Morgunblaðið - 17.11.1973, Side 18

Morgunblaðið - 17.11.1973, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÖVEMBER 1973 Ellert B. Schram: EFTIRLIT MEÐ EINOKUN OG HRINGAMYNDUN Ellert B. Schram hefur flutt á Alþingi frumvarp til laga um eftirlit með einokun, hringa- myndun og samkeppnishöml- um. I fyrstu grein frum- varpsins segir, að lögin hafi það markmið að stuðla að sanngjörnum verzlunar- og samkeppnisháttum og þar með vinna gegn samkeppnishömlum, sem hafa skaðlegar afleiðingar fyrir neytendur, atvinnurek- endur eða þjóðfélagið í heild. Er gert ráð fyrir þvf í 2. gr. frum- varpsins, að viðskiptanefnd þriggja manna skuli skipuð til að stuðla að markmiði laganna. Skuli nefndin skipuð til fjögurra ára f senn og tilnefni einn mann hvert, Verzlunarráð Islands, Neytendasamtökin og Hæstirétt- ur Islands. Sá, sem Hæstiréttur skipar, skuli hafa lögfræði- menntun og vera formaður nefnd- arinnar. 1 greinargerð með frumvarpinu segir Ellert B. Schram m.a. „Með auknu fjármagni og neysluþörf f hinum iðnvæddu markaðsþjóðfélögum hefur komið Ellert B. Schram. f ljös, að hinn óseðjandi markaður og sfvaxandi stærð fyrirtækja býður heim óeðlilegum og óæski- legum aðstæðum á þessum vett- vangi. Hin risastóru fjölþjóðlegu fyrirtæki seilast til fanga f skjóli frjálsræðis, aðstaða skapast til einokunar og hringamyndunar, beitt er óeðlilegum og jafnvel ólögmætum aðgerðum í markaðs- leit, og lögmál heilbrigðrar sam- keppni eru fótum troðin af slfkum aðilum. Hér er ekki aðeins vegið að eðli- legum viðskiptaháttum, heldur eru sjónarmið neytandans fyrir borð borin á óskammfeilinn hátt Með sama hætti og barátta fyrir frjálsri verslun hefur verið háð gegn óeðlilegum opinberum af- skiptum, í þeim tilgangi, að fram- leiðsla og þjónusta atvinnulífsins komi til móts við þarfir neytenda, þá hefur verið vaxandi skilningur á, að reisa þurfi skorður við því, að upp rísi svo stór fyrirtæki, að þau ráði lögum og lofum á mark- aðnum. Þeim, sem unna frjálsu markaðskerfi, á að vera jafnmikið i mun að standa vörð um það kerfi, hvort heldur að þvf er sótt af hálfu opinberra aðila ellegar fyrirtækjum, sem ekki virða leik- reglur samkeppninnar. Einokun er jafnóæskileg, hvort heldur hún er í nafni rfkis eða auðhrings." — Lánamál Framhald af bls. 32 fjárlagatillögum sínum til menntamálaráðuneytisins. Fulltrúar námsmanna röktu síðan þróun námslánamálanna að undaförnu, og vöktu f upphafi athygli á grein laganna um náms- lán og námsstyrki frá 1967, þar sem segir: „Stefnt skal að því, að opinber aðstoð við námsmenn skv. lögum þessum nægi hverjum námsmanni til að standa straum af árlegum námskostnaði, þegar eðliiegt tillit hefur verið tekið til aðstöðu hanstil fjáröflunar." Er efnisinnihald laganna á þá leið, að 100% umframfjárþarfar skuli náð í áföngum án þess þó að ákveðið tímamark sé ákveðið. Hins vegar lýsti fyrrverandi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gfslason, því yfir 17. nóvember 1970, að hann og reyndar rfkis- stjórnin öll væri því fylgjandi, að 100% umframfjárþarfar yrði náð á námsárinu 1974/75 og væri þá f öllu farið að tillögum stjórnar LÍN f þessum efnum. Þingmenn- imir Magnús Kjartansson og Þór- arinn Þórarinsson vildu hins veg ar ganga enn lengra og lögfesta efnisinnihald það, er fólst í vilja- yfirlýsingu ráðherrans og lögðu þeir litlu síðar fram frumvarp til laga um breytingu á viðkomandi lögum í þessum tilgangi, en mál- inu var þó vísað til rfkisstjórnar- innar. í yfirliti fyrrgreindra náms- mannasamtaka kemur fram, að framkvæmd laganna hafi verið nokkuð f samræmi við anda lag- anna og tillögur lánasjóðsins allt til ársins 1972/73, „er núverandi „Vinstri" stjórn hafði setið að völdum f eitt ár. Þá brá svo við, að ráðamenn sáu sér skyndilega ekki lengur fært að framfylgja