Morgunblaðið - 17.11.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.11.1973, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÖVEMBER 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur KonráS Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands. f lausasölu 22, 00 kr. eintakið til við það loforð að halda verðbólgunni innan þeirra marka, sem algengast er í nágrannalöndum okkar? í ljós kemur, að á sama tíma og verðbólguaukningin á íslandi er um 20% er verð- bólguvöxturinn í Noregi um 6,7%, í Svíþjóð um 6,5%, í Danmörku um 9,6%, í Bretlandi um 8,9% og í Þýzkalandi um 7,2%, svo að nefnd séu nokkur 119% MEIRIVERÐBÓLGA egar ríkisstjónin tók við völdum lýstu ráð- herramir því sérstaklega yfir, að þeir ætluðu sér ekki of stóran hlut í barátt- unni við verðbólguna og mundu láta sér nægja að halda henni innan þeirra marka, sem tíðkaðist í ná- grannalöndum okkar. í málefnasamningnum sagði: „Hún mun leitast við að tryggja, að hækkun verðlags hér á landi verði ekki meiri en í helztu ná- granna- og viðskiptalönd- um ...“ Síðan þessi yfirlýsing var gefin, hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina í verðbólgu- málum íslendinga og er nú svo komið, að óðaverðbólga eykst hröðum skrefum og hefur aldrei verið meiri en nú. Ef miðað er við tímabil- ið frá apríl 1972 til apríl 1973 var vöxtur verðbólg- unnar um 18% hér á landi, en ástandið hefur versnað til muna frá þeim tíma á aðeins örfáum mánuðum. Ef miðað er við 12 mánaða tímabilið frá ágúst 1972 til ágúst 1973, kemur í ljós, að vöxtur verðbólgunnar er um 20% á þessu tímabili. Því fer því fjarri, að nokk- ur vísbending hafi komið fram um, að ríkisstjóminni sé að takast að hefta verð- bólguna, þvert á móti bend- ir allt til, að hún sé gersam- lega búin að missa stjórn á þessu alvarlega þjóðfélags- vandamáli. En hvernig hefur tekizt þeirra ríkja, sem Islending- ar eiga einna mest sam- skipti við. Þetta þýðir, að aukning verðbólgu á íslandi er 119% meiri en verðbólgan á hinum Norðurlöndunum, og er þá lögð til grundvall- ar meðaltalshækkun á hin- um Norðurlöndunum fjór- um. , Engum blandast hugur um, að hér er komið í al- gert óefni. Núverandi stjórnarflokkar töluðu um verðbólguaukningu, sem var nánast helmingi minni en sú, sem við nú verðum að þola, sem óðaverðbólgu, á tíma viðreisnarinnar, og væri þá fróðlegt að vita, hvaða nafn þeir geta fund- ið á það óhugnanlega fyrir- bæri, sem nú geisar í efna- hagskerfi þjóðarinnar og smitar svo út frá sér, að það er orðið helsjúkt. Stjórnleysi ríkisstjómar- innar í efnahagsmálum hefur í margra mánuði fall- ið í skuggann fyrir land- helgisdeilunni við Breta, en nú er sú deila úr sög- unni. Umfangsmiklir kjarasamningar standa fyrir dyrum, og meirihátt- ar ákvarðanir í efnahags- Hlutur s- Iyfirlýsingu, sem Ed- ward Heath gaf eftir lausn landhelgisdeilunnar sagði hann m.a.: „Þetta bindur enda á óæskilegt og hættulegt ástand, sem var að skemma samband okkar við bandalagsríki í NATO.“ Þessi ummæli forsætisráð- herra Breta sýna, að ekk- ert hefur orkað meir á brezku stjómina og knúið hana til þess að kalla her- skipin í burtu eins og aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu og sá þrýst- ingur, sem lagður var á málum þjóðarinnar að komast í eindaga. En því miður er alveg ljóst, að nú- verandi ríkisstjórn nær engum tökum á efnahags- málunum úr því sem komið er. Hún hefur þegar að verulegu leyti eyðilagtþað, sem upp var byggt á viðreisnarárunum og því lengur sem hún situr við völd þeim mun erfiðara verður að bæta úr því, sem miður hefur farið. NATO Breta af hálfu fram- kvæmdastjóra bandalags- ins og einstakra aðildar- ríkja þess. Forsætisráð- herra Breta segir berum orðum, að framkoma Breta í landhelgisdeilunni hafi verið að skemma samband þeirra við önnur aðildar- ríki bandalagsins. Þessi