Morgunblaðið - 17.11.1973, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.11.1973, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1973 29 ■ m A HELJ/ XRÞROIVl Framhaldssagan i Pýóingu Bjöms Vignis 40 „Jæja, ég býst við að þetta sé uppspuni...." „Ha?“ „Þetta er Mike Sullivan á aðal- stöðinni. Við fengum hringingu rétt í þessu....klukkan...ah....bíddu aðeins." Það mátti heyra Sullivan fletta blöðum hinum megin í sím- anum, „hérna kemur það, klukk- an 6,49. Já.“ • „Hvers konar hringingu?" „Skólapiltur hringdi. Sagðist hafa fundið lögregluskýrslu. Með vélritaðri orðsendingu. Eitthvað um dömu með nítróflösku. Er eitthvað hæft íþessu?" Virginia Dodge stirðnaði í sæti sínu. Byssan færðist nær flösku- hálsinum. Willis sá, að hendur hennar nötruðu. „Nftró?“ sagði hann í símann og hafði ekki augun af höndum Virginiu Dodge, því að hann var sannfærður um, að á hverri sekúndu skylli skeftið á flösk- unni. „Já, mtró-glysserín. Hvað segirðu?" „Nei,“ sagði Willis. „Það.það er ekkert slíkt að finna hérna megin.“ „Nei, ég átti heldur ekki von á þvf. En strákurinn gaf upp nafnið sitt og allt, svo að við þorðum ekki annað en kanna þetta, ha?“ Sulli- van skellti upp úr. „Nei,“ sagði Willis og hugur hans einbeitti sér að því að finna einhverja leið til að gefa Sullivan til kynna, að orðsendingin væri sönn, hver sem svo hafði sent hana, dagsönn. Hann fylgdist með Virginiu með öðru auganu og óstöðugri byssunni í hendi henn- ar. Sullivan hló enn. „Það er annars aldrei að vita, hvenær einhver brjálæðingurinn tekur upp á þvf að heilsa upp á mann með sprengju innanborðs, Willis. Ha?“ Hann hló tröllahlátri við tilhugsunina. „Nei... það er aldrei að vita,“ sagði Willis. „Vel á minnzt. Er nokkur náungi þarna meðal ykkar, sem heitir Meyer?“ spurði Sullivan milli hláturshviðanna. Wilis hikaði. Meyer? Hafði hann sent orðsendinguna? Var hún undirrituð? Ef hann segði „já“ myndi kannski kvikna á perunni hjá Sullivan, en þá væri ómögulegt að vita hvernig Virgin ia bp'gðist við, en ef hann segði „nei“ þá gæti líka verið, að Sulli- van af rælni tæki upp á því að kanna, hvort hér starfaði nokkur sem héti Meyer. Hvorn kostinn átti hann aðtaka? „Heyrirðu til mín?“ spurði Sullivan. „Hvað? 0, já, já.“ „Það er eitthvað að samband- inu,“ sagði Sullivan. „Eg hélt kannski, að það hefði slitnað." „Nei, ég er hérna ennþá,“ sagði Willis. „Jæja, hvað sagðirðu. Er einhver Meyer þarna?“ „Já. Við höfum einn Meyer á meðal okkar." „Nú? Það er undarlegt," sagði Sullivan. „Strákurinn sagði nefnilega, að orðsendingin hefði verið undirrituð af einhverjum Meyer. Skrítið, ekki satt?“ „Jú,“ sagði Willis. „Svo að þið hafið einn Meyer þarna, ha?“ „Já.“ .Jahérna. Þetta er einkenni- legt,“ sagði Sullivan. „Jæja, en það sakaði ekki að athuga þetta. Hvað? Heyrðu mig nú, Riley, sérðu ekki að ég er f símanum? Ég verð að fara, Willis. Þakka þér fyrir“. Hann lagði á. Willis setti símtólið á sinn stað. Virginia fór að dæmi hans, tók siðan upp flöskuna og gekk rólega þangað, er Meyer sat við borð næst öðrum glugganum. Hún sagði ekki orð. Hún lagði flöskuna á borðið fyrir framan hann, vatt síðan snöggt upp á llkamann