Morgunblaðið - 17.11.1973, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1973
Verktakar —
húsbyggjendur
Trésmiðaflokkur óskar eftir góðum
verkum.
Upplýsingar í síma 85446.
Starf bókara
Óskum að ráða traustan mann í
starf bókara.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar
fást á skirfstofu okkar. Umsóknar-
frestur til 1. desember.
Rafveita Hafnarf jarðar.
Rösk stúlka
Rösk stúlka óskast til afgreiðslu-
starfa 5 tíma á dag. Einhver reynsla
í skrifstofustörfum æskileg.
Upplýsingar í
Korkiðjunni,
Skúlagötu 57.
Lausar
lögregluþjónsstöður
Stöður varðstjóra og lögregluþjóns í
Keflavík/Njarðvík eru lausar til
umsóknar, og verða veittar frá 1.
janúar 1974.
Umsóknarfrestur er til 10. desem-
ber 1973.
Laun samkvæmt kjarasamningi
ríkisstarfsmanna.
Umsóknareyðublöð og frekari upp-
lýsingar eru veittar hjá lögreglu-
stjóranum í Keflavík, Vatnsnesvegi
33, Keflavík.
Lögreglustjórinn í Keflavík.
Viöskiptafræöingur
Viðskiptafræðingur óskast til starfa hjá einu stærsta
innflutnings- og verzlunarfyrirtæki landsins. Verk-
efni yrðu m.a. fólgin i gerð rekstrar- og greiðsluáætl-
ana svo og annarra sérverkefna við áætlanagerð og
stjórnun.
Þeir viðskiptafræðingar, sem áhuga hafa á að kynnast
nánar framangreindu, sendi auglýsingaafgreiðslu
Morgunblaðsins helztu upplýsingar, merkt „Viðskipta-
fræðingur — 5039".
Með nöfn aðila er æskja upplýsinga verður farið með
sem trúnaðarmál.
Sölumaöur —
Búvélar
Óskum að ráða sem fyrst mann til
sölu- og afgreiðslustarfa við land-
búnaðarvélar.
Æskilegt er að viðkomandi hafi
góða þekkingu á sveitabúskap, sé
tilbúinn til að ferðast töluvert um
landið og á aldrinum 20 — 30 ára.
Nokkur ensku og dönskukunnátta
nauðsynleg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun, fyrri störf og aldur send-
ist í pósthólf 555, Reykjavík
merkt: Búvélar.
Snyrtidama
Snyrtidama oskar eftir vinnu á
snyrtistofu eða við afgreiðslustörf.
Getur byrjað strax. Uppl. í síma
10194.
Tryggingafélag
óskar eftir skrifstofustúlku.
Umsóknir sendist Mbl. fyrir 19. þ.m.
merkt „Stundvís. — 5042“.
Kreisky lok-
ar Schönau
Hafnarflrði - Tll sðlu
Vín, 13. nóvember. AP.
BRUNO Kreisky kanslari sagði í
dag, að fldttamannabúðum
sovézkra Gyðinga í Schönau yrði
bráðlega lokað og að hjálparstöð á
vegum Rauða krossins yrði komið
á laggirnar f herbúðum fyrir ein-
staka farþega, sem eiga leið um
Austurríki og þurfa á aðstoða að
halda.
Stöð Rauða krossins verður í
herbúðunum í Wöllersdorf, um 32
mílur suður af Vín, og er ætluð
fólki, sem þarf sérstaka aðstoð,
einkum Iæknisaðstoð.
Samkvæmt tilkynningunni
telur stjórnin, að lokið sé hóp-
ferðum sovézkra Gyðinga á
vegum samtaka Gyðinga í
Schönau-kastala.
