Morgunblaðið - 17.11.1973, Page 15

Morgunblaðið - 17.11.1973, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÖVEMBER 1973 X 5 Edward Heath í brezka þinginu: Samkomulagið við Island bindur enda á hættuástand „Br áðabi rg ðasamkom ul agi 3 við Islendinga bindur enda á hættulegt ástand,“ sagði Edward Heath forsætisráð- herra, þegar hann gaf Neðri málstofunni skýrslu um sam- komulagið 1 fiskveiðideilunni á dögunum. I svari við fyrirspurn hét hann stuðningi brezku stjórnarinnar við ráðstafanir til að finna ný mið handa brezkum togurum. Orðrétt sagði Heath (þegar hann hafði greint frá aðalatrið- um samkomulagsins): „Það gleður mig, að við höf- um komizt að samkomulagi um bráðabirgðalausn. Við afsölum okkur miðum, sem hafa gefið af sér verulegan afla frá gamalli tfð, þótt þau séu lítil og úti- lokum mörg skip, sem hafa hingað til veitt við 1 sland. Talsverður floti brezkra tog- ara mun þó geta athafnað sig að vild án þess að þurfa að óttast áreitni á stórum hluta hins um- deilda svæðis. Samkomulagið mun binda enda á leiðinlegt og hættulegt ástand sem spillti samskiptum okkar við banda- menn í Nato. Það felur í sér, að sjóherinn og dráttarbátarnir verða ekki lengur kvödd'á vett- vang til þess að veita vernd, torvelt starf, sem hefur verið leyst af hendi með Ieikni, festu og stillingu. Fiskiðnaðurinn fagnar sam- komulaginu vegna þess, að sam- kvæmt því er útlit fyrir, að eðli- legt ástand komist aftur á, og ég er þakklátur fyrir það sam- starf, sem hann hefur veitt okkur allan þann tíma, sem deilan hefur staðið. Eg geri mér grein fyrir þeirri áhættu, sem skipstjórar og áhafnir þeirra hafa staðið andspænis. Þeir hafa sýnt hæfni sina til þess að berjast við erfiðar kringumstæður, og ég er viss um, að þeir munu nú sýna sömu hæfileika, þegar þeir reyna að tryggja neytendum nægilegt magn af fiski, sem áður. Ef lengra er horft fram i timann munu framfarir i veiðitækni gera kleift að veiða ónýtta stofna á nýjum miðum, og ríkis- stjórnin aðstoðar iðnaðinn við könnun þessara svæða. Með þessu samkomulagi tel ég, að við höfum lagt nýjan grundvöll að vinsamlegri sam- vinnu, sem ætti að einkenna samskipti okkar við Island, og við höfum séð vel fyrir þörfum fiskiðnaðarins á sama tíma og unnið er að víðtækara alþjóð- legu samkomulagi. HAROLD WILSON, leiðtogi Va-kamannaflokksins — Við fögnum tilkynningunni um bráðabirgðalausn deilunnar. Við viljum athuga ásamt þing- mönnum fiskveiðisvæða ná- kvæma merkingu einstakra ákvæða, sem hefur verið samið um. Þegar forsætisráðherra talar um „bráðabirgða“samkomu- lag, er það þá stefna stjórn- arinnar að fá einhverja endan- lega lausn á hafréttarráðstefn- unni? Höldum við áfram mál- flutningi okkar fyrir Alþjóða- dómstólnum? HEATH — Staða okkar fyrir Alþjóðadómstólnum verður ná- kvæmlega sú sama og áður, og samkomulagið hefur engin áhrif á mál annars hvors lands- ins. Samkomulagið er til tveggja ára frá undirritun þess og gert I trausti þess að hafréttarráð- stefnunni takist að komast að ákveðinni niðurstöðu. Báðar ríkisstjórnirnar vona, að takast megi þegar gildistíma samn- ingsins lýkur að ná samkomu- lagi um hafréttarmál, og ástandið mun þá stjórnast af því. PATRICK WALL (Ihalds- flokknum) — Lausnin hefur fengizt með samkomulaginu, en einnig með töluverðri fórn brezka fiskiðnaðarins. HEATH — Brezki fiskiðnað- urinn hefur verið reiðubúinn að fallast á það til þess að binda enda á það hættulega ástand, sem ríkti. Hann féllst á það, því að það gerir aðstæður þeirra til f iskveiða langtum áhættuminni en áður. JAMES JOHNSON (King- ston