Morgunblaðið - 23.11.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.11.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1973 Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Róttækar brey tingar á tekjuskattslögum Hér fer á eftir síðasti hluti ræðu Geirs Hallgrímssonar formanns Sjálfstæðis- flokksins á flokksráðs- fundinum í síðustu viku. Fjallar Geir Hallgrímsson hér um efnahagsmál. Ríkisstjórnin hefur ekki gert neina tilraun til að hafa stjórn á þróun efnahagsmála frá þvf við hittumst á landsfundi sl. vor. Því er ekki frá neinum aðgerðum ríkisstjórnarinnar að segja á þessu tímabili. Algjört stjónleysi hefur ríkt. Þó er fjarri því, að allt sé í lagi og ekkert þurfi að gera. Útþensla ríkisbákns- ins er orsök verðbólg- unnar Verðbólgan hefur aldrei verið meiri, vísitala vöru og þjónustu mun hækka um 20—25% á einu ári, eða tvisvar og þrisvar sinnum meira en gerist í nágrannalönd- um okkar almennt. Sú staðreynd minnir á, að stjórnarflokkarnir lofuðu, að dýrtíðaraukningin hér yrði ekki meiri en í nágranna- löndum okkar. Þessar eru efndirnar. Ennfremur er þessi mikli mun- ur á dýrtíðaraukningu hérlendis og erlendis sönnun þess, að erlendar verðhækkanir eiga ekki nema að litlu leyti þátt í dýrtíðar- öldunni, sem nú hefur skollið yfir íslendinga. Verðbólgan hefur aldrei, allt frá styrjaldarlokum, vaxið hraðar á einu ári en nú. Utþensla ríkisbáknsins er helzta orsök þessarar óðaverð- bólgu. Hækkun fjárlaga frá þessu ári til hins næsta mun væntanlega verða 50%, og hefur þá niður- stöðutala fjárlaga þrefaldazt á þrem árum í tíð núverandi stjórnar. Hér er samhliða auð- vitað um að ræða orsök og afleiðingu, en það sýnir einmitt bezt, að við erum komin inn í þann vítabring, sem erfitt mun verða að komast úr. Þessi þróun á sér stað á sama tíma og viðskiptakjör landsins út á við eru okkur hagkvæmari en nokkru sinni fyrr. I lok sl. árs var t.d. verð á þorskblokkinni 46—48 cent pundið en er núna komið upp i 82 cent. Meðalverðhækkun útflutningsafurða mun nema meira en 50% á þessu eina ári, en þrátt fyrir þessi hagstæðu viðskiptakjör, er spáð 3600 millj.. króna viðskiptahalla við útlönd. Erlendar skuldir munu aukast um 3000 milljónir króna á árinu, og hafa tvöfaldazt á valdatímabili núverandi stjórnar, hækkað úr 10 í 20 milljarða króna. Með slíkri aukningu erlendra skulda og 1800 millj. króna gjafafé erlendis frá vegna Vestmannaeyjagossins nær greiðslujöfnuður þó aðeins 12—1500 millj. kr. Afkoma atvinnuvega og einstaklinga. Afkoma atvinnuveganna allra er í hættu á sama tíma og afurða- verð er í hámarki. Útgerð bátanna stendur í járnum. Skuttogararnir nýju eru reknir með miklu tapi. Frystiiðnaðurinn stendur betur að vígi, en þarfnast enn hækkandi verðlags á erlendum mörkuðum, sem hæpið er að verði, ef hann á að standa undir væntanlegum til- kostnaðarhækkunum. Land- búnaðurinn á við síhækkandi kostnað að <'ia vegna hækkaðs verðs á ábui ði og fóðurvörum. Margar iðngreinar eru reknar með tapi og nýleg skýrsla um hag útflutningsiðnaðarins sýnir um 110—120 millj. kr. tap á þessu ári, svo að iðnaðarráðherra hefur lýst því yfir, að sérstakar ráðstafanir þurfa að gera til að bæta það tap. Verzlunin berst í bökkum. Vandi atvinnuveganna á enn eftir að aukast, þegar kaupgjalds- vísitalan hækkar um 10 stig og kaup um 7% í desember n.k. En auk þess munu nýir kaupgjalds- samningar auka tilkostnaðinn. Ef litið er til afkomu einstak- linga, sýna nýgerðar kaupkröfur launþegasamtakanna, hvernig launþegar meta afkomu sína og efndir stjórnarflokkanna á lof- orði um kaupmáttaraukningu launa. Kauphækkunarkröfurnar hafa aldrei verið hærri, nema nú um og yfir 40%, og sérstaklega er kvartað