Morgunblaðið - 17.11.1973, Side 21

Morgunblaðið - 17.11.1973, Side 21
MORGUNBLAÐI©, LAUGARDAGUR 17. NÖVEMBER 1973 21 ó (jcikJinu The HellstromObronicIe. ★ ★ ★ Hellström skýrsl- , an er byggð upp i þann : raáta, að hún grípur athygii raanns óskipta. Kvikmynda- takan er slik, að furðn sætir hvernig hún var framkvæm- anleg. Sérstaklega er bent á fallvaltleika raannsins óg hversu ília hann stendur að vígi gegn seiglu og aðlögun* * arhæfni skordýranna. Mynd, sem ætti að gera hvern mann hatursfuilan skorkvikindadrápara til V.J. þá heldur jafn frábæra mynd, sem þessa. En það smálæðist að manni sá ískyggilegi grunur, að við, sjálfar mannverurnar, séum aðeins gestir á Móður Jörð, ~ í boði skorkvlkinda! ★ ★ ★ Sannleikurinn á bak við „T.H.C.“, er ægiieg- ur, og myndin oft ægifögur. Sérstakiega er kvikmynda- takan á köflum yfirskilvit- iega fullkomin. Þaðer ekki á hverjum degi, sem okkur er boðið uppá heimíldarmynd í kvikmyndahúsunum. ^ KvtKmynaanusunun Tæífærissinninn. ★ ★ Eftír að hafa séð The Damned eftir Visconti, virð- ist það órökrétt að gerð sé mynd um líf eins af börnum fasismans án þess að fasism- inn sjálfur birtist i neínni mynd. Tækifærissinninn er ljóðræn og afar persónu- bundin í allri gerð. Atriðin eru þunglamaleg, jafnvel langdregin og ég efa ekki, að vegna sálfræðiiegs ínnihaids hefði Sigmund Freud getað gert sér mat úr æviágrípum Marceilo Glerici. , Fréttahornið 0 Einn virtasti handritahöfundur bandaríska kvikmyndaiðnaðarins er Dalton Trumbo. Á McCharty timabilinu var hann bannf ærður af óamerisku nefndinni, llkt og fleiri listamenn. En það er nokkuð umliðið siðan Trumbo kom fram i dagsljósið að nýju, og grýla McChartys var grafin, öllum til blessunnar. Nýjasta mynd Trumbos var frumsýnd fyrir viku siðan, og nefnist „Executive Action", og fjallar um morðið á Kennedy for- seta. Eru atburðirnir sýndir í nýju Dalton Trumbo. Ijósi, og er myndin örugglega hin forvitnilegasta. Fer Burt Lancaster með hlutverk hins látna forseta, en með annað aðalhlutverkið fer Robert Ryan. Er þetta slðasta mynd hins ágæta leikara, en hann lést I sumar, og er svo sannarlega að honum mikill sjónarsviptir. 0 Peter Bogdanowich, (The Last Picture Show", „What's Up, Doc"), er nú I borginn eilifu, upptekinn við töku á myndinni „Daisy Miller". Fer Carrie Snodgress með aðalhlutverkið, en þeim. sem sáu hana í Laugarásbiói nú fyrir skömmu, i myndinni „Diary Of a Mad Housewife," er hún ábyggilega minnisstæð. 0 Ný mynd eftir Clint Eastwood var frumsýnd núna í vikunni. Ber hún heitið„Breezy", og fjallar um ástasamband eldri manns við unga stúlku. Með hlutverk manns- ins fer gamli. góði William Holden. Gerist myndin í nútíman- um, og lætur Eastwood sér nægja að leikstýra. auk þess, sem fyrir- tæki hans framleiðir myndina. „Breezy" er þriðja mynd Eastwoods sem leikstjóra. Sú fyrsta, „Leiktu Misty fyrir mig", var sýnd i Laugarásbíói i sumar við mikla lukku. Næsta mynd hans nefndist „High Plains Drifter", og var frumsýnd snemma á þessu ári. Þar fer Eastwood með aðalhlutverkið í þessum blóðdrifna Vestra, sem sums staðar hefur verið gagn- rýndur fyrir eindæma mikið ofbeldi. Má þvi segja, að þessi þrjú fyrstu viðfangsefni Eastwoods séu harla óllk, og verður gaman að fylgjast með framtið hans sem leikstjóra. Sem leikari hefur Eastwood löngum komið mér fyrir sjónir sem blanda af Alan Ladd og Cary Cooper. 0 Og þá er komið að rúsinunni i pylsuendanum: „A Clockwork Or- ange" er væntanleg í Austur- bæjarbíó mjög fljótlega á næsta ári. BRAVO S. V Atriði úr mynd Eastwoods, „High Plains Drifter". Næsta viðfangsefni Trumbos verður bók eftir Robert Ludlum frá 1971, er nefnist „The Scarlatti Inheritance". Lýsir hún nákvæm- lega áætlun um að koma Hitler til valda. Er það aujöfur nokkur, sem ætlar að beita áhrifum sínum og auðmagni til að koma hinum þá litt þekkta stjórnmálamanni og klíku hans til valda. en sagan gerist á árunum 1 930—32. 