upon Hull, West, Verka- mannaflokknum) — Fisk- iðnaðurinn hefur gert afskap- lega ógeðfelldar tilslakanir til Edward Heath þess að ná þessu samkomulagi. Samt getum við I fiskihöfn- unum sætt okkur við það. Mun rfkisstjórnin gera allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að hjálpa iðnaðinum á næstu tveimur árum við könnun nýrra svæða, einkum á nýjum miðum, svo sem á Suður-Atl- antshafi? HEATH — Ríkisstjórnin mun vissulega veita fiskiðnað- inum alla þá aðstoð, sem hún getur látið I té við nýtingu nýrra miða. Ég vil þó ekki binda mig við Suður-Atlants- haf, sem er eitt þeirra svæða, sem hafa verið athuguð. Vera má, að önnur svæði séu heppi- legri fyrir okkur. ■ s ' Gengishækkun í Noregi mælist vel fyrir — en frekari ráðstafanir taldar æskilegar Osló, 16. nóv. NTB. SU ákvörðun norsku rfkisstjórn- arinnar að hækka gengi krónunn- ar um fimm prósent, virðist njóta stuðnings í röðum stjórnmála- manna. Talsmenn atvinnufyrir- tækja eru varfærnari í yfirlýs- ingum sínum og innan samtaka iðnaðarins hafa þessar ráð- stafanir verið gagnrýndar harðlega. Er bent á, að hægara hefði verið að sætta sig við gengishækkunina, ef fleiri að- gerðir hefðu verið gerðar sam- tfmis til að stemma stigu við verð- bólgunni. FuIItrúar stjórnarandstöðunn- ar f Stórþinginu hafa lagt á það áherzlu, að f kjölfar gengishækk- unarinnar verði að koma til ýmiss konar hliðarráðstafanir, er veiti meira eftirlit með verðhækkun- um, og sömuleíðis er vakin at- hygli á nauðsyn þess að styðja við bakið á þeim fyrirtækjum, sem gætu lent I erfiðleikum vegna gengishækkunarinnar. Gjaldeyrisviðskipti hófust að nýju f Noregi f dag, en þau iágu niðri í gær, fimmtudag. Fjölmörg norsk blöð fjalla um ákvörðun stjórnarinnar f forystu greinum f dag. Arbeiderbladet segir að það telji ákvörðunina rétta og muni koma neytendum til góða. Þó verði að taka tillit til margs. Aftenposten kveður þetta skuldbinda rfkisstjórnina til að gera frekari ráðstafanir, þvf að gengishækkunin ein dugi ekki til að hafa hemil á verðbólgunni. Yfirleitt má segja, að norsk blöð telji ráðstöfun stjórnarinnar, sem hefur verið lengi f bfgerð, rétta og tiltölulega skynsamlegt úrræði, sem nauðsynlegt hafiver- iðaðgrfpatil. Sonur Kennedys með beinkrabba Kfnverskur bóndi plægfr hrfsgrjónaakur. Kína brauðfæðir 800 milli. manna Tokyo, 16. nóvember, AP. EITT af þvf, sem alltaf vekur undrun og hrifningu þeirra, sem heimsækja Kfna f dag,er, hvernig það fer að þvf að brauðfæða 800 milljón fbúa af rýrum landgæð- um. Hvar sem ferðalangar fara eru Kfnverjarnir hraustlegir og við góða heilsu og virðast fá nægi- legt viðurværi, sem er mikil breyting frá þvf fyrir aldarfjórð- ungi, þegar hungursneyð rfkti um mest allt landið og hungur var algeng dánarorsök. Svarið, segir í opinberri skýrslu „The Peking Rewiev", er korn- framleiðsla, sem á síðustu 20 ár- um hefur aukizt um 4 prósent á ári, 5 prósent á sfðustu tfu árum, og hefur þvl verið meiri en fólks- fjölgunin, sem er 2 prósent á ári. Aður en kommúnistar tókur við völdum, árið 1949, var kornfram- leiðslan 110 milljón tonn á ári, og þótt þrjú milljón tonn í viðbót væru flutt inn svalt fólkið samt. Hao Chung-Shih aðstoðarland- búnaðarráðherra Kína sagði á þingi Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag, að á þessu ári yrði kornframleiðslan meira en 250 milljón tonn (meira en á metár- inu 1971) þrátt fyrir flóð og þurrka. í fyrrnefndri skýrslu er ástæð- an fyrir framleiðsluaukningunni sögð vera úrbætur á ræktarlandi, samyrkjubúskapur og nútfma landbúnaðartækni. Sagt er, að