Lögsagan
ótvíræð
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning:
FUNDUR í Vélstjórafélagi Suður-
nesja, haldinn sunnudaginn 28.
okt. s.L, vill ftreka fyrri yfirlýs-
ingar um stuðning við aðgerðir
rfkisstjórnarinnar í landhelgis-
málinu. Fundurinn fagnar þeim
áfanga, sem náðist f viðræðum
forsætisráðherra Breta og íslend-
inga. Fundurinn telur, að tryggja
beri að lögsaga Islendinga einna
sé ótvíræð yfir fiskveiðilandhelg-
inni.
Því lýsir fundurinn yfir fullum
stuðningi við síðustu samþykktir
ríkisstjórnarinnar.
mjög góð 3ja herb. ibúð í nýlegu fjölbýlishúsi við
Álfaskeið. íbúðin er 96 fm. Afhending nú þegar. Gott
verð og greiðsluskilmálar.
Árni Grétar Finnsson, hrl.,
Strandgötu 25, Hafnarfirði, simi 51500,
heimasími 5011 5.
AUGLYSING
Styrkir til að sækja þýzkunámskeið í Sambandslýð-
veldinu Þýzkalandi
Þýzka sertdiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenzkum stjórnvöldum, að
boðnir séu fram nokkrir styrkir handa islenzkum stúdentum til að saekja
tveggja mánaða þýzkunámskeið i Sambandslýðveldinu Þýzkalandi á
vegum Goethe-stofnunarinnar á timabilinu júni — október 1974.
Styrkirnir taka til dvalarkostnaðar og kennslugjalda, auk 600 marka
ferðastyrkS; Umsaekjendur skulu vera á aldrinum 19 — 32 ára og hafa
lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Þeir skulu hafa til að bera góða
undirstöðukunnáttu í þýzkri tungu.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10 desember n.k. — Sérstök um-
sóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
12. nóvember 1973.
verzlun Jes zimsen auglýslr
Nýkomin snagabretti, tekk, fyrirföt
með 3—4 og 5 snögum á í koparlit.
Tilvalin í forstofurog ganga.
Ennfremur.
Húsnúmer 2 stærðir 10 cm og 1 5 cm úr plasti.
Járnvöruv. Jes Zimsen,
Hafnarstr. 21, sími 13336.
Suðurlandsbr. 32, sfmi 38775.
Oplð á laugardögum
Kúpllngs-
diskar
í flestar gerðir
bifreiða
fyrirliggjandi
STORÐ H. f.
Ármúla 24.
Sími 81430.
UNESCO-STYRKUR
TIL FRAMHALDSMENNTUNAR
í NÁMSMATI 00 PRÓFAGERÐ
UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna,
býður fram styrk handa íslendingi til þess að stunda
framhaldsnárn í námsmati og prófagerð í allt að 9
mánuði. Er gert ráð fyrir, að námið fari að mestu fram við
bandarískan háskóla og geti hafist sumarið eða haustið
1 974.
Til þess að koma til greina við veitingu styrksins þarf
umsækjandi helst að hafa lokið kandidatsprófi í sálar- eða
uppeldisfræði og jafnframt aflað sér nokkurrar kennslu-
reynslu I almennum skólum. Lágmarkskrafa til umsækj-
enda er sem næst sú, að hann/hún hafi lokið háskóla-
prófi í sálarfræði, uppeldisfræði, félagsfræði ellegar ein-
hverri grein, sem kennd er í almennum skólum, og er
lögð áhersla á, að umsækjandi hafi sæmilega undirstöðu
í stærðfræði eða tölfræði.
Skilyrði fyrir veitingu styrks er, að umsækjandi samþykki
að vinna við námsmat og prófagerð á vegum Mennta-
málaráðuneytisins að námi loknu.
Umsóknir um styrkinn ásamt upplýsingum um fyrra nám
og störf skulu sendar íslensku UNESCO-nefndinni,
Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4—6, Reykjavík,
fyrir 20. desember n.k. Umsóknareyðublöð verða afhent
í Menntamálaráðuneytinu.
ÍSLENSKA UNESCO-NFFNDIN