0 Stórmeistarinn Stanley Kubrick er nú langt kominn með gerð myndarinnar „Barry Lyndon", sem hann vinnur að i Englandi. Gerist hún á átjándu öld, öfugt við nýjasta meistara- verk þessa frábæra leikstjóra, „A Clockwork Orange", sem gerist i náinni framtið. Er sú mynd áhrifa- mesta listaverk. sem undirritaður hefur séðá hvíta tjaldinu. „Skordýr á spendýr ofan,,7 Nýja Bfó: The Heilström Chronicle ★ ★ ★ „Aðeins tveimur dýrategundum á jörðunni fer fjölgandi, manninum og skor- dýrunum," segir vísindamaður- inn f Hellström-skýrslunni, mynd, sem þessa dagana er sýnd f Nýja Bíói. Ennfremur heldur hann því fram, að skor- dýrin séu mun betur undir það búin, að lifa af ýmsar plágur, sem gætu reynst manninum of- raun. I stuttu máii: vísindamað- urinn Hellström spáir ósigri mannsins í baráttu við skordýr in. Máli sínu til framdráttar slær hann fram ýmsum áhrifa- rikum staðreyndum: 1) 50 milljón árum áður en fyrsti fuglinn hóf sig til flugs frá móður jörð, höfðu skordýr- in numið fiugtæknina. 2) Vmis skordýr geta dregið 100 falda þyngd sfna, stokkið 50 falda lengd sína og étið 100 falda þyngd sína á dag. 3) Engi- sprettuplága getur orðið að 650 km víðfeðmu, samfelldu dýri, sem étur 80 tonn af mat á dag. A viku mundi slfk plága éta upp ársmatarforða milljón manna. 4) Meðan eitt manns- fóstur er að þróast, getur t.d. eplamölurinn margfaldað sig 401.306.000.000 sinnum. 0.s.frv. Staðreyndunum rignir yfir áhorfendur, nauðuga viljuga, meðan hin ótrúlegustu kvikindi skrfða fram og aftur á tjaldinu, fetta sig og bretta, fljúga, skrfða, hlaupa, tfmgast og drepa. Ahorfendum er frjálst að trúa eða afneita spádómum Heilströms, en fæstir munu hins vegar geta afneitað hinni frábæru kvikmynda- töku í þessari mynd. Það eru fyrst og fremst ótrúleg- ar myndir, sem halda áhorfand- anum f sæti sfnu. Þau atriði, sem sýna vfsindamanninn Hell- ström, eru sem betur fer fá og stutt, því að þau eru vægast sagt ömurlega gerð, miðað við fjölbreytni og fegurð skordýra- atriðanna. Mest af kvikmyndatökunni fór fram f náttúrulegu um- hverfi skordýranna. í tvö ár ferðuðust kvikmyndatökumenn og stjórnandi um Bandarikin, England, Afríku og Japan til að ná því efni, sem hér er þjappað saman f tæpa tvo tíma. Til þess að geta kvikmyndað þessar smáu verur þurfti að breyta kvikmyndatökuvélunum, smíða þurfti sérstaklega kæld ljós auk fjölda annarra aukahluta. Mestu erfiðleikamir voru við að kvikmynda maurana, þvf þegar maurabú var opnað, var aðeins hægt að mynda í lOtil 15 sek., áður en þeir snerust til varnar og skriðu yfir mann og vél. önnur dýr, eins og t.d. ter- mítann, varð að kvikmynda á nóttunni með kældu Ijósunum, því dýrið, sem er mjög næmt fyrir hitabreytingum, hefði ekki hagað sér eðlilega i sólar- hitanum. Miðað við aðstæður, gengur það kraftaverki næst, hvað hér hefur náðst frábær myndrænn árangur. 2001 hreif áhorfandann með sér inn í tilbúinn framtfðar- heim fyrirsjáanlegrar tækni. The Hellström Chronicie tekur áhorfandann með sér inn f raunveruiegan heim ófyrirsjá- anlegrar þróunar. S.SJ». SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON VALDIMAR JÖRGENSEN SÆBJÖRN VALDIMARSSON McCabe ogfrúMiller Leikstjóri Robert Altman. Handrit: Robert Altman og Brian McKey, samkvæmt sög- unni McCabe eftir Edmund Naughton. Ljóð og lög samin og sunein af Leonard Cohen. Leik- endur: Warren Beatty, Julie Christie, René Auberjonois. Robert Altman hefur eflaust vakið mesta eftirtekt hér á landi fyrir mynd sfna M.A.S.H., hverar uppbygging var að mestu revíukenndir þættir í léttum dúr og leikur