ekki sé lengur nauðsynlegt að flytja korn frá suðurhéruðunum til norðurhéraðanna. í skýrslunni er viðurkennt, að enn sé nauðsyn- legt að flytja inn nokkurt magn af hveiti árlega, en hins vegarsé það jafnað upp með útflutningi á hrfs- grjónum og öðrum landbúnaðar- afurðum. Landbúnaðarmál, sérstaklega kornframleiðsla, hafa haft for- gang um margra ára skeið. Tekj- um af landbúnaðarafurðum er varið til að byggja upp iðnað, og einnig ersafnað miklum birgðum, sem hægt er að grípa til, ef nauð- syn krefst, vegna náttúruhamfara eða stríðs. öllum stofnunum ríkis- ins er skylt að veita landbúnað- inum alla þá aðstoð, sem þær geta, með þvf að útvega mannaf la, tæki, lán og tækniaðstöðu. Skattar á landbúnaðarafurðir eru svo mjög litlir, jafnvel þegar uppskeran er góð, og þeir eru felldir niður, þegar uppskeru- brestur er. Þetta er mikil breyt- ing frá því, er skattar og aðrar álögur voru svo miklar, að bænd- urnir höfðu tæplega ofan í sig. KTna heldur jafnvægi milli framleiðslu og neyzlu með þvf að fylgjast nákvæmlega með þvf, hvert hver bolli af hrfsgrjónum eða hnefafylli af hveiti, fer. Borgarbúar, sem vinna við iðnað og námugröft, fá matarskammt i samræmi við aldur og starf. Bændurnir hafa það kannski að- eins betra, þar sem þeim er leyft að rækta mat til eigin þarfa á litlum einkalóðum. I skýrslunni segir, að verðlag á hveiti og hrfsgrjónum hafi verið svo til óbreytt sfðan 1953. — I dag, segir f lok skýrslunnar, hafa allir í Kína nóg að borða. Dagar hungurdauða eru liðnir. Washington, 16. nóvember, AP. TÓLF ára gamall sonur Edwards Kennedys öldungadeildarþing- manns og Joan, konu hans, þjáist af beinkrabba og verður hægri fóturinn tekinn af honum fyrir ofan hné á morgun (laugardag). Drengurinn heitir Edward Kennedy yngri. Edward var lagður inn á sjúkra- hús til rannsóknar sfðastliðinn þriðjudag og komust læknar þá að því, að krabbameinið í fæti hans var á svo háu stigi, að ekki var um annað að ræða en taka hann af. Beinkrabbi er tiltölulega sjald- gæf tegund krabbameins, en er algengasta tegundin af krabba í drengjum á aldrinum frá 10—20 ára. Eins og allar aðrar tegundir krabbameins getur beinkrabbi Brandt til Sovét Bonn, 16. nóv., NTB. WILLY Brandt kanslari Vestur- Þýzkalands kunngerði í dag þá ákvörðun sína að fara f heimsókn til Sovétríkjanna á næsta ári, til að eiga viðræður við sovézka f lokksleiðtogann, Leonid Brezhnev. Sagðist Brandt þar með endurgjalda heimsókn Brezhnevs til Vestur-Þýzkalands í maf sl. leitt til dauða en mörg tilfelli eru talin læknanleg með skurðaðgerð eða geislameðferð, eða með geilsa meðferð og lyfjum. Kennedy- hjðnin eiga tvö önnur börn, Cara Anne, sem er 13 ára og Patrick Joseph sem er 6 ára. Ítalía: Enn eitt mannrán Turin, ttalfu, 16. nóv. NTB. ERFINGJA stórfyrirtækjanna, sem framleiðir Martini og Rossi Vermouth, var rænt fyrir tveimur dögum, að þvf er lögreglan sagði frá f dag. Heitir hann Luigi Rossi di Montelera og er 27 ára að aldri. Hann er einn af framkvæmda- stjórum fyrirtækisins. Hann hvarf, er hann var á leið til vinnu sinnar og hafði lagt af stað frá heimili sfnu f bifreið á venju- legum tfma. Hann kom ekki til starfa, og nokkrum klukku- stundum sfðar var hringt til fjöl- skyldu hans og sagt, að krafizt yrði gffurlega mikils lausnar- gjalds fyrir hann. I sambandi við annað umtalað mannrán á Italíu, þ.e. á unglings- piltinum Paul Getty III, þá er nú verið að rannsaka eyra það, sem fjölskyldu hans var sent og sagt vera af piltinum. Frumathuganir benda til, að svo sé.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.