ummæli Edwards Heaths staðfesta það, sem haldið hefur verið fram hér í Morgunblaðinu, að Atlantshafsbandalagið og aðild okkar að því, hafði úrslitaáhrif á lyktir deil- unnar. SVIPMIKIL BORG Á SJÖ HÆÐGM SAN FRANSISKÓ, KALIFORNÍU Það er eiginlega sama hvar farið er um San Fransiskó- borg; þrennt er líklegt að beri fyrir augu: Flóann, brýrnar eða sporvagnana skemmtilegu. „Ég minntist á Stm Fran- siskó-flóann í síðasta pistli mfnum, svo að ég þarf ekki að fara mörgum orðum um hann. Brýrnar tvær eru Golden Gate- brúin og Bay-brúin. Sú fyrr- nefnda hefur löngum þótt mikið furðuverk, og þegar haf- izt var handa um að smfða hana, sögðu flestir, að það væri óframkvæmanlegt. Hún er um það bil eins og hálfs kílómetra löng og brúargólfið, sem er með sex akreinum og tveim gang- stéttum er í um 270 metra hæð yfir sjávarmáli. Brúin er eld- rauð, og það er stöðugt verið að mála hana. Jafnskjótt og mál- ararnir hafa lokið við eina um- ferð (en það tekur nokkra mán- uði) verða þeir að byrja á næstu umferð, á hinum end- anum, svo að brúin líti vel út. Hin brúin, The Bay-bridge, eða Flóa-brúin er ein Iengsta brú í heimi, rúmir fimm kílómetrar að lengd, en stöplarnir undir henni eru margfalt fleiri en þeir, sem halda uppi þeirri fyrrnefndu, því að sú er í raun- inni eitt meginhaf. Sporvagnarnir, sem hér eru kallaðir Cable Cars, eru ólíkir öðrum sporvögnum í grundvall- aratriðum. Þeir eru ekki tengd- ir rafstreng eins og flestir spor- vagnar, sem fólk kannast við, heldur tengir vagnstjórinn vagninn við sveran stálvír, sem rennur áfram með milli 10 og 15 kflómetra hraða á klukku- stundu. Vfrinn er í rauf, sem er niðri f götunni, mitt á milli tein- anna, sem vagninn rennur eftir. Þegar vagninn stað- næmist, sem er að jafnaði á öðru hverju götuhorni, rýfur vagnstjórinn tengslin við vír- inn, sem heldur þó áfram með sínum jafna hraða. Þegar vagn- stjórinn vill halda af stað aftur, tengir hann grip vagnsins aftur við vírinn. Þessi almennings- farartæki voru tekin í notkun fyrir réttum 100 árum, árið 1873, og þóttu þá feiknarlega mikil tæki. Nú eru sporvagn- arnir sögulegar minjar, — en ChinaTown f San Fransiskó gera þó enn sitt gagn. San Fransiskó-búar ræddu mikið um það fyrir fáeinum árum, hvort þeir ættu að leggja vagn- ana niður, en niðurstaða þeirra umræðna varð sú, að vagnarnir settu svo mikinn svip á borgina, að þeir yrðu að fá að vera hluti af henni áfram, jafnvel þótt þeir henti ekki sem bezt í um- ferðarmenningu nútímans. Eflaust laða sporvagnarnir, sem orðnir eru tákn San- Fransiskóborgar út á við, fjöl- marga ferðamenn til borgarinn- ar, jafnvel þótt gestirnir komi ekki einungis til þess að ferðast með þeim upp eða niður þær sjö hæðir, þar sem meginhluti borgarinnar stendur. Árlega koma nú tæpar tvær milljónir ferðamanna til San Fransiskó, eða svipaður fjöldi fólks og þar býr að staðaldri. Fáar borgir í heiminum eru jafn alþjóð- eða fjölþjóðlegar ef svo má að orði komast. Mikill hluti borgarbúa er af erlendu bergi brotinn, og þar eru Kfn- verjar sennilega fjölmennastir. Ég held, að mig minni það rétt, að Chinatown, eða kínverska hverfið hér í San Fransiskó, sé fjölmennasta samfélag Kfn- verja utan Asíu, og það verður ekki annað sagt, en sá borgar- hluti beri kínverskt svipmót. Það er ævintýri líkast að ganga þar um götur, og ég held, að ég gleymi seint kínverska kvöld- verðinum, sem ég borðaði með kunningjum mínum frá For- mósu, Hong Kong og Singapore í kínversku veitingahúsi, sem bar nafnið Ya Su Yuan. Að sjálfsögðu var borðað með prjónum og réttirnir voru tíu. Eftir fjórða eða fimmta rétt tókst mér þokkalega að hand- leika prjónana, og koma matn- um upp i mig — en það er þó talsverð kúnst ekki sízt þegar maður borðar hrísgrjón. -ór. Golden Gate brúin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.