mestallur improviseraður á staðnum. Þrátt fyrir að McCabe og frú Miller sé miklu djúpstæðari mynd, á hún samt margt skylt með M.A.S.H. I báðum tilfell- um skapar Altman umhverfi og samfélag, sem fólki finnst harla ótrúlegt, að átt hafi sér stað í raunveruleikanum. Svið- setningin er blóðdrifin sjúkra- stöðin f M.A.S.H. og í seinni tilfellinu námabær í norðvestur Bandarfkjunum þar sem annað hvort snjóar ellega rignir og íbúarnir þvílíkir, að þeir mega teljast illgreinanlegir frá for- inni. McCabe er fjárhættuspilari, sem rekast á námubæinn Pres- byterian Church á flakki sínu og lfst sérstaklega vel á staðinn með það í huga að hafa fé af bæjarbúum. Hann hefst handa við að reisa sér spilavíti og til frekari ágóða fer hann til nágrannabæjar og kaupir sér eignarrétt yfir þremur reynd- um vændiskonum. Hann flytur þær með sér til baka og þar sem spilavftið er ekki risið, leigir hann þær út í tjöldum. Seinna kemur til skjalanna frú Miller, sem hefur reynslu í slíkum við- skiptum og gerir hún samning við McCabe um að koma upp veglegu pútnahúsi á staðnum. Velgengni þeirra vex óðum og komast þau í tölu góðborg- ara bæjarins. Þar kemur, að námafélag nokkurt hyggst kaupa upp allar eignir í Pres- byterian Church. John McCabe er ekki alveg á því að selja fyrirtæki sitt fyrir þann pening er honum býðst og hyggst þvinga kaupanda til að hækka verðið. Mótleikur námafélags- ins er sá, að senda honum til höfuðs þaulvana slátrara og verður nú McCabe að gjalda fyrir grunnhyggni sína og berj- astfyrir lífinu. McCabe er langt frá því að vera einhver glansmyndahetja. Hann er sóðalegur, grunnhygg- inn, sjálfsánægður og sam- haldssamur náungi, sem eins og frú Miller hefur lært að lifa í soranum og ekki síst að græða á honum. Túlkun Warren Beatty á McCabe er hvað best fyrir það, að eðli McCabe er honum ekki eiginlegt heldur eru leik- hæfileikar hans ráðandi og varna því, að hann ofleiki. Því finnst manni oftast að hann sé að segja sannleikann og atburð- irnir f raun og veru að gerast. Julie Christie, sem hvað mest hefur verið rómuð fyrir klass- íska fegurð sfna, er ávallt mitt á milli þess að virka falleg eða Ijót. Sést þaðbest, er hún hefur nýlokið við að láta búa til af- mælistertu og færa hana einni af gleðikonunum, að hún læsir sig af í herbergi sfnu og reykir ópfum á laun. I rauninni skilur það eitt hana frá hinum hórun- um að hún á þær og að hún seiur sig á römlega þriggja doll- ara hærra verði. Mannlíf bæjarins er greini- legast sýnt þar sem nokkrir bæjarbúar eru að syngja og skemmta sér á fsnum á bæjar- læknum. Dimmblár ísinn er lík- ástur því, sem hann sé forað og dansar einn ölvaður námumað- ur á honum þungt og klunna- lega, hvað eftir annað kominn að falli. Um leið og ókunnugir birtast slær þögn á hópinn og hann dragnast á brott líkt og hann skammist sín fyrir að vera til. Eins kemur það ekki við neinn þótt ein gleðikonan stingi viðskiptavin mörgum hnífsstungum í æðiskasti, það ber eingöngu vott um, að Mc- Cabe hafi ekki nógu góð tök á fyrirtæki sínu. Andrúmsloft myndarinnar er allt mettað þunga og reyk. Það er segulmagnað og laðandi strax frá byrjun en lifandi og talandi eðli þess á mest að þakka góðri kvikmyndatöku og hráum, drungalegum litum. Samt er ekki laust við, að allur drunginn valdi manni leiðaog á pötrum er myndin ekki laus við að vera langdregin. Einn stór þáttur myndarinnar og sá, sem hvað ekki síst gefur henni gildi, er músfk Leonards Cohen. Hann syngur titillagið og nokk- ur önnur ljóð með sinni seið- mögnuðu, drafandi röddu og segja þau meira en nokkur texti gæti gert. Myndin sýnir þau Julie Christie og Warren Beatty koma sér saman um stofnun hins nýja fyrirtækis. V.J.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.