og sveiflaði byssunni af alefli í andlit hans svo að neðri vörin rifnaði upp. Meyer greip höndum fyrir andlitið til varnar, en Virginia lét höggin dynja á handlegg hans unz sársaukinn neyddi hann 'til að láta þær síga. Andlitið var aftur óvarið og Virginia sló byssunni aftur og aft- ur í andlit hans og höfuð. Miskunnarleysið skevn úr aug- um Virginiu. Byssan skall á höfði Meyer eins og teppahreinsari á teppi unz hann féll alblóðugur og liálfmeð- vitundarlaus fram á borðið og hafði þá næstum því þeytt flösk- unni fram af þvf. Hún tók upp flöskuna og horföi vægðarlaus á Meyer. Sfðan gekk hún aftur að borði sínu.. Sextándi kaf li „Ég hataði þetta gamla fffl, og ég er því fegnastur, að hann skuli vera dauður,“ sagði Alan Scott. Það var allur annar bragur á honum en í gær, en þá hafði hann virzt talsvert miður sfn vegna frá- falls gamla mannsins. Þeir stóðu saman í veiðiherberginu, þar sem byssurnar stóðu f skipulegum röð- um og dýrahöfuð prýddu veggi. Sérlega illilegt höfuð tfgrisdýrs hékk á veggnum bak við Alan og samsvaraði andliti hans vel. „Mér þykir þér taka stórt upp í yður, herra Scott,“ sagði Carella. „Er það? Hann var illgjarn hrokagikkur, og hann lagði fleiri mannslíf f rúst með fyrirtæki sínu en ég get talið á fingrum beggja handa. Þurfti ég að elska hann og dá? Hafið þér nokkurn tíma alizt upp í skugga auðjöfurs?" „Nei,“ svaraði Carella, „ég ólst upp hjá ítölskum innflytjanda, sem var bakari að iðn“ „Jæja, en þér misstuð ekki af neinu, það get ég sagt yður. Gamla svfninu voru að vísu ekki allir vegir færir, en hann hafði samt sem áður nógu mikil völd til að vera gerspilltur. Það er mfn skoðun — hann var ein allsherjar spillirife. Faðir minn. Gamli góði pabbi. Helvftis morðingjahund- ur.“ „Hötuðuð þér hann nógu mikið til að drepa hann?“ „Já, alveg nógu mikið til að slátra honum. Eln ég gerði það ekki. Ekki svo að skilja, að ég hefði ekki verið til með að gera það einhvern tima. En á þessu átti ég enga sök. Og f jandinn hafi það, að ég láti draga mig inn i eitthvað, sem ég kom ekki nærri. Yður grunar, að þetta sé morð, er það ekki? Það er þess vegna, sem þér hafið haldið yður hérna svona lengi, ekki satt?“ „Ja, é ... “ „Svona nú, herra Carella. Við skulum vera hreinskilnir hvor við annan: Þér vitið, að gamla svfnið var myrt.“ „Eg veit ekkert með neinni vissu ennþá,“ sagíi Carella, „Hann fannst f læstu herbergi. Satt að segja Iítur helzt út fyrir að hann hafi framið sjálfsmorð." „Auðvitað. En við vitum að þetta er ekki sjálfsmorð. Það má finna slangur af klóku fólki f þessari fúlu fjölskyldu, sem hefur ráð undir hverju rifi, sem fengi sjálfan Houdini til að roðna. Látið ekki læsta herbergið villa um fyrir yður. Ef einhver hefur vilj- að hann feigan, hefði sá hinn sami áreiðanlega haft einhver ráð með að koma því f kring. Og láta það lfta út eins og sjálfsmorð." „Einsog hverjirtil dæmis?" „Til dæmis ég,“ sagði Alan. „Ef ég hef ði eirisett mér að kála karli, hefði mér tekizt það, þér megið bóka það. En það varð bara ein- hver á undan mér.“ „Hver?“ „Viljið þér uppástungur um grunaða? Við eigum hér heila fjölskyldu af þeim.“ „Mark?