tillögum lánasjóðsins, sem voru í samræmi við anda laganna og þeirra eigin tillögur tveimur árum áður, og höfnuðu þverlega hækkun á lánaprósentu. (Sjá íöflu) TAFLA 1. LAN I % AF UMFRAMFJÁRÞÖRF FRÁ 1967/68—1973/74 Ar Lán f % AF U. 1967/68 43.0 1968/69 48.5 1969/70 52.2 1970/71 62.9 1971/72 77.4 1972/73 77.8 1973/74 77.8 >kv. fjárlagafrumvarpi Samkvæmt fjárlagafrumvarpi Í974 er enn reiknað með óbreyttu ;ánahlutfalli og fer því ekki á mlli mála, að ráðherrar mennta- og fjármála hyggjast enn á ný ;kella skollaeyrum við tillögum ánasjóðs," segir í yfirlitinu. Námsmannasamtökin rökstyðja sfðan óskir sínar fjrir hækkun lánaprósentu í 100%. Kemur þar fram, að krafan um að lán nemi 100% umframfjárþarfar er grundvölluð á þeirri meginfor- sendu, að efnahagslegar aðstæður námsfólks hafi ekki áhrif á það, hverjir leggi stund á framhalds- nám. Segja fulltrúar námsmanna- samtakanna, að hækkun lána- prósentunnar sé raunar forsenda þess, að hinir lægstlaunuðu eða afkomendur þeirra og fólk úr dreifbýlinu geti yfirleitt komizt í langskólanám og í þessari kröfu felist því aukið námsjafnrétti. Námsmannasamtökin telja, að þegar núverandi lög voru sett, hafi Alþingi greinilega ætlast til þess, að námsaðstoðin ykist stig af stigi og næmi að lokum allri fjár- þörf námsmanna. Telja þeirvilja- yfirlýsingu fyrrverandi mennta- málaráðherra og frumvarp þing- mannanna tveggja, er getið var áður, staðfesta þennan skilning. Þá kemur fram, að samið hefur verið frumvarp, er verður lagt fyrir Alþingi innan skamms. Sam- kvæmt því frumvarpi er lfklegt að lánahlutfallið verði a.m.k. 90% eða þar yfir miðað við núverandi lánakerfi, og segja fulltrúar námsmannanna, að undarlegt hljöti að teljast að fresta hækkun lánaprósentu ár eftir ár á þeirri forsendu, að ný lög séu væntan- leg. I röksemdum námsmanna- samtakanna fæst einnig upplýst, að 128 millj. kr. viðbótarfjárveit- ingu þarf til lánasjóðsins til að framfylgja kröfunni um 100% umframfjárþarfar á þessu ári. 1 stjórn LÍN kom fram miðlunartil- laga eins fulltrúa í þá átt, að náð yrði 88,5% umframfjárþarfar I ár. Þetta lágmarkshlutfall hefði í för með sér 62 millj. krónu hækk- un á f járveitingu til LlN, og segja námsmannasamtökin, að þetta skref sé algjört lágmark þess, er námsmenn gætu fallist á. Skora samtökin á ráðherra og alþingis- menn að beita sér fyrir þvf, að hækkun lánahlutfallsins nái fram að ganga, því að það hljóti að teljast félagslegt réttlætismál. I viðtali við fulltrúa náms- mannasamtakanna kom einnig fram, að bæði menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra voru búnir að samþykkja að koma á fund með námsmannasamtökun- um á mánudag, og var raunar búið að panta húsnæði fvrirfund- inn. En síðan bárust skyndilega þau svör frá ráðherrunum, að þeir sæju ekki ástæðu til að koma á fundinn og var fyrirbáran sú, að með þessu gæti skapazt sú hefð, að ráðherrar þyrftu að koma á fund með námsmönnum einu sinni á ári. Þeir hefðu setið fund með þeim í fyrra og væri engu við þann fund að bæta í ár. Sögðu fulltrúar námsmannasamtak- anna, að þeir sæju ekki annað en ætlunin væri nú að afgreiða þetta mál í kyrrþey á Alþingi, en það vildu þeir ekki láta sér lynda. Kváðust þeir hafa rætt við marga alþingismenn og ráðherra og af þeim viðræðum virtist þeim, sem aðeins stæði á þessum tveimur mönnum — Halldóri E. Sigurðs- syni og Magnúsi Torfa Ölafssyni, og raunar virtist þeim Halldór vera sá, er línuna gæfi. Þeir drápu á tvö helztu gagnrök ráðherra. Annars vegar er það nýja lagafrumvarpið, sem getið var um áðan, og þeir hafa skotið sér á bak við hingað til. Hins vegar halda þeir því fram, að með núverandi reglum sé í mörgum tilfellum verið að veita lán þang- að, sem þeirra er ekki þörf. Til- taka þeir f þvf sambandi eiginkon- ur f Háskólanum, sem