yfir skattaáþján þeirri, sem er afleiðing af skattalögum vinstri stjórnarinnar. Orsakir verðbólgunnar eru auð- vitað margþættar. En höfuðor- sökin er sjálfskaparvíti rikis- stjórnarinnar, þenslan á ríkis- búskapnum. Þannig vantar 5000 milljónir króna til að fjármagna framkvæmdaáætlun ríkisins og stofnfjársjóði. Erlendar lántökur eru notaðar sem neyðarúrræði, ekki eingöngu til fjármögnunar framkvæmda, heldur og til þess að greiða raunverulegan halla- rekstur, bæði opinberra þjónustu- fyrirtækja og einkafyrirtækja. Með þessum hætti er sagt, að verið sé að reyna að halda verði á vöru og þjónustu niðri um tíma, en slíkt er ekki einu sinni skamm- góður vermir. Hvort tveggja kem- ur til, að vöruverðið hlýtur að hækka meira en ella seinna, þegar kemur til greiðslu vaxta og afborgana, og erlent fjármagn, sem með þessum hætti er fengið til landsins, kyndir undir verð- bólgubálið. Erlendu lánin auka peningamagnið í umferð innan- lands og skapa þannig aukna eftirspurn eftir vinnu og þjónustu, sem ekki er til í landinu. Þegar af þeirri ástæðu hækkar verð á vöru og þjónustu og framleiðslutækin nýtast ekki vegna vinnuaf lsskorts. 1 kjölfar sífellt meiri þenslu í efnahagslífinu hefur ríkið aukið skattheimtu sína og tekið fjár- magn frá atvinnuvegum einstak- lingum og staðaryfirvöldum í sínar hendur. Hér er um öfug- þróun að ræða, sem snúa verður við. Hvað ber að gera í efnahagsmálum? 1 umræðum um stefnuræðu for- sætisráðherra á Alþingi í haust, rakti ég allítarlega, hver væri heildarstefna Sjálfstæðisflokks- ins í efnahagsmálum. Ég vil endurtaka höfuðatriðin. I fyrsta lagi, að sveiflur islenzks efna- hagslífs, sem eiga rót sína að rekja til verð- og aflasveiflna í sjávarútvegi, verði jafnaðar með eflingu verðjöfnunarsjóðs og afla- tryggingasjóðs. í öðru lagi að draga ætti úr slíkum sveiflum með því að renna fleiri stoðum undir atvinnuvegi okkar og efla útflutning iðnaðarvara. 1 þriðja lagi að beita bæri gengis- breytingum til að jafna slíkar sveiflur í efnahagslífinu að því marki, sem útflutningsatvinnu- vegirnir almennt þyldu. I fjórða lagi að hafa stjórn á peningamál- um og auka ekki peningamagnið í umferð með erlendum lántökum, sem kalla á aukið vinnuafl. í fimmta lagi að skera niður út- gjöld ríkisins og fjárstreymi, sem fer um hendur hins opinbera, við gerð fjárlaga. Og í sjötta lagi að stefna að því, að aðilar vinnu- markaðarins gætu með frjálsum samningum breytt tilhögun kjara- samninga og komizt að niðurstöðu um að breyta vísitölukerfinu þannig, að það yrði ekki til þess fallið, að koma af stað og örva víxlhækkanir kaupgjalds og verð- lags. Það er nauðsynlegt að vekja at- hygli á þvi, að núverandi rikis- stjórn hefur leikið sér að visitölu- kerfinu þannig að upphæðum niðurgreiðslu og fjölskyldubóta hefur verið breytt fjórum sinnum á þessu ári, ýmist til hækkunar eða lækkunar, eftir því, hvort fyrir dyrum stóð að reikna kaup- gjaldsvísitöluna út eða út- reikningi hennar varlokið. Það fer vart milli mála, að i baráttunni við verðbólguna og til lausnar kaupgjaldsmálum, er nærtækast að skera niður útgjöld hins opinbera og lækka beina skatta. Lækkun skatta Arið 1970 var opinber skatt- heimta, bæði til ríkis og sveitar- félaga, 30% af þjóðarfram- leiðslunni, en 1973 er búizt við, að þetta hlutfall verði 35% af þjóðarframleiðslunni. Hlutur sveitarfélaga í þessari skatt- heimtu fer raunar minnkandi og segir það sína sögu um sam- þjöppun valdsins. Ýmsir erlendir hagfræðingar hafa látið það álit í ljós, að taki hið opinbera meira en 25% af þjóðarframleiðslynni í sinn hlut, sé það til þess fallið að valda verðbólgu í landinu. Rétt er að geta þess, að hlutfall skatt- heimtu hins