“ „Auðvitað. Hvers vegna ekki Mark? Gamla svínið tróð honum um tær allt hans lif. Hann hefur ekki andmælt honum einu orði frá þvf að hann var 14 ára gamall. Hugsið yður allt hatrið, sem hefur grafið um sig innra með honum, þó að hann brosi gleitt svona út á við. Og þessi sfðasti löðrungur. Hann sendir Mark f þessa rottu- holu þarna f New Jersey og síðan — þegar hann hefur lokið þjálf- uninni — fær hann náðarsamleg- ast aðild að fyrirtækinu með hin stórbrotnustu laun — 15 þúsund dollara! Sjálfur forstjórasonur- inn! Svinið borgaði sendlunum sfnum betur en þetta." „Þér ýkið nú aðeins," sagði Car- ella. „Allt f lagi. Ég ýki. En þér skul- ið ekki hálda, að Mark hafi látið sér vel líka hvernig karlinn fór með hann. Honym var alls ekki sama. Og David hafði líka ærna ástæðu til að losa sig við gamla góðapabba." „Eins og hverjar?" „Eins og þá þokkafullu drós, Christinu Scott" „Hvað eruð þér að segja, herra Scott?" „Hvað heyrðistyður ségvera að segja.“ „Eigið þér við..." „Einmitt. Sjáið þér nú til. Ég tala blákalt út um þetta við yður. Eg hataði nógu mikið til að gera Valvakandi svaiar I sima 10- 100 M. 10.30—11.30. fré ménudapi til fðatudapa. ^Lesning við hæfi barna? Bjarnheiður Ingólfsdóttir, Móa- barði 22, Hafnarfirði, hringdi. Hún sagðist hafa verið að líta i barnabók, sem heitir „Krabbinn með gylltu klærnar", og þætti sér hún vart við hæfi barna. Sem dæmi tók Bjarnheiður það, sem stendur á einni opnu í bók- inni, og er það á þessa leið: „Bang. Bang. Bang. — Bedúína- ræningjar! — Um líf og dauða að tefla! — I skjól bak við sandöld- ur! — Bang. Bang. — Virkisstjór- inn sagði, að hér rfkti annars kyrrð og friður! — Svívirðilegu sandmaðkar! — Ég skal launa þeim lambið! — Bang. Bang. Bang. Bang. Bang. — Komi þeir bara! Ég skal velgja þeim undir uggum! — Bang. Bang. Bang. Bang. Hæ! Mér þykir þessi nú miða ískyggilega nærri mér ... — Bang. — En ég er heldur enginn viðvaningur, herra Bedúini . . . Bang — Við skegg spámannsins. Nú skal ég hitta þig . . . Bang — Bang — Þar afgreiddi ég þig, laumuskyttan þín! — Bang. Bang.., — Nú leik ég á þá og læðist aftan að þeim . . . Bang — Fyrst skýt ég þann unga f kaf, hann er hættu- legastur. — Bang. Bang. Bang. Bang. Bang. Bang. Bang. — Hefnd! Bang. — Hefnd! Hefnd! Hefnd! Bang. Bang. — Kuðungar og krókbognir kolkrabbar og kol- bláir krókódílar!! Kafteinn! . . . Snúðu við! Þú æðir út í opinn dauðann!! — L-ubbar og lindýr og lúsugar lúður! Ég skal taka í | tálknin áykkur!" Bjarnheiður sagði, að bókin fjallaði auk þess um falsaða pen- inga, heröínfarm, vfndrykkju og fleira i þssum dúr. Hún vil benda fölki á að athuga hvað það er, sem börnunum er fengið til að lesa, og sagðist vera viss um, að það gæti sjálft dregið sínar álykt- anir af því, sem hér væri um að ræða. # Sveitabörn* og borgarbörn Bergljót Þórðardóttir, Völvu- felli 24, Reykjavik, skrifar: „Ég hef oft undrazt þá ástæðu- lausu minnimáttarkennd, sem sumt dreifbýlisfólk virðist vera haldið gagnvart okkur Reykvík- ingum. Það hlær að ' heimsku barna okkar, sem halda að mjólk- in komi úr hyrnunum, og vita ekki hvað skilvinda er. En það mætti segja mér, að það gæti stað- ið í þeirra börnum að svara, væru þau spurð hvað söðumælir væri, eða kálfur á umferðargötu. En þetta köllum við Reykvíkingar ekki heimsku, heldur þekkingar- skort. Oft hef ég orðið vör við, að dreifbýlisfólk fari niðrandi orð- um um okkur til að upphefja sjálft sig, en bætir svo við eins og eðlilegri skýringu á öllu saman: „Já, en þetta er nú líka Reykvik- ingur.