt að vinna það gagn, sem ég hef mátt. Það er mér einnig stuðningur, er ég tek við þessu starfi að líta til formanns flokks- ins og formanns þingflokksins, sem hér gegna forystuhlutverki. Flokksráðsfundurinn hófst kl. 16.00 í gær. í upphafi flutti Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, ftarlega ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Síðan var gengið til varaformannskjörs, og ennfremur var stjórnmálanefnd flokksráðsfundarins kosin. Fundir hefjast aftur í dag kl. 10.00 og verða þá almennar umræður. Evrópu og í Asíu Síðasta Skylab áhöfn- in komin út í geiminn Tokyo, Bonn, Kaupmannahöfn, 16. nóvember, AP. Iðnaðarframleiðsla f Japan mun verða minkuð um 10 prósent, a.m.k. það sem eftir er af þessu ári, að beiðni rfkisstjórnar lands- ins. Þetta er nauðsynlegt vegna reglna um takmarkanir á notkun olfu og rafmagns, sem stjórnin verður að setja vegna takmörk- unar á olfusölu frá Arabarfkj- unum. Japan fær 40 prósent neyzluolfu sinnar frá Arabarfkj- unum, og þær birgðir, sem eru til f landinu, verða gengnar til þurrðar eftir rúman mánuð. Reglurnar verða mjög vfðtækar. Bifreiðaumferð á sunnudögum verður að öllum líkindum bönnuð næstu daga, slökkt verður á aug- lýsingaskiltum, hiti í opinberum stofnunum minnkaður og fólk hvatt til að spara rafmagn og olíu eins og hægt er. LlKA TAKMARKANIR I V-ÞVZKALANDI Willy Brandt, kanslari Vestur- Þýzkalands, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að stjórn hans myndi gefa út sínar fyrstu tilskipanir vegna olíuskortsins á mánudag. Hann lét að þvf liggja, að byrjað yrði á umferðartak- mörkunum, t.d. með því að banna akstur um helgar og með þvf að setja nýjar hraðatakmarkanir. Kanslarinn sagði, að reynt yrði að gera undantekningar í kringum jólin til að trufla ekki jólainn- kaupin alltof mikið, en það yrði að fara eftirþví, hvernig ástandið í orkumálum væri. ... OG 1 DANMÖRKU Gert er ráð fyrir, að bifreiða- akstur á sunnudögum verði bann- aður f Danmörku frá og með 25. þessa mánaðar. Þá er einnig gert ráð fyrir, að stjórnin banni allar jólalýsingar og að olía til upphit- unar verði skömmtuð. Um helm- ingur þeirrar olíu, sem Danir nota, fer til upphitunar. Dönsku rafmagnsveiturnar hafa þegar Framhald á bls. 18 Canaveralhöfða, 16. nóv. AP. ÞREM geimförum var f dag skotið á loft frá Canaveralhöfða, og hófst þá sfðasta af þrem Skylabferðum Bandarfkjamanna. Skylabgeimstöðin hefur hring- sólað auð um jörðu, sfðan önnur áhöfnin sneri þaðan heim fyrir sjö vikum. Geimskotið tókst mjög vel og Apollo-geimfarið, sem notað er til að ferja geimfara frá jörðu upp í Skylab, fór á nákvæm- lega rétta braut. Apollo-farinu var skotið á loft kl. 14 að íslenzkum tíma, og það átti að tengjast geimstöðinni kl. 22.25 í kvöld. Geimfararnar þrír eru Gerald Carr, William Pouge og Edward Gibson. Hefur enginn þeirra farið í geimferð áður. Ef allt gengur að óskum, verðaþeir Framhald á bls. 18 Síðustu fréttir Geimfararnir þrír lentu f nokkrum erfið- leikum með að tengja Apollofar sitt við Skv- lab geimstöðina og það var ekki fyrr en í þriðju tilraun sem tenging tókst. Sfðustu fréttir af þeim hermdu þó að allt væri í lagi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.