opinbera er víða hærra en hér á landi, en þar eru aðstæður aðrar, m.a. mikil útgjöld vegna hernaðar og varnarmála, sem við þurfum ekki hér að standa undir. Hlutfall beinna skatta í skatt- heimtu ríkisins hefur og stórauk- izt. Til marks um það, hver tekju- skattur einstaklinga hefur hækk- að eftir hinum nýju skattalögum vinstri stjórnarinnar, má bera saman álagningu tekjuskatta 1971 og 1973. Hækkun álagðra tekju- skatta er þannig 318%, á sama tima og brúttótekjur framtelj- enda hafa hækkað um 60%. Nauðsynlegt er því á þessu þingi að gera róttækar breytingar á tekjuskattslögunum. Ef miðað væri við svipaðan grundvöll og gert var, þegar sett voru ný skattalög i upphafi viðreisnar- stjórnartimabils, þyrfti persónu- frádráttur einstaklinga við álagn- ingu á næsta ári að vera rúmar 300 þús. kr. og persónufrádráttur hjóna um 450 þús. kr., en þessar upphæðir mundu aðeins verða samkvæmt gildandi lögum og væntanlegri skattvísitölu 200 þús. kr. og 340 þús. kr. Samkvæmt núgildandi lögum greiða menn ýmist 25% eða35% af fyrstu rúmum 100 þús. kr. í skattskyldum tekjum og 44% af hærri tekjum. Þegar 11% útsvar á brúttótekjur leggst við þessar tölur, má glöggt sjá, að brýna nauðsyn ber til, að breikka skatt- þrep og lækka skattstiga veru- lega, ef ekki á að draga úr verð- mætasköpuninni í þjóðfélaginu. Vissulega yrði tekjumissir rfkissjóðs töluverður, ef úrbætur yrðu gerðar á tekjuskattslögum, eins og hér er vikið að, jafnvel 3 — 4 milljarðar kr. af um 30 millj- arða kr. heildartekjum. En slík- um tekjumissi yrði að mæta ann- ars vegar með niðurskurði út- gjalda og hins vegar með hækkun söluskatts, en hvert prósent i söluskatti gefur um 650 millj. kr. tekjur. Þá er og rétt að taka til umræðu og ákvörðunar sérsköttun hjóna, að tekjum þeirra sé skipt til helm- inga, áður en til álagningar kem- ur. Slík regla er mjög í samræmi við tíðarandann og stuðlar að því, að konan sé frjáls að ákveða hvort hún vinnur utan heimilis eða ver starfskröftum sínum íþáguþess. Eftir vandaðan undirbúning sýnist allt benda og til þess að taka beri upp virðisaukaskatt í stað söluskatts, móta staðgreiðslu- kerfi skatta og ennfremur að breyta skatta- og tryggingakerf- inu þannig, að fjölskyldubætur og persónufrádráttur verði felld saman í skattkerfið, en ekki höfð í tvennu eða þrennu lagi eins og nú er. Er hugsunin þá sú, að þeir, sem ekki hafa svo háar tekjur, að þeir geti nýtt persónufrádrátt, fái endurgreiðslu aðþví marki. Flytja ber tekjustofna og verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Sú breyting, sem gerð var á tekjustofnum sveitarfélaga 1972, hefur orðið til þess, að flest sveit- arfélög landsins hafa þurft að nýta alla tekjustofna sína að fullu og standa þó verr að vígi en áður. Tekjustofnum sveitarfélaga er einnig þannig varið, að þeir hækka ekki sjálfkrafa i samræmi við verðbólguþróunina í sama mæli og tekjustofnar ríkisins. Að- staða sveitarfélaga fer þannig versnandi að þessu leyti. 1 þeim tilgangi að bæta stöðu sveitarfélaga og dreifa valdinu í landinu, er því nauðsynlegt að flytja bæði tekjustofna og verk- efni frá ríki til sveitarfélaga, einkum þau verkefhi, sem gera kröfur til staðarþekkingar á hög- um og þörfum fólksins. Tillögur stjórnarflokkanna um skipulag heilbrigðismála, skóla- mála og raforkumála hafa allar hnigið í þá átt að efla miðstjórnar- vald ríkisins sjálfs og draga vald- ið ur höndum staðaryfirvalda. Sákafli heilbrigðismálalöggjaf- arinnar, sem fjallaði aðallega um breytta stjórn heilbrigðismála, var raunar eigi afgreiddur á síð- asta þingi. Sjálfstæðismenn hafa nú undirbúið tillögur varðandi skólafrumvörpin með það fyrir augum, að valdsvið sveitarfélaga