fái lán — þrátt fyrir forrfka eiginmenn. Námsmenn benda á það á móti, að þessar eiginkomur séu í miklum minnihluta í Háskólanum og þar að auki séu nú komnar reglur, sem taka tillit til tekna maka, þegarlán eru ákvörðuð. r — Varnir Islands Framhald af bls. 12 þágu sameiginlegra varna, myndu þessi sömu stjórnvöld vafalítið þurfa að svara óþægilegum spurningum um það, til hvers þau legðu slíkt ofurkapp á að viðhalda og efla eigin herafla. Gætu ekki almennir borgarar tekið við hlut- verki hans? Vankantarnir á þátttöku Islend- inga í eigin vörnum eru mjög miklir. Þeir minnka síður en svo við það, að ekki er lagt til að stofnaður verði islenzkur her. Þvert á móti valda tillögurnar um gæzlusveitir, sem ekki lúti her- aga, meiri vanda en þeim, sem þær eiga að leysa. En hvernig sem við grfpum á þessu vandamáli, skulum við minnast orða Jóns for- seta Sigurðssonar, sem vitnað var til í upphafi: „að sama skapi mundi það lífga þjóðaranda og hug manna að vita, að sá liðskost- ur væri I landinu, að það væri ekki uppnæmt fyrir einni hleypi- skútu eðafáeinum vopnuðum bóf- um.“ HSI ræður fram- kvæmdastióra MEÐ auknum umsvifum HSÍ hafa verkefnin hlaðizt á stjórn- armenn sambandsins og hefur nú verið ákveðið að ráða fram- kvæmdastjóra til HSl, sem á að sjá um daglegan rekstur. mun framkvæmdastjórastaðan verða auglýst laus til umsókn- ar á næstunni. Ráðstefna hjá guðfræðinemum FÉLAG guðfræðinema gengst fyrir ráðstefnu f Þjóðleikhús- kjallaranum laugardaginn 17. nóvember. Á ráðstefnunni verður fjallað um sálgæzlu, og hefur séra Jakob Jónsson, dr. theol. framsögu. Ráðstefnan hefst kl. 1.30, og eru allir prestar velkomnir, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. — Jóhann hylltur Framhald af bls. 32 hann eftir fráfall Bjarna Bene- diktssonar. Endurkosinn sfðar með öllum þorra atkvæða og við vaxandi traust bæði á landsfund- inum 1971 og 1973. Jóhann Haf- stein tók óvænt við forystu flokks- ins á erfiðum tímamótum, en axiaði þá byrði með þeim hætti, að flokkurinn stendur nú sterkur að vígi, þegar hann hverfur frá formennsku. Við flokksráðsmenn Sjálfstæðisflokksins þekkjum Jó- hann Hafstein, og ég þarf ekki að lýsa honum í okkar hóp. Dreng- skap hans og dugnaði, dómgreind og lipurð er við brugðið. Ég hef átt þess kost að fylgjast með störf- um Jóhanns Hafstein um áratuga- skeið og allnáið um margra ára bil. Ég hef sérstaklega dáðst að því, hve úrræðagóður hann er, hve miklu góðvildin og vinarþelið ræður í störfum hans, hve sann- gjam hann er og góður sátta- semjari að samræma andstæð sjónarmið. I stórum flokki eins og Sjálfstæðisflokknum hefur verið ómetanlegt að eiga slíkan mann sem forystumann. Ég veit, að ég mæli fyrir hönd allra flokksráðs- manna, allra sjálfstæðismanna, þegar ég óska Jóhanni Hafstein allra heilla í framtiðinni, góðrar heilsubótar og farsælla og ánægjulegra starfsdaga. Þetta er óneitanlega að hluta til eigin- gjörn ósk okkur sjálfstæðismönn- um sjálfum til handa, því að við viljum njóta áfram hæfileika Jó- hanns i þágu flokks okkar og þjóðarinnar allrar," sagði Geir Hallgrimsson. — Flugmálabók Framhald af bls. 19 bolt, Messerschmitt, Catalina og fleiri. Síðan eru margir kaflar um þróun og stöðu flugsins í nú- tímanum um tæknikröfur og vandamál hernaðar- og farþega- flugs. I siðari hluta Flugvéla- bókarinnar er safn af tölulegum tækniupplýsingum um hreyfla- gerðir og afl þeirra og tækniupp- lýsingar um flugvélar. Undir Iokin er og að finna annál síðari heimsstyrjaldar í stuttu máli, bókaskrár og nafnalista. Þar eru flugeinkennisstafir allra landa og einkennismerki flugherja og flugfélaga, í litum. Textinn var settur i Prentstofu G. Benedikts- sonar, Ijósmyndaður hjá Graflk hf., en bókin var, sem fyrr segir, prentuð á Italíu. — Skylab Framhald af bls. 1 samtals 