“ Þann 13. nóvember skrifaði „Kennari úti á landi" í Velvak- anda, og sagði þar meðal annars, að þeir, sem stundum væru einu nafni kallaðir „sveitavargurinn" af þeim, sem búa á suðvestur- horninu furðuðu sig á því að þeim skyldi ekki vera boðið í morgun- kaffi hjá útvarpinu á laugardög- um, en meira yrði á því að græða, vegna þess að þeir hlustuðu meira á útvarp en við. Eg er orðin leið á að hlusta á þetta gáfaða dreifbýlisfólk, sem gerir allt meira og betur en við. Af hverju drífur það sig ekki suð- ur og nær sambandi við stjórn- anda þáttarins? Ekki veit hann, hvenær það er á ferðinni. Ég er viss um, að því yrði tekið tveim höndum, og það fengi bæði að tala og nóg kaffi. # Misjafn smekkur „Kennari úti á landi" (hann kynnir sig ekki) skrifar líka um sjónvarpið, og segir, að þar sé ruslað inn allskonar uppfyllingar- efni. Það má vel vera, en það sem einum líkar vel, líkar öðrum illa. Hann vill fá morgunkaffi um sjónvarpið, og fækka sýningar- dögum þess niður í þrjá á viku. Er nú ekki rifizt nóg? Mér finnst nú töluvert af alls kyns samtalsþátt- um i sjónvarpinu, þar sem allt mögulegt fólk fær að láta álit sitt í ljós á ýmsum málum, sem eru efst á baugi, en það eru bara ekki allir, sem hafa ánægju af slíkum þáttum, og geta hvorki notið þeirra né annarrra islenzkra þátta. Heyrnleysingjar fá t.d. eng- ar fréttir úr útvarpinu, og aldrei er hafður fslenzkur texti með ís- lenzku efni eða útlendum fræðslumyndum með íslenzku tali. Þannig gæti verið, að einmitt það uppfyllingarefni, sem öðrum finnst lélégt, nái bezt til þessa fólks. Ég er viss um, að því fólki, sem hlustar mest á útvarp, þætti lélegt að fá ekki fréttir nema þrisvar i viku. Mér finnst bæði útvarp og sjónvarp reyna að ná til flestra, en sumir eru aldrei ánægðir og hugsa bara um eiginn hag. Bergljót Þórðardóttir.“ Velvakandi er svo fáfróður að vita ekki, hvað kálfur á umferðar- götu er, og er hann þó borinn og barnfæddur Reykvikingur. Væri gott að fá skilgreiningu á fyrir- brigðinu. # Ömengaður biðsalur óskast „Kona f Sólheimunum“ hringdi. Vill hún taka undir með konu, sem kom fram með þá ósk hér í dálkunum fyrir skömmu, að í biðskýlinu á Hlemmi væru hafð- ir tveir biðsalir, — annar fyrir þá, sem reykja, en hinn fyrir þá, sem vilja komast hjá því að anda að sér reykmettuðu lofti. Konan f Sólheimunum sagði, að stundum væri skárra að hima úti i kuldanum en vera í rykjarsvæl- unni, sem væri innan dyra í bið- skýlinu. I leiðinni vildi hún koma því á framfæri, að hún væri andvíg hundahaldi á höfuðborginni og sér fyndist vera farið öfugt áö hlutunum ef fara ætti að reka hér sérstakan spitala fyrir gæludýr meðan ekki væri til rúm fyrir sjúkt fólk f þeim sjúkrahúsum, sem fyrir eru. Flautu- konsert Hunda- líf i I ] i t 1 t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.