í skólamálum verði stórlega aukið frá því, sem nú er. Og sjálfstæðis- menn hafa bæði á síðasta og þessu þingi flutt tillögur til þingsálykt- unar um raforkumál, sem byggj- ast á því, að dreifing og orku- vinnsla rafmagns sé sem mest á vegum sveitarfélaga. Byggðaþróunin og sveitarstjórnarkosn- ingarnar Byggðaþróunin í landinu er í nán- um tengslum við verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Sjálfstæðis- menn hafa flutt ítarlega tillögu um byggðamálin á síðasta þingi, eins og kunnug er, og munu vinna að framgangi hennar, erþau mál koma til umræðu nú á yfirstand- andi þingi. Við, sem búum á þéttbýlissvæð- unum, hljótum að gera okkur grein fyrir því, að nauðsynlegt er að flytja fjármagn frá þéttbýlis- svæðunum til strjálbýlisins, ef við viljum og meinum nokkuð með því, að ísland allt sé byggt og nýtt. Við sjálfstæðismenn hljótum að leggja á það höfuðáherzlu, að slík tilfærsla fjármagns nýtist sem bezt og fjármagnið sé ekki notað til atkvæðaveiða, eins og stjórnar- flokkarnir hafa tilburði til að gera. Við hljótum að miðavið, að fjármagninu sé varið til þeirra framkvæmda, sem eru þjóðfélag- inu öllu ávaxtasamar til lengdar, auk þess að vera staðnum sjálfum til hags. Sveitarstjórnarkosningarnar á komandi vori munu væntanlega hafa mikil áhrif á stjónmálabar- áttuna á þessum vetri. Það skiptir miklu máli, að vel sé staðið að undirbúningi sveitarstjórnar- kosninganna og því hefur mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins ákveð- ið að halda ráðstefnu um sveitar- stjónarmál um mánaðamótin janúar — febrúar, þar sem rætt verði um sjálfstæði sveitarfélaga og stefnan mörkuð I sveitarstjórn- armálum, eins og unnt er að gera á landsvísu. Sveitarstjórnarkosningarnar 1958 urðu í raun til þess, að vinstri stjórnin gafst upp og fór frá völdum. Við eigum að vinna svo að þeim sveitarstjórnarkosn- ingum, sem nú fara í hönd, að auk þess að tryggja byggðarlögum okkar traust og framkvæmdasöm staðaryfirvöld, verði sú raunin á einnig i þetta skipti, ef ríkis- stjórnin hefur þá ekki farið frá fyrr. Vandi ríkisstjórnarinnar Það er ljóst, að mikill vandi blasir við ríkisstjóninni, og raunar þjóðinni allri, þar sem annars vegar eru kaupgjalds- samningarnir og hins vegar af- greiðsla fjárlaga og efnahagsmál- in almennt. Upplýst hefur verið, að ríkis- stjórnin gerir ráð fyrir nýrri skattheimtu, 2% hækkun sölu- skatts í tekjuöflun skv. frv. til fjárlaga. Aður en ríkisstjórnar- flokkarnir geta afgreitt fjárlög sem slík þarf fyrst að samþykkja frumvarp í báðum deildum þings- ins um þessa hækkun söluskatts. Einn þingmanna, sem áður studdi stjórnina, hefur lýst andstöðu sinni við þá fyrirætlun, og því mun það frumvarp falla á jöfnum atkvæðum í neðri deild miðað við atkvæðafjölda stjórnar og stjórn- arandstöðu. Því getur dregið til tíðinda, og því fremur, sem ljóst er, að kaupgjaldssamningarnir krefjast aðgerða af hálfu stjórn- valda, sem erfitt er að sjá nú, hvort nokkur samstaða fæst um meðal stjórnarsinna. Við sjálfstæðismenn skulum þó ekki gera ráð fyrir því, að núver- andi ríkisstjórn fari frá völdum á næstunni, þótt við teljum það æskilegt, ef Iitið er til þjóðarhags. Það er freistandi, að þeir, sem hafa haft svo stór og mörg orð varðandi stjórn efnahagsmála í tíð viðreisnarstjórnar, hafi nú tækifæri og möguleika til að sýna, hvaða lausn þeir hafa yfir að ráða, þegar vandamálin bera að. Sú staðreynd ein, að alvarleg vandamál hafa skapazt i tið nú- verandi stjórnar, þegar ytri við- skiptakjör eru svo hagstæð sem raun ber vitni, segir sina sögu um frammistöðu stjórnarflokkanna, en sjálfskaparvítin eru lika verst. Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.