85 daga í geimnum og setja með því nýtt met. Geimfararnir eiga að fram- kvæma um fangsmiklar rann- sóknir á sólu, jörðu og mann- skepnunni f geimnun. Þeim gefst einnig éinstakt tækifæri til að virða fvrir sér halastjörnuna miklu Kohutek. Þessu geimskoti var þrisvar frestað vegna bilana, sem komu fram á Saturnflaug- inni, sem bar Apollogeimfarið út í geiminn, en sem fyrr segir gekk allt að óskum, og engar bilanir urðu. Þetta er ekki aðeins síðasta Skylabferðin, sem Bandarfkja- menn fara; þetta er sfðasta geim- ferð þeirra fram til ársins 1975, þegar ráðgert er, að bandariskir og rússneskir geimfarar hittist á braut um jörðu og tengi för sín saman. Kona Sakharovs yfirheyrð EIGINKONA kjarnorkuvís- indani annsins Andrei Sakharovs var f gær tekín til yfirheyrslu hjá sovézku ör- yggislögreglunni KGB. Var hún spurð um tilboð það, sem maður hennar hefur sett fram um að leggja fram f járupphæð vegna Viktors Khaustovs, sem er f fangelsi og hefur verið þar sfðan í janúar, án þess að réttarhöld hafi farið fram yfir honum. Hefur Sakharov boðizt til að leggja fram fjárupphæð til að Khaustov verði sleppt úr fangelsinu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun yfirmaður KGB hafa tjáð frú Sakharov, að tilboð manns hennar væri ekki raunhæft og tilgangurinn með þvf að senda bréf þess efnis væri til þess eins að skaða „lýðræði sovézks sam- félags". — Námskeiðið Framhald af bls. 2 nefnd Fiskvinnsluskólans hafa ekki gert tillögur um réttindi þeim til handa, sem útskrifast úr Fiskvinnsluskólanum, óskaði ráðuneytið eftir tillögum þeirra um það efni. Jafnframt var þeim tjáð sú skoðun sjávarútvegsráðu- neytisins, að nemendur Fisk- vinnsluskólans ættu að hafa for- gangsrétf gagnvart þeim, er út- skrifast frá þeim fiskiðnaðarnám- skeiðum, sem nauðsynlegt yrði að halda í framtíðinni vegna skorts á hæfum mönnum. Umsóknir um þátttöku á vænt- anlegu fiskiðnaðarnámskeiði, sem sett verður næstkomandi þriðju- dag, urðu 97 talsins, en 52—54 fengu rétt til þátttöku. Er í dag brýn þörf fyrir þetta stóran hóp nýrra matsmanna í fiskiðnað- inum. Enginn nemandi Fisk- vinnsluskólans mun taka þátt í námskeiðinu, en þátttakendur í því hafa unnið við fiskvinnslu- störf I níu ár að meðaltali. Nem- endur Fiskvinnsluskólans, sem útskrifast næsta vor munu vera 24, en þá er búizt við^ að þörfin fyrir nýja matsmenn verði sfzt minni en nú, þótt þetta námskeið verði haldið.“ Undir þessa fréttatilkynningu rita Jón L. Arnalds ráðuneytis- stjóri, Þórður Ásgeirsson, skrif- stofustjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, og Bergsteinn Á. Berg- steinsson fiskmatsstjóri. — Ljósin slokkna Framhald af bls. 1 lagt til að settar verði takmarkan- ir á jólalýsingar, bæði auglýsinga- skilti, úti-jólatré og lýsingar i búðargluggum. ... SVO MAÐUR TALI EKKI UM HOLLAND Hollendingar eru lfklega f einna verstri aðstöðu af Evrópu þjóðum, Arabarfkin hafa gersam- lega tekið fyrir olfuflutninga til þeirra, vegna þess að þeir lýstu stuðningi viðísrael. Hollendingar hafa þó tekið þessu með heim- spekilegri ró og ferðast um á hest- um, reiðhjólum og jafnvel hjóla- skautum um helgar. Slökkt hefur verið á öllum óþörfum ljósa- skiltum, og fólk hefur eins kalt f íbúðum sfnum og það þolir. ... OG ENGLAND I Englandi er ástandið svo alvarlegt, að Heath forsætisráð- herra hefur lýst yfir neyðar- ástandi. Ofan á olíuskortinn bætist, að 260 þúsund námaverka- menn eru komnir í yfirvinnu- bann, og er gert ráð fyrir, að það muni á nokkrum vikum minnka kolaframleiðslu landsins um helming. Yfirvinnubannið kemur m.a. niður á viðhaldi á námunum, þannig að þær fyllast smámsaman af vatni og verða ónothæfar. Er talið, að 70 prósent þeirra verði orðnar ónothæfar eftir hálfan mánuð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.